Morgunblaðið - 30.08.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.08.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 25 AÐSENDAR GREINAR Um þjónustu- gjöldbanka Sölvi Eysteinsson ÞAÐ ER víst að bera í bakkafullan lækinn að ræða um gjaldskrá þá sem ís- lenskir bankar hafa nýlega ákveðið fyrir þá þjónustu að geyma fé landsmanna og greiða það svo til baka eftir þörfum við- skiptavinanna gegn ávísunum þeirra eða debetkortaúttektum. í Morgunblaðinu 24. ágúst er greint frá því að gíróreikningum hafi fjölgað mjög upp á síðkastið þar sem fólk sætti sig mjög illa við auka- kostnað af ávísana- og debetkorta- viðskiptum. Þetta er ef til vill kjarni málsins. Almenningi finnst að bankamir eigi að geta haft það mikinn hag af því að fá peninga inn í bankana þótt þeir séu skuld- bundnir til að greiða þá út án fyrir- vara að þjónustugjöld fyrir færslur af reikningum séu ekki einungis Hefur Samkeppnis- stofnun sagt sitt síðasta orð um nákvæmlega sömu gjaldtöku allra banka? Þannig spyr Sölvi Eysteinsson í þessari grein. Ef bank- arnir mega hafa samráð af þessu tagi, hvers vegna mega olíufélögin það ekki, svo dæmi sé tekið? óviturleg, heldur og óréttmæt. Þau er óviturleg vegna þess að þau fæla almenning frá bönkunum, en það ætti öllum lýðum að vera ljóst, ekki síst bankamönnum, að án viðskiptavina er lítill grunnur fyrir rekstri. Bankarnir verða að laða fé til sín til að geta lánað það út aftur með hagnaði þeim sem fellst í vaxtamun. Bankarnir eru hér á mjög hálum ís því að þeir eru í bullandi samkeppni við verðbréfa- sjóði, þ. á m. ríkissjóð lands- manna, sem draga orðið til sín stóran hluta af sparnaði almenn- ings. Bankarnir hafa því ekki efni á því að fæla almenning burt með fé sitt. Með gjaldtöku sinni fyrir ávísana- og debetkortafærslur eru bankarnir því að grafa sína eigin gröf. Öll málsmeðferð í sambandi við inn- leiðslu debetkortanna hefur verið eitt alls- heijarxlúður og er kominn tími til að ráðamenn bankanna viðurkenni þetta og sjái sig um hönd. I stað þess að koma á beingreiðslum með debetkortum með fyr- irkomulalgi sem bæði verslanir og almenn- ingur gæti sætt sig við og náð með því hagræði sem væri ótrúlega mikið bæði fyrir almenning og bankana sjálfa, fara bankarnir leið sem beinir okkur marga áratugi til fortíðar. Nú fer almenningur að nota seðla í vaxandi mæli, sem hlýtur að vera allra dýrasti miðillinn sem fyrirfinnst í greiðslukerfi okkar. Ekki fæ ég séð að talning seðla í bönkunum sé ódýrari en færslur á tölvuskjá. Seðlarnir eru dýrir í framleiðslu og hljóta að vera þjóð- hagslega miklu óhagkvæmari en rafeindafærslur. Svo er verið að reyna að telja fólki trú um að þjón- ustugjöld bankanna í þessu efni séu lægri hér en erlendis. Eg leyfi mér að vefengja þetta. Að minnsta kosti er það ekki svo í því landi erlendis sem ég þekki best til, Englandi. Nú fyrir nokkrum dög- um tók ég heim með mér úr Nat- ional Westminster Bank, sem er einn af fímm stærstu bönkum Englands, upplýsingar um þjón- ustugjöld þar. Eftirfarandi er þýð- ing á upplýsingum um kjör þeirra sem hafa ávísanareikninga hjá bankanum: Þeir sem hafa inn- stæðu á reikningi sínum greiða engin almenn þjónustugjöld. Ef reikningurinn er í plús, þarf ekki að greiða bankanum nein gjöld og er þá eftirfarandi þjónusta alveg ókeypis: Beingreiðslur með debet- korti (Switch). Greiðslur reglu- bundinna reikninga fyrir hönd við- skiptavinarins. Notkun hrað- banka, en flestir hraðbankar geta líka gefíð upplýsingar um inn- stæðu á reikningi og tekið við pöntunum á reikningsyfírlitum og tékkheftum. Notkun hraðbanka annarra bankastofnana. Reikn- ingsyfirlit með reglulegu millibili eins oft og viðskiptavinurinn vill. Ávísanahefti, inngreiðsluhefti og veski eða klemma fyrir reiknings- yfirlit. Símaþjónusta allan sólar- hringinn fyrir þá sem hana kjósa. Viðtalstímar við stjórnendur bank- ans, t.d. ef viðskiptavinurinn vill fá ráðleggingar af einhveiju tagi. Allar venjulegar ráðleggingar og aðstoð. Sérfræðiaðstoð við fjár- Fyrir smærri fyrirtæki og heimili • ASeins kr. 39.900 stgr. i Verð áður kr. 49.900 stgr. i Sjálfvirkur faxskynjari. » FullkomiS símtæki meS skjámynd. » 8 númera beinvalsminni o.m.fl. f^SÍNWIRKINN Símtœlq Hf. Hátúni 6a, slmi 614040 festingu, eftirlaun og önnur mál. Þjónustulína bankans — en um hana er hægt að hringja ókeypis til að fá svör við spurningum, at- hugasemdum og kvörtunum sem útibú viðskiptavinarins hefur ekki getað greitt nægilega vel úr. Þar að auki greiðir bankinn vexti af innstæðum á tékkareikningum og er þeim bætt við reikninginn í lok hvers mánaðar. Ef viðskiptavinur- inn tekur út meira en hann á inni, þarf hann aftur á móti að greiða bankanum ákveðið þjónustugjald auk vaxta og eru þau kjör óhag- stæðari ef hann hefur ekki til- kynnt bankanum það fyrirfram. í flestum tilfellum er þó hægt að semja við bankann um yfírdráttar- heimild að ákveðnu marki án þess að greiða neitt fyrir hana, og þeg- ar samið hefur verið um hana, má nota hana eins oft og hver vill án þess að spyija kóng eða klerk. Hver var svo að reyna að telja okkur trú um að þjónusta erlendra banka væri dýrari en ís- lenskra? Mér sýnist af þessu að bankarnir hér gangi ótrúlega langt í að reyna blekkja almenning um þjónustugjöld erlendis. Það grát- broslegasta við þetta er að þeir skaða sjálfa sig mest en valda al- menningi um leið ómældum óþæg- indum. Er nokkur furða þótt bank- arnir hafí mætt andstöðu við þetta kerfí bæði í viðskiptaheiminum og hjá almenningi og að Neytenda- samtökin hafí látið málið til sín taka? Að síðustu mætti svo spyija: Hvar má finna samkeppni á milli bankanna um þjónustu við al- menning? Hefur Samkeppnis- stofnun sagt sitt síðasta orð uin nákvæmlega sömu gjaldtöku allra banka fyrir að færa ávísanir og greiðslur með debetkortum? Ef bankarnir mega hafa samráð af þessu tagi, af hveiju mega olíufé- lögin það ekki, svo að dæmi sé tekið? Spyr sá sem ekki veit. Höfundur erkennarí við Verzlunarskóla íslands. Fimleikar — byggja upp líkamann og gefa fallegar hreyfingar og börn temja sér holla lifnaóarhœtti Vetrarstarfið er að fara í fullan gang og í vetur verður KR með stúlknaflokka frá 5 ára aldri ásamt trompfimleikum. Skráning og greiðsla staðfestingargjalda ferframí KR-heimilinu þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. ágúst milli kl. 16 og 19. Upplýsingar í heimasíma 611247 (Sandra). Athugið, sama verð og í fyrra! Stjórn fimleikadeildar KR. Þessi auglýsing er styrkt af Frísport, Laugavegi 6. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 10.09.94-10.03.95 10.09.94- 10.03.95 10.09.94- 10.03.95 kr. 79.152,80 kr. 50.049,40 kr. 27.223,60**) *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30 ágúst 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.