Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 34

Morgunblaðið - 30.08.1994, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMIIMNING t Eiginmaður minn og faðir okkar, BENEDIKT F. ÞÓRÐARSON fv. sendibflsstjóri, Álftamýri 26, Reykjavik, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt sunnudagsins 28. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný Jónsdóttir og börn. t Elskulegur eiginmaður minn og bróðir okkar, BJÖRN EINARSSON, Kleppsvegi 120, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum laugardaginn 27. ágúst. Gertrud Einarsson, Halla Einarsdóttir, Jónas Einarsson, Ingimar Einarsson. t Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRÐURKÁRASON fyrrverandi lögregluvarðstjóri, Sundlaugavegi 28, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 29. ágúst. Elin Gísladóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIG. GUNNAR SIGURÐSSON fyrrverandi varaslökkviliðsstjóri, andaðist aðfarariótt 29. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Sigurðsson, Helga Halldórsdóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson, Guðrún B. Björnsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR, sem andaðist á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, 23. ágúst, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 14.00. Sigrún Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson, Ásdis Jónsdóttir, Gunnþóra Jónsdóttir, Sveinn Jónsson, Auður Kinberg, Ingigerður Jónsdóttir, Þorvaldur Baldvinsson, Arngrímur Jónsson, Gigja Kristbjörnsdóttir, Gunnar Jónsson, Alice Christensen og ömmubörn. Ástkær móðir okkar, LÁRA JÓHANNSDÓTTIR frá Laugum, Karfavogi 36, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudag- inn 29. ágúst. Ólöf H. Agústsdóttir, Jóhann Ágústsson, Halldóra Agústsdóttir, Andrés M. Ágústsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og tengdasonur, SIGURÐUR ÖRN HJÁLMTÝSSON, Fannafold 10, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 20. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Félag nýrnasjúkra. Erna Árnadóttir Mathiesen, Árni Matthfas Sigurðsson, Eygló Hauksdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Friðbjörn Björnsson, Hjálmtýr Sigurðsson, Helga G. Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lárus Bjarnason, Svava E. Mathiesen, barnabörn og barnabarnabörn. ÞORBJORG AGUSTINA EGGERTSDÓTTIR ÞEGAR við minnumst elskulegrar ömmu okk- ar, Þorbjargar Ágústínu Eggertsdóttur, sem hefði orðið 100 ára í dag, 30. ágúst, er okkur efst í huga þakklæti fyrir umhyggju hennar. Gústa amma fæddist að Hafurstöðum í Kol- beinsstaðahreppi. Hún var fjórða barn í röð ellefu systkina. Móðir hennar, Rósa Helga- dóttir, fæddist að Glammastöðum í Svínadal árið 1867 og faðir hennar, Eggert Benjamínsson, fæddist 1857 að Hömrum í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Rósa var mikil búkona, ættfróð með afbrigðum og vinnusöm. Sagt var að hún hafi gengið pijónandi frá Hrófbjörgum að Hafurstað og var sú vegalengd talin vera fjögurra tíma röskur gangur. Eggert hafði yndi af ljóðum og var sjálfur hagmæltur. Hann orti vísur við ýmis tækifæri og var bæði fróðleiksfús og sískrif- andi hugleiðingar og drög að sögum. Hann orti vísur um börnin sín og í vísunni um ömmu kemur fram að Þorbjörg hafi verið þæg og hlýðin og iðin við að pijóna. Það þarf því engan að undra að amma skyldi kenna okkur barna- börnunum að pijóna. Handbragð hennar var allt yfirvegað og var hún listakona með pijónana sína. Amma kenndi okkur einnig lestur og skrift og að biðja bænir og þakka Guði. Um tvítugt fluttist amma til Reykjavíkur og vann ýmis þjónustu- störf. Áð Uppsölum starfaði hún við fram- reiðslustörf og minntist hún oft með gleði ýmissa kunningja frá þeim tíma. Nokkrum árum eftir að amma fluttist í höfuðborgina fluttust foreldrar hennar og sumt af frænd- fólkinu til Hafnarfjarðar. En það kom oft fyrir að amma lagði á sig að ganga á milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar til þess að njóta áhugamála sinna þar, en hún hafði yndi af að spila á spil. Einn bróðir hennar gerðist at- vinnubílstjóri og eftir að hann eign- aðist bifreið fóru þau iðulega sam- ferða í Fjörðinn og var ævintýrablær yfir þeim minningum hennar. Amma og Karl Vilhjálmsson eign- uðust eina dóttur, Guðnýju Vilhelm- ínu, árið 1922. t Föðurbróðir okkar, ÓLAFUR BRIEM fyrrverandi menntaskólakennari, Laugarvatni, lést á heimili sínu sunnudaginn 28. ágúst. Katrin, Ólöf og Brynhildur Briem. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VALGERÐUR GUÐNÝ ÓLADÓTTIR, Álftamýri 4, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Friða Margrét Guðjónsdóttir, Ólafur Bjarnason, Garðar Guðjónsson, Guðlaug Haraldsdóttir, Magnús Guðjónsson, Hannes Guðnason, Erla Bjarnadóttir, Friðgeir Guðnason, Kristín Ragnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu MARGRÉTAR EYJÓLFSDÓTTUR, Eystra-íragerði, Stokkseyri. Jón Kristinsson, Ólaffa Kristín Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Hafsteinn Jónsson, Erla Karlsdóttir, Gylfi Jónsson, Dagbjört Gísladóttir, Ófeigur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÓSKARSPÁLS ÁGÚSTSSONAR, Mánagötu 5, Reykjavík. Ágúst Óskarsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Anna Lilja Kjartansdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Geoffrey Shelton og barnabörn. Guðný var ömmu sannkallaður sólageisli og var mjög kært á milli þeirra alla tíð. Guðný giftist Ágústi Óskari Sæmundssyni, rafvirkja- meistara, og eignuðust þau börnin Álfrúnu Eddu, Daða, Gústaf Þór, Hrönn, Barða, Auði Björk og Hörð. Amma hélt verndarhendi yfir barna- hópnum og hlúði vel að öllum enda gjöful og ástrík að eðlisfari. Hún bjó að Skólabraut 1 á Seltjarnarnesi, að heimili foreldra okkar. Á sjötta ára- tugnum opnuðu dóttir hennar og tengdasonur matvöruverslun á jarð- hæðinni. Mæðgurnar sáu um rekstur og afgreiðslu og vildi amma hafa röð og reglu á öllum hlutum. Hún vann öll sín störf vel og hljóðlega. Hún hafði alveg sérstakt lag á börnum og ef hún gat ekki breytt gráti í gleði með sinni Ijúfu lund, þá gat það enginn. Hún tók á móti mörgum börnum í fjölskyldu sinni og vakti yfir þeim fyrstu stundimar í lffi þeirra og hefðu ljósmóðurstörf eflaust hentað henni vel. Amma hafði yndi af blómum og var natin við þau eins og börnin. Hún tók ríkan þátt í uppeldi okkar og hafði mótandi áhrif á viðhorf og skoðanir okkar barnabarnanna. Margs er að minnast frá þessum ámm, bæði frá leikjum og fjölbreytt- um störfum. Það var t.d. stór dagur í lífi okkar þegar farið var með þvott í Þvottalaugarnar og nesti tekið með því að staðið var allan daginn við þvotta. Einnig voru eftirminnilegir dagar þegar farið var með Laxfossi í Borgames og haldið að Lækjarkoti þar sem frændfólk ömmu bjó. Amma er okkur ógleymanleg, einkum fyrir það hve kvik hún var í hreyfingum, létt í lund, elskuleg og gjöful -kona sem bar höfuðið hátt fram á elliár, fríð og fínleg. Hún var draumspök og glúrin að ráða eigin drauma og annarra. Hana dreymdi að hún næði ekki áttræðisaldri og var búin að undirbúa jarðarför sína þegar kallið kom. Hún vildi fá að sofna svefninum langa heima og varð henni að ósk sinni en hún fékk hvíldina í örmum elsta bamabarns síns, sem hún tók á móti í þennan heim þijátíu árum áður. Gústa amma sótti styrk og kraft í trúna og var lífinu þakklát fyrir allt og fór reglulega í Dómkirkjuna. í til- veru hennar voru Passíusálmarnir fastur punktur og las hún þá sjálf meðan á upplestri úr hljóðvarpi stóð. Biblían var henni kær og drógum við bamabömin svokallaða gimsteina, þ.e. texta á litlum spjöldum og las hún fyrir okkur og útskýrði boðskap þeirra. Hún trúði að hin hvítu öfl myndu sigra að lokum og á kvæði Snorra Hjartasonar, um ungu móður- ina, því vel við hugmyndir ömmu um von og trú en það er svona: Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt Við minnumst ömmu og þökkum henni það sem hún kenndi okkur og fyrir þá trú og ástríki sem hún inn- rætti okkur. Guð blessi minningu elskulegrar ömmu. Barnabörn. Blömastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiööllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.