Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994
MININIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
EINAR EINARSSON
frá Urriðafossi,
Hraunbæ 15,
Reykjavik,
andaðist á heimili sínu þann 26. ágúst.
Halldóra Jónsdóttir
og börn.
Faðir okkar og tengdafaðir,
EIRÍKUR KRISTÓFERSSON
fyrrverandi skipherra,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 30. ágúst
kl. 15.00.
Bergljót Eiriksdóttir, Jakobina S. Sigurðardóttir,
Eiríkur Eiriksson, Sigríður Aðalsteinsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og tengdasonur,
SIGURÐUR ÖRN HJÁLMTÝSSON,
Fannafold 10,
Reykjavík,
sem lést í Landspítalanum 20. ágúst
sl., verður jarðsunginn frá Garðakirkju
miðvikudaginn 31. ágúst kl. 14.00.
Erna Árnadóttir Mathiesen,
Árni Matthías Sigurðsson, Eygló Hauksdóttir,
Valgerður Sigurðardóttir, Friðbjörn Björnsson,
Hjálmtýr Sigurðsson, Helga G. Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lárus Bjarnason,
Svava E. Mathiesen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VILBOGI MAGNÚSSON,
sem lést 21. ágúst sl., verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
30. ágúst nk. kl. 15.00.
Rósa Viggósdóttir,
Viggó Vilbogason, Sesselja Gfsladóttir,
María Vilbogadóttir, Einar Kr. Friðriksson,
Jóhann Vilbogason, Þórdís Gunnarsdóttir,
Guðlaug Vilbogadóttir
og barnabörn.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAFSTEINN HJARTARSON
fyrrverandi lögregluþjónn,
Stóragerði 10,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst
kl. 13.30.
Jórunn S. Sveinbjörnsdóttir,
Tómas Hafsteinsson, Ewa María Grobelny
Hilda Hafsteinsdóttir,
Hjördís Hafsteinsdóttir, Magnús Ágústsson,
Sigurlaug Hrafnkelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN GUNNLAUGSSON,
Víðilundi 13,
Akureyri,
sem lést laugardaginn 20. ágúst, verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Akur-
eyrar. Upplýsingar á sölustöðum minningarkorta Krabbameins-
félags Akureyrar.
Guðrún Jónsdóttir,
Jón Trausti Guðjónsson, Þórdís Guðmundsdóttir,
Gunnsteinn Guðjónsson,
Anna Guðjónsdóttir, Jón Gísli Grétarsson,
Jóhann Guðjónsson,
Magnús Guðjónsson, Ragnheiður Sigurgeirsdóttir,
Ingvar Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
GERÐUR BERGS-
DÓTTIR GÍSLASON
+ Gerður Bergs-
dóttir Gíslason
fæddist 21. apríl
1943 í Reykjavík.
Hún andaðist í
Landspítalanum að
kvöldi fimmtudags-
ins 18. ágúst 1994.
Foreldrar Gerðar
eru þau Ingibjörg
Gíslason og Bergur
G. Gislason. Gerður
átti fjórar systur,
Þóru, Ragnheiði,
Bergljótu og Ásu.
Gerður ólst upp í
foreldrahúsum á
Laufásvegi 64 í Reykjavík. Að
loknu hefðbundnu námi hér
heima stundaði hún nám i Eng-
landi og Sviss. Að því loknu
starfaði hún við skrifstofustörf,
fyrst hjá Slippfélaginu og síðan
hjá Útvegsbankanum. Hinn 17.
september 1966 giftist Gerður
Gísla Gestssyni og eignuðust
þau tvö börn, Ragnheiði árið
1969 og Berg árið 1970. Þau
hjónin stofnuðu tvö fyrirtæki,
Víðsjá kvikmyndagerð árið 1968
og Ljósmyndavörur hf. árið
1974, og starfaði Gerður sem
skrifstofusljóri beggja fyrir-
tækjanna til dauðadags. Utför
Gerðar fer fram frá Dómkirkj-
unni mánudaginn 29. ágúst,.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Orð verða harla fátækleg nú, þeg-
ar við kveðjum ástkæra systur okk-
ar.
Við minnumst með söknuði sam-
verustundanna á heimili foreldra
okkar sem voru okkur svo dýrmæt-
ar, og síðar á heimili hennar og Gísla.
Að hún sé farin frá okkur er erfitt
að sætta sig við og mun ininning
hennar lifa með okkur.
Við biðjum Guð að styðja og
styrkja foreldra okkar, Gísla, Ragn-
heiði og Berg á þessari stundu.
Þóra, Heiða,
Bergljót, Ása.
Erfitt er að trúa því að hún Gegga
frænka mín sé farin frá okkur. Eft-
ir situr mikill tómleiki og söknuður.
Mamma mín og Gegga voru ekki
bara systur heldur allra bestu vin-
konur, því var mikill samgangur á
milli. Alltaf var jafn gott að koma
til hennar. Hún var engum lík, góð
og einlæg, mjög hreinskilin og gjaf-
mild og þrátt fyrir mikla vinnu var
hún besta mamma í heimi. Lærði
ég mikið að mannkostum hennar og
mun minningin um Geggu lifa með
mér um aldur og ævi.
Elsku Gísli, Ragga,
Beggi, amma og afi,
ég bið góðan Guð að
styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Blessuð sé minning
þín, kæra frænka.
Þórunn Lára.
Gerður Bergsdóttir,
mín kæra vinkvona alla
tíð frá því í æsku, lést
um miðjan ágúst eftir
afar erfitt veikinda-
stríð. Þvílík hetja hún
var verður ógleyman-
legt öllum sem hana
umgengust. Dugnaður og ósérhlífni
voru hennar aðalsmerki og það er
því ekki í hennar anda að tína til
afrekin. En því meir sem sjúkdómur-
inn reyndi á hana því sterkari varð
hún allt til síðustu stundar.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
Miðbæjarbamaskóla, þá sjö ára,
ásamt tvíburasystur hennar Berg-
ljótu eða Geggu og Bessu eins og
þær voru alltaf kallaðar. Við vomm
saman öllum stundum, ýmist tvær
eða þijár. Mér er afar kær minningin
um telpnaár okkar, þau einkenndust
af alls konar leikjum og uppátækjum.
Við héldum áfram vinskap til hinstu
stundar, en á lífsleiðinni bættust við
makar og börn, sem öll urðu traustir
og góðir vinir. Með sínum manni og
besta vini, Gísla Gestssyni, var hún
ölium stundum, bæði í starfi og leik,
en starfið við fyrirtækið tók mestallan
tíma þeirra, enda fjölskyldan afar
samstæð og traust. Bömin vom
hennar stolt og yndi.
Síðustu vikumar reyndi mikið á
fjölskylduna, en Gerður létti þeim
þennan tíma eins og hægt var. Fyrir
örfáum vikum fór hún sárþjáð með
Gísla til Skotlands, til þess að vera
við útskrift dóttur þeirra úr háskóla.
Ekki er langt síðan hún fýlgdi
tengdaföður sínum til grafar, sem
eflaust reyndist henni afar erfitt.
Við áttum saman margar ánægju-
stundir og hún var æðrulaus þegar
á móti blés. Mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til ykkar allra, elsku
Gísli, Ragga, Beggi, foreldrar og
systur, ég veit að minningin um
hana leiðir ykkur áfram veginn.
Hekla Smith.
Inni í sólskinslandi bernskunnar
sé ég fyrir mér stúlknahóp sem var
mér mjög að skapi. Þessum ungu
meyjum, sem bjuggu með foreldrum
sínum á svæðinu kringum Smára-
götu og Laufásveg, fylgdi afar nota-
legt hispursleysi og hressileiki í tali
og framgöngu. Ein í þessum hópi
fríðra meyja var Gerður og fylgdi
henni í mínum huga ávallt andblær
bemskuslóðanna, einhver skemmti-
legheit sem erfitt er að skilgreina
og henda reiður á, skemmtileg nær-
vera og beinskeyttur talsmáti, sem
gerði allar samræður skemmtilegar
Framleiöum legsteina á hagstæðu verði
Opið
laugardaga
9-13.
Lokað
Vegna útfarar
GERÐAR BERGSDÓTTUR GÍSLASON,
skrifstofustjóra, verða skrifstofur okkar lokaðar
mánudaginn 29. ágúst.
Verslun í Skipholti 31 verður lokuð milli kl. 12.30
og 16.00. ,.. ... ..
Ljosmyndavorur hf.,
Skipholti31.
og gaf þeim tilgang.
Þó að leiðir okkar Gerðar lægju
mestan part ævi hennar um ólíkar
slóðir var hún þeirrar gerðar að mér
reyndist auðvelt að bera til hennar
vinar- og þakklætishug alla tið og
þá sérstaklega í gegnum einn
ánægjulegasta þátt lífs míns þegar
við Gísli Gestsson, kvikmyndagerð-
armaður, eiginmaður Gerðar, áttum
frumkvæði að og unnum að kvik-
myndagerð til framgangs skógrækt-
armálinu í landinu.
Upptendraðir af áhuga réðumst
við í það fráleita verkefni að gera
tíu sjónvarpsmyndir málstað skóg-
ræktar til stuðnings. Það var komið
fram í september 1989 þegar Sjón-
varpið gaf grænt ljós á að sýna slíka
þætti. Næstu 5-6 vikur æddum við
nótt sem nýtan dag um landið að
taka myndir í hveiju nýtilegu veðri,
studdir af Gerði sem ein varð að
axla byrðarnar á meðan í fyrirtæki
þeirra hjóna, Ljósmyndavörum.
Aldrei gerði hún athugasemd nema
með jákvæðum formerkjum þegar
við vorum endalaust að vinna við
frágang myndanna allan veturinn í
tíma, sem Gísli hefði þurft að nýta
við mikil umsvif hjá fyrirtækinu og
lentu með auknum þunga á hennar
herðum í staðinn. Aldrei fann ég til
þess að séð væri eftir þeim fjármun-
um sem varið var til myndanna en
allur útlagður kostnaður vegna
þeirra var tekinn úr sjóðum, sem
Gerður og Gísli höfðu aflað í samein-
ingu.
Þó að málið sé mér skylt vil ég
leyfa mér að fullyrða, að fáir hafa
sýnt málefnum skógræktar afdrifa-
ríkari stuðning en Gísli og Gerður
með þessum myndum. Við Gísli nut-
um ávaxtanna af vel heppnuðu
starfí, aðallega í gleði sem góðu
verki er samfara. Ég hygg að Gerð-
ur hafi fyrst og fremst þegið sín
laun í þeirri vissu að láta gott af sér
leiða en þó kannski ekki síst til að
styðja við Gísla sinn sem átti sér
sterkari bakhjarl en flestir eigin-
menn fá að njóta enda fann ég það
oft og heyrði að hann taldi sig ein-
stakan gæfumann í hjónabandi sínu
og fjölskyldulífi. í Gerði átti hann
ekki einasta kærleiksríka, glæsilega
eiginkonu og nánastan samstarfs-
mann, heldur einnig sinn besta vin
sem alltaf gaf honum allt það svig-
rúm sem hann þarfnaðist og efaðist
ekki um ágæti þess sem hann tók
sér fýrir hendur.
Mikill harmur er nú kveðinn að
vinum mínum Gísla, Bergi og Ragn-
heiði, harmur sem fátt getur sefað
nema minningar um góða og ham-
ingjusama konu.
Valdimar Jóhannesson.
Er ég hugsa til Gerðar Bergsdótt-
ur er mér efst í huga þakklæti, þakk-
læti fyrir að hafa átt svo heil-
steypta, góða og trygga manneskju
að vinkonu.
Hún var alltaf reiðubúin til að
hlusta, hjálpa og gefa af sjálfri sér,
og minnist ég hennar með virðingu
og sárum söknuði.
Ég og fjölskylda mín vottum
Gísla, börnunum og aðstandendum
Gerðar innilega samúð okkar.
Hanna.
Hún Gegga móðursystir okkar er
dáin. Það kom okkur í opna skjöldu
þegar hún greindist með illkynja
sjúkdóm.
Hún var svo ákveðin í að ná full-
um bata og lét engan bilbug á sér
fínna, því hún ætlaði sér að gera svo
margt. Þetta þótti okkur systrum
svo lýsandi fyrir það hvernig hún
Gegga frænka var. En þá var hún
svo skyndilega hrifsuð á brott.
Við munum ávallt minnast hennar
með miklum söknuði.
Að loku'm eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr.)
Elsku Gísli, Ragga, Beggi, afi og
amma, við vottum ykkur innilegustu
samúð á þessari erfiðu stundu.
Ingibjörg og Kristín Sandholt.