Morgunblaðið - 04.12.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 04.12.1994, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? 10% samdráttur í sölu veiðileyfa SAMDRÁTTUR varð í sölu á veiði- leyfum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á liðnu sumri miðað við sumarið 1993. Framboð á stang- ardögum var minna í ár en í fyrra, 5.912 á móti 6.081. í sumar seld- ust 73% af veiðileyfum sem í boði voru, en til samanburðar seldust 83% í fyrra. Tekjusamdráttur varð þó ekki nema um 7%, því dýrari veiðileyfi seldust hlutfallslega betur. Sam- drátturinn varð því einkum í sölu á ódýrari veiðileyfunum. Þetta kom fram í skýrslu Friðriks Þ. Stefáns- sonar, formanns SVFR, á aðalfundi félagsins um síðustu helgi. Hjá framkvæmdastjóra félagsins, Jóni G. Borgþórssyni, fengust þær upp- lýsingar þessu til viðbótar, að í sum- ar seldust 85-87% veiðileyfa í Norð- urá sem gæti ekki talist annað en viðunandi við ríkjandi aðstæður. Hins vegar drógu ár á borð við Miðá og Gljúfurá kúrfuna'verulega niður. Jólabók Vitað er um tvær bækur sem höfða til veiðimanna í jólabókaflóð- inu. Önnur þeirra er komin út, en hún heitir „Dásamleg veiðidella" og er eftir fréttamanninn Eggert Skúlason. Gunnar Bender hafði umsjón með myndefni bókarinnar. í bókinni eru 12 veiðisögur sem Eggert hefur safnað úr ýmsum átt- um. „Það má segja að ég hafi búið til smásögur úr veiðisögunum og í heildina er ég ánægður með útkom- una,“ segir Eggert. Veiðisögur eru mikið eftirlæti flestra veiðimanna og eru þær afar fjöibreyttar í bókinni. Að öðrum ólöstuðum ber þó ein sagan höfuð og herðar yfír allar hinar, sagan af urriðanum sem Árni Baldursson veiddi fjórum sinnum og kona hans Valgerður einu sinni. Á fimm árum og alltaf á sama stað, eða því sem næst! Meira að segja alltaf á sömu fluguna. Urriði þessi var auðþekkj- anlegur, því fyrst er Árni veiddi hann var hann fastur í dós utan af frönskum kartöflum og orðinn nokkuð vanskapaður af því. Ekki verður endir sögunnar rakinn hér, nóg er komið af söguþræðinum. Sú veiðibókin sem ekki er komin út enn er Stangaveiðiárbókin sem er að koma út sjöundá árið í röð. Verðlækkanir og framlengingar Stjórnarmenn SVFR hafa verið að vinna mikið í samningamálum síðustu misseri, en þeir hafa það að stefnu að lækka verð veiðileyfa til að mæta versnandi fjárhag veiði- manna hér innanlands. Náðst hefur samningur um Gljúfurá sem býður upp á 20% lækkun á verðskrá og í Bíldsfelli í Sogi mun lækkunin á samningi nema 17,5%. Lækkunin í Ásgarði í Sogi verður og „veruleg“ án þess að það hafi verið tíundað nánar. Á öllum umræddum svæðum vantaði talsvert upp á að nýting hafi verið viðunandi síðasta sumar. Við þetta má bæta þeim tíðind- um, að samkvæmt fréttabréfi SVFR bendir allt til þess að menn nýti sér svigrúm nýrrar reglugerðar um lengingu veiðitíma með því að fram- lengja veiðitíma á neðstu svæðum Stóru Laxár út september. Þakkað fyrir 85 ára samstarf BANDARÍSKA strandgæslan (US Coast Guard) veitti nýlega Pósti og síma viðurkenningu fyr- ir 35 ára samstarf um rekstur lóranstöðvarinnar á Gufuskálum og lóraneftirlitsstöðvarinnar í Keflavík. Stöðin í Keflavík hefur annast eftirlit með rekstri lórankerfis- ins á Norðvestur-Atlantshafi. Báðar stöðvarnar verða lagðar niður um næstu áramót. Þrír starfsmenn Pósts og síma, þeir Birgir Óskarsson, Haraldur Sigurðsson og Kristján Helga- son, voru af þessu tilefni heiðrað- ir sérstaklega fyrir vel unnin störf. Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR Tómasson póst- og símamálastjóri og Capt. Sommers frá bandarísku strandgæslunni með viðurkenningarskjalið. Foreldrar á röltinu í Arbæjarhverfi Allt of auðvelt að nálgast vímuefni Arsæll Már Gunn- arsson hefur verið á röltinu ásamt fleiri foreldrum í Árbæj- arhverfi og víðar á föstu- dags- og laugardags- kvöldum frá því í fyrra- haust þegar svokallað foreldrarölt Samfoks, Sambands foreldrafé- laga í grunnskólum Reykjavíkur, hófst. Hann segir að honum hafi brugðið fyrst þegar hann fór af stað en ástandið í hverfinu hafi batnað, drykkja ungl- inga hafi minnkað. Hon- um er mikið í mun að fá fóreldra út á rölt, það sé undir þeim komið að stemma stigu við vímu- efnaneyslu og drykkju unglinganna. Hver hefur árangur- inn af foreldraröltinu verið? „Ég var í foreldrarölti næst- um hvem einasta föstudag og marga laugardaga í allan fyrra- vetur og ég sé mikinn mun á ástandinu nú og þá. Krakkarnir eru minna á ferðinni í hverfinu og mynstrið í samkomum þeirra er breytt. Það er kannski vegna þess að þeir vita að hér em foreldrar á röltinu og einnig vegna þess að Árbæjarskóli og félagsmiðstöðin Ársel hafa ver- ið með ýmsar uppákomur fyrir krakkana. Hins vegar hefur foreldralausum partíum fjölgað og veldur það mér áhyggjum. Skólastjórinn í Árbæjarskóla og verslunareigendur hafa sagt mér að rúðubrotum hafi fækkað frá því að við byijuðum og mér heyrist líka á lögreglunni að það séu mun færri útköll. Annað hvort eru börnin stilltari eða foreldrarnir virkari." En hafa foreldrar ekki horft upp á neikvæða hluti? „Jú, það virðist t.d. vera ótrú- lega auðvelt fyrir unglinga að nálgast landa og það þekkist að honum sé dreift með skipu- lögðum hætti í skólunum. Þá eru umboðsmenn fyrir brugg- ara sem taka niður pantanir og eru jafnvel með eitthvert mágn með sér. Krakkarnir sem kaupa eru í 10., 9. og einnig eitthvað í 8. bekk. I Árbæjarskóla eru innan við 500 krakkar í þessum þremur bekkjardeildum og þar af 50-80 krakkar sem eru á þessu útirölti. Hversu margir af þeim eru á ímyndunarfylliríi og hversu margir eru virkilega byijaðir að drekka það veit maður ekki. Það eina __________ sem getur komið að gagni er að vekja for- eldra til lífsins og koma þeim út á for- ____________ eldraröltið. Þetta er einfaldur hlutur, í rauninni ekki annað en hressileg kvöldganga. Það er mikilvægt að foreldrar þekki það umhverfi sem hér um ræðir.“ Geta foreldrar haft einhver áhrif á landasöluna? „Við reynum að fylgjast vel með því sem geríst í hverfinu, t.d. grunsamlegum bílaferðum. Við vitum að landinn er oft afhentur þannig að það er kom- ið með hann í bíl, krakkarnir bíða tilbúnir, taka hver sinn skammt og svo er bíllinn horf- inn. Þetta gerist á örskots- stundu. Og það sem verst er, það er jafnlítið mál fyrir krakk- Arsæll Már Gunnarsson ► ÁRSÆLL Már Gunnarsson fæddist 17. júlí 1952 í Hafnar- firði. Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1975 og hefur feng- ist við rafvirkjun, skrifstofu- störf, sölu- og umsjónarstörf. Ársæll Már er kvæntur Krist- ínu Kristinsdóttur ritara og eiga þau þijá syni. „Foreldrar mega ekki gefast upp.“ ana að nálgast eiturlyfin. For- eldrar mega ekki gefast upp fyrir þessu. Um það leyti sem drengurinn varð veikur af því að drekka eitraðan landa í fyrra held ég að foreldrar hafi því miður farið út á þá braut að kaupa annað áfengi fyrir börnin sín. Mér sýnist einnig miðað við það sem við sjáum í blöðum að menn hafi svolítið misst móðinn gagnvart bruggurum, sérstak- lega eftir að tveir lögreglumenn voru áminntir fyrir að taka bruggara fyrir utan vinnu- tíma.“ En þú hefur ekki aðeins labb- að um Árbæjarhverfið. „Það sem ég hef kannski gert umfram aðra er að fara í önnur hverfi þegar það er ró- legt hér og taka púlsinn og sjá hvernig mynstrið er. Einnig hef ég farið í önnur hverfi fyrir til- stuðlan Samfoks og annarra og kynnt starf okkar hér í Árbæn- um. Þá hefur þetta þróast þann- ig hjá mér að ég er meira og minna niðri á forvarnadeild lög- reglunnar í Reykjavík til að fá upplýsingar. Þeir hafa verið afskaplega þægilegir. Þar sem ég er formaður framfarafélags- ins hef ég verið að beijast fyrir ________ hverfisstöð lögregl- unnar en ég tel að í samvinnu við lög- reglu og foreldra megi koma í veg fyr- ir vímuefnaneyslu unglinga. Ég held að ef það kæmist á að fólk væri virkara, færi af sjálfsdáðum út að Iabba á þeim svæðum sem krakkarnir hafa verið að safnast saman, gætum við kannski kómið í veg fyrir að fleiri detti í gildru vímu- efnaneyslu. Við vitum að það eru alltaf einhveijir unglingar sem eiga við vandamál að stríða og það eru í rauninni ekki þeir sem við erum að eltast við. Félagsmiðstöðvarnar og Rauði krossinn eru með leitar- og hjálparstarf fyrir þá krakka. Við viljum bjarga þeim sem ekki eru byijaðir eða eru að byija.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.