Morgunblaðið - 04.12.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 04.12.1994, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 27 jMtogtmfrlafrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Hættaá Ekki er lengur um það deilt, að hjúkrunarfræðingar hafa fengið verulegar kauphækkanir á tímabili þjóðarsáttflr umfram þann ramma, sem þjóðarsáttin hefur byggzt á. Deilan snýst einungis um það, hvort meðaltalshækkun hjúkrunarfræðinga er 6-7% eða mun meiri. Til þessara kauphækk- ana vísa sjúkraliðar nú og er það skiljanlegt. En sjúkraliðar, sem starfa við hlið hjúkrunarfræðinga, eru ekki þeir einu, sem vísa til launahækk- ana hjúkrunarfræðinga. í sam- tölum Morgunblaðsins við nokkra forystumenn verkalýðshreyfingar hinn 24. nóvember sl. kom fram, að þeir líta einnig á samninga hjúkrunarfræðinganna sem for- dæmi. Þannig segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur: „Að þessu leyti hefur verið gefin út ávísun á vissar hækkanir. Það er ekkert hægt að horfa framhjá því og það er ríkið sjálft, sem gerir þetta.“ Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkámannasambands Islands, sagði m.a.: „... en ég held, að það hljóti að vera mjög erfitt fyrir þessi almennu stéttarfélög í landinu að fara að semja hér um einhverja hungurlús í prósentum talið, þegar Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ferðum búið er að skammta hér í þjóðfé- laginu, sem nemur kannski á ann- an tug prósenta í launahækkun- um.“ Björn Snæbjörnsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði, sagði: „Þarna eru ákveðnir hópar, sem hafa skriðið upp og það er engin sanngimi í því að ófaglærða fólkið sitji eftir. Það munum við ekki samþykkja." Það fer ekkert á milli mála, hvað þessir þrír forystumenn verkalýðshreyfingarinnar eru að segja. Boðskapur þeirra er sá, að launahækkun hjúkrunarfræðing- anna hljóti að vera sú viðmiðun, sem kjarasamningarnir muni snú- ast um. En hvaða áhrif hefur það á efnahagslífið, ef samið yrði um a.m.k. 6-7% kauphækkun yfir lín- una, að ekki sé talað um meiri hækkanir? Svarið er augljóst og einfalt: Verðbólgan mundi æða upp á nýjan leik, stöðugleikinn, sem atvinnulífið hefur búið við, mundi hverfa á skömmum tíma, atvinnuleysi mundi aukast og greiðslubyrði heimila og fyrirtækja verða óbærileg vegna þess að láns- kjaravísitalan mundi æða upp með sama hætti og verðbólgan. Það er einfaldlega ekkert vit í því að stefna kjarasamningum í þennan farveg. Það gengur gegn hagsmunum launþega, fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild. Augljóst er, að efnahagslífið er á uppleið, en það er ekki á vísan að róa í þeim efnum. Við vitum ekki hvað Smugan kann að gefa í aðra hönd á næsta ári og við vitum ekki á þessari stundu, hvort loðnuævin- týrið frá því í fyrra verður endur- tekið. Hvernig á að bregðast við þeim samningum, sem ríkið hefur gert við hjúkrunarfræðinga? Það er eðlilegt, að aðrir launþegar beri sig saman við hjúkrunarfræðinga að þessu leyti og geri kröfu til hins sama. En það mun leiða til ófarnaðar, ef kjarasamningarnir fara í þann farveg. Þess vegna er eina raunhæfa leiðin sú, að horf-' ast í augu við samninga hjúkrunar- fræðinganna, viðurkenna að þeir hafi verið gerðir en viðurkenna jafnframt, að þar hafi ríkisvaldinu orðið á alvarleg mistök og að þau mistök eigi ekki að endurtaka. Bæði vinnuveitendur og forsæt- isráðherra hafa sagt, að svigrúm sé í efnahagslífinu til einhverra kjarabóta. Það svigrúm á að nota til þess að hækka laun þeirra lægstlaunuðu en annarra ekki. Önnur laun verði einfaldlega óbreytt. Það er að vísu rétt, að slík tilraun hefur áður verið gerð en runnið út í sandinn, m.a. vegna þess, að þeir sem hærra eru laun- aðir innan verkalýðsfélaganna hafi ekki viljað fallast á slíka kjara- samninga. Þótt áður hafi mistekizt að koma fram kjarasamningum, sem byggj- ast á kjarabótum fyrir þá lægst- launuðu en óbreyttum launum fyr- ir aðra, er ekki þar með sagt, að það geti ekki tekizt nú. Margt hefur breytzt í viðhorfi fólks til kjaramála og verðbólgu. Miklir hagsmunir tengjast því að halda verðbólgunni í skefjum. Menn eiga að ræða þessi viðhorf af raunsæi og einurð. Þótt ríkisstjórninni hafi orðið á alvarleg mistök með samn- ingunum við hjúkrunarfræðinga er óþarfi að margfalda þau mistök. 1 AO ANNAÐ- JL vl O • hvort vel ég úr uppháfskaflan- um í Fegurð himinsins eða köflunum um Beru og ástina, hugs- aði ég með sjálfum mér þegar ég var beðinn um að benda á eitthvað í ritum Halldórs Laxness sem stæði hjarta mínu næst. Ástæðan er annars vegar sú að kaflinn um jökulinn og fegurð him- insins var það fyrsta sem ég lærði nánast utanbókar ungur aðdáandi Halldórs þegar við strákarnir í Stardal hneigðumst að draum- kenndum hugmyndaheimi Ólafs Kárasonar, en hins vegar hafa ást- ir Beru og Ljósvíkingsins ávallt verið mér hulin ráðgáta. En kannski hef ég þekkt svpna fólk þegar nán- ar er að gætt. Niðurstaðan varð þvf sú að ég valdi tvo kafla úr Fegurð himins- ins. Sá fyrri er með einhveijum dularfullum hætti tengdur æsku minni, en hinn síðari er mér sú ráð- gáta sem aldrei verður leyst. Heitir þú Bera? er einhver eftirminnileg- asta setning í ritverkum Halldórs Laxness. Mér hefur verið bent á að sá maður sem bar þessa spurn- ingu fram hafi að öllum líkindum verið með visinn handlegg og gæti ég bezt trúað því. Við vitum hann var hreppsómagi. Og hann var einn- ig mikið ljóðskáld. Með allt þetta í huga gengur sagan upp. “...þann dag sem ég sá fegurðina þá skildi ég altíeinu ódauðleikann." Og það er í ástar- sögu Beru og Ólafs Kárasonar Ljós- víkings sem skáldskapurinn verður endurlausnari okkar allra. Það er í skjóli Hans sem fegursta blómið lif- ir. 1 AQ SHAKESPEARE EINN -l-"í/»er ávallt nýr. Ferskur. Ávallt bezti túlkandi þeirra tíðinda sem eru nýjust í mannlífinu. Það er kannski ekkert skrítið með tilliti til þess sem hann hefur sjálfur sagt um listina, t.a.m. ljóðlistina. Helgi Hálfdanarson hefur eftir Prófsteini í Sem yður þóknast, ...sann- asti skáldskapurinn er mestur uppspuninn. Þeir sem eru ást- fangnir fást mikið við skáldskap, og það sem þeir bölva sér uppá í skáldskapnum má segja þeir hafi spunnið upp sem elskhug- ar. Það er ævintýrið í verkum Shake- speares sem hefur enzt fram á þennan dag. Mannaþefurinn er ekki óbærilgur né íþyngjandi - vegna ljóðs og ævintýra. En hver var Shakespeare? Ef marka má skilgreiningu Kunderas á þeim skáldum sem Ijóðrænust eru, þá var hann sonur móður sinn- ar. Þeir sem alast upp með móður sinni eru ævinlega ljóðrænustu skáldin, segir Kundera. Því gæti ég vel trúað. 1 1 A í SAMTALI Hefur Erica 111/ »Jong sagt að ljóðrænn stíll skáldsögunnar Seremssimu sé aðalpersóna sögunnar. I henni sé mikið af henni sjálfri og hugmynd- um hennar sem fléttast inní samtöl þeirra Jessicu og Shakespeares. Jessica sögunnar trúir því ekki að tíminn sé til, né dauðinn. Hún sé sjálf ástfangin af orðum, en um- fram allt sterk kynvera. Kynferðis- leg afstaða til umhverfísins leyni sér ekki. Allt eigi þetta við um hana sjálfa enda hafi hún haft þá tilfinningu fyrir dauðanum, að hann sé ekki til, og tímanum, unnt sé að ferðat milli alda, auk þess sem hún sé ástfangin af ástinni eins og hún kemst að orði. Sagan fjalli um ást í meinum enda hafi hún verið að upplifa slíka ást á meðan hún skrifaði Serenissimu. Aldursmunur hafí gert þá ást vonlausa, þótt hún hafí ekki verið ástríðuminni en ást þeirra Jessicu og Shakespeares ein- sog henni er lýst í sögunni. Þá fjalli bókin ekkisíður um móðurást- ina og mikilvægi hennar og síðasten ekkisízt um ást Ericu Jong á Fen- eyjum sem hún kynntist 19 ára gömul og hefur dregizt að æ síðan. Sögunni um þau Jessicu og skáldið Will frá Stratford lýkur með því að leikkonan nær sér af veikind- um sem hafa haft martröð og ímyndanir í för með sér, þ.e. upplif- un sögunnar - og á nú að fara að leika í nýrri kvikmynd Ingmars Bergmans í dulargervi leikstjóra sögunnar, en hún á einmitt að heita Serenissima. Jessica leikkona fær handritið í hendur nýstaðin uppúr erfiðum veikindum og sögunni lýk- ur með því snjalla og gamalkunna bragði að hún á að leika aðalrulluna í þessari nýju kvikmynd sem er í raun nýsögð sagan um ástir þeirra Shakespeares. Mér hefur verið tíðrætt um þessa sögu. Það er engin tilviljun einsog þeir vita sem þekkja eitthvað til þess sem ég hef skrifað. Sagan fjall- ar um sérstakt áhugasvið mitt, ljóð- rænan stfl í prósaverkum og tilfínn- ingu fyrir gagnsæi tíma og tor- tímingar. Það vita þeir sem þekkja leikritin Guðs reiði, Sókrates og Ófelíu sem eiga að vera ljóðrænn prósi um tímalausan veruleika eins- og sögumar í Konungi af Aragon og skáldsögulegt ferðalagið í Sól á heimsenda. Þessi saga Ericu Jong tengist einnig áhugamálum mínum að öðru leyti. Hún sýnir einsog í hnotskum hvemig höfundur, umhverfí hans, reynsla og þroski, setja ótvírætt mark á skáldverk, þótt þau séu engan veginn sjálfsævisöguleg að öðru' leyti. Þannig geta höfundar íslendinga sagna ekki leynt sér, þeir em einhvers staðar á næstu grösum og ég hef talið að hug- myndaheimur Sturlu Þórðarsonar sé augljós í Brennu-Njáls sögu, á sama hátt og umhverfi Ericu Jong og viðhorf hennar em geimegld í ástarsögunni frá Feneyjum. Án þess þó ég sé að bera þessi verk sarrian að öðru leyti, enda ósam- bærileg. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Lúðvík jósepsson, fyrrum formaður Al- þýðubandalagsins, sem jarðsettur var sl. mánu- dag, var tvímælalaust einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum síns samtlma. Áhrif hans vom ekki sízt merki- leg þegar haft er í huga, að þeir flokk- ar, sem hann var fulltrúi fyrir, Samein- ingarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkur og síðar Alþýðubandalagið, voru í raun í pólitískri'einangrun mestan hluta þess tíma, sem Lúðvík starfaði að stjómmál- um. Hver var þá ástæðan fyrir því, að einum af forystumönnum sósíalista tókst að ná slíkum áhrifum? Önnur helzta skýringin á því er áreið- anlega sú, að Lúðvík Jósepsson naut trausts og álits vegna þekkingar sinnar á og jarðbundinnar afstöðu til málefna sjávarútvegsins. Sósíalískar kennisetn- ingar þvældust yfírleitt ekki fyrir honum, þegar sjávarútvegurinn var annars veg- ar. Á þeim áram, þegar Lúðvík var sjáv- arútvegsráðherra, fyrst 1956-1958 og síðar 1971-1974, var orð á því haft hvað hann nyti mikilla vinsælda meðal útgerð- armanna. Þetta mislíkaði andstæðingum hans í stjómmálum mjög, ekki sízt sjálf- stæðismönnum, sem áttu og eiga mikið fylgi meðal útgerðarmanna. Það fór hins vegar ekki á milli mála, að Lúðvík Jóseps- son talaði tungumál, sem útgerðarmenn skildu og hann skyldi vandamál þeirra og hagsmuni. Vafalaust hefur þekking hans á högum og hagsmunum fólks í sjávarplássi á borð við Neskaupstað og reynsla hans af útgerðarrekstri þar ráðið úrslitum í þessum efnum. Raunar má færa rök að því, að hugmyndir sósíalista hafi yfirleitt ekki haft mikil áhrif á af- stöðu Lúðvíks til efnahags- og atvinnu- mála. Það er til marks um það traust, sem Lúðvík Jósepsson naut meðal forystu- manna Sjálfstæðisflokksins, að Bjami Benediktsson reifaði við ýmsa samheija sína vorið 1970 möguleika á því, að taka Alþýðubandalagið inn í ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks að loknum þingkosningum 1971. Þegar hann fann andstöðu við það og var spurður, hvort hann teldi yfirleitt hægt að vinna með forystumönnum Alþýðubandalags, svar- aði hann því til, að það væri hægt að vinna með Lúðvík Jósepssyni. Þótt pólitískar rætur Lúðvíks Jóseps- sonar væru í stjómmálahreyfingu sósíal- ista á íslandi er ljóst, að ekki var alltaf full samstaða á milli hans og forystu- manna Sósíalistaflokksins á Reykjavíkur- svæðinu, þ.e. flokkskjarnans. Að þessu víkur Svavar Gestsson, sem segja má, að sé eins konar handhafi sögulegrar arfleifðar sósíalista á íslandi, I minning- argrein hér í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag, er hann sagði m.a.: „Ég man fyrst eftir honum að marki, þegar hann reyndi að sannfæra flokksþing Sósíalistaflokks- ins um að það ætti að gera Alþýðubanda- lagið að stjómmálaflokki. Sú ræða hans skilaði ekki miklu á því þingi en þó því, að ég man enn eftir ræðunni og reyndar rökum hennar líka. Lúðvík sagði mér síðar, að árin um og eftir stofnun Alþýðu- bandalagsins hafi oft verið afar þreyt- andi og árangurinn sorglega lítill fyrst og fremst vegna þess, að hreyfingin var ekki ein, heldur margskipt. Hann sagði mér reyndar í sumar, þegar hann rifjaði upp sögu sína að hann hefði að lokum - 1967 - gengið á fund Einars og tjáð honum, að þeir yrðu viðskila, ef ekki yrði gerður flokkur úr Alþýðubandalag- inu. Einar Olgeirsson og Lúðvík voru þá, sem alltaf fyrr og síðar samferða." Þessi frásögn Svavars Gestssonar staðfestir þá tilfínningu, sem margir höfðu á þessum árum, að Lúðvík Jóseps- son íhugaði að fylgja Hannibal Valdi- marssyni og Birni Jónssyni tii starfa á nýjum pólitískum vettvangi. Hann talaði á þeim tíma við suma viðmælendur sína á þann veg, að þingflokkur Alþýðubanda- lagsins gæti klofnað og hann sjálfur hugsanlega fylgt Hannibal og Birni. Víst er um það, að þeir sjálfir og nánustu samstarfsmenn þeirra voru þeirrar skoð- unar um skeið. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sem var þátttakandi í átökunum á milli Sósíalistaflokksins og Málfundafélags jafnaðarmanna á þessum tíma, fjallaði einnig um þessa togstreitu, sem kannski var innra með Lúðvík Jós- epssyni, í minningargrein hér í blaðinu sl. sunnudag er hann sagði: „Það var lengi hald Hannibals en einkum þó vopna- bróður hans, Bjöms Jónssonar, forseta ASÍ. Þeir fundu að meintur kómmúnismi Lúðvíks var annarrar gerðar en hinna. Þeir héldu jafnvel, að hann væri sósíal- demókrat eins og þeir - enda uppranninn úr sama jarðvegi og þeir. Þessi misskiln- ingur átti mikinn þátt í stofnun kosninga- bandalags Hannibals og Lúðvíks, sem kallað var Alþýðubandalag. Það tók þá rúman áratug að komast að hinu sanna - og leiðrétta misskilninginn." Hin meginástæðan fyrir pólitískum áhrifum Lúðvíks Jósepssonar var fram- ganga hans í landhelgismálum, en hann undirritaði reglugerð um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 12 sjómílur 1958 og 50 sjómflur 1971. Miklar pólitískar svipt- ingar urðu hér innanlands í bæði skiptin. Stefnumörkun Viðreisnarstjórnarinnar í landhelgismálum fyrir kosningamar 1971 var meiriháttar pólitísk mistök og ein helzta ástæða fyrir því, að Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur misstu meiri- hluta sinn á Alþingi. Hins vegar brá svo við, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók baráttu fyrir útfærslu í 200 sjómílur upp á arma sína lét Lúðvík Jósepsson sér fátt um finnast. Sennilega er enn til sjón- varpsþáttur, þar sem þeir deildu hart um 200 mílna útfærslu, Lúðvík og Eyjólfur Konráð Jónsson, sem þá var einn af rit- stjóram Morgunblaðsins og Lúðvík taldi, að Eyjólfur Konráð vildi færa fiskveiði- lögsöguna upp á miðjan Grænlandsjökul! Um afstöðu Lúðvíks Jósepssonar til 200 mílna má lesa 5 bók hans um landhelgis- málið, sem út kom fyrir 5 áram. Morgunblaðið og Lúðvík Jósepsson deildu hart og af óvægni á báða bóga í áratugi. Samt sem áður tókst gott per- sónulegt samband á milli hans og rit- stjóra Morgunblaðsins og á það raunar við um flesta aðra helztu forystumenn sósíalista. Ekki era margar vikur síðan það varð sammæli á milli Lúðvíks og rit- stjóra Morgunblaðsins að hann kæmi í heimsókn til blaðsins í nýjum húskynnum til þess að skiptast á skoðunum um stjóm- málaástandið. Af því varð ekki. í ÁVARPI, SEM Ólafur G. Einars- son, menntamála- ráðherra, flutti í Langholtskirkju á aðventu, vék hann að undanförnu um Krafa til fjölmiðla fyrsta sunnudegi í m.a. að umræðum pólitíska ábyrgð og pólitískt siðgæði og sagði m.a.: „Þegar grannt er skoðað get- ur fyrirgreiðslupólitík sett stjómmála- mönnum stólinn fyrir dyrnar með að vinna faglega og heiðarlega að málum. Þanniggetur hún bundið stjórnmálamenn á klafa vinsældarkapphlaups um kjósend- ur. Fyrirgreiðslupólitík hindrar, að ákvarðanir, sem teknar eru, séu byggðar á faglegri stefnumótun, réttlæti og rétt- sýni. Nútímaþjóðfélagi er nauðsyn að látið sé af fyrirgreiðslupólitík. Slík pólitík er tímaskekkja - hefur raunar aldrei átt rétt á sér. Nútímaþjóðfélagi er nauðsyn að stjórnmálamenn fái frelsi til að vinna að málefnum, sem koma allri þjóðinni til góða og gerir valdhöfum kleift að taka faglega og heildstætt á málum. Laugardagur 3. desember Verðlaunamyndin Kotið eftir Ingólf Guðmundsson. Því hefur verið haldið fram, að fjölmiðl- ar séu eitt valdamesta aflið í nútímaþjóð- félagi. Bent er á, að hin hefðbundna þrí- skipting valdsins í þjóðfélaginu sé ófull- nægjandi, þ.e.a.s. skiptingin í löggjafar- vald, framkvæmdavald og dómsvald. Hefur þá gjarnan verið litið á fjölmiðlana sem viðbótarvaldsvið. í því sambandi er rétt að hafa í huga, að nauðsynlegt er að gera sömu kröfur til þeirra, sem þar starfa og gerðar era til stjórnmálamanna og embættismanna um ábyrgð og sið- gæði. Undanfarið hefur fjölmiðlum verið tíðrætt um pólitískt siðgæði, en fjölmiðla- fólk má ekki falla í þá gryfju að fara offari í slíkum málum. Því ber eins og öðrum að nálgast hlutina á málefnalegan hátt. Pólitíska siðbót verður að reka af heilindum. Á sama hátt og hverju þjóðfé- lagi er það nauðsyn að stjórnmálamenn 'Og embættismenn þess sýni af sér sið- .gæði og ábyrgð er brýnt að þeir, sem við fjölmiðlana starfa geri slíkt hið sama. Annað er spilling.“ Þessi orð menntamálaráðherra era mikið umhugsunarefni fyrir þá, sem :starfa að fjölmiðlun. Það er rétt hjá ráð- herranum, að það ber að gera sömu kröf- ur til starfsmanna fjölmiðla og þeir gera til stjórnmálamanna og embættismanna. í raun og vera gegnir furðu, að stjóm- málamenn skuli ekki fyrr hafa vakið máls á þessu að nokkra marki. En það er jafnframt fagnaðarefni, að mennta- málaráðherra hefur tekið þetta mál til umræðu. Og beinlínis æskilegt að fleiri blandi sér í þær umræður. Fjölmiðlar eru orðnir svo mikilvægur þáttur í þjóðlífinu að kröfur um vönduð vinnubrögð starfsmanna þeirra hljóta að aukast mjög. Raunar má telja víst, að þessi breyttu viðhorf séu töluvert rædd innan fjölmiðlanna sjálfra, en nánast á hveijum degi má sjá dæmi um vinnu- brögð í fjölmiðlum, sem ekki era viðun- andi. Líklegt má telja, að fjölmiðlar geri á næstu áram stórauknar kröfur til mennt- unar starfsmanna sinna. Sú söfnun og miðlun upplýsinga, sem fram fer á fyöl- miðlum, gerir kröfu til þekkingar og yfír- sýnar á mörgum sviðum en þó ekki sízt til dómgreindar, sem er víða ábótavant. Siðferðileg álitamál á vettvangi stjóm- málanna hafa mjög verið til umræðu að undanförnu, en þau era einnig til á vett- vangi fjölmiðlanna. Um leið og athuga- semdir era gerðar við að ráðherrar þiggi laxveiðiboð hjá fyrirtækjum má spyija, hvort sömu athugasemdir beri ekki að gera ef fjölmiðlamenn eiga í hlut. Á sama hátt og ekki þykir við hæfí að stjórnmála- menn þiggi gjafir í hvaða formi sem þær birtast má spyija, hvort hið sama eigi ekki við um fjölmiðlafólk. Þegar gerðar eru strangar kröfur til ráðherra um emb- ættisfærslu má spyija, hvort sömu kröfur megi ekki gera til fjölmiðlamanna í störf- um þeirra. Vonandi verða orð mennta- málaráðherra á aðventukvöldi í Lang- holtskirkju til þess að vekja upp frekari umræður um þessi efni. AUGUÓST ER, að forráðamönnum kanadíska olíufyr- irtækisins Irving Oil er full alvara með því að hefja benzín- og olíusölu hér á landi. í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag, vísar Erlend fjár- festing og samkeppni Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, því á bug, að nýlegar umsóknir allra ís- lenzku olíufélaganna um lóðir á höfuð- borgarsvæðinu séu tilraun til þess að bregða fæti fyrir hið kanadíska fyrirtæki og segir m.a.: „Það er t.d. skoðun forráða- manna Skeljungs, að ekkert sé óeðlilegt við að hér starfí eitt eða tvö erlend olíufé- lög, ef því er að skipta.“ I þessu sambandi er nauðsynlegt að horfa á grandvallarþætti málsins. í fyrsta lagi hefur mjög verið um það rætt á undanfömum mánuðum og misseram, að við þurfum að laða erlenda fjárfest- ingu að íslandi. Því hafa stjórnvöld ákveðið að veija veralegum fjármunum til þessara mála. Þegar erlend fyrirtæki koma svo hingað og vilja fjárfesta hér megum við alls ekki bregðast þannig við, að þessi tiltekna fjárfesting komi ekki til greina vegna þess, að hún kunni að reynast þeim erfið, sem fyrir era I ein- hverri atvinnugrein. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæm. Það á líka við um forystumenn viðskiptalífsins, sem hafa öðrum fremur hvatt til erlendrar fjárfestingar. Þess vegna ber að fagna ofangreindum orðum forstjóra Skeljungs. í öðru lagi er alveg ljóst, að ein ástæða fyrir háu vöraverði á íslandi er of lítil samkeppni. Það er þess vegna almanna- hagur að skilyrði til frjálsrar samkeppni verði tryggð. Og þess vegna er það al- mannahagur, að hið kanadíska fyrirtæki fá starfsaðstöðu hér. Það liggur í augum uppi, að það á ekki að fá aðstöðu umfram þau fyrirtæki, sem fyrir eru, en væntan- lega er engin hætta á því. í ljósi þessara röksemda verður að ætla að umsóknir kanadíska fyrirtækisins fái jákvæða af- greiðslu hjá sveitarfélögunum, „Þessi orð menntamálaráð- herra eru mikið umhugsunarefni fyrir þá, sem starfa að fjölmiðl- un. Það er rétt hjá ráðherranum, að það ber að gera sömu kröfur til starfsmanna fjöl- miðla og þeir gera til stjórn- málamanna og embættismanna. í raun og veru gegnir furðu, að stjórnmálamenn skuli ekki fyrr hafa vakið máls á þessu að nokkru marki. En það er jafnframt fagnað- arefni, að menntamálaráð- herra hefur tekið þetta mál til um- ræðu. Og beinlínis æskilegt að fieiri blandi sér í þær umræður.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.