Morgunblaðið - 04.12.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 19
Margar virðingargerðir
„Þessi hús eru frá dögum einok-
unarverslunarinnar,“ segir Hjör-
leifur. „Þegar verslunin skipti um
eigendur voru eignimar seldar.
Matsmennirnir skrifuðu allt upp
og lýstu í smáatriðum, gerð var
grein fyrir viðhaldi og allt var
þetta metið til verðs. Margar þess-
ar virðingargerðir eru til, bæði frá
1742, 1754, 1764 og 1774, svo
nokkur dæmi séu nefnd. Eins voru
allar viðgerðir færðar til bókar,
þeim lýst og hvað þær kostuðu.
Við lok einokunar 1787 vom eign-
imar í Neðstakaupstað seldar á
uppboði og uppboðslýsingin er til.“
Morgunblaðið/Hrafn Snorrason
GERÐABÓK verslunarfé-
lagsins Bush & Paus kom í
leitimar í Danmörku og er
nýlega komin til Isafjarðar.
Hjörleifur segir að það hafí hvarfl-
að að sér hvort þessar nákvæmu
lýsingar hafí eitthvað haft með
tryggingar að gera. Þótt menn
væm ekki farnir að tryggja hér á
landi á þessum tíma var það ekki
óalgengt í útlöndum.
Við lok einokunar komst
verslunin á ísafirði í hendur De
Altoaiske Handels-Intressentskab
í Altona. Eignir félagsins vom
auglýstar á uppboði 1794 og gekk
félagið að tilboði Jens Larsen
Bush, annars eigenda Paus &
Bush. Þeir félagar áttu verslunina
til 1824.
„Gerðabók þeirra Paus & Bush
hjálpar okkur sérstaklega við við-
gerð Tjörahússins, en hún er nú
á lokastigi," segir Hjörleifur. Áður
var álitið að Tjömhúsið væri elst
húsa í Neðstakaupstað, en líklega
er það yngra en Faktorshúsið, sem
var byggt 1765. Krambúðin var
byggð 1757 og Tumhúsið 1784.
Þótt nú hilli undir að viðgerð á
Tjömhúsinu ljúki segir Hjörleifur
að viðhald húsanna taki aldrei
enda. Nú em að verða 20 ár frá
því hafist var handa við að gera
upp húsin í Neðstakaupstað og því
tímabært að fara að huga að þeim
húsum sem fýrst var gert við.
Týnt virki
Mestu tíðindi fyrir sögu ísa-
íjarðar er lýsing í gerðabókinni á
virki, eða Skansi, við Neðstakaup-
stað, sem hvergi sér stað í dag
og virðist það hafa fallið í
gleymsku. Leifar af Skansinum á
Isafírði vom til 1795 og árið 1804
var virkið endurbyggt. Samkvæmt
lýsingunni í gerðabókinni voru 11
fallbyssur í virkinu. Virkisveggur-
inn var hlaðinn úr torfí og fyllt
upp með möl og mold. Yfír þetta
var svo tyrft. Á virkisveggnum var
skrautlegt grindverk úr tré, fána-
stengur. Málaðir bekkir voru í fjór-
um homum virkisins, þar sem
menn gátu tyllt sér. Upp á virkis-
vegginn lágu skrautlegar
trétröppur með útskomu handriði
og undir’þeim stúkuð af geymsla.
Hjörleifur minnist þess ekki að
hafa áður heyrt minnst á þetta
mannvirki.
eykur orku og úthald
Fæst í apótekum
VIRKA
Jólaföndur - jólagjafir
Mikið afhugmyndum fyrir skemmtilegar jólagjafir og
jólaskraut. Föndurlímið vinscela í túpum og dósum
ásamt polyestervatti og troði o.fl., o.fl.
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18,
á iaugardögum frá 1. sept. til 1. júnífrá kl. 10-14.
VIRKA
MÖRKINNI 3, SÍMI 687477
(við Suðurlandsbraut).
SYND KL. 3 - 5 - 7 - 9 - 11
^Vcoias Joti Dana
CAGE LOVITZ CARVEY
TRAPPED IN PARADISE
Splunkuný grínmynd sem lyftir jólastemmingunni á æðra plan!
DFCMOAniMKI