Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 20

Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 20
20 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN OG HÁSKÓLABÍÓ sýna nú kvikmyndina True Lies með Arnold Schwartzenegger og Jamie Lee Curtis í aðalhlutverkum. Leikstjóri er James Cameron. Arftaki Bond Upphafsárunum í Banda- ríkjunum varði Arnold í við- skipta- og markaðsfræðinám við háskólann í Wisconsin og hann hefur nýtt sér þá menntun með góðum árangri og ávaxtað sitt pund ríku- lega í fasteignaviðskiptum og með fjárfestingum og þátttöku í skemmtanaiðnað- inum. Ásamt Bruce Willis og Sylvester Stallone á hann veitingahúskeðjuna Planet Hollywood sem um þessar mundir er að opna nýtt útibú í París. Hann og eiginkona hans, Maria Shriver, systurdóttir John F. Kennedy eiga þrjú börn og þótt Arnold sé orð- inn bandarískur ríkisborgari gleymir hann ekki rótum sín- um í Ölpunum og er sagður hjala við börnin sín á þýsku og syngja fyrir þau vöggu- vísur á móðurmáli sínu, lönd- um sínum til óblandinnar ánægju og gleði. í hjónabands- erfiðleikum HARRY Tasker (Arnold Schwartzenegger) lifir tvöföldu lífí. Konan hans, Helen (Jamie Lee Curtis) veit ekki sem er að Harry hennar er alþjóðlegur njósnari fyrir leynilegustu leyni- þjónustu í heimi, Omega Sector. Hann talar sex tungumál, er með háskólapróf í kjarneðlisfræði og í huga kjarnorkuv- æddra hryðjuverkamanna og annars alþjóðlegs glæpalýðs er hann ógnvaldur númer 1. Hann er svo góður í faginu að Helen, sem hann er búinn að vera giftur í 15 ár, heldur að hann sé sölumannsblók hjá tölvufyrirtæki, og þegar hún á erfitt með svefn biður hún Harry að segja sér hvemig hafi verið í vinnunni, sem hann er alltaf með hugann við. Þá minnist Harry ekki á að hann hafi drepið tvo hryðjuverka- menn fyrir hádegi og einn eftir kaffi heldur spinnur upp lygasögu um sölu á viðskiptahugbúnaði sem svæfir frúna á svipstundu. Af því að Harry er svo annars hugar og óspenn- andi er Helen orðinn leið á honum og þrá'r spennu, ævintýri og tilbreytingu. Þess vegna fellur hún kylliflöt fyrir flagara sem gefur sig út fyrir að vera hjálparþurfí njósnari í stöð- ugri lífshættu. Þá er hjónabandið í uppnámi og Harry í vanda en af því að hann er svo lélegur í mannlegum samskiptum en svo góður í ráðabruggi og njósnum þá bregst hann við á þann eina hátt sem hann kann og notar sína sérstöku hæfi- leika til þess að bjarga hjónabandinu áður en hann fer aftur í vinnuna og snýr sér að því að bjarga heiminum frá glötun. Eftir að True Lies var frumsýnd fyrr í sumar hefur Harry Tasker iðulega verið líkt við James Bond og ekki að ástæðulausu. Skyld- leikinn er undirstrikaður í upphafsatriði myndarinnar þar sem Amold kemur úr kafí að baki víglínu óvin- anna, í smóking undir blaut- búningnum, alveg eins og Sean Connery í Goldfinger. Því miður fyrir 007 er þó vandséð að Cubby Broccoli og félagar, sem nú eru að fara af stað með nýja James Bond mynd með Pierce Brosnan í aðalhlutverki, eiga möguleika í samkeppninni við Amold og James Camer- on og nýjustu afurð þeirra. True Lies er uppfull af ótrúlegum áhættuatriðum, eltingaleikjum á Harrier-þot- um og hestbaki, tæknibrell- um, spennu og húmor og blandan féll áhorfendum á forsýningu myndarinnar í Reykjavík nýlega svo vel í geð að troðfullur salur af fullorðnu og hálffullorðnu fólki hegðaði sér eins og krakkar á Roy Rogers mynd fyrir 20-30 árum. Myndin sem kostaði 120 milljónir dollara (8,5 millj- arða) í framleiðslu borgaði sig upp á nokkram vikum í Bandaríkjunum og með að- stoð vinar síns James Camer- on hefur Amoid Schwartzen- egger þannig tekist að end- urreisa orðspor sitt, sem lét mikið á sjá með myndinni um Síðustu hasarhetjuna sem hlaut svo dræmar undir- tektir í fyrra að margir létu óskhyggjuna teyma sig í ógöngur og lýstu því yfir að Amold væri búinn að vera. True Lies er í raun og veru enn ein Hollywood- myndin sem er endurgerð evrópskrar kvikmyndar, al- veg eins og Sommersby, Int- ersection, Assassin og fleiri og fleiri. Fyrirmyndin hét La Totale og var gerð í Frakk- landi árið 1991. Arnold sá hana: „Mér fannst myndin góð og sagan gæfí mikla möguleika á að gera úr henni stórmynd, gamansama og rómantíska hasarmynd. Mér datt í hug að Jim Cameron hefði áhuga á hugmyndinni og hann féll fyrir henni,“ segir Arnold og það er ekki skrýtið að honum hafi dottið Cameron í hug því saman gerðu þeir mynd- irnar Terminator og Termin- ator 2: Judgement Day, sem hlutu frábærar viðtökur áhorfenda jafnt og gagnrýn- enda. „Við Jim höfðum oft rætt um að gera einhvem tímann saman mynd sem væri eitthvað meira en has- armynd. Sú mynd er True Lies, hún er eitthvað aiveg nýtt,“ segir Arnold. Þannig að James Cameron settist niður og skrifaði sjálfur handritið að True Lies eins og að öðrum myndum sínum og segist ekki hafa notað La Totale nema til að gefa sér innblástur. Þess végna er hann einn kallaður höfundur handrits. Cameron hefur orð á sér fyrr að vera allra leik- stjóra eyðslusamastur en jafnframt er talið næsta víst að hann bregðist ekki fjár- festum sínum og skili þeim miklum arði og sú staðreynd hefur gert hann nánast sjálf- stæðan í Hoilywood, fjár- málamenn keppast um að fá að koma nærri þeim myndum sem hann vinnur að, ekki síst þegar Schwartzeiiegger er í aðalhlutverki. True Lies er sjötta mynd James Cameron. Að þeirri fyrstu undanskilinni, Pir- hana2, hafa allar fengið góða dóma og skilað miklum arði. Viðskiptafræðingnr og vöðvafjall ÞEGAR Amold Schwartz- enegger var 17 ára gamall vaxtarræktarkappi heima í Granz í Austurríki spurði umboðsmaður at- vinnuvaxtarræktarmanna hann hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór. „Ég ætla að búa í Bandaríkjun- um, leika í kvikmyndum, eignast blokk og verða kvik- myndaframleiðandi," svar- aði strákurinn. I dag er Am- old orðinn bandarískur ríkis- borgari, fær 15 milljónir dala (rúman milljarð) fyrir að leika í hverri kvikmynd, á fasteignir og hlutabréf fyrir milljarða, er giftur inn í Kennedy-fjölskylduna og ræður því sem hann vill ráða í Hollywood. Repúblíkanar eru meira að segja farnir að bera í hann víurnar að gefa kost á sér til ríkisstjórakjörs í Kaliforníu. Arnold er út- lærður viðskiptafræðingur, markaðssetning er hans fag og hann sýnir fólki það sem það vill sjá. Arnold Schwartzenegger fæddist í Graz í Austurríki fyrir 46 árum, fór ungur að stunda vaxtarrækt og náði frábæram árangri enda játar hann sjálfur fúslega að hafa tekið stera kvölds og morgna en segir að það hafí ekki haft nein áhrif því allir hinir hafí gert það sama. Tvítugur að aldri varð hann Herra alheimur í fyrsta skipti og á áralöngum keppnisferli í vaxtarrækt vann hann alls 13 alþjóðlega titla, fleiri en nokkur vaxt- arræktarmaður í sögunni. Á hátindi þess ferils fluttist hann til Bandaríkjanna og 1975 kom hann fram í vaxt- arræktarmyndinni Pumping Iron, sem opnaði honum leið í sjónvarp. Ifyrsta kvikmyndahlut- verkið lét ekki bíða eftir sér og þrátt fyrir að margir eigi erfitt með að skilja velgengni Arnolds, sem sé ekki beinlín- is óskabarn leiklistargyðj- unnar, segja margir að Árn- old hafi svo mikla og óvenju- lega persónutöfra að varla hafí nokkru sinni leikið vafí á að hans biði bæði frægð og frami. Fyrsta myndin sem Arnold lék í var mynd eftir Bob Rafelson, Stay Hungry, þar sem Jeff Bridges og Sally Field voru í aðalhlut- verkum. Fyrir þátt sinn í henni hlaut hann Golden Globe verðlaun sem besti nýliðinn í kvikmyndum. Síðan hefur ferillinn verið samfelld sigurganga. Mynd- irnar tvær um Conan the Barbarian festu hann í sessi og stækkuðu aðdáendahóp- inn og liann hélt áfram að stækka eftir fyrri Termin- ator-myndina (1984), Com- mando, Raw Deal, Predator og Red Heat. The Running Man markaði hins vegar ákveðin tímamót. Ásamt gamanmyndunum Twins og Kindergarten Cop, og spenn- utryllunum Total Recall og nú síðast Terminator 2, varð hún til þess að gera Arnold Schwartzenegger að eftir- sóttustu kvikmyndastjörnu heimsins nú um stundir, stjörnu sem drepur illmenni í tugatali milli þess sem hún gerir grín að öðrum en þó ekki síst sjálfri sér. HARRY er hins vegar mesti njósnari í heimi og milli þess sem hann stendur utan á þyrlum dansar hann tangó við hættulega andstæðinga sína. í eigin æviágripi Camer- ons er hvergi minnst á Pir- hana2, heldur er upphaf leik- stjóraferilsins talið markast af Terminator árið 1984 og kannski ekki skrýtið. Næst var stórgróðamyndin Aliens (framhaldið af Alien), þá The Ábyss, sem fyrr var getið, og þá Terminator 2. Síðast- nefndu myndirnar þtjár hafa allar veyið tilnefndar til og hlotið Óskarsverðlaun fyrir ýmsar tæknibrellur enda er sá geiri ær og kýr Camer- ons, sem lærði eðlisfræði í háskóla og hóf kvikmynda- feril sinn sem tæknibrellu- maður hjá b-myndakóngin- um Roger Corman. Cameron á sjálfur mikinn þátt í þeirri hröðu tækniþró- un sem orðið hefur í sjón- hverfingum kvikmyndanna þann áratug sem hann hefur starfað sem leikstjóri og á ásamt bróður sínum 5 skrá- sett einkaleyfi á ýmsum tæknilegum útfærslum í kvikmyndagerð. Að tæknib- rellunum frátöldum hefur Cameron jafnan verið hælt einna mest af gagnrýnend- um fyrir það að í myndum hans séu kvenhetjurnar yfírleitt heilsteyptar og sjálfstæðar en ekki bara hjálparlausar blondín- ur. Gagnrýnendur eru hins vegar ekki jafn einróma um hlutverk Jamie Lee Curtis (sem þekkt er úr A Fish Called Wanda, Blue Steel, Forever Young og My Girl) í Trae Lies. Sumum þykir lítið í hana spunnið og telja að í því atriði myndarinn- ar þar sem Harry beitir konu sína aðferðum atvinnugrein- ar sinnar til þess að komast að hvort hún haldi fra hjá honum megi greina megna kvenfyrirlitningu. Þetta er þó ekki einróma álit og í New York Times er fjallað um hlutverk Jamie Lee sem enn eitt bitastætt kvenhlutverk sem James Cameron hafi skapað og far- ið lofsamlegum orðum um leik Jamie Lee Curtis eins og flesta aðra þætti myndarinnar. Auk Schwarzen- eggers og Jamie Lee Curtis éra í helstu hlutverkum Trae Lies þau Bill Paxton (Tombstone, One False Move), gamall vinur Camerons og samstarfsmað- ur úr Aliens og Terminator, sem leikur „spæjarann“ sem táldregur Helen, Tia Carrere (Wayne’s World, Rising Sun) og Art Malik (A Passage to India, City of Joy, The Living Daylights) leika skúrkana og Tom Arnold, eiginmaður Roseanne Barr, leikur félaga Harry Taskers stendur sig eftir- minni- leg. HELEN Tasker heldur að Harry hennar sé óspenn- andi tölvusölu- maður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.