Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 31 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Goggunarröðiii í hænsnabúinu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi bréf frá þeim bræðrum Ásbirni (Bubba), tónlistarmanni, og Þorláki (Tolla), myndlistar- manni, Kristinssonum Morthens. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að allt stefnir í alþingis- kosningar hér á landi í haust: Flokkarnir vígbúast, tekin eru fram vopn öll og veijur, hófadynur í fjölmiðlum, reykjarmökkur stígur upp af þjóðarsálinni, flokkarnir reyna, hver með sínum hætti, að ná sem sterkastri stöðu áður en átökin hefjast. Það sem stendur upp úr forleik átakanna er hin umdeilda ákvörðun Jóns Baldvins Hannibalssonar að skipa Jakob Frímann Magnússon sem forstöðumann íslenska sendi- ráðsins í London í sex mánuði eða þar til Kjartan Jóhannsson sér sér fært að taka við starfinu næsta sumar og sýnist sitt hverjum. Ekki ætlum við að taka afstöðu til þess hvernig utanríkisráðherra stendur að þessari ákvörðun sinni, hvort öllum formsatriðum hafi verið fullnægt eða hvort goggunarröðin í hænsnabúinu hafi verið í heiðri höfð, okkur fínnst sú staðreynd skipta meira máli, að með tilkomu Jakobs Frímanns í stöðu menning- arfulltrúa við sendiráðið í London hafa orðið straumhvörf í kynningu íslenskrar menningar meðal ann- arra þjóða. Það þótti vægast sagt bera vott um pólitíska spillingu og siðleysi þegar Jakob Frímann var skipaður í þá stöðu á sínum tíma og má vera að svo hafi verið. En í stuttu máli reyndist hann með dugnaði sínum, frumleika og útsjónarsemi, brúarsmiðurinn góði sem isléíiskir listamenn hafa látið sig dreyma um. Landrekskenningin hefur öðlast nýja merkingu þegar skáld, mynd- listarmenn, klassískir tóngjörðing- ar, leikarar, kórar stórir og smáir, rokkarar, söngvarar, arkitektar, kvikmyndagerðarfólk, bjórbruggar- ar, matreiðslumenn, sægreifar og athafnaskáld hafa hvað eftir arinað flætt yfir Themsárbakka, þyrpst inn um hlið borga og bæja vítt og breitt um Bretlandseyjar, fyllt upp í sjón- varpsskerma og fegrað útvarpsdag- skrá BBC. Nú eru að koma út í Bretlandi ljóðasöfn, skáldverk og tónverk á geisladiskum, meðal annars fyrir tilstuðlan Jakobs Frímanns. Stjórn- málamenn og aðrir sem um þetta mál hafa tjáð sig ættu að fara var- lega í að tala niðrandi um þá reynslu sem Jakob Frímann hefur úr popp- og rokkkúltúrnum, því þar er að finna fleiri fjörefni fyrir íslenskt samfélag en eftir eru í þeirri undan- rennu sem dægurpólitíkin er orðin. Við bræður erum ekki skoðana- bræður Jakobs Frímanns í pólitík né flokksbræður hans, en þegar pólitíkin, sem snýst oftar en ekki um högg urdir beltisstað, beinist að því að sverta þennan mann og störf hans þá rísum við upp til varn- ar. Ef gæðin vigtuðu meira en formsatriði vildum við sjá Jakob Frímann Magnússon skipaðan sendiherra í London til frambúðar. TOLLI OG BUBBI, Seltjarnarnesi, ágúst 1994. Undraverðar samfé- i ' lagsverur - ( Frá Sveini Ólafssyni: ÞEGAR ekið er um úti á landsbyggð- inni sér maður þráfaldlega á vegun- um framundan í fjarlægð undarlegar myndir. Þetta lítur út eins og langir ormar sem liðast áfram í landslag- inu. Þegar betur er að gáð eru þetta raðir af bílum, sem keyra hver aftan í öðrum í löngum röðum, greinilega á 80-100 km hraða - eins hratt og leyfilegt er að fara hraðast. Bilið er svo lítið að þetta er til að sjá eins ' og langir ánamaðkar og liðirnir, sem sveygjast til og frá í landslaginu eru bílarnir, hver aftan í öðrum, bilið oft nánast 3 - 5 bíllengdir, - sem sé hver nánast inni í næsta bfl. - Náið samfélag það! Og maður sér niargar svona halarófur með milli- bili á milli - nóg pláss á veginum J fyrir dreifðari umferð. Manni verður á að hugsa: íslend- ingar virðast vera undraverðar sam- félagsverur, eftir þessu að dæma. ' Þegar þeir keyra bíl, þurfa þeir að vera hver alveg uppi í eða ofan í öðrum. Eða eru þeir kannski bara hugsunarlausir halarófudýrkendur? Ekki er annað að sjá en svo sé. Og svo kemur maður stundum að kyrr- stæðri halarófu af bílum í kös. Allt beygðað og bramlað og krambúler- í að, bæði aftan og framan. - Ein- \ hver fremst i bílastrollunni þurfti snögglega að bremsa. Hinir gátu ekki stoppað, - bilið var svo stutt, ’ svigrúmið var, bara ekkert á þeirri ferð sem allir eru á - allir að flýta sér, - eða var það ekki? Það eru nokkur dæmi um sjö til átta bíla sem rekist hafa hver aftan á annan af svipuðum ástæðum og nefnt var, t.d. í Elliðaárbrekkunni sællar minn- ingar. - MikiII ferðaflýtir það!! - ÍC& útgjöldin - og óþægindin. - Borgar þetta sig? Væri nú ekki ástæða til að ALLIR bifreiðastjórar, sem ÞYKIR VÆNT í UM BÍLINN SINN, færu að hafa þann háttinn á, að gæta þess vand- Islendmgar lega að hafa bilið milli bíla í akstri nægjanlegt. - Nægjanlegt til að ÞEIR SJALFIR hafi nóg svigrúm til að stoppa, án þess að þurfa að eiga á hættu að aka aftan á næsta bíl? Einnig að gæta þess, að næsti bíll fyrir aftan sé ekki svo nærri í akstri, að hætta sé á, að hann hafi ekki svigrúm til að stoppa án þess að keyra aftan á sjálfan mann, - ef snögglega þyrfti að stoppa? Og ef ekki er hægt að fá þann fyrir aftan til að hafa bilið nóg, að hleypa þá bara viðkomandi fram úr og losna þannig við hann? Ég held að það væri affarasælla að íslendingar létu samfélagskennd- irnar koma út á einhveiju öðru en því í umferðinni, að keyra nánast „oní“ farangursrými næsta bíls á undan - í algjöru hugsunarleysi. Væri ekki ráð, kæru samlandar, að hafa þetta hugfast og stuðla með því að betri samfélagsmenningu og ánægjulegri aðstæðum á ferðalögum þegar við „Sækjum ísland heim“?. Kæri vegfarandi: „Gæfan fylgi þér í umferðinni!". - Munum líka: „Þarna er hver sinnar gæfu smiður“. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér -rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Grímsey og Svalbarði Frá Guðmundi Bergssyni: ÁRNI Jónsson tannlæknir segir hinn 17. júlí að ég hafi sagt þann 5. júlí að Norðmenn hafi fengið yfirráð á Svalbarða með samningi árið 1920. Það er rétt haft eftir, ég held mér við staðreyndir. En ég tel það ekki góða sagnfræði að segja söguna eins og menn vilja sjálfir hafa hana og sniðganga all- ar heimildir. Þannig á ekki að halda á málum og breytir þar öngvu þó landafræði blandist í söguna. Hann.viðurkennir hinn 24. júní að Norðmenn hafi fengið Sval- barða með samningum í París 1920 og þannig náð eyjunni af Rússum, en það var eftir áratuga rifrildi og þras. Samt segir Ámi orðrétt hinn 17. júlí: „Svalbarði er hluti kon- ungsríkisins Noregs líkt og Gríms- ey er hluti lýðveldisins Islands.“ Nú spyr ég hann, sem segist vera nokkuð góður í landafræði og þá sjálfsagt í sögu líka, hefur hann einhveijar heimildir fyrir því að Grímsey hafi ekki alltaf verið hluti af íslandi, eins og aðrar eyjar t.d. Vestmannaeyjar? Hafa einhvern tíma einhveijir útlendingar sest að í Grímsey er vildu leggja hana undir sitt heimaland? Höfum við einhvern tíma gert samninga við einhveija þjóð um yfirráð okkar á Grímsey? Ég hef ekki séð það. Þessvegna get ég ekki séð hver meiningin er hjá Á.rna að setja svona rugl á prent. Hann segir að tannlæknar megi hafa skoðun, því er ég sam- mála, jafnframt tannlæknar og skósmiðir og meira að segja ég, sem hef ekkert stöðutákn. Hann vill að íslendingar fari til fiskveiða með Norðmönnum, hann fylgist ekki nógu vel með. Það er líka aflaleysi í Norður-Noregi, þar sem margir hafa farið á hausinn, bæði í útgerð og fiskvinnslu eins og hér, og það þrátt fyrir ríkisstyrki. Norðmenn ausa olíu upp úr sjávar- botni auk annarra stoða sem þeir hafa til að skjóta undir sitt efna- hagslíf og geta þessvegna styrkt sinn sjávarútveg, ólíkt því sem hér er, þar sem eina auðlindin er sjáv- arútvegur sama hvernig Árni reiknar í %. Norðmenn eiga stóran versl- unarskipaflota. Hluti hans var skráður undir hentifána erlendis, m.a. út af sköttum, og voru erlend- ar áhafnir. Þeir breyttu lögunum og reyndar Danir líka, þannig að nú eru skipin komin heim og með innlendum áhöfnum. Hér hjá okkur eru skip skráð erlendis og útlendar áhafnir á skipunum en íslenskir sjómenn atvinnulausir og væri nær fyrir íslenska ráðamenn að gera lagabreytingar svo að skipin komi heim og verði mönnuð íslendingum í stað þess að hrekja fólk úr landi í atvinnuleit eins og Ámi ert að tala um. Ég verð að viðurkenna að ég náði ekki til botns í því hjá honum að Svalbarðadeilan verði til þess að Norðmenn samþykki aðild að Evrópusambandinu og að það væri hagstæðara fyrir okkur að þeir felldu hana. Ég fæ ekki séð að við fáum einhveiju um ráðið. Hann talar um fisksölu til Evrópu og það er rétt að vissu marki, en hann gleymir vestrinu og austrinu. Við seljum fisk til Bandaríkjanna og við seldum áður saltfisk til Kúbu og Brasilíu en nú eru þeir markað- ir að opnast aftur. Einnig seljum . við til Japan þar sem margir munn- ar eru og finnst fiskur góður, svo er iíka til ríki sem heitir Kína og þar éta menn nú fisk. Hvemig væri að leita fyrir sér þar, ég held að við þurfum ekki að kvíða því að geta ekki selt þessa fáu titti sem við megum veiða. Þegar kaffiuppskeran brestur, hækkar heimsmarkaðsverð á kaffi. Þegar aflabrestur verður ætti fisk- ur allt eins að hækka. Árni segir hinn 17. júlí um Sval- barðadeiluna: „Um réttlæti þess að Norðmenn náðu yfirráðum á þessu svæði má eflaust deila.“ Þegar ég minntist á það 5. júlí að fleira en Svalbarði hefði molnað úr gamla rússneska keisaradæm- inu eftir fyrri heimsstyijöldina og talaði um Finnland og Eystrasalts- ríkin frá því sambandi (þess má geta að ísland var fyrsta ríkið sem fékk sjálfstæði eftir stríðið, hinn 1. desember 1918, eins og allir vita), þá skrifar hann 17. júlí: „Ætti t.d. að afhenda Rússlandi aftur Finnland og Eystrasaltsríkin sem þú minntist á?“ Ég minntist aldrei á það þó ég talaði ekki um þessi lönd í sambandi við Sval- barðasamninginn og þar sem Rúss- ar létu af gamla keisaradæminu. Það hlýtur að vera viljandi mis- skilningur, nema Ámi sé úttroðinn af útúrsnúningum eða hvoru- tveggja. Ég sé ekki ástæða til að eyða meiri pappír og bleki á jafn neðanpijóningslegan náunga eins og hann virðist vera, eftir skrifum hans að dæma. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178,108 Reykjavík. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur Hreinsimjólk 400 ml.1.195 kr. Andlitsvatn 400 ml 1.195 kr. LOTION - AICOHOLFREE - L0TI0N -SANS BIODROGA REINIGU NGSMILCH MILKY CLEANSER -EXTRAMILD- DEMAQUILLANT DOUCEUR O 400mn3£ baðen-baden • Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Kaupf. Eyfirðinga Akureyri, Ingólfsapótek Kringlunni, Snyrtistofan Gresika Suðurgötu 7, Lilja snyrtistofa Akranesi, Vestmannaeyjaapótek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.