Morgunblaðið - 10.08.1994, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
58 skip svipt veiði-
leyfi í síðustu viku
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ svipti 58 skip veiðileyfi 5. ágúst sl.
sem höfðu aflað fram yfír úthlutaðar veiðiheimildir þessa árs og meira
en 5% fyrirfram af heimildum næsta fiskveiðiárs. Fimmtán af þessum
skipum eru enn án veiðileyfis en útgerðir hinna skipanna hafa keypt
kvóta og fært yfír á skip sín. Um 20 önnur skip eru enn án veiðileyfis
vegna sviptinga sl. vetur. Þannig liggja um 35 skip nú bundin við bryggju
svipt veiðileyfi. Að sögn Þórðar Eyþórssonar hjá sjávarútvegsráðuneyt-
inu er líklegt að enn fleiri skip verði svipt veiðileyfi á næstu dögum.
Útgerðir hafa ótakmarkaðan
tíma til að laga sín mál og færa til
sín kvóta en að sögn Þórðar er
skammt eftir af 'þessu fiskveiðiári
og óvíst hvort menn telji brýna
ástæðu til þess fyrir næsta fisk-
veiðiár sem hefst 1. september nk.
Svipt vegna ufsa og ýsu
Þórður segir að mjög mismunandi
sé hve mikið skipin hafí veitt fram
yfír heimildir. Það sé allt frá nokkr-
um kílóum upp í nokkra tugi tonna.
58 skip voru svipt veiðileyfi 5. ágúst
sl. og þar af voru margar sviptingar
vegna rælquveiða og jafnvel fyrir
veiðar umfram kvóta af ufsa og ýsu
sem þó er talið að nóg sé til af.
Heimilt er að veiða fyrirfram 5% af
kvóta næsta fískveiðiárs. Engin við-
urlög önnur eru við því að fara fram
yfír þann afla en veiðileyfíssvipting
og umframveiðarnar hafa ekki áhrif
á úthlutun á kvóta næsta fískveiði-
árs. Útgerðirnar þurfa þó að greiða
fyrir andvirði hins ólöglega afla í lok
fískveiðiársins.
Þórður ætlar að útgerðir skipa
sem veiða þorsk umfram kvóta geti
verið í vanda staddar ætli þær að
laga sína stöðu núna því afar erfitt
sé að fá þorskkvóta keyptan eða
leigðan. Hann segir að það sem
hafi verið veitt fram yfir kvóta sé
ekki mikið að magni og almennt
sé ekki meira um sviptingar en
hafi verið áður. Það langt sé liðið
á fískveiðiárið að eðlilegt sé að
menn séu búnir að nýta sínar heim-
ildir. Sumir sinni ekki veiðileyfis-
sviptingu núna og taki sér sumarfrí
fram.að nýju fískveiðiári.
Grafið fyrir
húsi Hæsta-
réttar
VINNA við grunn nýbyggingar
Hæstaréttar Islands á horni
Lindargötu og Ingólfsstrætis
hefur staðið yfir að undanförnu.
Nú hefur verið grafið niður á
klöpp, sem fleyga þarf úr áður
en verkinu er fram haldið. Upp-
steypa hússins hefur nú verið
boðin út og verða tilboð í verk-
ið opnuð síðar í þessum mán-
uði. Þegar fyrst var ákv'eðið að
ráðast í byggingu hússins gerðu
áætlanir ráð fyrir að taka mætti
það fullbúið í notkun á næsta
ári, en þá eru liðin 75 ár frá
því að Hæstiréttur íslands tók
til starfa. Vegna tafa, sem urðu
á framkvæmdum þegar deilur
risu um staðsetningu hússins,
er nú talið líklegt að húsið verði
fullbúið ári síðar, eða um mitt
ár 1996.
Morgunblaðið/Þorkell
Sjálfstæðisflokkur-
inn í Reykjavík
Prófkjör
28.-29.
október
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík samþykkti sam-
hljóða og án umræðna á fundi sín-
um á Hótei Sögu í gærkvöldi að
halda prófkjör vegna alþingskosn-
inganna, sem haldnar verða næsta
vor. Prófkjörið verður haldið 28.-29.
október næstkomandi.
Prófkjör sjálfstæðismanna í
Reykjavík verður opið öllum full-
gildum flokksmönnum í borginni,
16 ára og eldri, og öðrum þeim, sem
kosningarétt eiga í borginni á kjör-
dag og fylla út beiðni um inngöngu
í flokkinn fyrir lok kjördags.
Skordýralíf með
líflegasta móti
Morgunblaðið/Júlíus
GEITUNGAR kjósa að gera sér bú í
skjóli í grónum görðum. Ein þeirra
þriggja tegunda, sem fest hafa rætur
hér á landi, gerir sér þó einnig bú úti
í náttúrunni.
AÐ SÖGN Erlings
Ólafssonar, skor-
dýrafræðings hjá
Náttúrufræðistofn-
un, hefur skordýralíf
verið með líflegasta
móti í sumar, m.a.
vegna hlýinda. Hann
segir að það segi þó
ekkert um horfurnar
næsta sumar, það sé
flóknara mál en svo,
fari m.a. eftir veðri
í vetur og næsta vor.
Erling segir að í
sumar hafi orðið
bullandi uppsveifla í
þeim þremur geit-
ungastofnum sem
hér hafa fest rætur.
Hann segir að þeir
séu alls staðar, t.d.
mjög mikið á höfuðborgar-
svæðinu og verði fólk alltaf
öðru hvoru fyrir óþægindum
vegna þeirra. Erling hefur gert
talsvert af því að eyða geit-
ungabúum í görðum, enda seg-
ir hann fólk helst ekki vilja
hafa þetta við dyrnar hjá sér.
Erling segir að ein tegund
geitunga geri sér bú úti í nátt-
úrunni, hinar tvær kjósi skjólið
í gróðursælum görðum. Á höf-
uðborgarsvæðinu séu þeir nán-
ast alls staðar, en dálítið mis-
þétt. Þeir eru mikið í grónum
görðum í Kópavogi og Garðabæ
og í austurhluta Reykjavíkur,
í hverfum sem liggja að Elliða-
árdalnum og Fossvogsdalnum,
Laugarnesi, Vogum, Sundum
og Teigum. Hann segir að þeir
hafi verið mikið í Vesturbænum
fyrir nokkrum árum en þeir
hafi heldur fært sig austur á
bóginn. Þeir séu síður í nýjum
hverfum, enda taki 10-20 ár
að rækta upp gróna og skjol-
góða garða.
Erling segir aðspurður að
geitungar verði hér til fram-
búðar, þeir hafi verið hér í
15-20 ár og þróuninni verði
ekki snúið við héðan af. „Við
verðum bara að læra að lifa
með þeim eins og aðrar þjóð-
ir,“ segir Erling.
Tilboði Electro-
lux var hafnað
BORGARRÁÐ hafnaði í gær tilboði Electrolux vegna fyrirhugaðrar bygging-
ar íþróttahúss fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik. Sigrún Magnús-
dóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði að tilboðið hefði þótt með öllu óað-
gengilegt. Jens Ingólfsson, framkvæmdastjóri Arnarhúsa hf., sem er um-
boðsaðili Electrolux á íslandi, segir að um misskilning sé að ræða, ekki
hafí verið um eiginlegt tilboð að ræða og að forsvarsmönnum Electrolux
sé mjög í mun að koma til móts við óskir Reykjavíkurborgar.
Sigrún Magnúsdóttir sagði að tii-
boðið hefði ekki verið í nokkru sam-
ræmi við það sem áður hafði verið
greint frá, það er kaupleigutilboð til
20-25 ára með 5% vöxtum. „Ástæð-
an fyrir því að borgin tók þátt í þess-
um viðræðum var kostatilboð
Electrolux um að reisa og reka hér
hús og við töldum ekki annað fært
en að ræða þann möguleika, enda
góður kostur. En tilboðið sem barst
hljóðaði upp á lán til tíu ára með
8,5% vöxtum,“ segir Sigrún. Aðspurð
hvemig skýra mætti þessa breytingu
sagði Sigrún að margar deildir væru
innan Electrolux, kannski hefði ekki
verið rætt nægilega vel við fjármála-
deild fyrirtækisins og þegar hún hefði
komið að málinu til þess að gera
endanlegt tilboð hefði ekki reynst
vilji fyrir fyrrgreindum skilmáium.
20 ár koma vel til greina
Jens Ingólfsson, umboðsmaður
Electrolux, segir að umrædd atriði
hafí bara verið sett upp sem dæmi
og tvívegis hafi verið tekið fram í
bréfinu að ekki væri um endanlegt
tilboð að ræða. Þar hafí verið tekið
fram að lægri ávöxtunarkrafa og
lengri lánstími kæmu til greina. Vel
komi til greina af hálfu Electrolux
að lána til 20 ára með 6,5% ávöxtun-
arkröfu í dönskum krónum, sem séu
meðal millibankavextir. Aðrir
gjaldmiðlar komi einnig til greina.
Jens segir að Electrolux sé tilbúið
til að reisa húsið fyrir ákveðna upp-
hæð og ábyrgjast að hún standist.
Þeir ábyrgist stuttan byggingartíma
og að húsið verði tilbúið í tæka tíð.
Þá muni fyrirtækið bera ábyrgð á
því í 20 ár.
Samningar ættu að nást
Jens segist hafa rætt við forstjóra
Electrolux Credit i gær og að hann
sé tilbúinn til að koma til Islands til
samningaviðræðna. Bréfið hafi átt
að vera viljayfirlýsing um samninga-
viðræður og viðbót við þær upplýs-
ingar sem embættismenn borgarinn-
ar höfðu áður fengið. Jens segir for-
svarsmenn Electrolux fullvissa um
að hægt sé að finna lausn. Electrol-
ux Credit sé i raun að bjóðast til
að lána fjármagn með tapi, enda
telji forsvarsmennirnir verkefnið
hafa mikið auglýsingagildi. „Þess
vegna væru það mjög mikil von-
brigði ef misskilningur yrði til þess
að ekkert yrði úr,“ segir Jens.
Óleyfileg-
ar laxveið-
ar í sjó
Vogum. Morgunblaðið.
RANNSÓKN á óleyfilegum lax-
veiðum í net í sjó í Helguvík og
Rafnkelsstaðavík stendur nú yfir
á vegum lögreglunnar í Keflavík.
Veiðieftirlitsmenn tilkynntu
lögreglunni um laxanet á áður-
nefndum stöðum aðfaranótt 3.
ágúst sl. í Helguvík fannst eitt
net með einum laxi í og í Rafn-
kelsstaðavík voru tvö net, einnig
með laxi í.
Höfnin í Helguvík er að hluta
til lokuð umferð og ræddu veiði-
eftirlitsmenn við vaktmenn þar
en þeir vildu ekki kannast við
netið. Á bryggjunni fundust hins
vegar greinileg ummerki um að
gert hefði verið að laxi.
Rætt um rétt-
mæti þjón-
ustugjalda
NEYTENDASAMTÖKIN hafa
boðið Sambandi íslenskra við-
skiptabanka, Sambandi spari-
sjóða og viðskiptaráðuneytinu til
viðræðna um ágreining um rétt-
mæti ýmiss konar þjónustu-
gjalda.
í bréfi sem Neytendasamtökin
hafa sent ofangreindum aðilum
segir að samtökin hafí ítrekað
bent á það sjónarmið sitt að sú
gjaldtaka sem bankar og spari-
sjóðir hafi nú tekið upp fyrir
ýmiss konar þjónustu sé ýmist
verðlögð of hátt eða sé með öllu
óeðlileg. Samtökin óska þess að
ofangreindir aðilar sendi fulltrúa
sína á fund hjá Neytendasam-
tökunum áður en gripið verður
til ráðstafana til að reyna að
hnekkja ákvörðunum um gjald-
töku.
Neytendasamtökin gefa frest
til 15. ágúst til að þekkjast boð-
ið eða æskja annars fundartíma.
Nýr vegur um
Bólstaðarhlíð-
arbrekku
NÝR VEGUR um Bólstaðarhlíð-
arbrekku verður að öllum líkind-
um fullfrágenginn og opnaður
allri umferð um næstu mánaða-
mót, að sögn Einars Gíslasonar
umdæmistæknifræðings hjá
Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki.
„Um þessar mundir er verið
að keyra burðarlag á vegarbút-
inn, sem er 5,4 km á lengd,“
sagði Einar. „Næsta skref er síð-
an að leggja svokallað efra burð-
arlag á veginn og loks klæðningu
yfir efra lagið.“
Einar sagði, að umferð hefði
þegar verið hleypt á hluta veg-
arins, en stefnt væri að því að
opna hann um mánaðamótin.
Náttúrulífs-
mynd um
Þingvallavatn
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í
gær einnar millj. kr. styrk við
gerð náttúrulífsmyndar um Þing-
vallavatn sem Valdimar Leifsson
kvikmyndagerðarmaður og Einar
Örn Stefánsson vinna að. Valdi-
mar sagði að gerð myndarinnar
væri enn á frumstigi. Áætlaður
kostnaður við hana næmi um 20
millj. kr. og sagðist Valdimar
hafa sótt um styrki víða til að
gera myndina og Ríkissjónvarpið
yrði væntanlega meðframleið-
andi myndarinnar.