Morgunblaðið - 04.12.1994, Side 21

Morgunblaðið - 04.12.1994, Side 21
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 21 ar sneri Stella algerlega við blað- inu. í stað þess að rækta fágæta sönghæfileika sína á erlendri grund tók heimskonan í Knarrar- nesi til við að rækta næstbesta hlutverkið sitt sem best, viðhald byggðarinnar á eyjunni fögru. Og úr því að hún lét hneppa sig í fjöt- ur tók hún það hlutverk sitt hátíð- lega að una þá bara sem mest í þeim fjötrum og gera eins gott úr því og unnt var. Hef bara notað ímyndunaraflið „Langar þig ekki í heimsreisu með honum Ingólfi frænda?“ spyr ég þessa, þrátt fyrir allt, veraldar- vönu konu sem hefur lesið allt sem hægt er að komast yfir um fjarlæg lönd og þjóðir og haft nægan tíma til að njóta þeirrar fræðslu og menningar til fullnustu sem sjón- varp og útvarp geta veitt. „Nei,“ svarar hún. „Ég er búin að sjá þetta allt í huganum. Eftir að ég hætti við að fara hérna um árið hef ég bara notað ímyndunar- aflið til þess að fara í mín ferða- lög. Ég sá til dæmis kvikmyndina „A hverfanda hveli“ í sjónvarpinu í fyrsta skipti nú í haust því ég sá hana aldrei hér um árið og mér fannst ekkert mikið til hennar koma þótt þetta væri fræg mynd. Ég var búin að lesa skáldsöguna og uppgötvaði að ímyndunaraflið hafði gefið mér nóg. Við deilum stutta stund um það hvort hún viti allt og geti ímynd- að sér allt sem Ingólfur Guð- brandsson geti sýnt henni og sagt frá í heimsreisu og það er ekki frá því að hún játi í lokin að hugs- anlega kunni slík reisa að luma á einhverju sem komi henni á óvart. En það virðist samt ekki breyta því að hún ætlar sér ekki neitt slíkt þótt hún ætti kost á því. Ég hef á tilfinningunni að hún vilji banda frá sér öllum slíkum hugs- unum vegna þess hve hún er orð- in vön því að neita sér um margt það sem við hin teljum okkur ekki geta verið án og hefur vanið sig á láta sig dreyma um og njóta þess í huganum sem hún getur ekkí veitt sér. Ef hún félli fyrir slíkri freistingu myndi það skemma það hlutskipti sem lífið hefur skapað henni. Þessi kona hefur fyrir löngu sætt sig við einu röngu ákvörðunina sem hún tók í lífinu og ætlar ekki að bregðast því sem henni hefur verið trúað fyrir og hún hét að annast. Það er hugsjón í hennar augum; hún segir að þau systkinin vilji vera á eyjunni eins og lengi og þeim sé það unnt því að þau hafi vissum skyldum að gegna við að viðhalda fugla- og dýralífmu þar. „Ef eyjan verður gerð að sumar- bústaðalandi og fólk verður hér aðeins með höppum og glöppum og enginn yfír veturinn, verður það mikið áfall fyrir fuglalífíð því fuglinn er hændur að okkur og veit að við veijum hann fyrir vargi og utanaðkomandi hættu,“ segir hún. „Það veitir okkur mikla lífsfyll- ingu að vernda og veija þennan stað. Hér í Knarrarnesi eru fólk og fuglar eins og samhent stórfjöl- skylda.“ Tilvera systkinanna er sam- tvinnuð sviptingum náttúruaf- lanna allt árið, frumstæð og ein- föld. Manni finnst undarlegt að þau skuli getað unað svo vel á stað þar sem ekki er „farið í bæ- inn“ eða út í búð svo mánuðum skiptir og húsmóðirin fer aðeins einu sinni á ári í land. Ein eftirminnilegustu orðaskipti mín við Stellu voru eflaust spurn- ing og svar sem okkar fóru á milli í einni heimsókninni. „Vantar ekki oft ýmislegt hérna,“ var spurt. Svarið var minnisstætt og lær- dómsríkt: „Nei, nei, hér vantar aldrei neitt néma einhvern óþarfa.“ Framundan er enn einn veturinn hjá þeim þegar eyjan er stundum orðin frosin við fastalandið fyrir jól í einum samfelldum ísafrera. „Það er yndislegt hér á vet- urna,“ segir Stella, „og á jólunum gerum við okkur dagamun og fáum aukasendingu úr Borgarnesi niður í Vogalæk. Þangað er oftast hægt að ganga á ísi til þess að sækja jólavarninginn.“ Annað hvort hér eða í útlöndum „Freistar þín ekkert að flytja í land?“ spyr ég. „Nei. Annaðhvort á ég heima hér eða í útlöndum,“ svarar þessi heimsborgari í eyjunni afskekktu, hún Stella; Guðríður Jóna Áma- dóttir. Sama svar og fyrir fimmtíu árum. „Og hér er það öfugt, miðað við flesta aðra staði, að versni efna- hagsástandið er gott að eiga heima hér,“ bætir hún við. Énn einu sinni er fólkið í Knarr- __ arnesi kvatt með þakklát- um huga og maður fer héð- an rík’ari en maður kom. Eitt virðist yfír þau öll gengið: Ekkert þeirra fór héðan; ef hún hefði farið hefðu allir farið en úr því að hún varð eftir urðu allir eftir. „„Ung var ég gefin Njáli,“ sagði Bergþóra og hét því að eitt skyldi yfír bæði ganga.“ „Ung var ég gefín Knarrar- nesi,“ segir Stella, „og hét því að eitt skyldi yfír bæði ganga.“ Foreldrar hennar stóðu í þeirri trú að með því að vinna að því að halda afkomendum sínum á ættaróðalinu væru þeir að tryggja framtíð þess um alla framtíð. Það virðist hafa verið mikil tálsýn því þegar sá tími kemur að þetta góða fólk, sem hefur helgað líf sitt verndun lífríkis þessarar fögru eyjar, lýkur ævistarfi sínu þá verð- ur að öllum líkindum ekki lengur til það Knarrarnes sem ber af öðrum eyjum flóans; það undur- samlega samlíf fólks, fugla og búfénaðar sem þar hefur verið varðveitt. Þeim örlögum eyjunnar að fara í eyði var aðeins frestað um einn ættlið með ákvörðuninni örlaga- ríku fyrir bráðum hálfri öld. I ljósi þessa er skiljanlegt að Stellu fínnist þessi ákvörðun sín hafa verið það eina sem hún sjái eftir að hafa gert um dagana, einu stóru mistökin sín. „Allt orkar tvímælis þá gert er,“ sagði Bjarni heitinn Bene- diktsson oft. Það verður aldrei hægt að fullyrða neitt um það hvað hefði gerst ef heimasætan í Knarrarnesi hefði farið í söngnám á sínum tíma. Kannski hefði það mistekist eða runnið út í sandinn af einhveijum orsökum og þess vegna veit enginn með vissu nema það hafí, þrátt fyrir allt, verið réttasta ákvörðunin sem hún tók á ævinni, að hætta við það. Þeir draumar eru oft stærstir, glæstastir og heilla menn mest sem aldrei fá að rætast. „Til eru. fræ.“ Og hvað sem öðru líður er víst að systkinin í Knarrarnesi hafa uppfyllt þá grundvallarkröfu, sem okkur hinum gengur mörgum svo illa að uppfylla, að skila því sem okkur er trúað fyrir í stuttri jarð- vist jafngóðu eða helst betra en við tókum við því. „Yfír litlu varstu trúr; yfír mikið mun ég setja þig,“ var einhvern tímann sagt. Það mun hvíla mikil ábyrgð á hveijum þeim sem tekur við þessari eyju að þeim gengnum. • Bókin Fólk og fírnindi eftir Ómar Bagn- arsson er 248 Dlaðsíður að stærð. Utgef- andi er Fróði. Verð: 3.290. Millifyrirsagnir eru blaðsins. „Það er yndislegt hér á veturna og á jólum gerum við okk- ur dagamun.“ JÓLA *PORTII>* -stærsti jólamarkaður ársins opnar á morgun! Jólaportiö, stærsti jólamarkaöur ársins opnar á morgun, mánudag, kl. 14 og veröur opinn alla virka daga frá kl. 14-19 í húsi Kolaportsins. GLÆSILEG OPNUNARHATIÐ verður kl. 18 á morgun: Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, blásarakvartett, Selkórinn, austurlenskir þjóðdansar og Grýla og Leppalúði. í Jólaportinu munu 100 seljendur bjóöa fjölbreytt úrval af vöru s.s. fatnað, leikföng, gjafavöru, verkfæri, sælgæti, geisladiska, skartgripi, búsáhöld, jólamat, jólatré, íslenskt og erlent handverki og fleira á frábæru verði. Jólaleikur verður í gangi alla virka daga og dregnir verða út skemmtilegir vinningar alla þriðjudaga og fimmtudaga í beinni útsendingu á Bylgjunni. íslenskir og erlendir tónlistarmenn skapa skemmtilega jólastemmningu alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 18-19 og íslensku jólasveinamir kíkja við um leið og þeir koma í bæinn. Á Þorláksmessu koma síðan Grýla og Leppalúði og allir jólasveinarnir í heimsókn með stórum hópi tónlistarmanna og austurlenskra dansara. JOLA •PORTIO* opið alla virka daga í iGs'. AO.i'zo.isriS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.