Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 1

Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 1
64 SIÐUR B 195. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vill nýja friðar- áætlun Pale. Reuter. RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hvetur til þess að leit- að verði nýrra lausna á Bosníu-deil- unni eftir að Bosníu-Serbar höfnuðu nýjustu friðaráætluninni með mikl- um meirihluta atkvæða í þjóðarat- kvæði um helgina. „Við viljum að skiptingu landsins verði breytt,“ sagði Karadzic. Við viljum nýja friðarráðstefnu, nýjar friðarumleitanir. “ Þegar helmingur atkvæðanna hafði verið taiinn voru 90% kjósenda andvíg friðaráætluninni. Fimm ríki, sem hafa beitt sér fyrir áætluninni, hyggjast hunsa þjóðaratkvæðið eins og milligöngumenn Sameinuðu þjóð- anna og Evrópusambandsins ætluðu sér í maí í fyrra þegar Bosníu- Serbar höfnuðu annarri friðaráætl- un. Bosníu-Serbar náðu þá sínu fram og binda nú vonir við að nýja áætlun- in komist ekki heldur í framkvæmd. ■ Allt að 200% kjörsókn/16 ------♦---------- Ólympíu- aldar minnst HÁTÍÐARHÖLD hófust í París í gær í tilefni aldarafmælis Alþjóða- ólympíunefndarinnar sem stofnuð var 1894 í Sorbonne-háskólanum að frumkvæði franska barónsins Pierre de Coubertin. Af því tilefni var hlaupið með ólympíueld um París í gær og vár myndin tekin við upphaf hlaupsins við Eiffel- turninn. Kyndilberi er bandaríski grindahlauparinn Edwin Moses sem varð ólympíumeistari 1976 og 1984. Reuter N-Irar bjartsýnir á sögulegt vopnahlé IRA sag’ður íhuga „áætl- un án vopna Belfast. Reuter, The Daily Telegraph. MIKIL bjartsýni ríkti á Norður-írlandi í gær um að vænta mætti sögulegr- ar yfirlýsingar Irska lýðveldishersins, IRA, um vopnahlé, sem yrði stærsta skref sem stigið hafi verið til friðar í aldaríjórðung. Gerry Adams, leið- togi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sagði í yfirlýsingu í gær, að hann hefði fundað með oddamönnum hersins og gaf í skyn að hann hefði þar mælt með vopnahléi. Haft hefur verið eftir talsmanni IRA að samtökin athugi nú möguleika á „áætlun án vopna“ og hvort þau geti unnið að sameiningu írlands á stjórnmálavettvangi eingöngu. Vopnahlé sem IRA lýsti yfir 1972 og 1975 leiddu til ófullnægjandi samningaviðræðna við bresku stjórnina og heiftarlegra gagnásak- ana. Talsmenn hersins sögðu vopnahlésyfirlýsingar jafngilda uppgjöf og 1978 sögðu þeir að sam- tökin væru reiðubúin fyrir „langt stríð.“ Að undanskildum þriggja daga vopnahléum á jólum lýstu samtökin ekki aftur yfir hléi fyrr en í apríl á þessu ári, en það entist einungis í þijá daga. Óvíst um stuðning harðlínumanna Adams hefur að undanfömu sagst bjartsýnn á að friður væri innan seilingar, en á sunnudag lét hann í ljós væntingar um enn frekari til- slakanir af hálfu bresku stjómarinn- ar áður en hægt yrði að semja um frið. Óvíst er hvort Adams nýtur stuðn- ings harðlínumanna innan IRA, sem telja að vopnahléð 1975 hafi veikt stöðu samtakanna vemlega. Enn- fremur benda fréttaskýrendur á, -að Adams taki talsverða áhættu sjálfur lýsi hann yfir vopnahléi. Fari það út um þúfur og samtökin sem hann leiðir grípi aftur til vopna verði staða hans orðin mjög veik. Kínveijar og Bandaríkjamenn undirrita nýjan viðskiptasamning Agreimngi um mann- réttindamál ýtt til hliðar Peking. Reuter. BANDARÍKIN og Kína undirrituðu í gær víðtæk- an samning í Peking um aukin og bætt viðskipti ríkjanna fram á næstu öld. Ron Brown, viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna, tjáði gestgjöfum sínum að stjórnvöld í Washington væru áfjáð í að bæta samskiptin nú þegar búið væri að ýta til hliðar ágreiningi um mannréttindi sem upp kæmi á hverju ári. Li Peng, forsætisráðherra Kína, sem talinn er bera mikla ábyrgð á fjöldamorðum kín- verska hersins á Torgi hins himneska friðar 1989, var einnig bjartsýnn. „Við höfum beðið þess lengi að þér kæmuð til Kína,“ sagði hann. Li sagðist vona að heimsókn Browns yrði til að auka vináttu og samstarf þjóðanna. Deilur um mannréttindamál, einkum hlutskipti pólitískra andófsmanna í Kína og þjóðfrelsissinna í Tíbet, hafa eitrað samskipti ríkjanna um árabil en í maí sl. fór að rofa til er stjprn Bills Clintons forseta ákvað að reyna að skilja á milli mannréttinda og viðskipta. Þá var ákveðið að Kína fengi áfram að njóta svonefndra bestu kjara á bandarískum markaði. Hótað gagnaðgerðum Brown og Wu Yi, viðskiptaráðherra Kína, und- irrituðu samninginn en skömmu áður hafði Wu hótað Bandaríkjamönnum að gripið yrði til gagn- ráðstafana ef ekki fengjust betri kjör fyrir vefnað- arvörur Kínveija á Bandaríkjamarkaði. Jafnframt krafðist Wu þess að Bandaríkjamenn hættu að tefja fyrir inngöngu Kína í alþjóðasamkomulagið um tolla- og viðskiptamál, GATT, en þeir hafa sett hörð skilyrði fyrir henni. Ella myndu Kínveij- ar ekki standa við skuldbindingar í eldri viðskipta- samningum sínum, að sögn Wu. Brown lét þetta ekki á sig fá en sagði gestgjafa sína „tjá sig skýrt og skilmerkilega". Hann sagði ágreininginn blikna þegar hugað væri að bjartri framtíð í sam- skiptum ríkjanna en Kína væri ekki enn reiðu- búið að ganga í GATT. Með samningi ríkjanna tveggja er stefnt að aukinni samvinnu á ýmsum sviðum, s.s. í fjarskipt- um, flugi, bílaframleiðslu og þjónustugreinum. Einnig verður samstarf eflt í viðskiptum og stjórn- un og skipst verður á upplýsingum um lagaleg efni. Danmörk Nyrup boðar til kosninga Kaupmannahöfn. Reuter. POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, skýrði frá því í gær að efnt yrði til þing- kosninga 21. september. Tilkynn- ing hans kom ekki á óvart þar sem miklar vangaveltur hafa verið um að Nyrup myndi flýta kosningun- um sem að réttu lagi áttu að verða í desember. Fjögurra flokka sam- steypustjórn jafnaðarmannsins Nyrups hefur átt erfitt uppdráttar í skoðanakönnunum en á hinn bóg- inn hefur Sósíalíski þjóðarflokkur- inn, SF, bætt stöðu sína. Talið er að Ny- rup vilji reyna að nýta sér að efna- hagur Dana er í flestu tilliti góður og reyna að rétta hlut stjórnarinnar í stuttri en snarpri kosningabaráttu. Auk þess hefur SF látið í það skína að til greina komi að mynda stjórn með jafnaðarmönnum eftir kosn- ingar og getur því verið að Nyrup haldi stjórnarforystu þótt stjórnar- flokkarnir verði fyrir einhveijum skrokkskjóðum. Vill halda áfram „Stjórnin vill halda áfram starfi sínu við að auka hagvöxt og draga úr atvinnuleysi, ásamt því að við- halda félagslegu velferðarkerfi og bættu umhverfi svo að allir lands- menn geti lifað betra lífi,“ sagði ráðherrann á fréttamannafundi. Uffe Ellemann-Jensen, leiðtogi Venstre, var vígreifur. „Baráttan verður rnilli rauðrar blokkar og blárrar blokkar en við viíjum að hún verði heiðarleg," sagði hann. Nyrup Rasmusseu ■ Jafnaðarmemi/27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.