Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.08.1994, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Norræn hátíð um helgina Norræn alþýðutónlistar- hátíð var haldin í Reykja- vík um helgina. Dagskráin var opnuð í Norræna hús- inu á föstudag og síðan var víða komið við yfir helgina. Lokahátíðin fór fram á Hótel Sögu og var vel sótt. Þar sýndu allar norrænu þjóðirnar skemmtiatriði, bæði þjóð- lega tónlist og dans. Há- tíðin þótti í alla staði mjög vel heppnuð og vakti lukku eins og sést á meðfylgj- andi myndum. SIGURÐUR Rúnar Jónsson spilaði á opnuninni í Nor- ræna húsinu á föstudag. A'Vv" Sam Malone á við getuleysi að stríða ►TED DANSON mun leika Sam Malone, barþjóninn í Staupasteini, í einum af sjónvarpsþáttunum „Frasier" í upphafi næsta leik- tímabils. Hlustendaþáttur Frasi- ers fær símhringingu frá áhyggju- fullum hlustanda, sem segist eiga við getuleysi að stríða. Sálfræð- ingurinn hlustar þolinmóður, en rámar skyndilega í röddina og hrópar upp yfir sig: „Sam Mal- one!“ Sam játar sneyptur að hann eigi í dálitlum erfiðleikum og seg- ist vona að Frasier geti hjálpað sér, sem hann og gerir. ÁRLEG töðu- gjöld voru haldin á Hellu um síð- ustu helgi. Há- tíðin hófst á föstudag með dansleik á Laugalandi. Daginn eftir var boðið upp á skemmtidagskrá á Gaddstaðaflöt- um og gengið á Heklu. A laugar- dagskvöldið var síðan útigrill- veisla þar sem fólk gat keypt eins mikinn mat og það gat i sig látið á vægu SÖLVI Borgar Sighvatsson, Tinna Erlingsdóttir, Hjördís Rún Oddsdóttir og Asgeir Jónsson tylltu sér á grind- verkið eftir vel útilátna grillmáltíð. verði. í framhaldi af því var varð- eldur og flug- eldasýning og síðan var haldið á dansleik á Hellu þar sem stórsveit Harmonikkufé- lags Rangæinga lék í Hellubíó eða á Hvolsvöll þar sem Pláhnetan spilaði á Hvoli. Á sunnudeginum var margt í boði, meðal annars var Keldur, einn af elstu uppistand- andi bæjum landsins, til sýnis. erðbréfin í Hudsucker ekinu fara hækkandi en fmiiórarnir faliandi! Domingo. Carreras. Heimsmeistarar í tenórsöng Við fyrstu sýn er fátt sem tengir knattspyrnu og tenórsöng, nema þá kannski þegar menn eru sparkaðir niður á vellinum. Fyrir heims- meistarakeppnina í knattspymu á Spáni fyrir fjórum árum vakti hinsvegar gríðarlega athygli þegar tenórarnir Luciano Pavarotti, Placido Dom- ingo og José Carreras héldu sameiginlega tón- leika í Barcelona með sinfóníuhljómsveit Los Angeles undir stjóm Zubins Methas. Tugmilljón- ir horfðu á tónleikana í sjónvarpi og plata með tónleikaupptökunni varð metsöluplata um heim allan. Þegar heimsmeistarakeppnin í Bandaríkj- unum nálgaðist má segja að það hafi verið eðli- leg ákvörðun að fara af stað með aðra slíka. Tenóramir þrír sungu svo á Dodgers-ieikvang- inum í Los Angeles frammi fyrir 56.000 manns fyrir úrslitaleikinn milli Itala og Brasilíumanna. Tugmilljónir manna fyldust með tónleikunum í sjónvarpi og þegar geisladiskurinn kemur út á morgun, er búist við að handagangur verði í öskjunni. Ekki er gott að segja hvað það er sem heillar fólk gersam- lega upp úr skónum, en eflaust hefur sitt að segja að þeir syngja ýmsar vinsælar aríur aukinheldur sem ýmis lög sem þeir hafa ekki áður tekið upp heyrast á tónleikunum. Ólíklegt verður að telja að þeir félagar endurtaki leikinn á næstu heimsmeistarakeppni, í Frakklandi 1998, enda verður þá Pavarotti á sjötugsaldri, Carreras fimmtugur og Domingo nær sextugu. Ævintýraeyjan ►NORSKI leikarinn Leif Juster gerir ýmislegt til að hafa ofan af fyrir barnabörnum sínum. Hann klæddi sig nýlega sem sjóræningja til að koma þeim á óvart, þegar þau.sigldu til hans á Neseyjuna í Noregi. Þar er standandi veisla yfir sumartímann og fjöldi fólks, bæði vinir og ætt- ingjar, heimsækir hann þangað. Hann er kamp- akátur yfir öllum þessum heimsóknum, þrátt fyrir að vera orðinn áttatíu og fjögpirra ára gamall: „Sumarbústaðurinn á Neseyju er orðinn hvíldarstaður fjölskyldunnar og ég er meira en fús að leyfa öllum sem óska þess að dveþ'ast þar. Fólk kemur og fer að vild og til marks um það voru tíu manns hér í gæraótt." HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó DANSARAR úr Þjóðdansafé- lagi Reylq'avíkur sýna íslenskan sjó- mannaræl. Pavarotti Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞESSIR krakk- ar kunnu gott að meta og brugðu á leik við undirspil Harmonikku- félags Rang- æinga. ^^GunnS? Níelsson og Töðugjöld á Hellu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.