Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Veldu verblaunatækin frá
Blomberq
BLOMBERG hlaut hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF verðlaun fyrir
framúrskarandi glæsilega og vandaða þvottavél á stærstu iðn-
sýningu Evrópu í Hannover í Þýskalandi. 586 framleiðendur
frá 25 löndum kepptu um þessa eftirsóttu viðurkenningu.
Við bjóðum 7 gerðir þvottavéla með 800, 900, 1.200 eða 1.600
snúninga vinduhraða á verði frá aðeins kr. 62.600* stgr.
'Staögreiösluafsláttur er 5%.
\
#/// Einar
Mmi Fanestveit&Cohf
Borgartúni 28 TT 622901 og 622900
ÞJÓNUSTA í ÞÍNA ÞÁGU
y
Veldu verðlaunatækin frá
Blomberq
Blomberg hlaut
hin eftirsóttu,
alþjóðlegu IF
verðlaun fyrir
framúrskarandi
glæsilega og
vandaða eldavél
á stærstu iðn-
sýningu Evrópu
í Hannover í
Þýskalandi. 586
framleiðendur frá
25 löndum kepptu
um þessa eftirsóttu
viðurkenningu.
Við bjóðum 6 gerðir
eldavéla á verði
frá aðeins
kr. 55.955* stgr.
Að auki bjóðum við
mikið úrval af
helluborðum og
innbyggingarofnum
frá Blomberg
*Staðgreiðsluafsláuur er 5%
Eldavélunum fylgir námskeid
í meðferð þeirra og matreiðslu
í matreiðsluskóla Drafnar.
V
M"K Einar
MmM Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 V 622901 og 622900
- Þjónusta i þína þágu -
✓
IDAG
BRIDS
II m s j ó n Guðm. P á 11
Arnarson
„SPAÐI ÚT hnekkir
slemmunni," sagði austur
ásakandi.
„Þú gast doblað fjóra
spaða,“ svaraði vestur.
Austur gefur; AV á
hættu.
Norður
6 Á
V Á63
♦ ÁD8652
♦ 1085
Vestur
♦ KG1097632
y~
♦ G1094
♦ 6
Austur
♦ D94
y G1082
♦ K3
♦ G973
Suður
♦ 5
V KD9754
♦ 7
♦ ÁKD42
Vestar Norður Austar Suður
- - Pass 1 hjarta
3 spaðar 4 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 lauf Pass 7 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil: tígulgosi.
Það er rétt að spaði út er
banvænn, en ekki er þar með
sagt að spilið sé borðleggj-
andi með tígulgosa út. Þó
er til rökréttur vinningur.
Sagnhafi drepur á tígulás
og trompar strax tígul. Spil-
ar svo hjarta á ásinn og sér
leguna. Aftur hjarta og aust-
ur stingur tíunni á milli. Nú
er spilið í höfn ef laufíð fell-
ur 3-2, svo það er skynsam-
legt að kanna þann mögu-
leika, taka tvisvar lauf. En
það kemur ekki á óvart þeg-
ar vestur hendir spaða í lauf-
kónginn. Næsta skref er að
taka laufdrottningu og
trompa fjórða laufíð. Blindur
á þá út í þessari stöðu;
Norður
♦ -
y -
♦ D86
♦ -
Vestur Austur
♦ K * D
y - llllll * 108
♦ 109 llllll « _
♦ - ♦ -
Suður
♦ -
y D9
♦ -
♦ 4
Austur ræður ekki við tíg-
uldrottninguna.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
íris og John
Hardy
ALLIR íslendingar _ sem
hafa notið gestrisni írisar
og Johns Hardy í Englandi
á liðnum árum gefst kostur
á að hitta þau í Perlunni
fimmtudaginn 14. júlí frá
kl. 17. Börn eru auðvitað
velkomin.
Tilmæli til
Mjólkursamsöl-
unnar
KONA hringdi til Velvak-
anda og bað hann að koma
á þeirri ábendingu til
Mjólkursamsölunnar að
hún seldi bæði fjörmjólk
og undanrennu í 1/4 lítra
umbúðum. Henni finnst
mikil þörf á þessu og hefur
heyrt þessar væntingar frá
mörgum.
Hestamanna-
mótið
TVÆR norskar stúlkur
sem voru hér á ferðalagi
höfðu ánuga á að líta inn
á Landsmót hestamanna
sem haldið var hér fyrir
skömmu. Þær langaði rétt
að líta þama innfyrir í
nokkra klukkutíma því
þær voru á hraðferð um
landið. Þeim fannst því
súrt í broti að þurfa að
greiða fullan aðgangseyri
fyrir 4-5 klukkutíma, eða
8.000 krónur. Þær tóku
þó fram að þeim þætti það
ekki mikið hefðu þær verið
þarna allan tímann og nýtt
sér alla þá aðstöðu sem í
boði var.
Undir bréfið skrifaði
Tove Gjerde.
Tapað/fundið
Hattur tapaðist
SVARTUR Cacharel-hatt-
ur tapaðist sl. laugardags-
kvöld við Túngötu eða
Landakotskirku í Reykja-
vík. Finnandi er vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band í síma 33753 eða
676366. Fundarlaun.
Lykill fannst
STAKUR húslykill fannst
á horni Austurstrætis og
Pósthússtrætis sl. sunnu-
dag. Upplýsingar í síma
812715.
íþróttaskór
töpuðust
HVÍTIR NikeAir íþrótta-
skór nr. 40 voru lagðir á
bílhúdd í Bergstaðastræti
og þaðan var ekið sem leið
lá upp á Grensásveg. Ein-
hvers staðar á leiðinni hafa
skómir dottið ofan af bíln-
um. Hafí einhver fundið
þá er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma
19239.
Eyrnalokkur
tapaðist
ÞUNGUR útskorinn
kopareyrnalokkur með
stómm bláum steini fyrir
miðju, öðrum þar fyrir of-
an, grænum neðst og
marglitum allt í kring tap-
aðist 18. júní á hátíðar-
svæðinu í Laugardal. Fest-
ingin sat eftir í eyranu.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 15216.
Barnaföt fundust
DÖKKBLÁAR bama-
sokkabuxur og útsaumaðir
barnasokkar fundust í
Borgarfirði í síðustu viku.
Upplýsingar í síma
93-71116.
íþróttatreyja
fannst
ÍÞRÓTTAJAKKI, svartur
í gmnnlit með áletmn á
baki, fannst við Flúðasel í
síðustu viku. Upplýsingar
í síma 879470. Guðríður.
Svefnpoki og
gashitari
SVEFNPOKI og gashitari
töpuðust úr bílskotti rétt
utan við Seljavelli undir
Eyjafjöllum. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
670641.
Hjól tapaðist
TREK 820 Analope fjalla-
hjól, hvítt með bláum stöf-
um, með brettum, böggla-
bera og nýjum festingum
fyrir bamastól hvarf frá
Barmahlíð 12, 10. júlí sl.
Það er mjög bagalegt fyrir
okkur að missa þetta hjól
þar sem það er eina farar-
tækið okkar næstu 6 vik-
ur. Hjólið er m.a. notað til
að fara með þriggja ára
dreng á leikskólann sinn
fyrir utan alla ánægjuna
sem það veitir okkur til
annarra ferða. Þeir sem
hafa orðið varir við hjólið
vinsamlega láti Hafdísi
vita í vinnusíma 20096 og
heimasíma 20884.
Gæludýr
Kettlingar
ÁTTA vikna kassavanir
kettlingar, annar svartur
og hinn bröndóttur, fást
gefins á góð heimili. Upp-
lýsingar í síma 667358.
Týndur köttur
GRÁBRÖNDÓTTUR
högni týndist 6. júlí frá
heimili sínu á Flateyri.
Hann er eyrnamerktur,
R-3107, en er ekki með
hálsól. Hann er mjög
mannelskur. Þeir sem hafa
orðið hans varir era beðnir
að láta vita í síma 94-7855.
Kettlingar
TVO fallega kassavana
fresskettlinga vantar góð
heimili. Upplýsingar í síma
653672.
Víkveiji skrifar...
tli Víkverji verði ekki að
viðurkenna að hann getur
verið ósköp þrjóskur, ef því er að
skipta. Hann leggur þá á sig
ómælt erfíði, til þess að fá að við-
halda eigin sérvisku, en með misj-
öfnum árangri. Þannig taldi Vík-
veiji nú um daginn, að hann gæti
einn síns liðs lagt til atlögu við
debetkortafyrirtækin, en á daginn
kom, að hann varð að láta í minni
pokann fyrir þeim. Víkveiji heitir
tveimur nöfnum, sem er ekki í
frásögur færandi, nema vegna
þess að Víkverji notar aðeins ann-
að nafnið, hvort sem er við kynn-
ingar eða undirskriftir. Víkveiji
sótti því um debetkort, sem á
væri skráð nafn hans eins og hann
notar það, en ekki samkvæmt
skráningu þjóðskrár. Víkverji hef-
ur alla jafna komist upp með slík-
ar óskir, svo sem varðandi nafn á
kreditkorti og fleiru.
xxx
Ekki reyndist mögulegt að
verða við óskum Víkveija í
þessu tilviki og skýrði bankinn
afstöðu kortafyrirtækjanna á þann
veg, að það væri öryggisatriði að
hafa skráninguna samkvæmt
þjóðskrá. Slík skráning drægi úr
möguleikum svindlara og skúrka
á að misnota þetta greiðslukerfí.
Víkveija var bent á að láta taka
síðara nafn sitt úr þjóðskrá, ef
þetta væri honum slíkt hjartans
mál, en það fannst honum of
dramatísk ákvörðun til þess eins
að dekra við sérlund sína. Þar sem
Víkveiji er einlægur stuðnings-
maður aukins öryggis í bankavið-
skiptum, ákvað hann að láta af
frekara andófi.
xxx
á barst Víkveija til eyrna frá-
sögn konu sem heitir tveimur
löngum nöfnum, og er einungis
annað þeirra skráð á debetkort
hennar. Konan kannaði málið, og
komst að þeirri niðurstöðu, að þar
sem tölvuvæðing hefði verið á
frumstigi og afar ófullkomin, þeg-
ar nafn hennar var skráð, þá hefði
ekki verið pláss fyrir bæði nöfn
hennar 5 þjóðskrá. Því væri ein-
ungis fyrra nafnið hennar á skrá
og þess vegna hefði hún fengið
debetkort með öðru nafninu. Hún
var aftur á móti hæstánægð með
þennan háttinn, þar sem hún notar
einungis fyrra nafn sitt.
xxx
Alltaf hefur Víkveiji jafngaman
af því að sýna erlendum
blaðamönnum Reykjavík og ná-
grenni. Nú á sunnudag skrapp
hann austur á Þingvelli með
bandarískan blaðamann, sem var
í sinni fyrstu íslandsheimsókn. Sá
var yfír sig hrifinn af Þingvöllum,
en kvaðst þakklátur fyrir að fá
að rölta um fyrir austan í róleg-
heitunum og sagðist ekki fyrir
nokkurn mun hafa vilja skipta á
þessum sunnudegi fyrir austan og
þjóðhátíðardegi okkar, 17. júní sl.,
sem hann hafði fengið einhveijar
miður huggulegar fregnir af. Hót-
el Valhöll er þessa dagana með
sérstakt humartilboð í gangi fyrir
gesti sína, og færðu Víkveiji og
bandaríski blaðamaðurinn sér það
í nyt. Humarinn var frómt frá
sagt frábær - matreiðsla eins og
best verður á kosið, hráefnið fyrsta
flokks, skammturinn meira en
rausnarlegur og þjónusta hin lipr-
asta. Skemmtilegur máti að veija
parti úr degi, ekki síst með erlend-
um gestum.
.iiir
“'.mvui4i/aiaö\.w»,a am3,acfi5. so siáih^