Morgunblaðið - 28.08.1994, Side 40
40 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1994
BIKARKEPPNI KARLAI KNATTSPYRIMU
MORGUNBLAÐIÐ
Bikarúrslitaleikur KR og Grinda-
víkur verður í dag kl. 14 á
Laugardalsvelli. Þetta er í 35. skipti
sem leikið er til úrslita í bikar-
keppni KSÍ. Bikarinn, sem keppt
er um, gaf Félag íslenskra gull-
smiða árið 1986.
Inn á völlinn kostar 1100 krónur
í stúku en 700 í stæði. Börn
greiða 300 krónur. Miðasalan á
Laugardalsvelli opnar kl. 11 í dag.
KR sigraði Einherja í fyrstu
umferð 5:0, ÍA í sextán liða
úrslitum 1:0, Breiðablik í átta liða
úrslitum 2:1 og Þór í undanúrslitum
3:0. Grindavík lagði Völsung 4:0 í
fyrstu umferð, sigraði síðan FH í
sextán liða úrslitum, ÍBV í átta liða
úrslitum og Stjörnuna í undanúrslit-
um; í öllum tilvikum eftir víta-
spyrnukeppni.
Aðalgestur KSÍ á leiknum verð-
ur Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra. Hann mun að leik loknum
afhenda fyrirliða sigurliðsins sigur-
launin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri í Reykjavík verður sér-
stakur gestur KR á bikarúrslita-
leiknum. Sérstakur gestur Grind-
víkinga á leiknum verður Jón Gunn-
ar Stefánsson bæjarstjóri í Grinda-
vík.
Þjálfari:
Varamenn:
Lúkas Kostic
Albert Sævarsson
Lúkas Kostic
Sveinn Guðjónsson
Páll V. Björnsson
Vignir Helgason
Jón Freyr Magnússon
Ólafur Bjarnason
Þjálfari:
Varamenn:
Hjálmar
Hallgrímsson
Haukur
Bragason Þoretemn
Guðjonsson
Gunnar Már
Gunnarsson
Milan
Jankovic
Guðjón Þórðarson
Atli Knútsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Hilmar
Björnsson
Einar Þór Daníelsson
Tómas Ingi Tómasson
LogiJónsson
Magnús Orri Schram
Heimir
Guðjónsson |
James
Bett
Salic
Heimir Porca
Ingi
Sigurðsson
Tryggvi
Guðmundsson
Sigurður B.
Jónsson
Izudln
Daði Dervic
Mjólkurbikarkeppnsn -Úrslit 1994
Hápunktur tímabilsins
Reykjavíkurliðið Víkingur er eina
liðið sem sigrað hefur í bikar-
keppninni sama ár og liðið var í
2. deild. Víkingur hefur tvisvar leik-
ið til úrslita sama ár og liðið var í
annarri deild, fyrst 1967 er liðið
tapaði fyrir KR, og 1971 þegar
Víkingur vann Breiðablik. FH lék
til úrslita árið 1972 gegn ÍBV, er
liðið var í annarri deild, en tapaði
2:0.
■ Jrsl
m
slitaleikurinn er merkilegt
nokk ekki fyrsti úrslitaleikur-
inn sem KR og Grindavík leika á
þessu ári. I janúar sl. léku þau til
úrslita á íslandsmótinu í knatt-
spyrnu innanhúss, og sigraði KR
með fjórum mörkum gegn tveimur.
Rúnar Kristinsson gerði tvö mörk,
Tryggvi Guðmundsson og Daði
Dervic hin tvö. Fyrir Grindvíkinga
skoruðu Grétar Einarsson og Ólafur
Ingólfsson.
Reykjavíkurliðið hefur ellefu
sinnum leikið til úrslita í bik-
arkeppninni og sigrað sjö sinnum.
Síðast sigraði liðið í keppninni 1967,
lagði þá 2. deildarlið Víkings 3:0 í
úrslitaleik.
Suðurnesjaliðið hefur aftur á
móti aldrei leikið til úrslita og
aðeins þrisvar sinnum áður komist
í sextán liða úrslit. Grindavík er
eina liðið af þeim sem leikið hafa
til úrslita sem aldrei hefur spilað í
fyrstu deild.
Liðin sem mætast í dag hafa
aðeins einu sinni leikið í bikar-
keppninni. Það var árið 1978, er
KR lék í 2. deild og Grindavík í
þeirri þriðju. KR sigraði með þrem-
ur mörkum gegn einu. Liðin léku
tvo æfingaleiki snemma í vor og
sigraði KR í þeim báðum.
Inni á v'ellinum í dag mætast
óvenju margir samheijar til
lengri eða skemmri tíma. Þjálfar-
arnir Lúkas Kostic og Guðjón Þórð-
arson unnu bikarinn í fyrra með ÍA,
sem og Sigurður Sigursteinsson,
sem nú leikur með Grindavík. Einar
Þór Daníelsson lék með Grindavík
árin áður en hann kom til KR, og
Þorsteinn Guðjónsson leikmaður
Grindavíkur á að baki 35 meistara-
flokksleiki með KR.
Tryggvi Guðmundsson og Tómas
Ingi Tómasson fyrrum leik-
menn ÍBV mæta fyrrum félaga sín-
um úr Eyjum, Inga Sigurðssyni,
sem nú leikur með Grindavík.
Haukur Bragason markvörður
Grindavíkur og Heimir Guðjónsson
KR-ingur léku saman með KA sum-
arið 1990.
Morgunblaðið/Sverrir
Togast á um bikarinn eftirsóttaBiKARúRsuTALEiKUR karla í knattspyrnu
er hapunktur tímabilsins ár hvert. Að þessu slnnl eru það Grlndvíkingar og KR-lngar sem keppa
um sigurinn og Evrópusæti að ári, sem gefur góðan pening í aðra hönd. Eins og ávallt mæta liðin
til leiks með því hugarfari að sigra og er víst að Þormóður Egilsson, fyrlrliði KR, sem er vinstra
megin á myndinni, Milan Jankovic, fyrirliði Grindvíkinga, vilja ekki sleppa takinu á bikarnum.
Guðjón Þórðarson þjálfari KR
Við sigrum
í hörkuleik
#Juðjón Þórðarson, þjálfari KR, veit manna best
m hvað Það er að vera I bikarúrsötum. Hann
tapaði fyrstu þremur leikjum sínum-sem leikmaður
ÍA, en síðan fylgdu fimm sigi-ar í kjölfarið og sjötta
gullið kom í íyrra, en þá var hann þjálfari Skaga-
manna og Lúkas Kostic fyririiði. „Égávon á hörku-
leik. Grindavík: er mikið baráttulið með marga
góða leikmenn innan sinna raða, en við komum
með það eitt að markmiði að sigra. Menn eiga
ekki að taka þátt í bikarúrslitaleik nema með slíku
hugarfari. Oft, hefur verið þörf en nú er nauðsyn
og hjá okkur kemur ekkert annað en sigur til
greina.“ : V
«yndar hefur umræðan verið á þann veg aö
igi að sigra, þó ekki va-ri nema vcgna þess
3ið et* rneð reynda leikmenn í 1. deild, en
Grindavík hefur aldrei ieíkíð í efstú deild. Guðjón
segir að tal mánna skipti engu og hann segíst
ekki hafa áhyggjur af öðrum. „Það fereytir engu
hvaða skoðun aðrir hafa. því við höfuin aflið og
getuna. l>að setur enga pressu á okkur, þó aðrir
segi að við eigum að vinna, og það er ékkert sem
setur okkur út aí laginu. Hins vegar er þetta rétta
stundin fyrir Vesturbæinga og aðra KR-inga að
fjölmenna á leikinn og styðja okkur, jiví þetta
verður Vesturbærinn gegn Jandinu og miðunum.“
Lúkas Kostic þjálfari UMFG
Fallegasta
stundin
að er sko allt í fínu lagi héma, sérstaklega
eftir sigurinn gegn Þrótti á miðvikudaginn,"
var það fyrsta sem Lúkas Kostic þjálfari Grindvík-
inga sagði þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til
hans. „Við bíðum nú bara spenntir eftir úrslita-
leiknum og erum ákveðnir í að hafa mjög gaman
af honum. Þetta verður fallegasta stundin í sum-
ar,“ sagði Lúkas.
Ertu ekkeit hræddur um að það verði spennu-
fall hjá strákunum og þetta verði aigjör einstefna?
„Það getur orðið spennufall hjá báðum liðum
en ég er ekki hræddur um slíkt hjá okkur. Við
erum vanir að beijast og hafa fyrir hlutunum og
ætlum að gera það í úrslitaleiknum. Ég vona bara
að það dugi. Ég held að leikurinn verði skemmtileg-
ur og við ætlum alla vega að gera það sem við
getum til.að skemmta áhorfendum, bæði þeim sem
koma á völlinn og eins hinum sem verða heima
fyrir framan sjónvarpið. KR-ingar eru auðvitað
sterkari á pappírnum, en leikurinn ræðst ekki þar,
heldur á Laugardalsvellinum," sagði Lúkas.
Hann sagði undirbúninginn vera eins og fyrir
aðra leiki nema hvað leikmenn ætluðu að hittast
og borða saman á laugardeginum. „Ég vil helst
ekki breyta of mikið útaf venjunni, það getur haft
slæm áhrif.“
ÚRSLITALEIKURIIMN íbikar-
keppni karla er sá viðburður,
sem hæst ber í knattspyrnunni
ár hvert. Umgjörðin er önnur
og meiri en vegna annarra
leikja, viðhöfnin glæsilegri og
spennan íhámarki. Leikurinn
færir úrslitaiiðunum mikið í
aðra hönd, en meistararnir
öðlast jafnf ramt þátttökurétt
í Evrópukeppni bikarhafa að
ári.
Knattspyrnan er óútreiknanleg
og að margra mati er það
helsta ástæðan fyrir vinsældunum.
Einstök lið geta verið sigurstrang-
legri á pappírnum, en úrslitin verða
oft önnur, en talið var, sérstaklega
í bikarleikjum að ekki sé talað um
bikarúrslitaleiki.
Grindavík á óvart
Grindvíkingar ætluðu sér stóra
hluti á líðandi tímabili og forsvars-
menn knattspyrnudeildarinnar
sögðu við Morgunblaðið í desember
í fyrra að ekki kæmi annað til
greina en að komast upp úr 2.
deild og draumurinn væri að sigra
KR í bikarúrslitum. Þá vissu við-
mælendur ekki að möguleikinn yrði
fyrir hendi í bikarnum og víst er
að Grindvíkingar hafa komið á
óvart í bikarkeppninni með því að
hafa betur gegn þremur fyrstu
deildar félögum.
FH, sem er í öðru sæti í 1. deild,
tapaði fyrir Grindavík, sem er efst
í 2. deild, í 16 liða úrslitum.
„Grindavík er skemmtilegt og gott
lið á íslenskan mælikvarða,
stemmningslið," sagði Hörður
Hilmarsson, þjálfari FH, aðspurður
um úrslitaleikinn og -liðin. „Barátt-
an er góð og mótheijarnir, sem
töpuðu fyrir Grindvíkingum í víta-
keppni, fundu fyrir því, en í liðinu
eru góðir og reyndir leikmenn."
KR betra lið
Hörður sagði að þó Grindavík
væri með gott lið væri KR með
betra lið. „Það væri óeðlilegt ef
KR sigraði ekki. Það er með miklu
betri einstaklinga og betri leikmenn
eiga að mynda betra lið. Það eru
tvö lið, sem skara fram úr hvað
mannskap varðar, Skaginn og KR,
en Skagamenn hafa haft „karakt-
erinn“ fram yfir. Vonbrigðin hafa
verið mikil hjá KR í sumar, en sig-
ur í bikarkeppninni getur bætt fyr-
ir þau.“
Hörður sagðist eiga von á góðri
viðureign. „Þetta getur orðið
skemmtilegur leikur og fjörugur
og það verður örugglega eitthvað
af mörkum. Sem gamall þjálfari
Grindavíkur hef ég miklu meiri
taugar til liðsins, en með fullri virð-
ingu fyrir því á það ekki að eiga
möguleika.“