Morgunblaðið - 30.08.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 30.08.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 31 EIRIKUR KRISTOFERSSON hæfa togarann, svo að þetta var í rauninni slysaskot. En það hafði mikil og góð áhrif. Erlendu togar- arnir hættu ekki á að reyna að komast undan okkur lengi eftir þetta. Það var altalað meðal skip- stjóranna að íslensku varðskips- mennirnir væru hin mestu fól og fantar; þarna hefðu þeir ekki hikað við að skjóta á þýska togarann miðjan!" Sjötugur var Eiríkur talinn óvinnufær, eins og nú er siðvenja, þótt hann væri enn við hestaheilsu og ætti ólifuð meira en þrjátíu ár. Hann settist þó ekki í helgan stein, þótt hann hætti hjá Gæslunni; eitt sinn fór hann með togara til Þýska- lands, tvívegis sigldi hann erlendum fragtskipum út á land; hann lét sig meira að segja hafa það að vera kontóristi á fasteignasölu hálfan daginn. Þetta síðasta skeið ævinnar tekur Eiríkur að sinna í ríkum mæli and- legum málefnum, en honum var gefin sterk skyggnigáfa í vöggu- gjöf. Á miðilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni birtist honum framliðinn læknir, Magnús Jóhannsson að nafni, og bauð honum að hafa sam- band við sig eins oft og hann vildi. Eiríkur þáði boðið og tók að biðja lækninn að hjálpa fólki, sem átti við veikindi að stríða - með ótrú- lega góðum árangri. Fólk leitaði til hans unnvörpum, sérstaklega árin sem hann dvaldi á Hrafnistu. Náttborð hans var jafn- an þakið minnismiðum með nöfnum þeirra, sem hann hafði verið beðinn um að biðja fyrir. „Ég tala við guð og góðar verur á hveiju kvöldi,“ sagði hann. „Ég bið fyrir þeim, sem óskað hafa eftir hjálp Magnúsar læknis, og það hefur lánast vel í mörgum tilvikum." Eiríkur taldi að sér væri ætlað að lifa útkomu nýrrar bókar um sig, sem sá dagsins ljós í fyrra, en síðan ekki söguna meir. Og hann reyndist sannspár, eins og svo oft áður. Honum þótti vænt um, hve bókinni var vel tekið. Ég færði hon- um jafnharðan gleðifregnir af góð- um dómum og mikilli sölu; og hann sagði mér í staðinn skemmtilegar sögur af viðbrögðum vistmanna og starfsfólks á Hrafnistu. „Nú er illt í efni,“ sagði hann eitt sinn, en var grunsamlega íbygginn á svip og sposkur. „Ein af eftirlætis stúlkun- um mínum kom til mín áðan gust- mikil í fasi og glóandi af reiði. „Réttast væri að ég hirti þig, Eirík- ur,“ sagði hún. „Þú ert búinn að gera stelpurnar hérna ódauðlegar í þessari bókarnefnu þinni, en minn- ist ekki einu orði á mig; ég sem hef baðað þig og dekrað við þig í mörg ár!“ Ég heimsótti Eirík síðast á af- mælisdegi hans, 5. ágúst síðastlið- inn. Hann var þá sárlasinn; hafði ekki haldið niðri mat í fjóra sólar- hringa og var með sáran verk fyrir bijósti. Engu að síður spjallaði hann við mig og spaugaði, eins og hann var vanur. „Eg lofaði góðri vinkonu minni hér á Hrafnistu um daginn að ég skyldi heimsækja hana um leið og ég væri allur,“ sagði hann. „Hún fagnaði því, en spurði síðan, hvernig hún gæti vitað að það væri ég, sem til hennar kæmi, ef hún yrði vör við eitthvað. „Ég ætla að pota í naflann á þér,“ sagði ég; og hún fór að skellihlæja.“ „Gamanmál eru nauðsynleg," sagði hann öðru sinni, „en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir betur en aðrir.“ Um leið og ég votta aðstandend- um dýpstu samúð, kveð ég Eirík Kristófersson hinstu kveðju með þakklæti fyrir of stutt en ógleyman- leg kynni og ósk um vellíðan í nýrri veröldi „Ég óttast ekki dauðann,“ sagði hann, „þvert á móti hlakka ég til að fá að fara. Þá lýkur hér- vistardögum mínum. Og annað líf tekur við.“ Kveðja frá Skipsljórafélagi íslands Sextánda ágúst sl. andaðist Eirík- ur Kristófersson skipherra, 102 ára að aldri. Eiríkur fór til sjós þegar á ung- lingsárum eins og þá var títt og byijaði sjómennsku sína á skútum frá Patreksfirði. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1918 og var eftir það stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum til ársins 1924, en eftir það var hann allan sinn starfsaldur á skipum Landhelgisgæslunnar, lengst af skipherra. Hann lét af störfum þar haustið 1962. Eiríkur var einn af stofnendum Skipstjórafélags íslands 16. apríl 1936, og er hann síðasti stofnfélagi þess sem kveður þennan heim. Hann var í stjórn félagsins frá 1953 til 1962 og fulltrúi þess á þingum FFSÍ og í Sjómannadagsráði um árabil. Eiríkur sýndi stéttarfélagi sínu mikla ræktarsemi alla tíð og í eigu félagsins er nú safn hæstaréttar- dóma, Sjómannablaðið Víkingur frá upphafi, hluti af bréfasafni hans og bestik sem hann notaði í Stýri- mannaskólanum. Allt eru þetta ómetanlegir hlutir er stundir liða. Á fimmtíu ára afmæli Skipstjórafélags íslands árið 1986 var Eiríkur gerður að heiðursfélaga þess. Eiríkur varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi fyrir ötula framgöngu sína, hnyttin tilsvör og hyggindi við landhelgisstörf og björgun skipa. Þótt kunnur sé hann fyrir fram- göngu sína í átökunum við Breta, þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 12 sjómílur 1958, ber þó hæst aðstoð hans og björgun á skipum og mönnum, en alls átti hann þátt í að aðstoða og bjarga 640 skipum, bátum og áhöfnum þeirra úr sjávar- háska, þar sem oft var tvísýnt um líf eða dauða. Fyrir störf sín var Eiríki sýndur margvíslegur sómi og sæmdur fjölda heiðursmerkja, ís- lenskra og erlendra. Eiríkur hafði dulræna hæfileika og oft bar fyrir hann það sem ekki verður skýrt eða skilgreint á venju- legan hátt úr umhverfinu. Sjálfur taldi hann að margt af því sem hann fékk vitneskju um eftir dular- leiðum hafi komið sér að gagni og oft ráðið úrslitum um árangur sinn á sjónum. Ég, sem þessar línur rita, var svo heppinn að byija mína sjómennsku með Eiríki og hans góðu áhöfn á vs. Þór árið 1956 og hlaut þar mína fyrstu kennslu í starfí sem ég valdi mér að ævistarfi. Eiríkur var af- bragðs góður sjómaður og stjórn- andi, þar fór saman kapp og reynsla sem hann lærði að nýta sér í ára- tuga skipstjórn sinni. Ég hélt alla tíð sambandi við Ei- rík og heimsótti hann á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann dvaldi síðustu árin. Það gladdi hann alltaf að fá heimsóknir og hann rifjaði oft upp gamlar minningar frá fyrri árum, en hann var hafsjór af fróð- leik og naut þess að segja frá í góðu tómi. Það er löng léið að baki frá Brekkuvelli á Barðaströnd þar sem lagt var upp 5. ágúst 1892, í Hrafn- istu þar sem ferðinni lauk 16. ágúst 1994. Þegar ég leit til Eiríks sl. vor talaði hann um að ævin væri orðin nokkuð löng og senn færi að stytt- ast hjá sér í þessu jarðlífi, fyrir sig væri það eins og að stíga yfir þrö- skuld, svo sannfærður væri hann um annað líf. Eiríkur var furðu ern og hélt virðingu sinni og reisn alla tíð. Ég kveð Eirík Kristófersson skip- herra með söknuði og virðingu, mér reyndist hann alla tíð sannur dreng- skaparmaður. Fyrir hönd Skip- stjórafélags íslands þakka ég sam- fylgdina og velvilja hans í garð fé- lagsins. Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Aðstandendum hans votta ég samúð. Heiðar Kristinsson, formaður Skipstj órafélags íslands. í dag verður til moldar borinn frá Hallgrímskirkju Eiríkur Kristófers- son, fyrrum skipherra hjá Landhelg- isgæslunni. Eiríkur var um áraraðir einn af ötulustu skipherrum Land- helgisgæslunnar og gætti laga og réttar íslensku þjóðarinnar á úthaf- inu með festu og skörungsskap. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að byija mín fyrstu sjó- mannsspor hjá Landhelgisgæslunni undir stjórn Eiríks Kristóferssonar árið 1946 á Óðni litla, eins og hann var seinna kallaður. Öðinn var tré- skip, smíðaður á Akureyri 1939 og mældist 72 tonn. Á þeim tíma var fiskveiðilandhelgin þijár sjómílur og tugir erlendra fiskiskipa að veiðum allt í kringum landið. Þótt vera mín á Óðni, undir stjóm Eiríks, yrði ekki löng að þessu sinni, áttum við seinna meir eftir að sigla mikið sam- an á varðskipunum Þór og Óðni III. Eins og ég gat um í upphafi, sýndi Eiríkur festu og skörungsskap í starfí sínu sem skipherra. Það var eitt af einkennum hans að ef hann kom að erlendu skipi innan íslenskr- ar landhelgi, og það hafði ekki uppi þjóðfána sinn, var því tafarlaust skipað að heisa þjóðfánann. Man ég ekki til þess í eitt einasta skipti að það liði langur tími áður en þjóð- fáni viðkomandi skips væri kominn að húni. Eiríkur var trúaður maður og taldi ýmsar góðar vættir stjórna aðgerðum sínum, bæði til varnar landhelginni og björgun manna úr sjávarháska. Hann var óspar á að segja okkur yngri mönnunum frá ýmsum atburðum í starfi sínu sem tengja mátti hinum ósýnilegu öflum sem hann taldi sig standa í þakkar- skuld við vegna margra giftusam- legra bjargana sem hann hafði átt þátt í. I daglegri umgengni var Ei- ríkur hæglátur maður en gat þó látið hvessa ef honum mislíkaði störf eða framkoma manna. Það var oft glatt á hjalla í messanum þegar menn söfnuðust þar saman yfir kvöldkaffinu og urðu þess heiðurs aðnjótandi að hlusta á þá félagana Eirík skipherra, Kristján Siguijóns- son yfirvélstjóra og Steingrím Matt- híasson loftskeytamann ræða sam- an um lífíð og tilveruna, því þeir voru oftast á öndverðum meiði, sem gerði umræðumar enn líflegri. Þar flugu oft hnyttileg tilsvör milli þess- ara öldnu kempna, viðstöddum til mikillar ánægju og urðu ýmis tilsvör þeirra fleyg um varðskipaflotann. En allt var þetta græskulaust gam- an og enginn fór sár úr þessum umræðum. Eiríkur var góður sjómaður og fór vel með skip og skipshöfn þegar sigldur var krappur sjór. í tóm- stundum sínum um borð stundaði hann lestur góðra bóka. Áttu varð- skipin þá góð bókasöfn sem þeim hafði áskotnast í gegnum árin frá velunnurum Landhelgisgæslunnar sem árlega sendu eina eða fleiri bækur í safnið. Um borð í þeim varðskipum sem Eiríkur stjómaði sá hann um vörslu bókasafnsins og var vel passað upp á bækurnar og þær meðhöndlaðar af mikilli um- hyggju. Um ævi og lífsstarf Eiríks hafa verið skrifaðar þtjár bækur og getur hver sá sem þær les séð hversu lit- ríkt og afkastamikið æviskeið Eiríks var. Um leið og ég votta börnum og öðrurn aðstandendum Eiríks Kristó- ferssonar mína innilegustu samúð, bið ég Guð um að blessa minningu hinnar öldnu kempu sem nú er horf- in sjónum. Helgi Hallvarðsson. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2.FL.B1985 Hinn 10. september 1994 er átjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 18 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.491,90 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1994 til 10. september 1994 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 18 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 12. september 1994. Reykjavík, 30. ágúst 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS Mciga FLÍSÁR rr m i rm M rh ! . uwu 9 P5 11 nnPRir UIVILLU hinia □E ni □ □jj LLJ Stórhöfða 17, vtð Gullinbrú, sími 67 48 44 Bílamarkadurinn Kopavogi, sími 571800 Renault Clio RN '93, rauður, 5 g., ek. 24 km. V. 820 MMC Canter 3 tonna '87, diesel, 5 g., ek. 83 þ. km. Ath. með krana og sturtu. V. 1.280 þús. Cherokee Laredo 4.0 L '90, sjólfsk., ek. 88 þ. km., álfelgur, rafm. í rúöum o.fl. V. 1.950 þús. Sk. ód. Suzuki Sidekick JLX '91, 4ra dyra, rauð- ur, 5 g.t ek. 61 þ. km., 30" dekk, rafm. í rúðum o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.650 þús. Honda Civic LSI '92, rauður, sjólfsk., ek. 18 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. V. 1.180 þús. Cherokee Laredo 4.0 L '88, blár, sjálfsk., ek. 113 þ. km., sóllúga, ólfelgur, m/spili o.fl. V. 1.550 þús. Chevrolet Blazer S-10 4.3I '88, sjálfsk., ek. 105 þ. Toppeintak. V. 1480 þús. Daihatsu Feroza special EL-II EFI '90, 5 g., ek. 34 þ. km., hvítur, toppeintak. V. 1.150 þús. Fiat Uno 455 '91, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 33 þ. km. V. 490 þús. Ford Orion 1600 CL Sedan '87, rauður sjálfsk., ek. 100 þ. km. V. 370 þús. Honda Civic GTI 16v '88, 5 g., ek. 98 þ. km., sóllúga o.fl. V. 690 þús. Honda Civic GLI '90, rauður, 5 g., ek. 78 « þ. km., sóllúga, spoiler o.fl. V. 800 þús., sk. ód. Honda Prelude EXi '92, sjálfsk. m/öllu, ek. 55 þ. km. V. 1.950 þús. Honda Civic GL Sport '90, 5 g., ek. 76 þ. km. V. 750 þús. Isuzu Rodeo LS V6, '91, grænsans., sjálfsk., ek. 65 þ., sóllúga, rafm. í öllu, ólfelgur, útvarp+geislasp. Vandaður jeppi. V. 2.450 þús. Góð lán. Mazda 323 F 16v Fastback, 5 dyra, 5 g., ek. 52 þ. km., m/öllu. V. 1.150 þús. Mazda 323 LX '90, 3ja dyra, 5 g., ek. 59 þús. km., álfelgur o.fl. V. 630 þús. MMC Lancer GLX '89, 5 g., ek. 67 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 690 þús. MMC L-300 minibus 4x4 '93, 5 g., ek. , aöeins 10 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 2.250 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi hlaðbakur '91, rauð- ur, sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 990 þús. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 80 þ. km., v V. 650 þús. Einnig MMC Colt GLX '89, T ek. 94 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 590 þús. MMC Galant GLXi Super salon hlaðbak- ur '92, sjólfsk., ek. 32 þ. km. Einn m/öllu. V. 1.590 þús., sk. ód. MMC Lancer GLXi hlaðbakur '92, grá- sans, sjólfsk., ek. aöeins 13 þ. km., rafm. i öllu o.fl. V. 1180 þús. Nissan Sunny 2000 GTI '92, 5 g., ek. 40 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, ABS o.fl. Peugout 106 XR '92, 5 g., ek. 46 þ. km. V. 680 þús. Peugout 205 GTi 1.9 '89, 5 g., ek. 90 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, álfelgur o.fl. V. 850 þús. Peugout 205 Junior '91, dyra, ek. 35 þ. km. V. 490 þús. Subaru XT Coupó Turbo 4x4 '86, 2ja dyra, sjálfsk., ek. 100 þ. km. V. 650 þús. Subaru Justy J-10, '88, 5 g., ek. 78 þús. km. V. 420 þús. stgr. Subaru Station '87, blár, 5 g., ek. 109 þ. km. Toppeintak. V. 680 þús. Fjöldi bfla á skrá og á staðnum. Gylfi Gröndal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.