Morgunblaðið - 10.08.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.08.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 17 LISTIR Papp- írsverk yndis- þokkans MYNPLIST Úmbra PAPPÍRSVERK Ritva Puotila. Opið frá kl. 13-18 rúm- helga daga, 14-18 laugardaga og sunnudaga. Lokað mánudaga. Til 24. ágúst. Aðgangur ókeypis. FRÆNDUR vorir Finnar hafa af ríkri arfleifð að ausa í listiðnaði og maður sér þess greinileg merki á svo til öllum sýningum er frá þeim koma. Gott dæmi um það er sýning Ritva Puotila í listhúsinu Úmbru þessa dagana, en hún er vel þekkt í heimalandi sínu fyrir pappírsverk sín. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í miklum fjölda samsýninga víðs vegar í heiminum. Eins og segir í sýningarskrá, „notar listakonan pappírsþráð, þéttsnúinn og sterkan í verk sín, sem endist vel jafnvel þótt gengið sé á honum daglega. Þræðirnir verða til við kurlun og suðu á trjá- viði sem valsaður er í þunnar mottur sem eru litaðar og undnar upp í þétta þræði. Litameðferð og útlit verkanna bera með sér að hún sækir innblástur i frnnska skóginn. Verkin eru hrein og tær í formi og lit og í senn bæði frum- leg og sígild." Hér er skilmerkilega að orði komist og ekkert ofsagt, því að auðséð er að hér er mikil- hæf listakona á ferð. Og þó ein- ungis fá verk séu á sýningunni, sem er byggð í kringum þijú stór meginverk, og svo nokkur minni sem eru vendir eða blómsturvasar, tekur hún mann sterkum tökum. Það er einfaldlega eitthvað svo ekta og upprunalegt í þessum vinnubrögðum, sem gera það að verkum að maður er strax með á nótunum. Handbragðið er hreint frábært og verkin njóta sín vel í hinum vinalegu húsakynnum. Það er eitthvað upprunalegt, sterkt og máttugt ferli í og að baki útfærslu myndanna „Mýrar- tré“ (1) og „Andapíramídi" (2), og framúrskarandi hrein og þróuð vinnubrögð í „New York motta“ (5). Jafnframt er svarti vasinn á mottunni ofurmáta fallegur. Eftir tvær heimsóknir er ég sannfærður um að sýning Ritva Puotila sé ein sú athyglisverðasta sem sett hefur verið upp í listhúsinu Úmbru fram að þessu og hafa þær þó margar verið athyglisverðar. Sýningin staðfestir þýðingu og vægi hinna smærri sýninga og er mikilvægt að fjölmiðlar séu hér með á nótun- um. Bragi Ásgeirsson Vandvirkur organleikari TONLIST Ilallgrímskirkja 7. ág úst. DOROTHEA WILKESMANN HÚN ER kynnt sem organisti frá Svíþjóð, þýskfæddi orgelleik- arinn, sem sá um „Sumarkvöld við orgelið“ sl. sunnudag. Efnisval úr ólíkustu áttum er boðið upp á í Hall- grímskirkju þessi sumarkvöld og er það vel þótt verk- efnavalið hljóti að verða misjafnt að gæðum, því ekki verður alltaf bæði sleppt og haldið. Jo- hann Gottfried Walther var árinu eldri en J.S. Bach, en þó nemandi Bachs og gætir því eðlilega áhrifa Bachs í skrifum Walthers og svo er um það eftirtektarverðasta sem Walther lét eftir sig sem tón- skáld, en það voru útsetningarn- ar fyrir orgel eftir Albinoni, To- relli og fl. Konsertinn í a-moll, hljómsveitarkonsert eftir Torelli, í orgelútsetningu Walthers, minnir mjög á konserta Vivaldis og Bachs, en vantar kveikjuna sem Vivaldi og Bach var gefin. Dorothea lék konsertinn stíl- hreint og með góðu raddavali, þótt undirrituðum þætti að viber- atoið í hæga kaflanum hefði mátt stytta. Johann Ludwig Krebs var uppáhaldsnemandi J.S. Bachs og skrifaði upp mörg verk kennara síns. Tónskáld var hann einnig, en kóralforspilin tvö sem Dorothea flutti eftir hann sanna að tæplega er hægt að ætla hon- um nokkuð af því sem Bach er skrifaður fyrir, eins og „sumir“ hafa reynt að halda fram. Þó var síðari forleikurinn hinum fyrri skárri. Þá „dórísku" eftir Bach lék Dorothea af töluverðu öryggi og þótt Tokkatan væri óvenjulega „registeruð“, var tónvefurinn skýr. Fúgan, aftur á móti, með líku raddavali, skilaði sér síður, að mínu mati, og hægt er að ganga of langt í að fjölga stöðugt röddum í Bach-fúg- um, það gengur frekar í verkum eins og Mendelssohn- sónötunni, nr. 2 í c-. Oft erfitt að skila þessum sónötum svo vel sé því Mend- elssohn virðist heyra hljómsveitina fyrir sér þegar hann skrifar fyrir org- el. „Gammal fábodpsalm frán Dalama“ gaf sænska þjóðlaga- stemmningu og Lux aetema eftir Kokkonen var ekki ósnoturt sam- spil tólftónakerfis og dúr og moll- kerfís. Passacaglia um sálminn Jesum meine freude var lokaverk tónleikanna og líkara nokkmm tilbrigðum um sálminn en pas- sakaglíuformi. Dorothea Wilkes- mann er heiðarleg, alvarleg og vandvirk í sinni vinnu. Hún er enn ung að ámm og listrænar stærðir koma vonandi með ámnum. Ragnar Björnsson Dorothea Wilkesmann Djassdúó á Sólon Islandus DÚÓ Jennýar Gunnarsdóttur söng- konu og Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara mun flytja létta djass- standarda á Sólon íslandus föstudag- inn 12. ágúst. Dúóið mun einnig leika á efri hæð Fógetans, fimmtudaginn 11. ágúst. Aðgangur er ókeypis. ------» ♦ ♦ ■ Tveggja vikna söng- námskeið SVANHVÍT Egilsdóttir, prófessor, heldur söngnámskeið í húsakynnum Tónlistarskólans í Reykjavík, „Stekk“, Laugavegi 178, í ágúst. I frétt, sem Morgunblaðið birti um námskeiðið í vikunni, slæddist inn leiðinleg prentvilla um að námskeiðið stæði frá 15.-17. ágúst. Hið rétta er að það stendur frá 15. til 27. ágúst næstkomandi. Eru hlutaðeig- andi aðilar beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. ♦ ♦ ♦ Fuglar af blámeisuætt WOLFGANG Miiller vinnur að þýsk- íslensku blámeisabókinni fyrir bóka- forlag Marin Schmitz og er um þess- ar mundir við gagnsöfnun í Reykja- vík. Hann heldur sýningu á vinnu sinni að Nýlendugötu 15 dagana 19., 20. og 21. ágúst. Sýningin verður opin milli kl. 17.00-22.00 þann 19. en milli kl. 15.00-19.00 hina dagana. Nærmynd af brúðkaupi KVIKMYNPIR ! Iláskölabíö/Borgar- bíö Akurcyri FJÖGURBRÚÐKAUP OG JARÐARFÖR, „FOUR WEDDINGS AND AFUNERAL" ★ ★ ★ Leikstjóri: Mike Newell. Handrit: Richard Curtis. Aðalhlutverk: Hugh Grant, Andie MacDowell, Kristin Scott-Thomas, James Fleet, Charl- otte Coleman og Simon Caliow. Working Title. 1994. RÓMANTÍSKA gamanmyndin Fjögur brúðkaup og jarðarför fylgir mjög nákvæmlega heiti sínu og fjallar eingöngu um fjögur brúð- kaup og eina jarðarför. Hún er ein vinsælasta breska gamanmyndin sem gerð hefur verið á undanförn- um árum. Handrit Richard Curtis („The Black Adder") er fullt af góðum breskum samkvæmishúmor og leikurinn er fínn en eins og við mátti búast dregur jarðarförin myndina talsvert niður með hátíð- leik sínum og væmni þrátt fyrir ágæta tilvitnun í íslandsvininn W.H. Auden. Brúðkaupin fjögur eru aftur glettilega skemmtileg, léttleikandi og kímin, en leikstjórinn Mike New- ell gætir þess að fara aldrei út í grallaralegan ærslaleik og læti. Hér er flest með alvarlegu yfirbragði svosem eins og á við tilefnið og grínið eins og sprettur af sjálfu sér í lágstemmdum stíl Newells. Þetta er snyrtileg og vönduð gamanmynd í kjól og hvítu og hún hagar sér að mestu leyti í samræmi við það. Ef titillinn hefði átt að vera ATRIÐI úr myndinni Fjögur brúðkaup og jarðarför. hárnákvæmur hefði myndin heitið Fjögur brúðkaup, jarðarför og ein mikilvæg ástarsaga því rómantíski þáttur hennar er ekki svo lítill og snýst um piparsveininn og svara- manninn hugljúfa Hugh Grant og bandarísku skvísuna Andie MacDowell. Vegna þess hve myndin einskorðast við brúðkaupin (og jarð- arförina) fáum við aldrei að kynn- ast neinni persónu hennar nema í gegnum giftingarnar svo í raun veit maður sáralítið um aðalpersón- urnar tvær fyrir utan að þær eru alltaf í brúðkaupum og ástin kvikn- ar á milli þeirra. Rauði þráðurinn í myndinni er spurningin um hvort þau eigi einhvertíma eftir að rugla saman reytunum og standa einu sinni upp við altarið saman. Styrkur Fjögurra brúðkaupa liggur ekki hvað síst í handriti Curt- is, sem hefur gott auga fyrir því kómíska og ekki síst vandræðalega sem hent getur við merkisatburði eins og brúðkaup. Brandararnir koma margir fyrir sem slysaleg ummæli í þvinguðum og kurteisleg- um samtölum en það skemmdi nokkuð fyrir að margan góðan brandarann hafði maður séð marg- oft í sýnishornum úr myndinni. Eitt af bestu atriðunum er þegar grínar- inn Rowan Atkinson (Mr. Bean) stelur senunni sem óvanur prestur í hlægilegu nafnarugli. Curtis kann líka að byggja upp frásögnina þann- ig að lokabrúðkaupið verður að tals- vert spennandi atburði. Hinn strákslegi Grant er bráð- góður sem maður er veit ekki i hvorn fótinn hann á að stíga í ástar- málum. Hann er ljúflingspiltur hinn mesti en lendir í kringumstæðum í lokin sem geta fengið hárin til að rísa á hvaða brúðguma sem er. MacDowell þjónar vel hlutverki sínu sem hin dularfulla Bandaríkjakona og aðrir í leikarahópnum gera vel við minni hlutverk vina Grants: Kristin Scott-Thomas ber þar af öðrum. Það örlar nokkuð á yfirlæti í þessum vinahópi og sjálfsánægju sem er alltaf við það að skemma fyrir ágætri gamanmynd og lýsir sér kannski hvað best í jarðarför- inni, atriði sem vel hefði mátt missa sín því enginn persónanna ristir mjög djúpt og alls ekki sá úr vina- hópnum sem lætur lífið. En fyrir unnendur rómantískra gamanmynda þar sem fer saman góður húmor og ágætur leikur er Fjögur brúðkaup og jarðarför tilval- in skemmtimynd. Árnaldur Indriðason Djasstónleikar á Selfossi DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir í Hótel Selfossi sunnudaginn 14. ág- úst. Þar koma fram söngkonurnar Jenný D. Gunnarsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir, ásamt hljómsveitum sínum. Djasskvartett Kristjönu skipa, auk hennar, Gunnar Jónsson, trommu- leikari, Smári Kristjánsson, bassa- leikari, og Vignir Þór Stefánsson, píanóleikari. Með Jennýju leika Sunna Gunnlaugsdóttir á píanó, Rób- ert Þórhallsson á bassa og Tómas Jóhannsson á trommur. Húsið verður opnað kl. 20 og tón- leikarnir hefjast kl. 21. A mörkum frásagnar og ljóðs UÓÐABÓKIN Þrjár óðar- slóðir eftir Böðvar Guð- mundsson er komin út hjá Mál og menningu. í henni glímir höfundureinkum við samtíma okkar, svo ólíka hluti sem umferðamenn- ingu, fréttaheiminn sem umlykur okkur, virðingu okkar eða óvirðingu við menn, dýr og umhverfi. Ekkert Ijóðanna ber titil Bödvar Guðmmulssou og þótt sjálfstæð séu mynda þau smátt fram- vindu sem er á mörkum frásagnar og ljóðs. Ljóða- bókin er þyí tilraun til að endurnýja eldfornt list- form, söguljóðið. Bókin er 37 bls., unnin í G. Ben. prentstofu h.f. Kápu gerði Guðjón Ketils- son og myndskreytti hann jafnframt bókina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.