Morgunblaðið - 10.08.1994, Side 24

Morgunblaðið - 10.08.1994, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HALLA BACHMANN + Halia Bach- mann, kristni- _ boði, fæddist i Reykjavík 7. sept- ember 1925. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir, fædd 24. nóvember 1890, dáin 16. apríl 1983 og Hallgrímur Bachmann, ljósa- meistari, fæddur 4. júlí 1897, dáinn 1. desember 1969. Halla var fjórða í ^ röð sjö barna for- eldra sinna, eftir- lifandi systkini hennar eru Jón G., dr. med. læknir, fæddur 15. janúar 1924, Helgi, viðskipta- fræðingur, fæddur 22. febrúar 1930, Helga, leikkona, fædd 24. júlí 1931, og Hanna, bók- menntafræðingur, fædd 20. nóvember 1935. Halla ólst upp í Reykjavík og varð gagnfræð- ingur frá Ingimarsskólanum árið 1943. Hún stundaði nám í Fósturskóla íslands árin 1946- 1948 og var í fyrsta árgangi- num sem skólinn útskrifaði sem i'óstrur. Halla stundaði nám við Biblíuskóla í Brussel árin '•» 1953-1955, lauk námi við Bibl- íuskóla í París 1956-1957 og útskrifaðist sem kristniboði 1957. Hún var við kristni- boð á Fílabeins- strönd Afríku árin 1958-1963. Næstu árin starfaði hún á meðferðarheimil- ium fyrir börn og unglinga, fyrst _ í Sviss en síðar á ís- landi. Þá starfaði hún nokkur ár sem forstöðukona skóladagheimilis i Kópavogi og jafn- framt þeim störf- um lagði hún stund á tungumálanám. Arin 1984- 1985 var hún í skóla í Hollandi á vegum Alþjóðasamtaka kristilegra heilbrigðisstétta og árið 1986 fluttist hún búferlum til ísraels og bjó í Jerúsalem þar sem hún vann lengst af sem sjálfboðaliði á barnasjúkrahúsi jafnhliða trúboðinu. Hún fór til Rússlands árið 1992 og aftur árið 1993 og starfaði við trúboð og kennslu í Minsk í Hvíta-Rúss- landi þar til í april 1994 að hún kom til íslands. Halla lést á Landakotsspítala 2. ágúst og verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í dag. HÚN HALLA systir mín er farin í síðustu ferðina sína. Frá því ég man fyrst eftir mér var hún að leggja upp í ferðalög, fyrst innanlands en brátt Iá leiðin til fjarlægari staða, Englands, Hollands, Belgíu, Frakk: lands, Sviss, Rússlands, Afríku. í huga mínum var Halla ævintýrið sjálft sem tyllti tánum smá tíma í einu á heimaslóðir, aðeins til að ''ieggja grunninn að enn lengri ferð, og sem alla ævina var að læra ný tungumál, esperanto, frönsku, spænsku, swahili, hebresku og rúss- nesku til að geta náð sem best til fólksins heimshornanna á milli. Og endalaust kom þessi litla, granna hljóðláta kona manni á óvart með dugnaði sínum og þrautseigju. Halla sannfærðist fljótt um að henni væri ætlað starf á akri ná- ungakærleikans og lífi sínu varði hún til hjálpar öðrum. Hún starfaði samfellt í fimm ár á Fílabeinsströnd Afríku og þar bar hún gæfu til að vera þátttakandi í að bjarga lífi fjöl- Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð fallegir saiirogmjög góð þjónusta. Upþlýsingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR iétil umiiin margra ungbarna sem voru óvel- komin í heiminn og borin höfðu verið út í skóg til að deyja. Halla eignaðist ekki sjálf börn en ég veit að þessi litlu svörtu börn á Fílabeins- ströndinni voru henni eins hjartfólg- in og hennar eigin hefðu verið. Mik- inn hluta ævi sinnar var hún búsett í útlöndum en kom alltaf reglulega heim. Síðustu árin sem móðir okkar lifði bjuggu þær saman og annaðist Halla hana af fádæma fórnfýsi og umhyggjusemi. Árið 1986 lætur Halla svo langþráðan draum sinn rætast og flyst búferlum til ísrael og býr þar næstu árin í gamla hluta Jerúsalem, meðal gyðinganna og vinnur sem sjálfboðaliði á barna- sjúkrahúsi. í Jerúsalem fann hún sinn samastað og ætlaði að eyða þar ævikvöldinu. Þá er enn kallað eftir liðsinni hennar, nú til að að- stoða og kenna gyðingum í Rúss- landi sem vildu komast til ísraels. Hún hlýðir kallinu og tvisvar leggur hún leið sína til Hvíta-Rússlands. Þama býr hún meðal gyðinga og kynnist af eigin raun hörmulegri fátækt og skorti nauðsynja. Hún finnur sárt til með fólkinu og leggur sitt af mörkum til að liðsinna því og deila með því brauði sínu. Halla kemur til íslands í vor, þá orðin fársjúk og um seinan að bjarga lífi hennar. Halla bar óskorað traust til skap- ara síns og hafði enga þörf fyrir veraldlegan auð. Að hennar mati var hann einungis til að deila með öðrum. Ég undraðist oft kjark hennar og vissu um að óþarfi væri að kvíða morgundeginum, þótt hún væri á ókunnum slóðum og ætti hvorki vís- an mat né húsaskjól, hún trúði því að sér yrði séð fyrir hvorutveggja. Og henni var að trú sinni. Halla bar aldrei kvíðboga fyrir ferðum sínum og henni var Ijóst að hún var nú að leggja upp í þá síð- ustu. Hún var alla ævi sína að viða að sér nesti fyrir þessa ferð og nú sé ég hana fyrir mér á staðnum sem hún vissi að biði hennar, á staðnum þar sem kærleikurinn ríkir einn, þar sem hún glöð í bragði deilir nestinu sínu með þeim sem ekkert nesti eiga. Elsku Halla mín, hjartans þakkir fyrir samfylgdina og nestið þitt. Hanna. Hún Halla, stóra systir, kom heim í vor eftir erfiða dvöl í fjarlægu landi þar sem fólkið líflr við mikinn skort, en hún kom ekki til að setjast hér að, heldur til að halda upp í sína hinstu ferð. Sem kornung stúlka vissi hún hvert halda skyldi — og kaus að helga líf sitt fólki og börnum sem bjuggu við þröngan kost og mikla neyð. Hún vék aldrei af þeim vegi, því örlæti hennar var mikið og trúin sterk. Hún var ávallt til fyrirmyndar en kunni líka að söðla um og gleðjast með glöðum — kímnin var mjúk og létt og aðlaðandi eins og hjá börn- um, og við bættist dillandi hlátur sem tók alla með í leikinn, unga sem aldna. Einnig átti hún til að setja saman vísur til að gleðja og tók einn- ig að teikna og mála sér til gam- ans. Þó þótti mér mest um vert að fá að sofa hjá stóru systur, þá fékk ég að vinna fyrir mér með því að klóra henni á bakinu á meðan hún töfraði fram ævintýri sem urðu til á stundinni, svo létt og dulúðug í hvíslinu þar sem ekki mátti vekja hina. Fínleg og mild gekk hún sinn veg, vann sín erfiðu verk í æðru- leysi og umyrðalaust, án þess að skeyta um endurgjald, sterk og stór í gjöfum sínum og bænum. Einlægari trúarstyrk hef ég ekki þekkt. Helga. Halla var ung kjörin til að boða fagnaðarerindi Guðs og sinnti því kalli allt fram í andlátið, yfirleitt á fjarlægum ströndum. Við systkina- börn hennar fengum árum saman frá henni framandlegar jólagjafir frá Fílabeinsströndinni þar sem hún starfaði að kristniboði í rúman ára- tug. Hér heima tók hún við fóstru- starfí á bamaheimili og hlúði að aldraðri móður sinni. Eftir lát henn- ar tók Halla sig upp og fór á biblíu- skóla í Hollandi. Að námi loknu varð Höllu að þeirri ósk sinni að fá að starfa í Jerúsalem, borginni helgu. Eftir nokkurra ára dvöl í Jerúsal- em fór Halla til Hvíta Rússlands og dvaldi þar í rúmt ár. Við hittumst síðast fagran sumardag þegar Halla var nýkomin úr krabbameinsaðgerð. Hún sagði mér þá frá Rússlands- dvölinni og starfi sínu þar. Þar hafði verið kalt og fátt að bíta og brenna en Halla hafði aldrei sett veraldleg óþægindi fyrir sig, heldur ávallt lif- að eins og liljur vallarins. Hugur Höllu stefndi aftur til Jerú- salem og þangað ætlaði hún þegar hún væri búin að ná sér. Þess í stað lá leið hennar í aðra helga borg, þá sem hún hafði kynnt samferðafólki sínu áratugum saman. Vegsemd, heiður og frið hlýtur sérhver sá er gjörir hið góða. Við sem þekktum Höllu vitum að hún hefur átt góða heimkomu og er nú í öruggu skjóli Drottins, sem kaus að kalla hana til annarra starfa en hún hafði rækt í hans þágu í tæpa fimm áratugi. Halla boðaði ávallt mildi Guðs; kær- Serfræðingai í l>lóm;isUr<‘\lingiiin vi<> öll l;i‘l\il;i‘i‘i bkolavöröustig 12 a horni Bergstaöastrætis, sími 19090 r i Vcindaðar utfararskreytingar Kransai; krossar, kíst uskreytingar. S ími: 6 812 22 LEGSTEINAR Flutningskostnaftur innifalinn. Stuttur afareiðslufrestur. Fáið myndalistann okkar. 720 Borgarfirði eyttra, simi 97-29977 leikinn og trúfestin yfírgáfu hana aldrei. Hún var ein hinna hreinskilnu og grandvöru, hennar er Guðs ríki. Þórdís Bachmann. „Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins." (Róm. 14, 8). Þegar mér var sagt frá andláti Höllu Bachmann komu þessi orð Páls postula í huga minn. Þess vegna langar mig að hafa þau sem yfírskrift nokkurra orða minna I minningu hennar. Ég hef þekkt Höllu í mörg ár og veit vel, að heit- asta ósk hennar var að lifa Drottni, og allt til endadægurs var þrá henn- ar hin sama. Halla Bachmann var gædd marg- víslegum hæfíleikum. Hún var greind og mjög handlagin. Tungu- málanám veittist henni óvenju auð- velt, enda lá leið hennar víða um heiminn. Lagði hún þá mikia áherslu á að læra tungu þeirrar þjóðar, sem hún dvaldi hjá. Hún talaði því mörg tungumál og komst þannig í náið samband við fólk, hvar sem hún var. Ung að árum fór hún í fóstur- skóla. Það nám nýttist henni vel bæði hér og erlendis. Eftir nokkurra ára kristniboðsstarf á Fílabeins- ströndinni, dvaldi Halla hér heima um tíma áður en leið hennar lá til ísraels og þaðan til Rússlands. Hér tók hún þátt í kristilegu starfí af lífi og sál. Hún var í stjórn KFUK um tíma, lagði Kristniboðssamband- inu lið og var í ýmsum hópum, sem tengdust þessum félögum. Hún tal- aði oft á samkomum og hjálpaði til í bama- og unglingastarfí félag- anna. Einnig var hún virkur meðlim- ur í Kristniboðsflokki KFUK. Guðrún Jónsdóttir, móðir Höllu, var í Kristniboðsfélagi kvenna. Halla kom oft með móður sinni á fundi og studdi félagið á ýmsan hátt. Árum saman hafði hún biblíu- lestra fyrir okkur félagskonur, mán- aðarlega á hveijum vetri. Kom hún þá beina leið frá vinnustað sínum með biblíuna I handtöskunni. í mörg ár höfðum við, nokkrar konur, barnastarf í Betaníu, sem þá var félagsheimili Kristniboðsfélags karla og Kristniboðsfélags kvenna. Ávallt var Haila fús að leggja þar lið. Hún þýddi franska framhalds- sögu fyrir börnin, og í heilan vetur kom hún á hverjum laugardegi til að kenna þeim leðuriðju. Auk þess flutti hún oft stuttar hugleiðingar við hæfi barna. Æviferill Höllu opnaði henni ýms- ar víddir og djúpan skilning á mönn- um og málefnum. Trú hennar á frelsaranum var einlæg og lærdóms- rík. Hún efaðist ekki um hand- leiðslu Drottins og vildi í einu og öllu hlýðnast honum. Biblíuna sína þekkti hún mjög vel og rækti bæna- þjónustuna af kostgæfni. Kynni mín af Höllu sýndu mér alltaf betur og betur, hve samband hennar við frelsarann var náið. Þess vegna átti hún ætíð frið og ró í hjarta, bæði á björtum og dimmum dögum. Þegar ég talaði síðast við hana í síma, var hún fárveik, en hugarró hennar og trúnaðartraust var hið sama og áður. Farsælum og óvenju fjölbreytileg- um starfsdegi er lokið. Boðskapur Páls postula, sem ég vitnaði til í upphafi máls míns, er enn í fullu gildi; „Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins." Halla er komin heim til hans. En við, vinir hennar, sem enn erum hér, þökkum Guði fyrir hana, fyrir líf hennar og starf. Um leið sendum við systkinum hennar og öðrum ástvinum einlægar samúðar- kveðjur. Lilja S. Kristjánsdóttir. Það er undarlegt til þess að hugsa að við Halla skulum hafa talast við fyrir fáeinum dögum. Hún var að visu mjög veik á sjúkrahúsi en samt með vonarglampa í augum og bjart- sýn á framtíðina. Yfir henni hvíldi friður og rósemi. Orð hennar báru vott um traust á Guði og brá jafn- vel fyrir hinni gamalkunni kímni hennar og hlýju gamansemi. Ég gladdist innilega yfir því að sjá og heyra hversu æðrulaus hún var og hvernig hún hvíldi algjörlega í Drottni og treysti fullkominni forsjá Hans. Við áttum bænastund saman ásamt sameiginlegri vinkonu og fól- um þá hver aðra Guði á vald. Þann- ig var gott að kveðjast hér á jörð í trausti til endurfunda á landi lif- enda, — þar sem við fáum að líta Drottin okkar og Frelsara augliti til auglitis og getum þakkað Honum sem gaf okkur allt með sér. Þessa trúargleði og fullvissu las ég í aug- um Höllu þegar við kvöddumst. í kærum sálmi eftir Bjarna Eyj- ólfsson segir: Heitasta þrá míns hjarta það er, heilagi Guð, að likst gæti’ eg þér. Ó, hefði’ eg getað fótspor þín fetað fús eins og ber. Ég veit að Halla tók undir þessi orð. Þegar talað var um lífið í Guði sagði hún oft, og vitnaði þá í orð Maríu, móður Jesú: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum.“ Á seinni árum kom þessi djúpstæða þrá hennar skýrt fram. Hún hugsaði ekki um gæði þessa heims né að láta á sér bera. Að eðlisfari var hún afar hlédræg en um leið einörð og ákveðin þegar um sannfæringu hennar var að ræða og það að helga líf sitt þjón- ustunni fyrir Drottin, þar sem Hann veldi henni stað og svið hveiju sinni. Guð valdi henni líka margs konar svið í mörgum löndum heims og við mismunandi aðstæður. Hann leiddi hana oft undarlegar leiðir, að því er mönnum fannst, en fyrir henni vakti það eitt að gera vilja Guðs og hlýða röddu Hans. Hún hafði játast Drottni ung að árum og þráði það eitt að ganga erinda Hans og breiða ríki Hans út um heim. Þegar á unga aldri hóf hún nám í Uppeldisskóla Sumargjafar en hafði áður útskrifast úr Gagnfræða- skóla Reykjavíkur. Uppeldisskóli Sumargjafar fékk síðar heitið „Fós- truskóli íslands“ og var Halla í fyrsta nemendahópnum við þann skóla. Árið 1949 lauk hún prófi þaðan og var þá orðin fóstra. Hugnr hennar stefndi út og fór hún fyrst til Englands til að vinna á barna- heimili þar. Síðan lá Ieiðin til Brússel, sömuleiðis til að gæta bama. Hún settist svo aftur á skóla- bekk, í þetta sinn var hún tvö ár við nám í bibiíu- og kristniboðsskóla í Belgíu og síðan við barnagæslu um skeið í Þýskalandi. Enn og aftur var sest á skólabekk, núna í biblíu- og kristniboðsskóla í Frakklandi. Árið 1958 hélt hún svo til kristni- boðsstarfa á Fílabeinsströndinni og starfaði þar í 5 ár. Hér á landi starf- aði Halla lengi sem fóstra og var þá um árabil forstöðukona á barna- heimili. Árið 1987 tók hún sig upp á ný og hélt til náms í skóla Kristilegs félags heilbrigðisstétta í Voorthuiz- en í Hollandi. Sá skóli þjálfar leið- toga og starfsmenn sem fara víðs vegar um heim sem kristniboðar og þá einkum til starfa við sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. En áður en til þessarar skólagöngu kæmi hafði Guð verið að beina hug og hjarta Höllu til ísrael. Hún var búin að fara þangað nokkrum sinnum og köllun Guðs varð æ skýrari í huga hennar. Árið 1988 varð þessi köllun að raunveruleika. Halla settist að í Jerúsalem. Lengi vel starfaði hún sem sjálfboðaliði við fyrirburadeild Hadassah-sjúkrahússins og veitti þar að auki þurfandi fólki margvís- lega aðstoð, þ.á m. gyðingum sem voru nýkomnir frá Sovétríkjunum. í kjölfar kynna sinna af Sovét-gyð- ingum var hún svo loksins á annað ár í Hvíta-Rússlandi til að aðstoða og uppörva rússneska gyðinga sem biðu þess að fara til ísrael og kenndi hún þeim t.d. hebresku, ensku og frönsku. En hún bað líka fyrir þeim og benti þeim á Jesú í orði og verki. Fyrir henni var það aðalatriðið, markmið köllunar hennar. Frá æsku var Halla félagi IKFUK og tók virkan þátt í félagsstarfinu og einnig í starfí Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga með því að segja frá kristniboði og hafa bibl- íulestra á fundum og samkomum og í áhugamannahópum um kristni- boð. í kristniboðsflokki KFUK, þar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.