Morgunblaðið - 10.08.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 10.08.1994, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fininvest rak leynisjóð til mútugreiðslna Mílanó. Reuter. ÍTALSKA stórfyrirtækið Fininvest, sem er í eigu fjölskyldu forsætisráð- herra landsins, Silvios Berlusconis, rak sérstakan sjóð til þess að standa straum af leynilegum greiðslum, höfðu ítalskar fréttastofur í gær eftir Paolo Berlusconi, bróður Silvios. Paolo er nú í stofufangelsi vegna gruns um að hafa, fyrir hönd Fininvest, staðið fyrir mútugreiðslum til skattalög- reglunnar, og segja fréttastofurnar að hann hafi, við yfirheyrslur hjá rannsóknardómurum, játað að allt að þrír milljarðar líra hafi verið settir í sjóðinn. Dómarar, sem vinna að rannsókn á spillingarmál- um, skipuðu fyrir um hand- töku Paolos, sem er yfir- maður eignarhaldsfyrir- tækis Berlusconi-fjölskyld- unnar, fyrir hálfum mán- uði, vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum stórfyrirtækja, þar á meðal Fininvest, til skattalögregl- unnar, í skiptum fyrir „þægilegri" meðferð. Lögreglumaður handtekinn Fréttastofurnar höfðu eftir Paolo að peninganna, sem lagðir voru í sjóðinn, hafi verið aflað með því að lýsa ýmsar eignir, sem Fininvest seldi, ódýrari en raunin var, og leggja mismuninn til hliðar. Frekari skref í rannsókn- inni voru tekin í gær, þegar fyrrum lögreglumaður, Al- berto Corrado, var handtek- inn vegna gruns um sam- særi. Hann var ráðgjafi Fininvest, og starfaði með yfirmanni skattadeildar fyrirtækisins, Salvatore Sciascia, sem einnig er í varðhaldi vegna rannsóknarinnar. Silvio Berlusconi Hýðingar verði heimilar Reuter Mótmæli á Spáni MÖRG þúsund manns gengu fylktu liði um götur Bermeo á norðurströnd Spánar, til þess að lýsa stuðningi við spænska sjó- menn, sem eiga í „túnfiskstríði" við Breta, Frakka og íra. Segjast spænsku sjómennirnir munu vernda túnfiskveiðar sínar gegn reknetaveiðum, jafnvel þótt grípa þurfi til þess ráðs að skera á net Breta. Spánverjar veiða á línu og segja að reknetaveiðar ógni mið- unum. Náttúruverndarsamtökin Greenpeace tilkynntu í gær að þau myndu senda annað skip á tún- fiskmiðin á Biscayaflóa. I síðustu viku sótti franskur varðbátur að flaggskipi samtakanna, Raibow Warrior, og segir embættismaður samtakanna að þau muni ekki láta deigan síga undan óréttmætum árásum. Samtökin styðja Spán- veijana, sem halda því fram, að bresk, frönsk og írsk skip noti stærri net en leyfð eru í reglum Evrópusambandsins. Los Angeles. The Daily Telegraph. LAGAFRUMVARP sem heimilar opinbera hýðingu veggjakrotara er nú til umræðu á þingi Kaliforníurík- is í Bandaríkjunum, og nýtur mikils stuðnings frá almennihgi. Sam- kvæmt frumvarpinu yrðu veggjak- rotarar dæmdir til allt að 10 högga með harðviðarspaða. Þingmanninum sem lagði frum- varpið fyrir, Mickey Conroy, hafa borist rúmlega 1.000 stuðningsbréf, og hann nýtur vinfengis þeirra sem voru andvígir afnámi líkamlegra refsinga í skólum 1986. Conroy er 66 ára fyrrum félagi í úrvalssveitum Bandaríkjahers. Hann samdi frumvarpið eftir að Michael Fay, 18 ára, var hýddur í Singapore í maí fyrir að skemma bíla. „Fólk biður um að við gerum það sem rétt er,“ sagði Conroy. „Þegar líkamleg- um refsingum var beitt bjuggum við í siðuðu samfélagi." Andstæðingar frumvarpsins segja það brot á stjórnaskránni, en í átt- unda viðauka hennar er lagt bann við grimmilegum og óvenjulegum refsingum. Auk þess muni það engin áhrif hafa á meðlimi óaldarflokka, sem bera ábyrgð á megninu af veggjakroti í Kalifomíu. i I Ab læra meira Sunnudagsblaði Morgunblaðins, 28. ágúst nk., fylgir blaðauki sem heitir Að laera meira. í þessum blaðauka verður fjallað um þá menntunarmöguleika sem standa munu til boða í vetur, ýmist í dag- eða kvöldskólum. Leitast verður við að hafa efnisvalið sem fjölbreyttast, allt frá námskeiðahaldi til æðri menntunarstiga fyrir unga sem aldna. Peim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar veita Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eða símbréfi 69 1110. JtforgtmMfifetfr - kjarni málsins! Blab allra landsmanna! - kjarm malsms! Skriður á viðræður um stj órnarmynd- un í Færejjum Þórshöfn. Morgunblaðið. TVEIR stærstu stjórnmálaflokkar Færeyja, Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, hófu stjórnar- myndunarviðræður fyrir alvöru á mánudag. Er það takmark þeirra að mynda borgaralega stjórn. Flokkarnir hafa ræðst við að undanförnu án árangurs en um helgina náðist loks samstaða um lausn stórra ágreiningsmála og komst við það mikill skriður á við- ræðurnar. Ágreiningur um niðurfærslu launa og hugsanlega umsókn um aðild að Evrópusambandinu (ESB) hefur tafið viðræður flokkanna. Fólkaflokkurinn er hlynntur því að laun verði lækkuð með lögum um 20% en Sambandsflokkurinn hefur verið andvígur lagasetningu. Þá vill Sambandsflokkurinn að sótt verði um aðild að ESB og við- ræður við sambandið hafnar um það efni. Hingað til hefur Fólkaflokkur- inn verið því andvígur. Edmund Joensen formaður Sam- bandsflokksins segir í viðtali við Dimmalætting að flokkarnir séu i aðaltriðum sammála um stefnu og markmið nýrrar stjórnar en vill ekki tilgreina það nánar um hvað þeir séu sammála. „Þegar okkar viðræðum lýkur gerum við boð eft- ir Verkamannafylkingunni," segir Joensen. Hann sagðist reikna með því að ný stjórn sæi dagsins ljós in’nan viku. Almennt er efast um að Verka- mannafylkingin, sem er klofnings- flokkur úr Javnaðarflokknum, hafl áhuga á þátttöku í borgaralegri stjórn. Gerist það ekki geta Sam- bands- og Fólkaflokkurinn alltaf leitað til Kristilega fólkaflokksins og Miðflokksins. Vill Murdoch styðja V erkamannaflokkinn? London. Reuter. TALSMENN breska Verkamanna- flokksins vissu vart í hvorn fótinn þeir áttu að stíga í gær er þeir voru inntir viðbragða við yfirlýsing- um fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs sem segist geta hugsað sér að styðja flokkinn. Forystumenn Verkamanna- flokksins hafa löngum haft Murdoch á hornum sér og jafnan talið hann til helstu óvina flokks- ins. Kenna þeir honum að miklu leyti um .að flokkurinn hefur verið valdalaus í 15 ár, fjandsemi fjöl- miðla hans ráði þar miklu um. I nýju viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel segist Murdoch vel geta hugsað sér að styðja Tony Blair, nýja leiðtoga Verkamanna- flokksins. Robin Corbett talsmaður Verkamannaflokksins í- málefnum fjölmiðla sagði að ef um stefnu- breytingu væri að ræða hjá Murdoch kynni það að koma flokkn- um vel og draga úr hlutdrægni bre- skra blaða og sjónvarpsstöðva. Cor- bett sagðist þó hafa miklar efa- semdir um að hugur fylgdi máli og sagðist miklu fremur líta á yfirlýs- ingu Murdochs sem tækifæris- mennsku. Hann væri fyrst og fremst að reyna vernda hagsmuni fjölmiðlaveldisins, aðlaga sig að þeim veruleika sem kæmi fram í skoðanakönnunum þaf sem Verka- mannaflokkurinn hefði 33,5 pró- sentustiga fylgisforskot á íhalds- flokkinn. í tengslum við fernar síðustu þingkosningar í Bretlandi hafa fjöl- miðlar í eigu Murdochs hvatt kjós- endur til að velja íhaldsflokkinn. f I k

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.