Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 33

Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 33 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Kraftaverk - hvað er það? Frá Eygló Karlsdóttur: UNDANFARIÐ hafa margir at- burðir verið að gerast og mig lang- ar til að hafa orð á því. Einnig vil ég þakka öllum þeim fyrir sem stóðu að samkomunni í Kaplakrika í Hafnarfirði sem var síðastliðið sunnudagskvöld, og sérstaklega fannst mér yndislegt að sjá fólk læknast. Þannig að við getum séð Guð gera yndislega og mikla hluti með því að nota Benny Hinn sem er bara ákveðinn farvegur fyrir kraft Guðs. Mér fannst samkoman alveg yndisleg og það var gaman að sjá svona margt fólk saman- komið. Og daginn eftir var þáttur- inn með Hallgrími Thorsteins á Bylgjunni og þá hringdu margir inn og einnig Stöð 2 í 19:19, var merkileg umfjöllun um fólk sem læknaðist og meira að segja Jóni Ársæli leið skár í bakinu. En Guð vill líka mæta þeim sem urðu vonsviknir, Guð sér það fólk og vill lækna það, hann gleymir engum. Guð mætir okkur einnig þar sem við biðjum í leynum. En einnig hefur Benny Hinn skrifað nokkrar bækur en þvi miður eru þær ekki til á íslensku, en hann hefur minnst mikið á einn annan predikara sem hann hefur lært mikið af. Og til eru bækur á ís- lensku, með vitnisburðum um lækningar og kraftaverk sem eru staðfest af læknum, og þær heita: Ég trúi á kraftaverk og Ennþá gerast kraftaverk og höfundurinn að þeim bókum heitir Kathryn Kuhlman. Að lokum við ég minnast á þátt sem er alltaf sýndur á mánudögum eftir fréttir á Stöð 2 sem heitir neyðarlínan 911 þar gerast mý- mörg kraftaverk. Ég trúi á krafta- verk. Drottinn blessi ykkur. Virðingarfyllst, EYGLÓ KARLSDÓTTIR, Hamrabergi 30, Reykjavík. Frá land- námstíð? Frá Ásgrími S. Björnssyni: SKARFAKLETTUR heitir þessi klettur. Hann er á Viðeyjarsundi, milli Viðeyjarstofu og Klettverk- smiðjunnar í Laugarnesi. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum, meðan sjór flaut enn í kringum klettinn. í allan vetur hefur verið fluttur uppgröftur úr gömlu Reykjavíkurhöfn þarna in- neftir og sömuleiðis hefur verið flutt á bílum efni til að verkið gangi sem best. Það virðist keppi- kefli ráðamanna að eyðileggja strandlengju Reykjavíkur. Þessi klettur hefur verið brim- og boða- brjótur að minnsta kosti frá landn- ámstíð, en á að verða sýningagrip- ur í drullupolli innan hafnarinnar frá þessum degi, nema Reykvík- ingar láti ekki bjóða sér þetta og mótmæli allir sem einn. ÁSGRÍMUR S. BJÖRNSSON, Langagerði 116, Reykjavík. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar telj- ast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. JHnrgiiwIbWiiSr - kjami málsins! KMARIMSLA Úrvals-Fólks 5 vidbótar smáhýsi á Beach Floor á sama ótrúlega lága verðinu 2 íbúðir lausar á hinum glæsilega gististað Barbacan Sol og örfáar íbúðir á öðrum gististöðum. Skemmtidagskrá íslenskra fararstjóra og sérlegur gestgjafi Úrvals-Fólks. #ÍRVAL-ÚTSÝN trygging íyrir gæðum Ldgmtíla 4: sími 699 300, Haftiarfiröi: strni 65 23 66, Keflavtk: sfmi 11353, Selfossi: stmi 21666, Akureyri: sfmi 2 50 00 - og bjá umboðsmöntium um land allt. ÚTSALA10-60% AFSLATTUR • Barnaúlpur - verð kr. 3.490 (áður kr. 6.490) • Fullorðinsdúnúlpur - verð kr. 4.990 (áður kr. 10.750) • Barnaíþróttagallar - verð frá kr. 2.990 _« • Fullorðinsíþróttagallar-verðfrákr. 3.990 g^||Ji| w • Regnfatnaður, íþróttaskór, bolir á mjðg góðu verði SPORTBÚÐIN Opiö laugardag kl. 10-16. Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.