Morgunblaðið - 10.08.1994, Síða 6

Morgunblaðið - 10.08.1994, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðbrögð stjórnarandstöðu við ákvörðun forsætisráðherra Umræða um félags hyggjuframboð mun blossa upp Morgunblaðið/Sverrir 7 5 ára flugsöguafmælis minnst með sýningu KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, telur að ákvörðun forsætisráðherra að boða ekki til haustkosninga muni leiða til þess að umræðan um sameiginlegt félags- hyggjuframboð muni blossa upp að nýju. „Auðvitað þurfum við öll að skoða stöðuna í Ijósi þess stuðnings sem Jóhanna Sigurðardóttir fær í skoðanakönnun DV þótt hafa verði fyrirvara á niðurstöðu hennar. Af hálfu Kvennalistans er lítill áhugi fyrir slíku en við þurfum samt að skoða þetta,“ sagði Kristín og sagði aðspurð, að Kvennalistinn hefði ekki lokað á viðræður um þessi mál við Jóhönnu. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, telur að umræðan um sameiginlegt félags- hyggjuframboð muni halda áfram og tíminn verði notaður til þess í haust og framan af vetri. Óvíst að stjórnin sit}i út kjörtímabilið Kristín sagði að ákvörðun Davíðs að ijúfa ekki þing I haust og ganga til kosninga kæmi ekki á óvart ef litið væri á atburðarásina seinustu daga. Skýr skilaboð Alþýðuflokksins og fylgi við hugsanlegt sérframboð Jóhönnu Sigurðardóttur í skoðana- könnun DV hefði ráðið mestu. Krist- ín sagði, að formenn stjómarflokk- anna hefðu eflaust gert með sér sam- komulag um að forðast upphlaup í ríkisstjórninni næstu mánuðina, en veturinn framundan yrði ríkisstjóm- inni erfiður, einkum vegna íjárlaga- gerðarinnar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, er ekki sann- færður um að ríkisstjómin muni sitja út kjörtímabilið. „Ég reiknaði með því að þetta gerðist en átti von á að tæki eitthvað lengri tíma. Mér sýnist að þeir hafi ákveðið að koma sér hjá því að opinbera ágreiningsmálin um sinn. Ég á von á því að þau komi aftur upp á borðið," segir Halldór. „Ég er þeirrar skoðunar að ráð- herrarnir muni ekki leggja mikið á sig héðan af. Þeir fara að hugsa um kosningar og velta fyrir sér hvernig stjómarflokkamir komist sem best út úr þeim. Alþýðuflokkurinn hefur staðið illa í skoðanakönnunum og er þar af leiðandi í veikri stöðu til að taka á erfiðum málum,“ sagði hann. Ólafur Ragnar segir, að forsætis- ráðherra hafi tekið ranga ákvörðun. „Það verður mikil óvissa og upplausn í þinginu. Ríkisstjómin hefur mjög tæpan meirihluta og aðrir stuðnings- menn hennar munu gera hosur sínar grænar vegna prófkjara," sagði Ólaf- ur Ragnar og kvaðst hann telja það skrítr.a málsmeðferð hjá forsætisráð- herra, að leggja mikið upp úr viðræð- um við stjómarandstöðuna um haustkosningar ef Jón Baldvin Hannibalsson og hans flokksbrot hefði allan tímann haft neitunarvald í málinu. „Ég met það þannig að þessi sí- felldu upphlaup í forystu Alþýðu- flokksins og ýmis spillingarmál í kringum hann séu búin að reyna svo á þolrifin í þingmannaliði Sjálfstæð- isflokksins, að eitt mál enn af þessu tagi verði dropinn sem fylli mælinn,“ sagði hann. HALLDOR BLÖNDAL samgöngu- ráðherra, Ragnar J. Ragnarsson, forseti Flugmálafélagsins, og dr. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri virða fyrir sér smækkaða mynd af fyrstu flugvélinni sem flaug hér á landi við opnun sýningarinnar Á vængjum í 75 ár. Flugmálafélagið efnir til sýningarinnar til að minn- ast þess að 3. september verða 75 ár liðin frá því flug hófst á ís- landi. Á sýningunni kynna íslensk- ir flugrekstraraðilar, flugmála- stjórn, flugfélög, skólar og aðild- arfélög Flugmálafélagsins starf- semi sína. Til sýnis eru gamlar og nýjar flugvélar, Stinson-reliant flugvél, flugvélar í smíðum og flugmódel. Landgræðslan, Land- mælingar Islands, Flugbjörgunar- sveitin o.fl. eru með kynningar- bása á sýningunni. Við opnun sýningarinnar á mánu- dag sagði Þorgeir Pálsson að flokkast hlyti undir ótrúlega bjartsýni að stofna til flugrekstrar á Islandi árið 1919. „Heimsstyij- öldinni hafði lokið í nóvember árið áður og margvíslegar hörm- ungar hijáð landsmenn svo sem frostaveturinn mikli, Kötlugos og spænska veikin. En hér á landi höfðu menn fylgst vel með fram- förum í flugi sem fram til þessa tíma höfðu einkum orðið á sviði hernaðar," sagði Þorgeir. Fyrsta flugvélin sem flogið var á íslandi var af gerðinni Avro 504K og hóf hún sig til flugs frá Vatns- mýrinni kl. 17 hinn 3. september 1919. Flugmaðurinn var kapteinn Cecil Faber og vélin eign Flugfé- lags Islands. Flugreks+ur fyrir- tækisins stóð aðeins í þijár vikur. „Margir fóru þá í sína fyrstu flug- ferð eða voru „gerðir upptækir" eins og það var nefnt í blaðafregn- um þessa tíma. Voru nöfn farþeg- anna birt í bæjarblöðunum eins og tíðkaðist um þá sem sigldu til annarra landa,“ sagði Þorgeir í ræðunni. Sýningin er í flugskýli 1 á Reykja- víkurflugvelli og verður opin dag- lega kl. 16 og 22 til 13. ágúst. Þann dag verður efnt til stórrar flugsýningar á Reykjavíkurflug- velli frá kl. 13.30-17. Aðra sýning- ardaga verða stuttar flugsýningar á kvöldin. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks Fyrirspum um ráðningu Stefáns Jóns Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram fyrirspurn í sjö liðum vegna ráðningar Stefáns Jóns Hafsteins, fjölmiðlafræðings og rithöfundar, á borgarráðsfundi í gær. Stefán Jón hefur verið ráðinn til að gera úttekt á og veita ráð- gjöf um skipulag stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Óskað eftir skriflegum svörum Fyrirspurnin er í sjö liðum. Spurt er hvers vegna talin hafi verið þörf á að ráða umræddan starfsmann til hliðar við nýráðinn aðstoðarmann borgarstjóra sem ætla mætti að tæki að sér vinnu sem þessa fyrir borgarstjóra. Hver sé menntun og bakgrunnur þessa ráðgjafa sem geri hann öðrum fremri til þess að stýra slíkri vinnu. Hvaða reynslu hann hafi af stjórn- sýslu Reykjavíkurborgar eða stjórnsýsluráðgjöf yfirleitt. Hversu mörg ár hann hafi starfað við ráð- gjöf tengda starfslýsingum og stjórnskipulagi. Hver sé nákvæm lýsing á verksviði ráðgjafans og hvenær verklok séu áætluð. Hvað umrædd athugun kosti og af hvaða gjaldlið borgarinnar hún verði kostuð. Að síðustu er spurt hvern- ig reynst hafi að koma ráðgjafan- um fyrir í ráðhúsinu þar sem full- yrt hafi verið að þar væri ekki til aðstaða fyrir forseta borgarstjórn- ar. Óskað er skriflegra svara við spurningunum sjö. Tekið er fram í fyrirspurninni að áður hafi án árangurs verið farið fram á skýrari upplýsingar um ráðningu Stefáns Jóns. Rétt ráðið hjá forsætisráðherra að hverfa frá kosningaáformum Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, lýsir hér í viðtali við Agnesi Bragadóttur þeirri skoð- un sinni að skoðanakönnun DV frá því í fyrradag hafí haft afgerandi áhrif á afstöðu Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra, er hann hvarf frá áform- um um haustkosningar. Jón Baldvin telur engu að síður að ákvörðunin hafi verið rétt. „ÞAÐ er upphaf þessa óvenjulega máls, að eftir langan þingflokksfund þeirra sjálfstæðismanna fyrir tæpum hálfum mánuði, viðraði forsætiráð- herra, á blaðamannafundi, hugmynd- ir um skyndikosningar. Á fundinum tíundaði hann kosti og galla, þótt flestir sem rýndu í orð hans, álykt- uðu sem svo, að hann hallaðist ein- dregið á sveif með haustkosningum,“ sagði utanríkisráðherra í gær. Jón Baldvin sagði að forsætisráð- herra hefði boðað samráð við sam- starfsflokkinn og forystumenn stjórnarandstöðunnar. „Áð öðru jöfnu á ekki að þurfa að spyija stjóm- arandstæðinga um það hvort þeir vilja ríkisstjóm frá og kosningar. Það er eiginlega þeirra starfi. Með þess- um hætti hefði átt að vera auðvelt að sýna fram á þingmeirihluta fyrir stjórnarslitum og kosningum,“ sagði Jón Baldvin. Skorti trúverðug rök Utanríkisráðherra sagði að sér hefði sýnst skorta, að opinberlega væru færð fram trúverðug rök fyrir hugmyndum um haustkosningar. Þar ætti hann við, að forsætisráðherra hefði öðrum fremur, lagt áherslu á góðan árangur núverandi ríkisstjórn- ar, sérstaklega varðandi stjórn efna- hagsmála; stöðugleikinn væri óvenjulegur; við hefðum náð botni kreppunnar og bjartara væri fram- undan í öllu efnahagsumhverfmu. „Um hvað átti þá að kjósa,“ spurði Jón Baldvin. „Hvernig hefði sú kosn- ingabarátta orðið, ef annar stjórnar- flokkurinn hefði ákveðið að slíta stjórnarsamstarfi og efna til kosn- inga, að höfðu samráði við stjómar- andstöðuna? Ekki hefði verið kosið um stefnuna í ríkisfjármálum og ekki um stefnuna í kjaramálum og að mati forsætisráðherra hefði ekki verið kosið um samskiptin við Evr- ópusambandið á næsta kjörtímabili, sem hann telur ekki vera á dagskrá fyrr en á næstu öld. Hvert var þá markmiðið? Að hveiju skyldi stefnt, að því er varðaði stjómarmyndun og stjómarstefnu að kosningum lokn- um?“ spurði utanríkis- ráðherra enn. Jón Baldvin sagði að viðbrögð Alþýðuflokks- ins við þessum hug- myndum hefðu verið skýr og afdráttarlaus eftir fund fram- kvæmdastjómar, þing- manna flokksins og for- manna kjördæmaráða á Akranesi sl. laugardag. „Skilaboðin voru þessi: Álþýðuflokkurinn vildi ekki láta það um sig spyrjast, að hann vildi hlaupast frá þeim vanda, sem framundan væri, enda væri það stíl- brot hjá flokki, sem ver- ið hefur í fjórum ríkisstjórnum sl. tæp átta ár, á einhveiju mesta erfiðleika- tímabili þjóðarinnar. Jafnframt voru skilaboðin þau, að Alþýðuflokknum væri engu að síður ekkert að vanbún- aði, að leggja stefnu sína og störf fyrir kjósendur, en undirstrikað var, að Sjálfstæðisflokkurinn hlyti þá einn að bera ábyrgð á ásökunum um að hafa hlaupist frá vandanum," sagði ráðherrann og kvaðst telja að eitthvað hefði það nú vafíst fyrir frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins, að veija slíka afstöðu, í ljósi þeirrar áherslu sem flokkurinn leggur jafnan á, að vera kjölfesta íslenskra stjómmála og hafa seiglu og úthald, þótt eitthvað bjáti á. „Ég er hræddur um að þetta hefði einnig orðið stílbrot á ímynd Sjálf- stæðisflokksins," sagði hann. „Nú veit ég að sönnu ekki til hlít- ar, hvað vó þyngst í huga forsætis- ráðherra, varðandi þá niðurstöðu hans, að blása þetta af. En áður en það gerðist, voru birtar skoðanakannan- ir, sem forystumenn stjórnmálaflokka hafa rýnt í að undanförnu, hver í kapp við annan, til þess að reyna að meta kosningahorfur og samningsstöðu á næsta kjörtímabili. Fjölmiðlar fullir af váboðum í ljósi þess, að fjöl- miðlar hafa verið fullir af váboðum um yfirvof- andi klofning Álþýðu- flokksins, vegna hugsanlegs sérfram- boðs Jóhönnu Sigurðardóttur, komu niðurstöður skoðanakönnunar DV í gær, ýmsum í opna skjöldu, ekki síst Olafí Ragnari Grímssyni, stjómmála- fræðingi, sem var farinn að temja sér daglega að tala um Alþýðuflokkinn sem flokksbrot, ekki síst í ljósi vænt- inga um nýjan liðsauka frá Jóhönnu. Það sem vakti athygli í skoðanakönn- uninni var, að þeir sem töpuðu mestu fylgi til sérframboðs Jóhönnu, reynd- ust vera Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðubandalagið og þvínæst Framsókn og Kvennalisti. Einungis um 6% af fylgisvonum hennar voru frá Alþýðu- flokknum komið. Þetta benti ekki til þess að Alþýðuflokkurinn væri að klofna og þetta benti ekki til þess að hann yrði fyrir mestum skakkaföllum, þótt Jóhanna freistaði gæfunnar í sérframboði," sagði Jón Baldvin. „Það verður ekki hjá því komist að ætla, að þessi skoðanakönnun hafí haft afgerandi áhrif á hugmyndir og væntingar þeirra sem mest voru fy- gljandi haustkosningum fyrirfram, vegna þess að það setti strik í reikn- inginn um áform þeirra um samstarf flokka og stjórnarmyndun að kosn- ingum loknum," sagði ráðherrann og bætti við: „Sérstaka athygli vakti, í því sambandi opnugrein Morgun- blaðsins um hina nýju „loftbrú“ milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags. En samkvæmt þessum skoðana- könnunum hefði það einungis reynst loftbrú. Alla vega varð niðurstaða forsætisráðherra sú, að draga í land með þessar hugmyndir, sem ég tel að hafí verið rétt ráðið hjá honum. Þegar ég lít til baka, yfír sviðið, kemst ég ekki hjá því að álykta, að þetta hafí frá upphafi verið sett á svið sem „absurd" leikrit." Varðveita stöðugleikann - Hvaða augum Iítur utanríkis- ráðherra stjómarsamstarf Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks á komandi mánuðum? „Fastir liðir eins og venjulega: Meginverkefni stjórnarinnar er að varðveita þann stöðugleika sem náðst hefur og treysta hann í sessi með trúverðugu fjáriagafrumvarpi. Þar með væri lagður grundvöllur að nýjum kjarasamningum, sem gætu vonandi skilað raunhfæum kjarabót- um á grundvelli stöðugleika í verð- lagi, lækkandi vaxta og á grundvelli batnandi árferðis og framtíðarhorfa á næsta ári.“ Jón Baldvin Hannibalsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.