Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk Ef ég eignast einhvern tímann hund, það er sagt að skoskir fjárhundar Ef þér er sama hvort einhver sé allt- er ég ekki viss um hvaða tegund ég séu góðir... af að stara á þig ... . myndi fá mér . .. BREF TII. BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími691100 # Símbréf 691329 Til Hrefnu Harðardóttur framkvæmdast j óra Sum- artónleika á Norðurlandi Frá Ragnari Björnssyni: ÉG ÞAKKA bréf þitt, skrifað til Morgunblaðsins hinn 16. júlí sl., varðandi þekkingarleysi mitt á tón- leikahaldi í kirkjum norðan heiðar. í tónlistargagnrýni um orgeltón- leika í Hallgrímskirkju sagði ég að kirkjur vitt og breitt um landið mættu fylgja fordæmi Hallgríms- kirkju um tónleikahald og að Dóm- kirkjan mætti gjarnan ríða á vaðið. Þú segir í bréfi þínu að ég viti ekki að slíkt tónleikahald eigi sér stað í eftirtöldum kirkjum norðanlands, og þú nefnir Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð, Þóroddstað í Köldukinn, Lundarbrekku í Bárðardal, Húsa- vík, Reykjahlíð, Raufarhöfn, Sval- barða og Hólakirkju, auk Skálholts- kirkju og Selfosskirkju sunnan heiða. Eins og þú getur þér til í bréfi þínu virðist þurfa stöðugar endurtekningar og áminningar um það sem í gangi er, svo eftir sé tekið og þá er hin jákvæðasta list ekki undanskilin því lögmáli, við það verðum við víst að sætta okk- ur. Ætlun mín var þó ekki að aug- lýsa, á svo óvenjulegan máta, tón- leikahald í fýrmefndum kirkjum. Kannske var ein ástæðan að ég nefndi þessar „skyldur“ kirknanna að ég sjálfur var nýkominn úr tón- leikaferð um Sviss og Þýskaland þar sem fyrirfram ákveðin greiðsla kom fyrir hverja tónleika, auk uppi- halds tvo sólarhringa á hveijum stað. Á tónleikum þessum lék ég svo til eingöngu íslenskar orgel- smíðar og er ánægjulegt að geta sagt frá að þessum íslensku verkum var sérlega vel tekið. Aðstandendur Selfosskirkju bið ég afsökunar á að nefna ekki september-tónleika kirkjunnar, en þar fær flytjandinn beinar greiðslur fyrir framlag sitt. Á sumartónleikum í Skálholti var sá háttur lengi vel á hafður að flytj- endum var boðin nokkurra daga vist í sumarbúðum á staðnum, og engar beinar greiðslur komu til. Nú mun orðin á einhver breyting, að vissu marki þó, að mér skilst. Ef þetta fyrirkomulag — beinar greiðslur — til tónlistarflytjenda er komið á í Akureyrarkirkju, Húsa- vík, Ólafsfirði, Þóroddstað o.s.frv. þá gleður það mig vitanlega mjög og um fleiri kirkjur veit ég á Norð- urlandi með orgel innanborðs, sem þjónað gætu slíku tónleikahaldi. Þetta eru semsagt ánægjulegar fréttir og er liður í skilningi á ljkam- legum þörfum listamannsins. I Lúk- asi, að mig minnir, stendur „verður er verkamaður launa sinna“ og ættu nú enn fleiri kirkjur að taka það ritningarorð inn í ræður sínar, nema að upp komi sú snjalla hug- mynd að ekki hafi verið átt við tón- listarmenn þegar þetta var ritað. Ég vil svo þakka þér, Hrefna, fyrir tilskrifið og óska okkur báðum til hamingju með þessar beinu greiðsl- ur kirknanna og héðan í frá ættu fleiri um að vita. Kirkjur á íslandi hafa ævinlega staðið opnar fyrir þá sem koma vilja og flytja tónlist, á eigin ábyrgð fjárhagslega, en vit- anlega var það spennandi fyrir- komulag ekki í mínum huga þegar ég lagði til að kirkjur, vítt og breitt um landið, fylgdu dæmi Hallgríms- kirkju. Með gleðibrag, RAGNAR BJÖRNSSON. Hvað dreymdi þig í nótt? \Frá Gunnari Grímssyni: ÉG ER einn af þeim örfáu sem eru sannfærðir um að dr. Helgi Pjéturss hafði á réttu að standa varðandi drauma, að þá erum við í sálufélagi við einhveija mann- veru einhvers staðar í geimnum. Ástæðan til að ég tek svo sterkt til orða er sú að ég hefi sannreynt þetta á sjálfum mér. Ég hefi enga ástæðu til að ætla að ég sé að þessu leyti einhver undantekning og öðruvísi af Guði gerður en aðr- ir menn. Þó skal ég viðurkenna að vel má vera að fólk hafí að einhverju leyti mismunandi getu (hvað á ég að kalla það?) til að finna þetta. Mér er það eiginlegt þegar ég er að festa svefn að fínna bókstaf- lega fyrir tengingunni hvernig hún fer fram. Það er erfitt að lýsa þessu, en það er eins og eitthvert útstreymi frá mér eða þreifari leiti fyrir sér um fjarlægðir sem ég geri mér ekki grein fyrir hvað eru miklar, og allt í einu er hann kom- inn í samband við heila annars og farinn að hugsa hans hugsanir. Ef eitthvað kemur fyrir sem veldur því að ég festi ekki svefn rofnar sambandið leiftursnöggt og ég vakna. Þetta er aðeins lítið dæmi sem vísar mér leið og má vera að það sé ekki almennt. Athygli á draum- lífinu áfram í þessum dúr er svo afgerandi að í mínum huga er ekki snefill af efa hjá mér að dr. Helgi var á réttri leið. Af þessu má svo að sjálfsögðu draga mis- munandi ályktanir og ágiskanir, sem ég skal ekki dæma um. Mikið lifandis ósköp skammast ég mín mikið fyrir hönd ýmissa íslenskra draumspekinga sem ætla að lýsa draumlífinu fræðilega og byija á að rekja skoðanir Jungs en ýja ekki einu orði að dr. Helga af fáfræði og hræðslu við að verða kallaðir bilaðir á geði. Þetta átti að vera örstuttur pist- ill og er það enn. Ég vil aðeins bæta við áskorun til manna sem vilja hafa það sem sannara reyn- ist, að leggja sig fram um að fylgj- ast með eigin draumlífi og sjá hvað kemur út. GUNNAR GRÍMSSON, Fannborg 9, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.