Morgunblaðið - 28.08.1994, Page 12

Morgunblaðið - 28.08.1994, Page 12
12 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Politiskur kraftakarl Einraúi Efnahag’sbylting Að Deng öllum mun skapast pólitískt tómarúm í Kína. Þótt Deng hafi gagnrýnt mjög persónu- dýrkun þá sem einkenndi valda- skeið Maós hefur hann alla tíð treyst á þá yfirburðastöðu sem persóna hans hefur notið í kín- versku samfélagi. Því er spurt: munu arftakar hans reynast vilj- ugir til að halda Deng-byltingunni áfram og munu þeir reynast þess umkomnir? Hver verður arfleifð Dengs? A síðustu 15 árum hefur Deng Xiaoping staðið fyrir raunverulegri DENG Xiaoping hefur þrívegis verið úrskurðaður látinn og verið borinn til grafar í pólitískum skiln- ingi. Hann hefur jafnan risið upp á ný og hefur verið einráður í Kína frá árinu 1978. 1904: Deng Xiaoping, sonur stór- bónda, lítur dagsins ljós í bænum Xiexing. 1920-26: Deng stundar nám í Frakklandi og dvelst þar í sex ár. 1929: Deng útnefndur pólitískur kommisar. 1931: Deng stjórnar hópi skæru- liða í fyrstu orrustu sinni. Bíður ósigur. 1933: Deilur innan flokksins. Deng í hópi þeirra sem verða undir. 1934-35: Tekur þátt í Göngunni löngu og styrkir stöðu sína á ný. 1938-45: Situr í miðstjórn flokks- ins og stjórnar aðgerðum gegn innrásarliði Japana. Berst í fremstu víglínu. 1945-49: Er í lykilhlutverki í bar- áttunni við Chiang Kai-shek. Póli- tískur kommisar og næstráðandi í Liu-Deng-hernum í borgara- styijöldinni. 1949: Alþýðulýðveldið Ki'na stofnað. Deng tekur sæti í ríkis- stjórn, staðgengill forsætisráð- herra frá 1952. 1955-56: Aðalritari miðstjómar- innar, tekur fast sæti í stjómmála- nefnd Kommúnistaflokksins. 1966: Menningarbylting Maós hefst. Deng steypt af stóli og hann sviptur öllum embættum. 1969-73: Deng í útlegð í Jiangxi- héraði. Fær starf' í dráttarvéla- verksmiðju. 1973: Deng endurreistur, tekur sæti í miðstjóminni á ný. 1976: Maó gefur upp öndina. Fjórmenningaklíkan tekur völdin og úthýsir Deng á ný. 1977: Fjórmenningaklíkan fellur. Deng endurreistur á ný og er skipaður annar varaformaður flokksins. 1978: Upphaf Deng-tímabilsins. Tekur völdin af Hua Guofeng, hinum útvalda eftirmanni Maós. 1979: Miklar umbætur boðaðar á efnahagssviðinu. 1981: Dómur kveðinn upp yfír Fjórmenningaklíkunni. Deng treystir völd sín og gerist formað- DENG á fundi með kommúnistaleiðtogum frá Shanghai í febr- úar á þessu ári. Við hlið hans stendur dóttir hans en án hjálp- ar hennar er hann sambandslaus við umheiminn. ur hermálanefndar flokksins. 1987: Námsmenn efna til mót- mæla í 22 bæjum og borgum. Hu Yaobang, sem talinn er hófsamur umbótasinni, neyddur til að segja af sér sem formaður flokksins. 1989: Hu Yaobang deyr. Syrgj- andi námsmenn efna til fjölda- funda. Hreyfíng rís gegn stjórn kommúnista. Deng samþykkir fjöldamorð á námsmönnum á Torgi hins himneska friðar. 1989: Deng lætur af opinberum embættum. Stjórnar Kína á bak við tjöldin en heldur í embætti forseta kínverska bridssambands- ins. 1992: „Umbótabylgja númer tvö“ ríður yfir kínverskt samfélag. Kapítalismi innleiddur í nafni „Sósíalisma hinna kínversku sér- kenna“. 1993: Umbótastefna Dengs fest í sessi með stjórnarskrárbreyt- ingu. „Sósíalísk markaðshyggja" innleidd. Hagvöxtur mælist 13,4%. Þjóðfélagsspennu verður vart. HANN hefur verið nefndur „valdamesti eftirlaunaþegi sögunnar“ og víst er að stöð- ugleiki í fjölmennasta ríki heims, Kína, er undir því kom- inn að ekki blossi upp hatrömm valdabarátta eftir að hann hef- ur gengið á fund feðra sinna. í síðustu viku var 90 ára af- mæli Deng Xiaoping, valda- mesta manns kínverska kommúnistaflokksins, haldiú hátíðlegt. í valdatíð hans hafa söguleg umskipti átt sér stað í Kína og sjálfur hefur hann kynnst því hversu fallvölt gæf- an getur reynst á vettvangi kommúnískra stjórnarhátta. Þrátt fyrir háan aldur og inn- anskömm ýmsa sem sótt hefur á smágerðan skrokk hans er Deng Xiaoping enn valdamesti maður Kína. Hann hefur raunar neyðst til að láta af árlegum sundspretti sínum en birtist í sjónvarpi einu sinni á ári, veikburðá og öldungis heym- arlaus við hlið ættmenna sinna. Dóttirin öskrar í eyra honum og sannar þannig að Deng er ekki lengur fær um að bregðast við með þeim hraða sem áður einkenndi hann og tryggði honum svo langa pólitíska lífdaga. Þótt Deng hafí nú látið af öllum embættum og láti nægja að gegna starfí forseta kínverska bridssambandsins er enginn efí á að pólitísk áhrif hans eru söm og áður og þau verða ekki skoruð á hólm á meðan hann dregur andann. Ástæða er hins vegar til að velta því fyrir sér hvaða stefnu risaveldi næstu aldar, 1.200 milljóna manna samfélag sem nú hefur tekið kollsteypu á vettvangi efnahagsstjómunar, tekur eftir að litli maðurinn er allur. Tóbaksfíkill á langri göngu Deng er með lífseigari stjórn- málamönnum jafnt í bókstaflegri sem yfírfærðri merkingu. Hann hefur lifað af borgarastríð, innrás Japana, byltingu kommúnista og linnulitla ' valdabaráttu innan flokksins, sem þrívegis hefur geng- ið nærri honum. Allt þetta hefur ekki megnað að granda honum frekar en tóbaksfíknin en Deng þykir prýðilega duglegur reykinga- maður. Heyrnarlaust gamal- menni sem fær sig ekki hreyft hjálparlaust tryggir stöðugleikann á byltingartímum í fjöl- mennasta ríki heims segir Asgeir Sverris- son í þessari grein um Deng Xiaoping Hann er fæddur árið 1904 um það leyti sem Qing-ættarveldið var að líða undir lok. Nú líta margir svo á að hann sé síðasti keisari kommúnistastjórnarinnar í Kína og að aldrei aftur muni svo mikil völd safnast í hendur eins manns. Deng kom síðast opinberlega fram í febrúarmánuði og við sjóna- varpsáhorfendum blasti gamal- menni sem virtist í engum tengsl- um við raunveruleikann. Ættingjar hans segja sögusagnir um bága heilsu hans stórlega ýktar. En á hinn bóginn getur varla farið á milli mála að þessi ólseigi leiðtogi er tekinn að láta á sjá, hinni löngu göngu Deng Xiaoping fer brátt að ljúka. Strangt til tekið liggur þegar fyrir hver eftirmaður hans verður og því ættu leiðtogaskipti að geta farið friðsamlega fram. Deng tók sér alræðisvald árið 1978 og sagði af sér síðasta formlega embættinu, sem formaður hermálanefndar miðstjórnarinnar, árið 1990. Hann DENG Xiaoping spilar brids af ástríðu og er annálaður stórreyk- ingamaður. hefur þegar út- nefnt Jiang Zemin sem eftir- mann sinn og skrýtt hann við- eigandi sæmd- artitlum. Hann er forseti, flokksleiðtogi og yfirmaður her- málanefndarinn- ar. Tvívegis áður hefur eftirlauna- þeginn alráði út- nefnt eftirmenn sína og í bæði skiptin hefur honum ekki orð- ið að ósk sinni. Þeim Hu Yao- bang og Zhao Zhiyang var báðum fórnað í valdabaráttu síðasta ára- tugar. Jiang Zemin hefur markvisst reynt að styrkja stöðu sína sem arftaki Dengs. Víst þykir á hinn bóginn að allar fylkingar flokksins Þótt Deng hafi nú látió af öllum emb- ættum og láti nægja aó gegna starfi for- seta kinverska bridssambandsins er enginn efi á aó pólitisk áhrif hans eru söm og áóur og þau veróa ekki skoruó á hólm á meóan hann dregur andann. muni ekki geta sameinast að baki honum og þá er á það bent að hann hafi enga reynslu innan hersins, sem vafalítið muni veikja stöðu hans. Þótt ekki sé búist við valdabaráttu á borð við þá sem blossaði upp er Maó formaður gaf upp öndina 1976 þykir sýnt að þrír menn muni takast á eftir að fyrstu lotu valdataflsins er lokið; þeir Jiang Zemin, Li Peng forsætisráð- herra og Zhu Rongji, aðstoðarfor- sætisráðherra. Li Peng, sem er 66 ára, hlaut menntun sína í Sovétríkjunum og er einkum talinn njóta stuðnings eldri ráðamanna innan Kommún- istaflokksins. Hann er talinn til afturhaldssinna á efnahagssviðinu en það kann að koma honum í koll að hafa verið helsti talsmaður stjórnarinnar eftir fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar. Hann hefur og átt við hjartveiki að stríða. Aðstoðarmaður Lis, Zhu Rongji, sem einnig er 66 ára, tók við stjórn efnahagsmála af honum eftir að hann veiktist. Zhu var borgarstjóri Shanghai 1989 og tókst þá að fá námsmenn til að láta af mótmæl- um sínum án þess að til ofbeldis- verka kæmi. Hann samþykkti hins vegar dauðadóma yfír þremur leið- togum lýðræðishreyfingarinnar. Ólíkt Li sækir hann einkum styrk sinn til atvinnulífsins en hann þyk- ir maður raunsær. eftirlaunapeginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.