Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Heyrði gikkim spenntan Ron Steverson. Að undanförnu hefur dvalið hér á landi bandaríski lögreglumaðurinn Ron Steverson. Nánar tiltekið er hann skólameistari lögregluskólans í Talahassee í Flórída. Á síðustu misserum hafa komist á öflugtengsl milli íslensku lögreglunnar annars vegar og lögregl- unnar í Talahassee hins vegar. Hlutaðeigandi lögreglu- lið tala um nauðsyn þess að skiptast á hugmyndum um forvarnir og löggæslustörfm. Báðir geti af hinum aðilanum lært og það sé af hinu góða. Steverson hef- ur verið í löggæslunni í aldarfjórðung og komið við sögu í flestum deildum lögreglunnar í Talahassee, sem er höfuðborg Flórída. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Steverson um eitt og annað tengt glæpum, lífs- reynslu og forvörnum. Morgunblaðið/Golli * Eg var til að mynda í sjö ár í köfunardeildinni. Það var' hrikalegur tími, enda snýst starfið að mestu um að hafa uppi á þýfi sem sökkt hefur verið í sæ annars vegar og hins vegar að leita að og færa upp á þurrt land lík, en hundruð manna drukkna í Flórída á hverju ári, bæði heimamenn og ferðamenn. Síðan var ég í víkingasveitum, morðdeild, um- ferðardeild, varðstjóri, lögreglu- stjóri, auk þess sem ég stjórnaði um tíma þeirri deild sem fer með lyga- mæla í yfirheyrslum. Þið eruð ekki með þess háttar deild hér á landi,“ segir Steverson. Gott samband... Hvað telja menn að bandarísk lög- regla geti af íslendingum lært? „Aldr- ei skyldi vanmeta það. Reykjavíkur- lögreglan er afar góð, það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því. Eitt sem sló mig strax var það góða samband sem íslenskir lögreglumenn ná við almenning. í Bandaríkjunum er slíkt erfiðara, þar er tortryggnin meiri. Þannig er mál vexti, að afbrot- um fer fjölgandi, ekki síst alvarlegum afbrotum eins og morðum. Ástandið fór eiginlega úr böndunum á síðasta áratug er „crack“-kókaín kom á markaðinn. Það er hrikalegt eiturlyf sem sviptir neytendur allri vitglóru og tekur af þeim völdin. Sjálfsagt verður eiturlyfjaneysla seint upprætt með öllu, en lykillinn að því að ná tökum á vandanum er að auka fræðslu. Við höfum verið að átta okkur á þessu í Bandaríkjunum á síðustu árum og breyta um starfs- hætti í samræmi við það. Á íslandi hef ég séð margt í þessum efnum sem ég tek með mér heim og sýni og set í skýrslu mína. Umferðarskól- inn er gott dæmi um gott starf sem vel mætti heimfæra inn á önnur svið þar sem fræðslu er þörf,“ segir Ste- verson. Hann er inntur nánar eftir tortiyggninni sem hann nefndi og hvort ekki sé svo gott sem vonlaust að uppræta ástandið á heimaslóðinni? „Tortryggnin? Ja, það nægir að benda á það viðhorf sem ég hef heyrt til bandarískra lögreglumanna meðal ungmenna hér á landi. Krakkar hér halda að við séum upp til hópa harð- jaxlar. Menn sem ganga um skjót- andi mann og annan. Eg hef spurt hvaðan fólkið hafí þessar skoðanir og svarið er bandarískar sjónvarps- og kvikmyndir! Þegar ég var að alast upp höfðu böm ekki sjónvarp og myndbönd til að hanga yfir klukku- stundum saman. Sannleikurinn er víðs fjarri þessari skoðun sem fólk hefur. í sannleika sagt þurfa banda- rískir lögreglumenn sjaldan eða aldr- ei að skjóta menn til bana. Vissulega koma fyrir tilvik þar sem sjálfsvöm er sjálfsögð og fyrir kemur að skipst, er á skotum í tengslum við vopnuð rán sem eru algeng. En að menn gangi um skjótandi menn til bana er víðs fjarri sannleikanum og leitt til þess að hugsa að Bandaríkjamenn geti sjálfum sér um kennt með gerð þessa afþreyingarefnis. - Hvort að það sé ógemingur að snúa taflinu við? Þegar stórt er spurt verður stundum fátt um svör. Það þýðir þó ekkert að gefast upp. Sjáðu til, ég á tvær dætur, 13 og 16 ára, og ég veit alltaf nákvæmlega hvar þær eru, hvað þær eru að gera og með hveijum þær eru. Eg þekki per- sónulega til margra fjölskyldna þar sem foreldrar vita ekkert um líðan eða hagi barna sinna. Bömin alast upp án þess að vita af ást foreldr- anna. í Bandaríkjunum er fjölskyldu- vígið að bresta. Það hriktir í stoðun- um og innviðirnir molna undan þung- anum. Það er erfítt að byggja upp slíkt þegar það er einu sinni brotið. En það verður að fræða fólk um gildi og samheldni fjölskyldna og hveiju slíkt fær áorkað. Ef það mætti auðn- ast myndi það koma í veg fyrir mörg afbrotin," segir Steverson. Á mörkum lífs og dauða... Reynsluheimur Steversons í lög- gæslunni er ríkur. Þar kennir margra grasa. Hann hefur upplifað að vera skotinn af stuttu færi og því má líkja við kraftaverk að hann skuli vera til frásagnar. Hann er fús að greina frá atvikinu. „Það var klukkan hálf ljögur að morgni árið 1975. Eg var í víkinga- sveit á þeim árum og sinnti útkalli að innbrot stæði yfír á læknastofu þar sem vitað var að mikið magn deyfilyfja væri innandyra. Það hafði verið svo heitt í veðri, að ég hafði klætt mig úr skotheldu vestinu hálf- tíma áður og gleymdi í asanum að fara aftur í það. Þegar að var kom- ið, stóð ég þjófinn að verki. Ég skip- aði honum að hreyfa sig ekki og þokaði mér nær honum í myrku húsa- sundi. Skyndilega dró hann fram stóra skammbyssu, hlaupvídd 357, og skaut mig í bijóstið af stuttu færi. í ljós kom að hann hafði notað sérstaka sprengikúlu. Ég féll í göt- una, en missti ekki meðvitund. Lét þó líta út sem dauður væri. Ég heyrði að hann gekk upp að mér og fann að hann setti byssuna upp að höfði mínu og spennti gikkinn. Hann ætl- aði greinilega að bæta um betur, en þá heyrðust sírenur í fjarska og hann forðaði sér á hlaupum. — Enn hélt ég meðvitund, en ég vissi að ég var að deyja. Blóðið vall út um sárið, munninn og nefíð. Ég heyrði sírenuvælið, en það var enn langt undan og þó ég vissi að bílarn- ir væru á leið til mín yrði tíminn á þrotum. Ég skreið því af stað og tókst að klöngrast inn í bílinn. Setti í gang og ók af stað. Ég hélt ekki haus og varð að hafa gluggann galop- inn og láta höfuðið liggja út um hann. Ég var að því leyti heppinn að þetta skyldi gerast svo snemma að morgni, að umferð var engin, en ég hefði ekki viljað mæta sjálfum mér í þetta sinn, bíllinn rásaði til og frá. Þetta var tíu mínútna akstur og á leiðinni munaði minnstu í tví- eða þrígang að ég keyrði á húsveggi. Þegar ég kom að sjúkrahúsinu sá ég að búið var að ræsa út sjúkrabíl og hann var að leggja af stað „að sækja mig“, hugsaði ég og ók í veg fyrir bílinn. Þeir þeyttu horn og æptu og veifuðu mér að færa mig, en er ég fór hvergi stökk einn þeirra út til að eiga við mig orðastað. Þá sá hann hvernig komið var, ég var drifínn inn í húsið og það varð mér enn til lífs, að lækn- irinn á vaktinni var gamalreyndur skurðlæknir úr Víetnamstríðinu. Hann hafði sem sagt mikla reynslu af þvi að kljást við vonlitlar aðgerðir við hrikaleg skilyrði. Ég var búinn að missa meðvitund er hér var kom- ið sögu, en vissi seinna, að aðgerðin var hafín áður en í skurðstofu var komið og ég var úrskurðaður tækni- lega látinn." Steverson kennir sér enn meins eftir árásina, er dofinn að hluta öðru megin og hann segir að það hafi verið erfítt að hefja störf á nýjan leik. „Það tók mig ár að jafna mig og ég var ákveðinn í að halda mínu striki. Láta þetta ekki slá mig út af Iaginu. Fyrst eftir að ég var kominn til starfa á ný var ég gífurlega taugaóstyrkur, ég mátti ekki heyra feilpúst í bfl án þess að stökkva í skjól. Þegar ég fór í skotfimisalinn bogaði svitinn af mér. Þetta fór einn- ig illa með eiginkonu mína. Þegar hún fékk tíðindin af slysinu í byijun var henni raunverulega sagt að ég væri á leið yfír um, enda ekki horfur á öðru. Lengi vel eftir að ég var byijaður að vinna á ný brá ævinlega fyrir ótta í augum hennar er við kvöddumst, rétt eins og hún teldi að ég ætti ekki afturkvæmt. Nú orðið hefur hún þó jafnað sig, en það tók mörg, mörg ár og enn er henni illa við að ræða um atvikið. Önnur dóttir mín vill verða lögregluþjónn er hún verður eldri og konan mín andmælir því ekki. Ég geri það ekki heldur, bömin verða að taka sínar ákvarðan- ir sjálf í þessum efnum.“ Hvað með ofbeldismanninn, höfðu menn hendur í hári hans? „Nei, hann slapp og þurfti aldrei að svara til saka fyrir skotárásina. Ég sá manninn ekki nógu vel til að geta svarið hver hann var þó ég hafí vitað það og félagar mínir sumir vissu hver þarna var á ferð. En það varð ekkert sannað." Hvernig tilfinning er það að lenda í svona nokkru og vita til að sá seki sleppi? „Ég fylltist reiði og sárindum. Þetta kollsteypti svo Iífí mínu. Ég hef oft leitt hugann að því hvers vegna ég dó ekki. Allt var á þann veg að ég átti ekki að eiga lífsvon. Svarið er sennilega að ég hafí lifað til þess að geta haldið áfram lög- gæslustörfum og verða faðir þá ófæddra dætra minna.“ Er þetta eina skiptið sem stutt hefur verið milli lífs og dauða hjá þér? „Það versta sem ég hef lent í að þessu undanskildu gerðist raunar áður. Ég hafði stöðvað ölvaðan öku- mann og var að ræða við hann í gegn um hliðarrúðuna. Þá kom aðvíf- andi annar drukkinn ökumaður, sem sá mig alls ekki, og mundi raunar ekki eftir neinu daginn eftir, og ók á mig. Það var annar lögreglubíll á eftir þeim drukkna, en samt var hann á lítilli ferð. Engu að síður kastaðist ég upp á vélarhlíf bflsins sem ég stóð við og endasentist síðan út í skurð. Það mörðust taugar í bakinu og fyrst eftir slysið hafði ég engan mátt í fótunum. Ég man að ég hugsaði með mér að þá væri það hjólastóllinn og ferillinn væri á enda. En sem betur fer voru meiðslin ekki eins alvarleg og útlit var fyrir í byijun og ég náði mér að fullu." Á slóð fjöldamorðingja Steverson hafði einnig hendur í hári óhugnanlegs fjöldamorðingja, en það tók hann 17 ár að fá endanlegan dómsúrskurð. „Það er til marks um hvað bandaríska dómskerfið er orðið umsetið af tæknilegum hlutum, að mér dugðu ekki sex útfærslur af játn- ingum mannsins. Ég átti játningar hans á myndbandi, segulbandi, á pappír, sex útgáfur, og á grundvelli þeirra fékk hann dauðadóm árið 1978. Árið 1991 hnekktu lögfræðing- ar hans hins vegar úrskurðinum á grundvelli nýrra laga um yfirheyrslur frá árinu 1981. Þær voru afturvirk- ar. Það er erfítt að greina frá þessu án þess að flækja málið svo að menn hætti að botna í hlutunum, en skömmu áður en ég yfirheyrði mann- inn vegna morðmáls, hafði hann ver- ið í yfirheyrslu hjá öðrum lögreglu- manni vegna innbrots. í því tilvikinu hafði hann óskað eftir lögfræðingi og geri menn það, mega lögreglu- menn alls ekki ræða við þá einir. Þegar ég yfirheyrði manninn óskaði hann ekki eftir lögfræðingi, ræddi fijálslega og yfirvegað um mann- drápin. En vegna þess að hann hafði áður óskað eftir lögfræðingi mátti ég heldur ekki ræða við hann án lög-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.