Morgunblaðið - 30.08.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.08.1994, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ _____________________LISTIR Alltaf nóg að gera NICHOLAS Milton fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. * Listasafn Siguijóns Olafssonar Lokatónleikar sumarsins I . Hlín Pétursdóttir, sópr- an, er komin með starfs- samninga við óperuhús í Sviss og Þýskalandi fyrir næstu þrjú árín. Anna Sveinbjarnar- dóttir ræddi við söng- konuna þegar hún heim- sótti ísland nýverið. Hlín lýkur prófi frá óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg í lok þessa árs og er þegar komin með samninga til ársins 1997. Henni var boðið að syngja á árlegri ráðstefnu óperustjóra frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki í Mannheim í júní sl. og fékk þá boð um prufusöng í Bem, Kaiserlautern og Stuttgart. Eftir prafusöngin fékk hún samning á öllum stöðunum þremur. Hlín segir að það komi fyrir að einum og einum nemenda úr tónlist- arháskólanum í Hamborg sé boðið á þessa árlegu ráðstefnu, en einnig komi umboðsmenn frá Zentrale Biihnen-, Film- und Femsehvermittl- ung stundum í skólann og leiti að fólki og bjóði því á ráðstefnuna. Hlín hafði vakið athygli fyrir þátt- töku í óperuuppfærslu á vegum skól- ans á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart og fengið jákvæða um- fjöllun í þýskum dagblöðum. í gagn- rýni Hamburger Abendblatt segir m.a. að Hlín og annar söngvari, Jens Larsen, beri af í uppfærslunni og í Taz Hamburg að hún sýni frábæra túlkun í hlutverki Blonde og heilli áheyrendur með hreinum og geisl- andi sóprantónum. Að sögn Hlínar þurfti hún að syngja fyrir yfirmenn skrifstofunnar í höfuðstöðvunum í Frankfurt ásamt fólki frá Þýskalandi, Sviss, Austur- ríki og fleiri löndum. Alls sendi skrif- Útvarpsþátt- ur frumfhitt- ur í Regn- boganum ÚTVARPSÞÁTTURINN Guð er góður eftir Þorstein J. Vilhjálmsson verður framfluttur í kvikmyndahús- inu Regboganum fimmtudaginn 1. september nk. Þetta er í fyrsta skipti á íslandi sem þetta er gert og er tilefnið stofnun Hljóðmynda- verkstæðis Rásar 2. Þátturinn er um hjónin Kristján og Jóhönnu. Þau sitja inni í stofu heima hjá sér og eru að rifja upp atburði í lífi sínu með aðstoð segul- bandstækis. Á eftir frumflutningnum klukkan 17.00 verður þátturinn leikinn fjór- um sinnum fyrir almenning, klukk- an 19.00, 20.00, 21.00 og 22.00. Þannig verður hægt að kaupa sig inn á hann eins og hefðbundna kvikmyndasýningu. IJLPIJR Útigallar, smekkbuxur jogginggallar, flauels og gallabuxur, smekk- buxur o.f.l. Ný sending. Bamafataverslunin Bláskjár Suðurlandsbraut 52 S: 37 600 stofan 15 söngvara á ráðstefnuna í ár og var Hlín önnur af tveimur nemendum frá hennar skóla sem var boðið. Sviðsöryggi og góður söngur Að sögn Hlínar er það mjög upp og ofan hvort söngvarar fá síð- an samning eftir að hafa komið fram á ráð- stefnunni. Hún bendir á að þó að umboðs- skrifstofan telji fólk til- búið geti óperustjór- amir verið á annarri skoðun. Söngvararnir þurfi að sýna sviðsöryggi og góðan söng á örfáum mínútum eða þeim tíma sem tekur að flytja tvær aríur. Hlín bætir við að þeir sem útskrifist frá óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg fái oftast einhveija vinnu eftir útskrift en fólki þar þyki heil- mikið til þess koma að hún sé kom- in með fasta samninga. Sáralítið sé af lausum stöðum og mikill niður- skurður sé hjá þýsku leikhúsunum, t.d. sé ekki ráðið í stöður sem losna. Hlín segir að hún muni ljúka námi fyrr en hún ætlaði. Venjan sé að fólk fái frí þegar svona standi á en henni hafi verið boðið að taka loka- prófið milli jóla og nýárs og flytja þá það efni sem hún er að fást við fyrir fyrsta samninginn. Það er hiut- verk Valeneienne í Kátu ekkjunni og tvö minni hlutverk hjá óperanni í Bern en Hlín fékk gestasamning við þá óperu fyrir tímabilið desember 1994 tii júní á næsta ári. Því næst tekur við tveggja ára samningur við óperana í Kaiserlaut- em og er búið að ákveða að hún fari með hlutverk Despinu í Cosi fan tutte og Adele í Leðurblökunpi fyrsta árið. Að lokum gerði Hlín gesta- samning við óperuna í Stuttgart til tveggja ára, frá 1994 til 1996, og mun hún koma fram í hlutverki Ceprano greifynju í Rigoletto í 15 skipti hvort árið. Mikil tilhlökkun „Ég hlakka mikið til að fara að vinna mína vinnu. Þegar maður er í námi er maður að frá morgni til kvölds og tek- ur öllum boðum.“ Hlín segir að hún hafi haft mikið að gera við tón- leikahald alveg síðan hún hóf nám í Hamborg fyrir tveimur áram. Auk þess hafi hún verið með nemendur. Hún segist vera mjög fegin að hafa nýtt vel öll tækifæri sem hún fékk í Hamborg en glöð að geta nú einbeitt sér að einu í einu. Að sögn Hlínar hefur hún náð samningum við mjög góð óperuhús. Stærsta hlutverkið er í Bern. Stærsta óperuhúsið er í Stuttgart og segir Hlín hlutverkið þar agnarlítið en það sé byijun. Hún voni að ný tækifæri komi þegar þessari þriggja ára törn sé lokið og hún geti haldið áfram að starfa sem söngkona. Að sögn Hlínar vildi hún verða söngkona þegar sem barn. „Þegar ég var sjö ára fór ég í óperuhús og hlustaði á Carmen. Þá hugsaði ég strax, þetta er það eina fyrir mig.“ Þegar hún var að vaxa úr grasi beindust þó sjónir hennar að öðram störfum. Um tíma var draumurinn að verða dýralæknir og lengi var hún að hugsa um að fara í bókmennta- fræði og tungumálanám. „Ég ætlaði að vera skynsöm og fara í Háskóla íslands en síðan gekk söngurinn vel og ég fór út í þetta.“ Hlín segir að henni líði mjög vel í Þýskalandi. Hún sé hálfþýsk og eigi þar skyldfólk. Samt fái hún allt- af heimþrá á vorin og verði að kom- ast til Islands að minnsta kosti einu sinni á ári. Hún bætir við að það sé ekki lokkandi að koma hingað eftir að fá tækifæri til að syngja úti. Þar sé markaðurinn stærri. Hún vilji ekki með þessu gera lítið úr íslensku tónlistarlíf! því að listgæðin séu ekk- ert meiri í Þýskalandi en hér, þar sé einfaldlega fleira fólk. NICHOLAS Milton fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari leika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í kvöld 30. ágúst kl. 20.30. Á efnisskrá eru eftirtalin verk: Vorsónatan eftir Ludwig van Beethoven, Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Claude Debussy og Rapsódía nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Béla Bartok. Ástralsk-franski fiðluleikarinn Nicholas Milton stundaði tónlist- arnám við Sydney Conservatorium og Victorian College of the Arts. Hann kom til Bandaríkjanna árið 1987 sem gestanemi í boði Michig- an State University og lauk mast- ersnámi þar árið 1989. Nicholas hefur unnið til margra verðlauna m.a. gullverðlaun í Sleider fiðlu- keppninni 1989, Naumburg Schol- arship (1991) frá Juilliard tón- listarskólanum og Felix Salzer Technique of Music Award (1994) frá Mannes College of Music í New York. Nicholas hefur komið fram víða á einleiks- og kammertónleikum m.a. í Weill hljómleikasalnum í Camegie Hall og Avery Fischer Hall í Lincoln Center iistamiðstöð- inni í New York. Nicholas stundar j nú doktorsnám í fiðluleik við City i University of New York en starfar að auki við Mannes College of Music og New York Chamber Symphony. Nicholas Milton og Nína Mar- grét hafa starfað saman í eitt ár og komið víða fram á New York svæðinu. Þau hafa verið ráðin sem starfandi dúó (artist-duo-in-resid- j ence) við Bloomingdale tónlistar- skólann í New York. íslensk jazzhátíð að hefjast RÚREK jazzhátíðin 1994 verður haldin dagana 4. til 10. september nk. Heiðursgestur hátíðarinnar era danski bassasnillingurinn Ni- els-Henning 0rsted Pedersen og kona hans Solveig, en þetta er í níunda skipti sem Niels-Henning kemur til íslands til tónleikahalds. Hann leikur ásamt píanistanum Ole Kock Hansen við opnun Rú- Rek í útvarpshúsinu og eru ís- lensk þjóðlög á efnisskránni. Einnig mun hljómsveit Carls Möll- ers leika við opnunina og syngur Ellen Kristjánsdóttir með hljóm- sveitinni. Um kvöldið verða tónleikar trí- ós Niels-Hennings í Súlnasal Hót- el Sögu og bætist trommarinn Alex Riel í hópinn. Þetta er sama tríóið og Niels-Henning lék með í Norræna húsinu í desember 1977, í fyrsta skipti sem hann heimsótti ísland. Segja má að þeir tónleikar hafí orðið upphaf að hinni nýju jazzvakningu á ís- landi. Aðrir tónleikar Auk tónleika Niels-Henning verða tónleikar á Hótel Sögu föstudagskvöldið 8. og laugar- dagskvöldið 9. september. Á föstudagskvöld leikur Stórsveit Rykjavíkur undir stjóm banda- ríska trommarans Bob Grauso og samnorræni septettinn Jazz of C-H-O-R-S. Lokatónleikar RúRek verða á laugardagskvöld. Þar leik- ur Tala tríóið tónlist af meiði heimstónlistarinnar og kvartett Archie Shepps blæs blúsaðan jazz jafnt sem klassískan. Hljómsveit Hilmars Jenssonar, gítarleikara, ásamt Tim Berne, leikur í í Tunglinu 6. september og Mezzoforte ásamt norska saxo- fónleikaranum Káre Kalve á sama stað fimmtudagskvöldið 8. sept- ember. Verður það upphafíð á heimstónleikaferð þeirra 1994. Smekkleysa kynnir svo David Byrne á RúRek, en tvennir tón- leikar verða með hljómsveit lians í Háskólabíó, þar sem hann leikur m.a. gömul Talking Head lög í bland við nýjar tónsmíðar. Kvartett Hilmars Jenssonar Hilmar Jensson, gítarleikari, hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra jazzleikara af yngstu kynslóðinni og enginn annar ís- lendingur hefur lagt jafn mikla rækt við hinn nýja fijálsa jazz sem er kenndur við menn á borð við John Zom, Bill Frisell og Tim Berne. Hann dvaldist síðasta ár í New York og lék með ýmsum þessara manna og á RúRek mun hann leika með Tim Beme altó- og barrýtonsaxofónleikara, Chris Speed tenórsaxofón- og klarinett- leikara og Jim Blake trommuleik- ara. Chris Speed og Jim Blake hafa komið til íslands tvisvar áður og leikið með Hilmari og Skúla Sverrissyni bassaleikara. Þeir hafa einnig leikið undanfarið í hljómsveit Tim Berne: Tim Ber- ne’s Bloodcount. Tim Berne hefur gefið út fjölda geislaplatna undir eigin nafni og fékk sú síðasta, Diminutive Mysteries, fjögurra og hálfrar stjömu dóm í tónlistar- tímaritinu down beat. Archie Shepp kvartettinn Arehie Shepp öðlaðist heims- frægð er hann hljóðritaði Four for Trane fyrir Impulse árið 1964. í gegnum tíðina hefur tónlist Arc- hie tekið miklum breytingum. Hann hefur orðið fyrir áhrifum frá blús og sól tónlist, bíboppi og Chicagoframúrstefnu. Hann hefur fyrst og fremst leikið með eigin hljómsveitum en lék þó um tíma með Lester Bowie og hefur hljóð- ritað með m.a. Max Roach, Niels- Henning og Horace Parlan, sem er píanisti í kvartetti Archie. Bas- saleikari kvartettins er Wayne Dockery og trommari Steve McCraven. Stórsveit Reykjavíkur og Jazz of C-H-O-R-S Stórsveit Reykjavíkur leikur á RúRek undir stjórn bandaríska trommuleikarans og hljómsveitar- stjórans Bob Grauso útsetningar eftir hann. Bob Grauso lék um tíma í Stórsveit bandaríska hers- ins á Keflavíkurflugvelli og kynnt- ist þá mörgum íslendingum og kenndi ýmsum á trommur. Hann gaf út hljómplötu með Gunnari Ormslev og félögum þar sem hann lék sjálfur á trommur. Jazz of C-H-O-R-S er skipuð sjö jazzleikuram frá höfuðborgum Norðurlandanna fimm. Frá Kaup- mannahöfn koma tenórsaxofón- leikarinn Fredrik Lundin og gítar- leikarinn Bjarne Roupé, sem er þó sænskur en lék um margra ára skeið með Stórsveit danska út- varpsins. Frá Helsinki kemur trommarinn Jukkis Uotila og frá Osló kemur bassaleikarinn Carl Morten Iversen. Frá Reykjavík koma saxofónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, og frá Stokkhólmi kemur trompetleikarinn Ulf Adá- ker. Ókeypis jazzklúbbar og götujazz Frá mánudegi til fimmtudags-/ kvölds verður jazz leikinn á Fóget- anum, Horninu/Djúpinu, Kaffi Reykjavík og Kringlukránni. Þar koma fram margir þekktustu jazzleikarar fslands. Til að lífga uppá miðbæjarlífið mun hljóm- sveitin kamivala leika á Ingólfs- torgi og Stórsveit Rykjavíkur í Ráðhúsinu. Tónleikar á RúRek verða um þijátíu og þeir sem Vilja hlusta á allt þurfa að borga um 8.000 kr. Seldir eru sérstakir afsláttarpakk- ar á alla tónleika nema David Byrne og Mezzoforte, og kostar stykkið kr. 5.000. Forsala að- göngumiða er í Japis, Brautaholti. Morgunblaðið/Sverrir Hlín Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.