Morgunblaðið - 10.08.1994, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stýrimaðurinn á Hágangi II látinn laus og aðeins kærður fyrir
að hindra með valdi opinbera starfsmenn við embættisverk
Sýnir best hvað þeir
hafa veikan málstað
ANTON Ingvason 1. stýrimaður á Hágangi II var látinn laus úr gæsluvarð-
haldi eftir hádegi í gær þegar honum hafði verið birt ákæra ríkissaksóknar-
ans í Troms og Finnmörku, en Anton er sakaður um að hafa hindrað með
valdi opinbera starfsmenn við að framkvæma embættisverk. Upphaflega
var Anton hnepptur í varðhald vegna gruns um að hann hefði með notkun
skotvopns reynt að valda mönnunum líkamstjóni, og sagði Friðrik Arngríms-
son lögfræðingur útgerðar Hágangs II í samtali við Morgunblaðið það
vera mjög jákvætt að ákæran hljóðaði ekki upp á að Anton hefði ætlað
að valda mönnunum líkamstjóni. Anton sagði að hann liti á þetta mál sem
einn stóran brandara og norsk stjómvöld væru eingöngu að beita fyrir sig
lögreglunni í Tromsö til að leysa úr klúðri sem norska strandgæslan hefði
komið sér í með því að handtaka íslenskan sjómann í stað þess að færa
skipið til hafnar og ákæra það fyrir ólöglegar veiðar.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra um málsmeðferð Norðmanna
Mikið áfall fyrir
norsk stjórnvöld
Bjöldi erlendra skipa
í Síldarsmugunni
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir, að málsmeðferð
Norðmanna vegna Hágangs II. hafí
leitt í ljós, að norsk löggjöf væri
þess eðlis að Norðmenn treystu sér
ekki til að ákæra skip fyrir veiðar
innan vemdarsvæðisins við Sval-
barða. „Þeirra eigin löggjöf gefur
þeim ekki tilefni til þess að beita
valdi gagnvart skipum sem eru að
veiðum á svæðinu og það er mikið
áfall fyrir norsk stjómvöld í stöð-
unni, að það skuli koma fram með
þessum hætti. Með þessu er ég þó
ekki að kveða upp úr með einhveija
endanlega niðurstöðu varðandi mat
á þjóðréttariegri niðurstöðu í mál-
inu,“ sagði sjávarútvegsráðherra í
samtali við Morgunblaðið.
Haft var eftir Jens Evensen fyrr-
verandi viðskipta- og hafréttarráð-
herra Norðmanna í Morgunblaðinu í
gær, að hann legði til, að annaðhvort
norska ríkisstjómin eða sú íslenska
taki fmmkvæði að viðræðum um
lausn Svalbarðadeilunnar, og sagðist
Þorsteinn Pálsson vona, að norsk
stjómvöld myndu gera það. Þau hefðu
ekki hafnað viðræðum en heldur ekki
sagt með bemm orðum, að þau séu
Engin loðna
fundiná
vestur-
svæðinu
LEITARFERÐ loðnuskipsins
Hákonar ÞH inn á vestursvæð-
ið svokallaða með sérstöku
leyfi sjávarútvegsráðuneytis-
ins reyndist árangurslaus.
Oddgeir Jóhannsson skipstjóri
sagði í samtali við Morgun-
blaðið að skipið hafí verið á
svæðinu í um tvo sólarhringa
en þar hafí hvergi sést til
loðnu.
Afar dræm veiði
Upplýsingar Félags ís-
lenskra fískmjölsframleiðenda
bera með sér að loðnuveiðar
hafa verið mjög dræmar að
undanförnu. Um helgina var
aðeins rúmum 2.700 tonnum
landað og skiptist sá afii auk
þess á 16 skip. Algengt var
að skip lönduðu slöttum innan
við hundrað tonnum en mest-
um afla landaði Guðmundur
Ólafur ÓF á Ólafsfirði, 389
tonnum.
tilbúin til að taka upp þráðinn.
Síldin stærsta málið
„Við höfum alltaf sagt að við vild-
um gjarnan eiga samtöl við norsk
stjómvöld og í sumar fóru fram
embættismannaviðræður, sem fyrst
og fremst voru til könnunar á stöðu
mála, en það var engum dyrum lokað
þar. Það er ljóst, að við þurfum að
leysa ýmis mál við Norðmenn og þar
á meðal þessi varðandi Svalbarða og
Smuguna, en stærsta málið, sem við
þurfum að útkljá við þá, er síldin.
Um næstu áramót missa Norðmenn
yfírráðin yfir þeim málum til Evrópu-
sambandsins, fari svo að þeir sam-
þykki aðildina, og þar er mjög stórt
mál, sem hefði verið æskilegt að ljúka
áður en Evrópusambandið tekur þau
mál yfir. Það er vont, að þessi mál
skuli hafa leitt til þess, að síldarvið-
ræður hafa ekki komist á þann skrið
sem við hefðum kosið, en ég lít svo
á, að það sé norskra stjómvalda að
gefa til kynna, hvort þau séu reiðubú-
in til viðræðna og þá liggur það fyr-
ir af okkar hálfu, að við erum meira
en fúsir til að koma til viðræðna,"
sagði Þorsteinn.
JÓN Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra segir að Jens
Evensen, fyrrverandi viðskipta- og
hafréttarráðherra Norðmanna, sé
vitur maður og góðgjam og hann
hafí lög að mæla, er hann hvetji
norsk stjórnvöld til þess að hefja
viðræður við íslendinga strax, um
lausn Svalbarðadeilunnar.
„Ágreiningsmálin um Smugu og
Svalbarða og hagsmunaárekstrar
um nýtingu annarra stofna á Norð-
ur-Atlantshafinu milli Islands og
Noregs, eru öll sama marki brennd:
Þau verða ekki leyst með púður-
skotum; þau verða ekki leyst með
orðaskaki eða skenski; þau verða
ekki leyst nema við samningaborð-
ið. Það er rétt mat, að sú stað-
reynd, að Norðmenn taka skip að
veiðum á fískverndarsvæðinu við
Svalbarða, en komast að þeirri nið-
urstöðu, eftir að hafa velt því máli
Réttarhöld yfir Antoni hefjast
1. nóvember næstkomandi. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið
að í réttarhöldunum myndi hann
sanna sakleysi sitt.
„Maður sér að þeir eru að draga
úr öllu málinu núna. Fyrst var allt-
af talað um það af lögreglunni og
strandgæslunni að ég hefði beitt
riffli, en síðan var það dregið niður
í haglabyssu og núna endanlega
er talað um að ég hafí hindrað
opinberan starfsmann í starfí og
það er það eina sem ég er ákærð-
ur fyrir. Ég held að þetta sýni
best hvað þeir hafa veikan málstað
og að þeir eru að búa sér tíl ein-
hveija tyliiástæðu,“ sagði hann.
Hefur hiklaust með sér
haglabyssu
Anton sagði að það hefði verið
mikil lífsreynsla fyrir mann sem
aldrei hefði komið í fangelsi áður
að vera haldið í rúmlega þijá sólar-
hringa í varðhaldi án þess að vera
birt ákæra. Anton er væntanlegur
til íslands í dag og sagðist hann
fara með Hágangi II næsta túr,
en áætlað er að skipið leggi úr
höfn næstkomandi mánudags-
kvöld. Aðspurður um hvort hann
myndi hafa með sér haglabyssu í
túrinn sagðist hann hiklaust ætla
að gera það.
„Það er eina ráðið til að fæla
burt einhveija fugla þarna en það
er virkilegur óþrifnaður af þessu
út um allt skip. Svo eru alls konar
fuglar að þvælast þarna líka sem
þarf að fæla burtu með einhveijum
ráðum," sagði hann.
Reyndi ekki á áfrýjunina
Friðrik Arngrímsson, lögfræð-
ingur Úthafs hf. , sagði að ástæða
þess að lögregla í Tromsö hefði
áfrýjað fyrri úrskurði norska dóm-
arans um að Anton skyldi látinn
laus, hefði verið að hún hefði viljað
halda Antoni lengur í gæsluvarð-
haldi, eða þar til honum hefði ver-
ið birt ákæra. Á áfrýjun hefði ekki
reynt þar sem ákæran hefði verið
birt í gær.
upp, að þeir treysti sér ekki til að
ákæra fyrir fiskveiðilagabrot, veikir
þeirra stöðu,“ sagði ráðherrann í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Jón Baldvin sagði að þetta stað-
festi í reynd það sem „við þóttumst
áður vita, að þeir vilja forðast að
láta reyna á réttarstöðu sína á Sval-
barðasvæðinu. Þar er nú kjarni
málsins þessi: Norðmenn geta ekki
tekið sér rétt á grundvelli Sval-
barðasamningsins, en hafnað að
standa við skuldbindingar sem
samningurinn leggur þeim á herð-
ar. Noregur getur ekki byggt laga-
forsendur fiskvemdarsamningsins
á norskri efnahagslögsögu, enda
hafa þeir ekki treyst sér til að gera
það. Norðmenn verða því að virða
þá grundvallarreglu Svalbarða-
samningsins, að þeir megi ekki
beita mismunun milli aðildarríkja
samningsins, en það eru þau tak-
FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar
flaug yfir 37 erlend skip í fyrradag
sem voru að síldveiðum í Síldar-
smugunni svokölluðu. Samkvæmt
upplýsingum Gæslunnar voru skip-
in m.a. frá Rússlandi, Úkraínu,
Eistlandi, Litháen, Lettlandi og
Búlgaríu. Eitt þeirra var að hífa inn
um 10-20 tonn af síld í flottrollið
þegar Landhelgisgæslan flaug yfir
miðin.
Skipin voru að veiðum suðaustast
í síldarsmugunni í noregshafi norð-
austur af Færeyjum. Það skip sem
var austast var einungis um 18
sjómílur utan fiskveiðilögsögu Nor-
egs. Eftirlitsmenn Gæslunnar
reyndu að kalla upp skipin til þess
að fá fréttir af aflabrögðum en
ekkert þeirra svaraði kalli.
Sennilega á makrílveiðum
Jakob Jakobsson forstjóri Haf-
rannsóknastofnunarinnar hefur það
eftir starfsbræðrum sínum frá Fær-
mörk sem forræði þeirra yfir Sval-
barða var sett, samkvæmt samn-
ingnum," sagði Jón Baldvin.
Sjálftökurétti hnekkt
Hann sagði að vildu Norðmenn
forðast að verða dregnir fyrir lög
og dóm, þannig að „þessum sjálf-
tökurétti þeirra verði hugsanlega
hnekkt, þá geta þeir svo best gert
það, að þeir bjóði heiðarlega samn-
inga, m.a. við Islendinga sem samn-
ingsaðildarþjóð, um veiðiheimildir
og á þeim grundvelli verði frekari
málarekstur látinn niður falla.“
Utanríkisráðherra sagði að það
sem íslendingar væru þannig að
fara fram á, væri að fá viðurkenn-
ingu á eðlilegum rétti sínum, sem
aðildarsamningsþjóðar, því deilan
stæði ekki út af fyrir sig um rétt
Norðmanna til reglusetningar á
svæðinu, heldur hitt, að þeim væri
eyjum að skipin séu einkum á hött-
unum eftir makríl. „Nokkur skip-
anna hafa umskipað makrílafla sín-
um í flutningaskip í Þórshöfn í
Færeyjum og von er á fleiri flutn-
ingaskipum þangað,“ segir Jakob.
Misjafnt er hve langt makríll
gengur í norður milli ára að sögn
Jakobs en meginreglan sé að eftir I
því sem hlýrra er gangi hann norð- \
ar. „Það er því eðlilegt að makríl
sé að finna á þessum slóðum núna.“
Hann bendir á að á hlýviðrisskeiði
á árunum 1930-50 hafi makríll
veiðst innan íslenskrar landhelgi.
Makríllinn hafi aftur á móti horfíð
á hafísárunum á 7. áratugnum.
Rannsóknarskip Færeyinga mun
á morgun fara í suðausturhorn síld-
arsmugunnar til að fylgjast með
veiðum og aflabrögðum skipanna
frá Austur-Evrópu. Nokkur þeirra
hafa t.a.m. verið við veiðar norðar-
lega í færeyskri landhelgi.
óheimilt að mismuna samningsþjóð-
um.
„Pólitíski vandinn er sá, að Norð-
menn telja, að þeir geti ekki opin-
berlega gengið til ærlegra samn-
inga, sem hljóta að fela í sér mála-
miðlun, meðan að kosningabaráttan
í aðdraganda þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um aðildina að ESB
er í algleymi. Æskilegt væri að
stjómvöld héldu þegjandi og hljóða-
laust áfram samningaumleitunum,
þótt ég geri mér því miður ekki
vonir um niðurstöður fyrr en ein-
hvern tíma síðar. Það styðst líka
við þau rök, að úthafsveiðiráðstefna
Sameinuðu þjóðanna mun væntan-
lega einnig halda áfram fram á
næsta ár, en hún tengist einnig
Smuguveiðunum með beinum
hætti,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra.
Morgunblaðið/Halldór B. Nellett
TVÖ skipanna í Síldarsmugunni, en flest eru þau gerð út frá
fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um ummæli Jens Evensens
Agreiningsmálin við Norðmenn
ekki leyst með púðurskotum