Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 28.08.1994, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 I DAG MORGUNBLAÐIÐ UTSALA HELDUR ÁFRAM. ÓDÝRT FYRIR SKÓLANN. Le Caf, glansgallar nr. 2 til 14, verð kr. 2.990. Le Caf, tvöfaldir íþróttagaOar. Nokkrir Otir. Nr. 2 til 16. Verð frá kr. 3.490. Nr. S til XXXL Verð frá kr. 4.490. Indoor Court, alhliða innanhússskór, fyrir leikfimina, handboltann, blakið, innanhússfótboltann o.fl. Nr. 31 til 45. Verð kr. 1.990 Puma Cross Trainer, mjög sterkir leðurskór með púða í hæl. Tflvalinn í skólann. Nr. 35 til 42. Áður kr. 6.560. Frábært verð kr. 2.490. Bómullarhettupeysur, nr. M tO XXL. Verð kr. 1.790. Buxur nr. S til XL. Verð kr. 1.590. Litir grátt og blátt. Brooks Lightning, svartir körfuboltaskór með púða í hæl. Nr. 40 til 47. Áður kr. 7.490. Verð nú kr. 4.990. hvítir, dúnmjúkir leðurskór með púða í hæl. Góður í leikfími, eróbikk eða á götuna. Nr. 35 til 42. Áður kr. 5.980. Verð nú kr. 3.990. Annað t.d: Skólabakpokar kr. 1.990 T-bolir frá kr. 490 Barnaskór með riflás kr. 590 Stuttbuxur frá kr. 590 o.fl. o.fl. Ath. 10% afsláttur af öllum öðrum vörum verslunarinnar Póstsendum SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49-101 ReykJavfK - sfmi 12024 Umsjón Guöm. I’ á I I Arnarson MEÐ 10 spila tromplit þar sem vörnin á KlOx er þekkt öryggisspilamennska að spila fyrst út háspili blinds, t.d. gosanum með Gxxx á móti ÁD9xxx. Þannig má ráða við KlOx í millihönd. í spilinu hér að neðan ætti sagnhafi hins vegar að hafna svíningunni í trompi og spurningin er: Hvers vegna? Vestur gefur; NS á hættu. Sveitakeppni. Norður ♦ V ♦ ♦ Vestur Austur ♦ G954 4 V Á952 ♦ K7 * G103 + Suður ♦ ÁD8632 ¥ G ♦ G82 ♦ KD4 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspih Ijjartakóngur. Sagnhafí drepur á hjarta- ás og spilar spaðagosa. Aust- ur lætur sjöuna, nokkum veginn fumlaust. Nú má færa góð rök fyrir því að besta spilamennskan sé að stinga upp ás. Hver eru þau rök? Setjum fram nokkrar tillögur: a. Vestur opnaði og er því líklegri til að eiga spaða- kónginn. Vissulega, en það er samt rúm fyrir spaðakóng í aust- ur. b. Austur sýndi engin við- brögð við spaðagosanum. Gott hjá honum, en þú hefur sýnt sexlit í sögnunum, svo veit að hann má alls ekk leggja frá Kx eðá KlOx. Norður ♦ G954 V Á952 ♦ K7 ♦ G103 Vestur Austur ♦ K ♦ 107 ¥ KD1063 1 y 874 ♦ D106 111111 ♦ Á9543 ♦ Á952 ♦ 876 Suður ♦ ÁD8632 ¥ G ♦ G82 ♦ KD4 c. Vestur sagði pass við opnun félaga síns á hjarta, sem hann hefði ekki gert bæði með spaðakóng og tíg- ulás! Alveg laukrétt! Sagnhafi hefur efni á að gefa slag á tromp ef hann tapar ekki tveimur á tígul. Komi í ljós að austur eigi spaðakóng, er öruggt að vestur á tígulás. COSPER VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Orðsending frá Kattholti ÞAÐ ERU vinsamleg til- mæli forráðamanna Kattholts að allir þeir sem týnt hafa köttum hafi samband við Katt- holt og leiti að sínu dýr. Mjög mörg dýr eru nú í óskilum þar og ekki er hægt að vista þau í mjög langan tíma. Vitji þeirra enginn verða þau aflífuð. Tapað/fundið Peysa fannst SVÖRT-, rauð- og hvít- munstruð barnapeysa fannst í beijalautu við gamla Þingvallaveginn. Upplýsingar í síma 13742 eftir kl. 19. Myndavél tapaðist YASICA MF2 myndavél tapaðist í skemmtis- kokkinu sl. sunnudag á túninu við Lækjargötu. Skilvís fínnandi vinsam- lega hafi samband í síma 92-46663. Skeiðklukka fannst BLÁ skeiðklukka fannst nýlega í miðbæ Reykja- víkur. Eigandinn má vitja hennar í síma 651659. ÞÆR Hrafnhildur Birna Þórsdóttir og Hulda Björg Jónsdóttir héldu hlutaveltu nýlega og færðu hjálparsjóði Rauða kross íslands ágóðann sem varð kr. 1.015. ÞESSIR krakkar söfnuðu fé til Rauða Kross íslands til hjálpar í Rúanda. Þórkatla, Andrea, Þórir og Sandra. Hlutavelta Víkverji skrifar... Sumarhúsum í eigu félagasam- taka og einstaklinga hefur fjölgað mjög mikið síðustu áratugi. Þéttbýlisbúinn, sem kemur sér upp skjóli í sveitinni og ræktar þar garð- inn sinn, er að þjóna ríkri þörf fyr- ir tengsl við land sitt og náttúru þess. Nú er svo komið að sumir sveita- hreppar njóta fasteignaskatta af hundruðum sumarhýsa. Fasteigna- skattar af sumarbústöðum eru oft á tíðum drjúgur hluti af tekjum viðkomandi sveitarfélaga. Þar sem Víkveiji þekkir til lætur sveitar- félagið hins vegar enga, nákvæm- lega enga þjónustu á móti. Eina þjónustan eru sorpgámar, sem sér- stakt gjald er tekið fyrir, til viðbót- ar fasteignasköttunum. xxx Ifyrirspurnatíma á Alþingi í vor er leið kom fram að „ekki eru til neinar skilgreiningar á því, hvaða þjónustu sveitarfélög skuli veita sumarhúsaeigendum og hvaða þjónusta er í raun og veru innifalin í þeim fasteignagjöldum sem sumarhúsaeigendur greiða til sveit- arfélaga, en oft á tíðum eru þessi fasteignagjöld veruiega stór hluti af tekjum margra sveitarfélaga þar sem sumarhús eru mörg“, eins og segir í Alþingistíðindum. I aprílmánuði 1993 skipaði þá- verandi félagsmálaráðherra nefnd, ekki vonum fyrr, til að fara ofan í rétt sumarhúsaeigenda til þjónustu í þeim sveitarfélögum sem þeir greiða fasteignaskatta til. Væntan- lega liggur þessi skýrsia nú fyrir. Víkveiji telur það verðugt verkefni fyrir nýjan félagsmálaráðherra, sem og þingmenn Reykvíkinga og Reyknesinga, að finna réttláta lausn á þessu brýna máli, áður en gengið verður að kjörborðinu á nýj- an leik. Það gengur ekki að skylda fólk til skattgreiðslna, án þess að nokk- ur þjónusta komi á móti og án þess að viðkomandi skattgreiðendur hafi minnstu áhrif á, hvern veg þessum tekjum viðkomandi sveitarfélaga er ráðstafað! xxx Guðni Ágústsson alþingismaður skrifar hressilega grein í Dag- blaðið. Hún er að hluta til málsvörn fyrir hátekjumenn, sem greiða'háa skatta í ríkis- og sveitarsjóði. En fyrst og fremst herhvöt gegn skatt- svikurum, sem gera tekjur ríkis og sveitarfélaga að sínum, þiggja opin- bera þjónustu án þess að greiða sinn hlut í henni - og eru „með fimmtán milljarða í neðanjarðar- hagkerfinu"! „Engin þjóð heldur innbyrðis friði til lengdar séu ekki ein lög og ein regla og fólkið í landinu sitji við sama borð“, segir þingmaðurinn. Víkveiji dagsins gerir ekki athuga- semd við röksemdir né niðurstöður greinarhöfundar. Baráttan gegn skattsvikurum hefur að vísu verið hert í tíð núverandi ríkisstjórnar frá því sem var, t.d. í fjármálaráðherr- atíð Ólafs Ragnars Grímssonar. En spurningin til þingmannsins er þessi: Gildir ekki hið sama um ein lög, eina reglu og að allir lands- menn sitji við sama borð þegar vægi atkvæða á í hlut? Er réttlæt- anlegt að atkvæði Jóns Vestfirðings hafi þrefalt vægi atkvæðis Jóns Reykvíkings? xxx Víkveiji les í Fjármálatíðindum Seðlabankans að arðsemi eig- in fjár íslenzks avinnurekstrar í heild hafi aðeins verið 1% að meðal- tali á árabilinu 1988 - 1992. Sam- bærilegar tölur fyrir atvinnurekstur í öðrum löndum er víða á bilinu 3 - 5%. Léleg arðsemi íslenzks at- vinnureksturs fer og saman við al- mennt bága eiginfjárstöðu fyrir- tækja. Eiginfjárstaða íslenzkra fyr- irtækja er að meðatali um 30% borið saman við nálægt 50% í öðrum löndum. Þessi veruleiki hrindir fjár- festum, erlendum sem innlendum, frá fjárfestingu og þátttöku í at- vinnurekstri hér á landi. Af þeim sökum er verðmætasköpun minni, lífskjör lakari og atvinnuleysi meira en ella. Það eru brýnir þjóðarhags- munir, að búa íslenzkum atvinnu- rekstri sama starfsgrundvöll/arð- semi og erlendum samkeppnisaðil- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.