Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ mannsins og játningarnar voru þar með allar ógildar! Já, það er ekki öll vitleysan eins, og það var svo ekki fyrr en árið 1991 að réttað var aftur og í október í fyrra var maðurinn loks dæmdur til ævilangs fangelsis fyrir tvö morð. Morðin voru óhugnanleg, hann nauðgaði og myrti 12 ára stúlku og móður hennar að tveimur börnum viðstöddum, þau voru á þriðja og fjórða aldursári. Hann viðurkenndi upprunalega allt að 10 til 12 svipuð morð víða um Bandaríkin og fjöl- margar nauðganir. — Maður þessi valdi sér fórn- arlömb af kostgæfni, fylgdist með þeim jafnvel dögum saman. I fram- komu var hann ljúfur og yfírvegað- ur. Ekkert nema kurteisin og al- mennilegheitin. Þegar morðingjar eru annars vegar geislar oftast af þeim hatrið og menn skynja að viðkom- andi er ekki í jafnvægi. Þessi var af öðru sauðahúsi og það gerði hann enn hættulegri. Hann lét gjarnan eins og bíllinn hefði bilað fyrir utan hús fómarlamba, bankaði upp á og bað um að mega hringja til móður sinnar. Að nefna mömmu vann á tortryggni- múrunum og síðan sló hann viljandi of margar tölur á símann og lét heyr- ast að línan væri á tali. Þá sníkti hann gjaman vatnsglas og var þá að athuga hvort ekki væri ömggt að fleiri væm ekki í húsinu. Þegar hann hafði gengið úr skugga um það með þessum lymskulega hætti, lét hann til skarar skríða og nauðgaði fómarlömbum sínum. Hann var ævinlega með stóran veiðihníf sem hann ógnaði fólkinu með og í verstu tilvikum notaði hann hnífinn, risti fólkið upp. Það má kannski heita með ólíkindum að maður þessi skuli dæmast sakhæfur, en tveir virtir læknar athuguðu hann og komust að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki geðveikur. Það var kannski eins gott, því ef hann hefði verið dæmdur til hælisvistar hefði sá möguleiki allt- af verið fyrir hendi að hann yrði úr- skurðaður heilbrigður og sleppt. Það má ekki gerast, því hann segir sjálf- ur að hann muni drepa aftur, fái hann til þess tækifæri. Því trúi ég vel, hann segist vera haldinn ilium anda og það sé andinn sem drepi, ekki hann sjálfur. Það hlýtur að taka á taugamar og draga úr baráttuþreki löggæslu- manna að standa í svona stappi? „Auðvitað getur þetta tekið á, ég hef verið i endalausum handtökum, t.d. í fíkniefnaheiminum. Það er ekki fyrr búið að uppræta einn sölumann, þá er sá næsti kominn. Þetta flæðir yfir allt. En það þýðir ekki að leggja ára í bát. Öryggistilfinning En hvemig skyldi Ron Steverson lítast á ástandið hér á landi? „Fyrst vildi ég svara því til, að ég hef skoðað þessa fallegu borg ykkar, bæði á nóttu og degi, og mér líður vel í Reykjavík. Ekki er hægt að segja jíað sama á mínum heimaslóð- um. Astandið í miðbænum gæti að vísu orðið viðkvæmt eftir að skemmtistaðimir loka. Þá hef ég fylgst nokkuð með fíkniefnadeildinni héma og séð að ástandið hjá ykkur er nokkuð skaplegt. Ef íslendingum tekst að koma í veg fyrir aukningu á eiturlyfjaneyslu úr því sem komið er, þá em þeir í góðum málum. Neysla verður seint eða aldrei uppr- ætt, en ástandið á íslandi er þess eðlis að það er ekki komið úr böndun- um,“ segir Steverson. Og hann heldur áfram: „Ég vildi einnig að það kæmi fram, að ég hef hrifíst verulega af landi og þjóð. ís- land er sannarlega stórkostlegt land, fólkið yndislegt og náttúran óviðjafn- anleg. Ég hef reynt að fara svolítið út á land þótt dagskráin mín leyfí ekki mikið slíkt. Eg finn fyrir svo miklum innri friði þegar ég er í ís- lenskri sveit að ég hef ekki kynnst öðru eins. Við eiginkonan mín erum bæði af skosku og írsku bergi brotin og þótt við höfum ekki komið til þeirra landa, velti ég því fyrir mér að einhvers staðar djúpt innra með mér fínni ég til skyldleikans. Það er freistandi að ætla það. Fjölskyldan mín vildi koma með mér til íslands, en það var okkur fjárhagslega ofviða í þetta sinn. Á næstu ámm munuin við þó vitja uppmna okkar í Skot- landi og Irlandi og þá kemur ekki annað til greina en að koma við á íslandi í tvo til þrjá daga. HÖRÐUR TORFA haustlitir & hugsandi fólk átónleikum í Borgarleikhúsinu föstudaginn 2. september kl.21.00, stundvíslega. Umboösskrifstofan RITA, sfmi & fax 686656, símboði 984-61324. SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 15 SIEMENS ZD Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: LU Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörðun fy' Guðni Hallgrímsson Stykkishólmun Skipavík Asubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Torgií Akureyri: Ljósgjafim Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda HF 26020 • 900 W - 23 I Kr. 28.405 stgr. ^5 stgr. Críptu tækifæríð - takmarkað magn! HF 26520 • 900 W - 23 • Með grilli Kr. 37.90! SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 VUjir þú endingu og gæði - ÁTAK í FITUBRENNSLU 8 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakíló. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Einfaldar og árangurs- ríkar æfingar. Athugið !!! Námskeiðið hefst ð.sept. Skráning og nánari upplýsingar í síma 65 22 12 HRFSS IÍKAMSRÆKT OG LJÓS BÆJARHRAUNI 4/VIÐ KEFLAVlKURVEGINN/SlMI 65 22 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.