Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 2

Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar Alþingis Ovarlegt að efna til ófriðar vegna aðildar að ESB BJÖRN Bjarnason, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, er eindregið þeirrar skoðunar að óvarlegt sé að halda Jiannig á málum varðandi aðild íslands að Evrópusambandinu að um það verði mikill ófriður. Breið sam- staða þurfi að skapast um svo stórt mál og hún sé ekki í sjónmáli, þvert á móti hafi pólitísk tor- tryggni aukist innan og milli stjórnmálaflokka vegna deilna um málið fyrir 'skömmu. Þetta kom fram í ræðu sem Björn flutti um stöðu og stefnu íslands í utanríkismálum á fundi norrænnar nefndar IPI (Intemat- ional Press Instistute), sem að þessu sinni er haldinn hér á landi. Björn sagðist ekki sammála því að aðildarsamningur Noregs að ESB væri fordæmi fyrir íslendinga og minnti á að andstaða við samn- inginn væri einna mest í sjávar- og fiskveiðihéruðum Noregs. Björn sagðist ekki óttast að íslend- ingar einangruðust þó að þeir stæðu utan ESB. Tengslin við Bandaríkin væru góð og í þróun og ísland mundi tæplega leggja meira af mörkum til friðar í Evr- ópu þó það gerðist aðili. Þá hefði samstarf Norðurlandanna dafnað á tímum kalda stríðsins þó að sum ríkin hefðu verið í NATO og önnur ekki og ástæðulaust væri að ætla að fótunum yrði kippt undan sam- starfí landanna þó fjögur þeirra gerðust aðilar að ESB. „íslending- ar hafa sætt sig við samstarf á alþjóðavettvangi án þess að vera jafnvirkir í því og fjölmennari og öflugri þjóðir. Þeir hafa til dæmis tekið virkan þátt í NATO án þess að ráða yfir eigin her og eiga þar nokkra aðild að herstjómun,“ seg- ir í ræðunni. Fiskveiðideilan við Norðmenn Bjöm vék að deilum íslendinga og Norðmanna vegna fiskveiði- mála og sagðist telja að tímafrekt og erfítt yrði að finna lausn á deilunni. Fráleitt væri að Norð- menn hefðu einhliða rétt til að ákveða fiskverndarsvæði utan 4 sjómílna við Svalbarða og að aðil- ar að Svalbarðasamningnum hefðu þar minni rétt heldur en innan fjögurra sjómílna. Sam- kvæmt samningnum skyldi réttur- inn vera jafn og sú almenna regla gilti að réttur erlendra þjóða til fiskveiða minnkaði eftir því sem nær drægi landi. Síðan segir: „Þessar deilur milli Norðmanna og íslendinga stangast á við sam- skipti þeirra að öðru leyti. Þær verða auðvitað ekki leystar nema á pólitískum vettvangi. Þar líta menn meðal annars til ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um úthafs- veiðar. Náist samkomulag þar ætti það að auðvelda lausn um Smuguna. Annars er það skoðun íslendinga, að þeir eigi ekki síður en aðrir rétt á einhveijum kvóta úr þorskstofninum í Barentshafi. Þeir hafa heimiláð Norðmönnum að veiða í lögsögu sinni hafí þar eitthvað verið til skiptanna. Fengju íslendingar slíkan kvóta yrði deilan um veiðar í Smugunni leyst og Norðmenn gætu unnið að því í friði að fá viðurkenningu á vemdarrétti sínum á Svalbarða- svæðinu." Minnkandi veiði í Smugunni VEIÐI í Smuginni hefur verið minnkandi frá því á sunnudag. í fyrrinótt fréttist af 2-5 tonna afla í botntroll en lítið í flottroll. í gær voru skipin að færa sig sunnar meðfram norsku landhelgislínunni og þar fengust mest 12 tonn í botntroll í gærkvöldi. Hátt í 40 íslensk skip eru nú á veiðum á alþjóðlega veiðisvæðinu í Barentshafí, svokallaðri Smugu. Runólfur SH 135 hélt áleiðis þang- að frá Grundarfirði á sunnudag. Siglingarleiðin er um 1.300 sjómíl- ur og tekur fímm sólarhringa þannig að skipið verður komið á miðin um miðjan dag á föstudag. Ingimar Hinrik Reynisson, skip- stjóri á Runólfí, segir að veiðin í Smugunni glæðist jafn snögglega og fískurinn hverfí þannig að lítið þýði að láta fréttir af lélegri veiði á sig fá þegar svona löng sigling sé á miðin. Norsk skip skráð á Svalbarða? íslenskir sjómenn sem verið hafa í Smugunni heyrðu það hjá erlendum starfsbræðrum sínum að norsk útgerð skipanna tveggja, sem keypt voru og skráð undir hentifána í þeim tilgangi að veiða í Smugunni, hafí í hyggju að skrá skipin í rússneska bænum á Sval- barða. Telja þeir að ekki sé hægt að meina skipum veiðar á „heima- miðum“ þeirra við Svaibarða. 14tíma biðskák SJÖTTU umferð Skákþings íslands lauk í gærkvöldi í Vestmannaeyjum. Hannes Hlífar Stefánsson er efstur á mótinu með 5 vinninga en hann vann Guðmund Halldórsson í gær. Helgi Ólafsson er með 4,5 vinninga og biðskák, Jóhann Hjartarson með 4 vinninga og tvær biðskákir, Þröst- ur Þórhallsson og Sævar Bjarnason með 4 vinninga. Biðskák þeirra Jóhanns Hjartar- sonar og Jóns G. Viðarssonar úr 3. umferð fór í bið í fimmta skipti í gærdag. Hún var þá orðin 149 leikir og hafði staðið yfir samtals í 14 klukkustundir. Skákin stefnir í að verða lengsta keppnisskák íslands- sögunnar en óopinbert met eiga þeir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson sem tefldu 163 leikja skák árið 1988. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshafnarstúlka með fullarhendurfjár Þórshöfn. Morgunblaðið. KRISTÍN Ýr Pétursdóttir, tvítug Þórshafnarmær, fagnar heim- komu eftir 5 vikna útihald á Stak- felli við veiðar í Smugunni. „Hásetahluturinn er tæp 500 þúsund og ég hef aldrei áður feng- ið svo há laun. Einn dagur gerir álíka mikið og heil vika í frystihús- inu og engu er hægt að eyða allan tímann. Aflaverðmæti Stakfells var rúmar 42 millj. eftír túrinn." Sjóveik var Kristín ekki og vinn- an um borð fannst henni ágæt. Aðspurð sagði hún að sumum karl- mönnunum hefði verið um og ó ef hún rogaðist með þunga kassa og vildu rétta henni hjálparhönd en aðrir tóku því sem sjálfsögðum hlut. Karlmennimir voru góðir vinnufélagar, sagði Kristín Ýr Pét- ursdóttir, og ekkert undan þeim að kvarta. Bjöm Indriðason vaktsljóri sagði aðspurður að vera Kristínar um borð hefði sennilega haft þau áhrif að einhverjir hefðu farið oft- ar i sturtu en þeir væra vanir og af þeim sökum væri ólíkt lyktar- betra um borð. Vinnuskyldum sín- um sinnti Kristín vel, sagði Birgir, og ekkert hægt að því að finna. Hvað skyldi tvítug stúlka svo ætla að gera — með tæp 500 þús- und í vasanum eftir túrinn? „Reyna að komast annan túr,“ sagði Krist- ín, „og halda svo áfram í skóla eftír áramót." Þjóðréttarfræðingur í sjávarútvegsráðuneyti GUÐMUNDUR Eiríks- son, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins, hefur verið ráðinn í hluta- starf sem ráðgjafi hjá sj ávarútvegsráðuneytinu og dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Guðmundur er í launalausu leyfi frá utanríkisráðuneytinu. í sjávarútvegsráðu- neytinu er ætlunin að Guðmundur starfi að þeim málum, sem hann hefur sérþekkingu á, til dæmis hafréttarmálum og hvalamálum, að sögn Árna_ Kolbeinssonar ráðu- neytisstjóra. í báðum ráðuneytum er ætlunin, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, að Guðmund- ur veiti þjóðréttarlega ráðgjöf og sitji alþjóðlega fundi fyrir hönd ráðuneytanna. Aðal- starf hans verður hins veg- ar háskólakennsla, sem hann hefur tekið að sér vestan hafs. Guðmundur Eiríksson hefur starfað sem þjóðrétt- arfræðingur í utanríkis- ráðuneytinu síðan 1977 og verið sendiherra frá 1988. Hann var meðal annars í sendi- nefnd íslands á þriðju hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1977-1982 og í sendinefnd íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu meðan ísland átti enn aðild að því. Þá var hann formaður íslenzku sendi- nefndarinnar á fyrstu fundum út- hafsveiðiráðstefnu SÞ í New York. Guðmundur Eiríksson. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sleðinn sökk VÉLSLEÐAKAPPAR þeystu um á Rauðavatni í Reykjavík á sunnudaginn og fylgdist tals- verður mannfjöldi með aðför- um þeirra. Sleði eins þeirra, Árna Grants, sökk til botns eft- ir skamman akstur. Ræðarar sem voru á vatninu notuðu tækifærið og smejltu af honum mynd. Þeir báðu Árna Grant að brosa fyrir myndatökuna og gátu svo ekki stillt sig um að segja að bannað væri að leggja í vatninu. Skjálftar á Hell- isheiði JARÐSKJÁLFTAHRINA varð á Hellisheiði fyrir hádegi í gær. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur rekur upptökin til Orustuhólshrauns. Hann segir að hrinan geti boðað fleiri stærri skjálfta. Stærsti skjálftinn mældist 3,1 stig á Richter-kvarða um kl. 10.37. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar, 1 til 3 stig á Richter. Ragnar sagði að um greinilegt framhald hrinunnar frá því fyrir rúmri viku væri að ræða. „Það er ákveðið svæði suður af Hellisheiði, suður um Skála- fell og yfir i Þrengsli og Ölfus, sem hefur lítið hreyfst. Til að mæta hreyfingunni vantar því dálítið af skjálftum til suðurs frá þessum skjálftum sem voru núna. Tvennt getur gerst: Ann- aðhvort heldur haftið og skjálft- arnir hætta eða það brestur á með jarðskjálftum sem gætu orðið í stærra lagi miðað við það sem við höfum séð að undan- förnu,“ sagði Ragnar. Bíódagar bestir BÍÓDAGAR, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, hlaut á laugardagskvöld Amanda-verð- launin sem besta norræna kvik- mynd ársins 1994 á kvikmynda- hátíðinni í Haugasundi í Noregi. í dómnefnd áttu sæti Marc Gervais, prófessor frá Montreal, Jean-Michel Mongrédien, stjóm- andi kvikmyndahátíðarinnar í Rúðuborg, og Karin Bamboro- ugh, kvikmynda- og sjónvarps- myndaframleiðandi frá Lundún- um. I umsögn dómnefndar sagði m.a. að myndin væri valin til sigurs vegna þess hve aðgengi- leg hún væri og að hún gæfi góða tilfinningu fyrir þjóðlegri menningu. Þá hlaut hún lof fyr- ir að vera ljóðræn og mannleg. Útaf undir Ingólfsfjalli Selfossi. Morgunblaðið. BIFREIÐ fór útaf Suðurlands- vegi undir Ingólfsfjalli á sunnu- dag og hafnaði á hliðinni í skurði. Fernt var í bifreiðinni. Þau sluppu með minniháttar meiðsl en eitt þeirra, eldri kona var flutt á Borgarspítalann til frekari rannsóknar. Bifreiðin var á leið austur er hún sveigði mjúklega út af veginum og ofan í skurðinn. Talið er að ökumaður hennar hafi fengið aðsvif. Fékkaðsvif í sýningu AÐALLEIKARINN í . söng- leiknum Hárinu fékk aðsvif að loknum 30 mínútna sýningar- tíma á sunndag og varð að af- lýsa sýningunni. Ingvar Þórð- arsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Lofts, sem setur sýninguna upp, sagði að Hilmir Snær Guðnason, sem fer með aðalhlutverkið, hafi verið með flensu á laugardag. Hann hefði talið sig betri á sunnudag. Hins vegar hafi raunin verið sú að hann hafi ekki staðist álagið og hnigið niður. Hilmir Snær verður tilbúinn á næstu sýn- ingu, en Hárið hefur verið sýnt 34 sinnum við húsfylli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.