Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.08.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Græðandi sólarvörur Biddu um Banana Boat hraðvirkasta dökksólbrúnkukremið #4 ef þú vilt dekksta sólbrúnkutóninn. n Sólbrúnkufestandi Banana Boat AfterSun, 3 stærðir. Verð frá kr. 295,-. □ Banana Boat barnasólvarnarsprey #15. □ Banana Boat barnasólvarnarsalvi fyrir eyru og nef. Sólvörn #29. □ lim 40 tegundir Banana Boat sólkrema og olía með sólvörn frá #0 til #50. □ Banana Boat 99,7% hreint Aloe Vera gel, 40-60% ódýrara en önnur Aloe gel. An spírulínu, án tilbúinna lyktarefna og annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru- verslunum oa apótekum. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis og exem- sjúklinga. Heilsuval, Barónsstíg 20, ^626275. Barnaföt á stórlækkuðu verði. Barnafataverslunin Bláskjár Suðurlandsbraut 52 Betra verð hjá Budget BOaleigubílar um allan heim Sími 91-880-880 s fax 91 -881 -881 Ég sendi öllum, er glöddu mig á 70 ára afmœl- inu þann 3. ágúst ’94, innilegar þakkir. Megi þeir vœttir, er veröld skópu, blessa ykkur og vernda um alla framtíÖ. Ingimar Sigurðsson, járnsmiður. Elskulegri fjölskyldu minni og fjölmörgum góÖum vinum, sem heimsóttu mig á afmœlis- daginn minn 1. ágúst, þakka ég af alhug, svo og allar gjafirnar, blómin og símskeytin. Lifiö heil. Kœr kveöja. Margrét Erlendsdóttir Schram. Det Nedvendige Seminarium I" n A M IMArlfl ■ GETUR ENN TEKIÐ INN 3 ÍSLENSKA i/dVlIIIUl K.U NEMENDUR ÞANN 1. SEPT. 1994 4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörg- um skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum. Námið er: • 1 ár með alþjóðlegu námsefni, innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asíu. e 1 ár námsefni innanlands, innifalin er 6 mán. þátttaka í dönsku atvinnulífi. • 2ja ára fagnám, innifalið er 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum skólum innanlands og utan. Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku. Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verð- ur haldinn í Lestrarsal Borgarbókasafnsins, Þingholtsstræti 27, Rvík, sunnudaginn 14. ágúst kl. 14.00. Ef þú hefur áhuga, hringdu í síma 90 45 65 91 40 45 eða sendu símbréf 90 45 66 11 50 61. Det Nedvendige Seminarium, DK - 6990 Ulfborg. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ánægð vegna skilvísi KONA ein labbaði inn í verslunina Gallerí á Laugaveginum og varð fyrir því óhappi að gleyma þar poka í mátunarklefa. Tveimur klst. síðar áttar hún sig á þessum mistök- um og hringir í verslunina og hafði þá ein afgreiðslu- stúlkan tekið pokann frá. Vildi konan koma fram þökkum til afgreiðslu- stúlkunnar. Um Livu KONA nokkur sem lengi var búsett í Danmörku hafði samband við Velvak- anda um sjónvarpsþáttinn sem sýndur var í Ríkissjón- varpinu sl. sunnudag þar sem sagt var frá ævi revíu- söngkonunnar Livu Weill. Hafði hún orðið að þeim heiðurs aðnjótandi að kynnast Livu og vildi koma því á framfæri að sú mynd sem dregin væri upp af söngkonunni væri ekki rétt í þátttunum. Vildi hún jafnframt koma fram áskorun til Sjónvarpsins að sýna einhveijar kvik- myndir með Livu. Tapað/fundið Bíllykill tapaðist STAKUR lykill með svartri hettu án kippu tapaðist á 11-sýningu í Háskólabíói eða fyrir utan bíóið sl. sunnudagskvöld. Skilvís fmnandi vinsamlega hafi samband í síma 628872. Gallajakki tapaðist BLÁR gallajakki tapaðist í Faxafeni sl. föstudag milli kl. 17-18. í vasa hans voru lyklar. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 667358. Snyrtitaska fannst STÚLKA ein fékk senda frá Vestmannaeyjum fyrir mistök svarta snyrtitösku með gulum og bleikum blómum og getur eigandi haft samband í síma 624881. Þessi sama stúlka tapaði á þjóðhátíðinni blá- um gallabuxum og blárri lopapeysu. Finnandi hafí samband í sama síma e. kl. 17. Ferðataska tapaðist BRÚN ferðataska tapaðist á leiðinni frá Reykjavík að Hvalfjarðarbotni. Taskan var í svörtum plastpoka og hafði hún losnað af þaki bílsins. Finnandi vinsam- legast hafí samband í síma 679808. Hliðartaska fannst DÖKKBRÚN hliðartaska með snyrtidóti í o.fl. fannst á þjóðvegi 1 áður en af- leggjarinn að Meðalfells- vatni í Kjós er ekinn. Upp- lýsingar í síma 814413. Gæludýr Týndur högni SVARTUR fjögurra mán- aða högni með hvítan blett á hálsi og kvið hvarf frá heimili sínu Njörvasundi 17 sl. sunnudag. Hann er með hálsól. Geti einhver gefið upplýsingar, þá vin- samlega hringi hann í síma 889124. HÖGNIHREKKVÍSI „ ELLÍ/ER., 5E<3I ÉQ ! " BRIPS Um.sjón Guðm. Páll Arnarson LESANDANUM er boðið að setjast í sæti Bob Hammans í vestur, og spila út gegn sjö spöðum: Suður gefur; allir á hættu. Norður 4 V ♦ 4 Vestur 4 10 4 732 ♦ ÁK109765 4 53 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði 2 tígiar 4 tíglar* 4 hjörtu 4 grönd 5 hjörtu 7 spaðar Allir pass * , splinter", þ.e. spaðasamþykkt og einspil eða eyða í tígii. Spilið er frá Cavandish- tvímenningnum í New York sl. vor, sem Neil Silverman og Kit Woolsey unnu með yfirburðum. Sam Lev og Bob Levin urðu í öðru sæti, og fyrrum félagi Levins, Gaylor Kasle, varð þriðji með spilara að nafni Gatey Hayden sem makker. í þessu spili var Kasle í norður. Hefur les- andinn valið útspilið? Norður 4 K9753 4 - ♦ 2 4 ÁKG10764 Vestur Austur 4 10 4 86 4 732 IIIIH 4 D109654 ♦ ÁK109765 111111 ♦ DG43 4 53 4 9 Suður 4 ÁDG42 4 ÁKG8 ♦ 8 4 D82 Hamman kom út með hjarta. Sem er kannski svo- lítið langsótt, því þá er hann að gera ráð fyrir að NS séu komnir í alslemmu þar sem tvo ása vantar. Spilið velti 766 IMPum!! (Mótið vannst á 2.171 IMPa.) Kalse og Hayd- en unnu 239 IMPa, en hefðu tapað 527 með tígulás út. Víkveiji skrifar... Hún var myndarleg opnunarhá- tíðin hjá Skeljungi í útibúi fyrirtækisins í efra Breiðholti sl. laugardag. Shell hefur að undan- fömu staðið í miklum endurbótum og uppbyggingu á þessari stöð sinni og bauð til fjölskylduhátíðar á laugardag, þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur, kók og sælgæti, sem kætti yngstu borgar- ana ekki hvað síst. Þótt húsakynni nýju stöðvarinnar séu ekki mikil að flatarmáli, er öllu mjög hagan- lega komið fyrir og vöruúrval er með ágætum í verslun fyrirtækis- ins. Nú hefur einnig verið lagður nýr vegur frá bensínstöðinni, tengibraut við Breiðholtsbraut, sem að er mikil samgöngubót. xxx Isíðustu viku var talsvert um það ijallað í fjölmiðlum að öllum tilboðum var hafnað við húsbréf- aútboð, þar sem ávöxtunarkrafa kaupendanna, lífeyrissjóðanna, var of há. Sigurður Guðmundsson greindi frá því, að Húsnæðisstofn- un héldi sig við 5% vaxtaviðmiðun ríkisstjórnarinnar og tæki engum tilboðum þar fyrir ofan. Það vakti athygli Víkverja, þegar rætt var við Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóra SAL (Sambands almennra lífeyrissjóða) af þessu tilefni, að hann sagði að ástæður þessa væru þær að þeir (þ.e. lífeyr- issjóðirnir) vildu fá hærri ávöxtun. Ekki varð betur heyrt, en með þessu hefðu lífeyrissjóðirnir haft samráð sín í milli, um það hverrar Iágmarksávöxtunar þeir krefðust, sem Víkveiji telur í hæsta máta óeðlilegt. xxx að er undarlegur íjandi, að æ ofan í æ koma forsvarsmenn lífeyrissjóðanna í öðru orðinu fram fyrir hönd eigenda sinna, laun- þega, í gervi verkalýðsforkólfa, og krefjast vaxtalækkunar, þar sem slíkt muni bæta kjör launþeganna, sem séu skuldum vafnir; en í hinu orðinu koma sömu menn fram í gervi fjárfestanna, og sýna líkast til sitt rétta andlit, þegar þeir gera allt hvað þeir geta til þess að halda uppi vaxtastiginu í landinu. Þá er nú ekki verið að hugsa um hag hinna skuldsettu heimila í landinu. Satt best að segja, er Víkverji hundleiður á þessum tvískinnungi, sem hlýst af því að menn sitji beggja vegna borðsins, og telur að fyrir margt löngu hefði átt að skilja þarna algjörlega á milli. xxx Hustkosningar - ekki haust- kosningar? Þetta hefur verið aðalspurning þjóðarinnar í tvær vikur, eða frá því að forsætisráð- herra gaf þá yfírlýsingu, að hann ákvæði innan tveggja vikna, hvort hann beitti þingrofsheimildinni og boðað yrði til alþingiskosninga í haust. Þetta hefur verið eins og hálfgerður skrípaleikur. Fyrst voru menn á báðum áttum, og töldu helmings líkur á því að kos- ið yrði í haust. í síðustu viku juk- ust líkurnar á haustkosningum til muna og flestir voru orðnir sann- færðir undir helgi, að kosið yrði. En á mánudag hafði allt breyst á nýjan leik og forsætisráðherra sagði líkur á haustkosningum hafa minnkað, eftir að samstarfsflokk- urinn í ríkisstjórn hefði lýst ein- dreginni andstöðu sinni við haust- kosningar.í gærmorgun voru svo haustkosningarnar endanlega blásnar af á ríkisstjómarfundi. Rik- isstjómin mun því að öllu óbreyttu sitja fram í apríl á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.