Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ1994 31
NYJA BILAHOLUN FUNAHOFDA I S:
BÍLATORG FUNAHOFDA T S:
BRÉF TIL BLAÐSINS
MARGAR fjölskyldur og einstaklingar í Reykjavík eiga um sárt
að binda vegna ofbeldis af ýmsu tagi.
Rangtúlkun 1
fréttaflutningi
Frá Félagsmálastofnun Reykjavik-
urborgar:
FÉLAGSMÁLASTOFNUN Reykja-
víkurborgar beinir þeim tilmælum til
fréttastofu Ríkissjónvarpsins, RÚV,
að hún varist oftúlkun/rangtúlkun í
fréttaflutningi á borð við þann sem
áhorfendur sjónvarpsfrétta urðu vitni
að þann 29. júní sl. í umfjöllun um
ofbeldi.
Skoðannakönnun Gallups
Fréttin byggði á „spurningavagni“
Gallups þar sem ein af fjölda spurn-
inga var: „Getur þú ímyndað þér ein-
hveijar réttlætanlegar ástæður þess
að a). .. kona myndi slá mann sinn
utan undir? b). .. maður myndi slá
konu sína utan undir?“
Fréttastofa sjónvarpsins túlkaði
niðurstöður Gallups á þann veg að
„rúmlega 40 af hundraði íslenskra
karla telji réttlætanlegt að eiginmað-
ur berji konu sína, en 27 af hundr-
aði íslenskra kvenna".
Við þessa frétt er ýmislegt að at-
huga.
Spurningin sem lögð var fyrir
svarendur gaf ekki ástæðu til þess-
arar túlkunar. Spurt var hvort fólk
gæti ímyndað sér réttlætanlegar að-
stæður þess að eiginmaður slægi
konu sína utanundir og hins vegar
kona mann sinn. Sú túlkun að 40
af hundraði íslenskra karla telji rétt-
lætanlegt að eiginmenn beiji konur
sínar stenst því ekki.
í fyrsta lagi ekki talað um að berja,
heldur að slá utanundir. I öðru lagi
var umfjöllunin á þann veg að skilja
mátti að einstaklingnum sjálfum
þætti í lagi að beija maka sinn,
meðan spurningin beindist að því
hvort maður gæti „ímyndað sér að-
stæður...“, spuming sem beinist á
engan hátt að athöfnum einstakl-
ingsins sjálfs og má því ekki túlka
á þann hátt.
í þriðja lagi kom fram í umræddri
frétt að 27 af hundraði íslenskra
kvenna telji réttlætanlegt að eigin-
menn beiji þær. Hið rétta er að 27
af hundraði íslenskra kvenna getur
ímyndað sér réttlætanlegar aðstæður
þess að eiginkona slái mann sinn
utanundir.
Fréttaflutningur af því tagi sem
um ræðir hér ýtir undir fordóma og
er skoðanamyndandi. Að staðhæfa
og ýta undir þá skoðun að íslenskar
konur telji í lagi að eiginmenn betji
þær, þegar enginn fótur er fyrir slíkri
fullyrðingu er óafsakanlegt.
Margar íjölskyldur og einstakling-
ar í Reykjavík eiga um sárt að binda
vegna ofbeldis af ýmsu tagi. Hluti
þessara aðila leita aðstoðar Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar,
eða annarra stofnana. Enn aðrir bera
harm sinn í hljóði.
Fordómar og viðhorf í samfélaginu
eru þolendum ofbeldis nógu mikill
fjötur um fót, þá að fréttastofa Ríkis-
útvarpsins — útvarp allra lands-
manna — bæti þar ekki betur með
vinnubrögðum af því tagi sem um
ræðir hér.
Ofbeldi í ýmsum myndum er vand-
meðfarið efni og vissulega brýnt að
um það sé fjallað. Nógu lengi hafa
mál sem þessi iegið í þagnargildi.
Eðli málanna gera hins vegar kröfu
til vandaðrar og nærgætinnar um-
fjöllunar. Á því varð því miður mis-
brestur í þessu tilviki.
LÁRA BJÖRNSDÓTTIR,
félagsmálastjóri.
Gagnasafn
Morgimblaðsms
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
Mazda MX3 V6 árg. '92, rauður, ek. 36
þ. km., rafm. í öllu, álflegur, sóllúga.
Verð kr. 1.750.000 stgr., ath. skipti.
Honda Civic ESI árg. ‘93, blár, ek. 27
þ. km., rafm. i öllu, sóllúga. Verð kr.
1.390.000 stgr., ath. skipti.
Það er margt sem aðrir bílar
eiga sameiginlegt með Peugeot 306.
Eitt blab
fyrir alla!
3Rto0itiilT(aMb
- kjarni málsins!
Toyota Landcruiser árg. ‘88, grár, ek.
97 þ. km. Verð kr. 1.250.000.
MMC Pajero langur árg. ‘90, blásans,
diesel, ek. 89 þ. km.
Verðkr. 1.990.000. sk. áód.
Spegill
Þak
Framrúða
VW Golf GT árg. ‘93, rauður, ek. 16 þ.
km., sóllúga, 5 g., 1800 vél.
Verð kr.1.550.000 stgr., ath. skipti.
Nissan Primera 2000 árg. ‘91, hvítur,
ek. 75 þ. km. Verð kr. 1.250.000 sk. á
dýrari.
GMC Jimmy árg. ‘91, svartur. Einn
með öllum hugsanlegum búnaði. Ek.
aðeins 48 þ. km. Verð kr. 2.900.000.
Toyota Carina E árg. ‘93, ek. 33 þ. km.,
rauður, sjálfsk. Verö kr. 1.650.000.
MMC Colt GLXi EXE árg. ‘92, hvitur, '
ek. 57 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur.
Verð kr. 1.090.000 stgr., ath. skipti.
Ford Econoline 350 diesel árg. ‘89,
grá/blár, ek. 48 þ. km., 38“ dekk, álfelgur,
loftlæs., hlutföll, hár topp., simi, sjónvarp,
Captain stólar o.m.fl. Verð kr. 3.950.000.
Felga
Þér finnst kannski eins og allir bílar í dag
séu eins. En ef þú lítur aðeins í kringum þig í
stað þess að fljóta með straumnum sérðu að til er
bíll sem er ekki eins og allir hinir. Bíll sem er
öðruvísi. Bíll sem sem sker sig úr fyrir fágað
yfirbragð sitt og góða hönnun. Bíll sem þú ert
alltaf öruggur í. Bíll með eiginleika sem þú
finnur hvergi annarsstaðar. Bíll sem þú nýtur að
aka, hvert sem er, hvenær sem er.
Þessi bíll er Peugeot. Peugeot á vissulega
margt sameiginlegt með öðrum bílum, en hann
skarar einnig framúr í mörgu. Þeir sem kynnst
hafa Peugeot þekkja það vel. Peugeot er eins og
sniðinn fyrir íslenska vegi. Mjúkur, stöðugur,
sparneytinn og sætin em frábær. Hvað kostar þá
að vera öðruvísi? Minna en ekki neitt. Hvernig
líst þér t.d. á vel búinn, 5 dyra Peugeot 306 á
kr. 1.088.000,-
Bretti
4 dekk
PEUGE0T 306. A SER ENGAN LIKA!
PEUGEOT
Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600
BORGIN
sími 11440
SUSHI
MIÐVIKUDAGS - SUNNUDAGSKVÖLD
- Borð fyrir þig -
BORGIN
sími 11440