Morgunblaðið - 04.12.1994, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
+ Guðrún Mar-
teinsdóttir,
dósent í hjúkrunar-
fræðum, fæddist í
Ólafsfirði 15. jan-
úar 1952. Hún lést
á heimili sínu i
Reykjavík 24. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Ragnheiður
Bjarman og Mar-
& teinn Friðriksson.
Guðrún er þriðja í
sjð systkina hópi.
Hin eru: Sveinn
Bjarman, doktor í
eðlisfræði í Svíþjóð, Friðrik
tölvufræðingur, Guðbjörg við-
skiptafræðingur, Sigurður
píanóleikari, Björn Ragnar
þjónustustjóri og Sigríður
Jóna, skrifstofumaður í Sví-
þjóð. Fjölskyldan fluttist til
Sauðárkróks þegar Guðrún var
þriggja ára að aldri. Þar gekk
hún í barna- og unglingaskóla.
Eftir það tók við menntaskóla-
nám á Akureyri og lauk hún
stúdentsprófi þaðan 1972. Guð-
rún eignaðist dótturina Ragn-
heiði með þáverandi unnusta
sínum Eiríki Baldurssyni hinn
3. okt. 1971. Ragnheiður á son-
inn Hlyn með fyrrv. sambýlis-
HÚN RÚNA mín er dáin, við sem
eftir stöndum, ástvinirnir, stóra fjöl-
skyldan hennar og allir vinirnir
drúpum höfði í sorg og söknuði, en
þökkum Guði fyrir að hún var til
og að við fengum að kynnast henni
' og njóta elsku hennar.
Ég féll gjörsamlega fyrir Rúnu
litlu frænku minni, þegar ég sá
hana fyrst á vordögum 1952, en þá
var ég á sextánda ári. Að sjá þenn-
an bústna kropp og glettna brosið
hennar, ég þrýsti henni að mér og
hvíslaði í eyra hennar „ástarinnar
bamið mitt,“ ég hugði gott til glóð-
arinnar, að fá að passa hana og
vemda í framtíðinni. Síðan hefur
mér fundist hún vera litla systir
mín, mér þótti svo undur vænt um
hana, það var ekki annað hægt,
allir elskuðu hana, hún var svo mik-
ill gleðigjafi. Nú er hún farin frá
okkur, svo alltof fljótt, en við emm
svo lánsöm að eiga minningarnar
—> um hana, allar svo ljúfar og fagrar.
Ég á minningar hér frá Sauðár-
króki, Króknum sem Rúnu þótti svo
vænt um. Hér sleit hún bamsskón-
um í stórri ástríkri fjölskyldu. Héma
hlupu þær Gudda systir hennar og
hún um Nafimar og niður Grænu-
klauf á sólbjörtum dögum, komu
við hjá Lillu frænku sinni og fengu
skúffuköku og ávaxtasafa. Alltaf
manni sínum, Jó-
hanni Pálmasyni
garðyrkjufræðingi.
Guðrún lauk BS-
prófi í hjúkrun frá
Háskóla Islands
árið 1977 og mast-
ersprófi frá Boston
University árið
1980 og var eftir
það kennari við
námsbraut Háskóla
Islands í hjúkrunar-
fræðum. Hún hóf
sambúð með Har-
aldi Þór Skarphéð-
inssyni skrúðgarð-
yrkjumeistara árið 1978 og
gengu þau í hjónaband á tíu
ára sambúðarafmæli 1988.
Börn þeirra eru Héðinn Þór,
f. 7. júlí 1981, og Maren Freyja,
f. 23. janúar 1986. Haraldur á
tvær dætur frá fyrra hjóna-
bandi, sem Guðrún gekk í móð-
urstað. Þær eru Rakel, f. 16.
mars 1970 og Svava, f. 10. októ-
ber 1972. Árið 1988 hóf Guðrún
nám við University of Rhode
Island til doktorsgráðu í fræði-
grein sinni. Hún hafði lokið
doktorsritgerð sinni, en vannst
ekki tími til að verja hana. Út-
för Guðrúnar fer fram frá Hall-
grímskirlgu á morgun.
leiddi Rúna Guddu systur sína sem
er rúmu ári yngri en hún. Það var
gaman að horfa á þær litlu hnátum-
ar, Rúna ábúðarmikil og kotroskin
á svip, leiðandi Guddu hvert sem
þær fóru, þær voru svo einstaklega
samrýndar systurnar, svo ólíkar sem
þær vora. Yfirieitt nefndi maður
þær báðar um leið. Rúna vemdaði
Guddu alltaf og réð henni heilt. Þær
vora í sama bekk í skóla og leiddust
í gegnum barnaskólann og Gaggann
hér á Krók og að lokum í MA og
alltaf bar Rúna fyrst og fremst hag
Guddu fyrir brjósti. Gudda launaði
systur sinni svo sannarlega ástina
og umhyggjuna í gegnum árin, síð-
ustu þijá mánuðina sem Rúna lifði.
Hún var hjá henni hveija fijálsa
stund sem hún átti og meira en
það, og ástin og umhyggjan sem
hún sýndi henni var einstök. Hún
var að þakka henni fyrir öll árin.
Ég vil þakka elskulegri nöfnu minni
fyrir að létta Rúnu okkar síðustu
vikurnar, sem hún lifði.
Það var oft mikið fjör og líf í
tuskunum hjá okkur systranum hér
á Króknum. Systkinin á Ægisstígn-
um vora 7, en hjá mér á Öldustígn-
um vora 5 og vora þau eins og stór
systkinahópur, stóðu saman í gegn-
um þunnt og þykkt. Ég minnist jól-
anna á Ægisstígnum, þegar allir
voru að dansa í kringum jólatréð
og Marteinn stóð upp á stól við að
taka myndir af öllum hópnum, þetta
vora dásamlegar stundir. En nú eru
tveir ærslabelgir horfnir úr þessum
fallega hóp, efalaust sitja þau saman
núna Sveinn Hlynur og Rúna í himn-
aranninum og rifja upp gleðistundir
af Króknum.
Ég var aldrei í vandræðum með
barnfóstrar í gamla daga ef ég
þurfti að bregða mér frá. Systurnar
á Ægisstígnum- sáu um það. Börnin
hrópuðu af fögnuði ef ég sagði þeim
að Rúna frænka ætti að passa þau,
því í þeirra augum var hún stóra
góða systir þeirra. Oft var ég ein
heima með barnahópinn og sváfu
þær þá hjá mér til skiptist systurn-
ar. Mörg kvöldin sátum við Rúna
og spjölluðum í rökkrinu og fram á
nótt, um skólann, framtíðina, sæta
stráka, sem hún var pínu skotin í
og allt það sem hafði gerst þann
daginn.
Þegar ég átti sjötta og yngsta
bamið mitt var Rúna komin um
tvítugt og orðin móðir sjálf, búin
að eiga Ragnheiði litlu, bað ég hana
að vera skírnarvott fyrir dóttur
mína, hún ljómaði af stolti og
ánægju yfir þessari upphefð að fá
að vera guðmóðir litlu stúlkunnar
minnar. Hún tók hlutverk sitt mjög
alvarlega, því alltaf fylgdist hún
með henni og sendi henni gjafir.
Hvar sem Rúna mín var í heimin-
um og frétti af því að eitthvað bját-
aði á hjá mér sendi hún mér uppör-
vandi bréf, sem vora svo skemmtileg
og vel skrifuð, að það birti til á ný
við lestur þeirra.
En ferskust í minni mér er ferðin
okkar til Dyflinnar fyrir tveimur
árum, hvað við voram hissa, þegar
við hittumst á flugvellinum. Þá vissi
ég að ferðin yrði stórkostleg fyrst
Halli og Rúna yrðu með. Þetta vora
yndislegir dagar, við hittumst á
kvöldin og sýndum hvor annarri
hvað við höfðum keypt, fengum
okkur bjórtár og sungum gömlu
góðu Sæluvikulögin og táraðumst
pínu, þegar við sungum „Undir blá-
himni“. Hápunkturinn á ferðinni var
síðasta kvöldið á skemmtun. Halli
og Rúna, þetta glæsilega par, vora
kölluð upp á svið til að syngja og
þau kölluðu á mig til að aðstoða
þau, og þarna stjórnuðum við fjölda-
söng við svo mikinn fögnuð áheyr-
enda að allt ætlaði um koll að keyra,
þá voram við frænkumar nú svolít-
ið stoltar, en stoltust var ég yfir því
að eiga svona geislandi fallega
frænku.
Ég gæti endalaust tínt fram
minningar um Rúnu mína, og allar
era þær ljúfar og bjartar og ylja
mér og okkur öllum um ókomin ár.
Við höfum öll misst mikið, en sárast-
ur er missirinn hjá elsku Halla mín-
um og börnunum og foreldram, það
er sárt að horfa upp á barnið sitt
deyja. Stríðið var stutt hjá Rúnu
minni, en hún stóð uppi sem sigur-
vegari. Hún gekk aldrei frá óloknu
verki, það var ekki að hennar skapi.
GUÐRÚN
MARTEINSDÓTTIR
Falleg og gagnlegjólagjöf
Ensk-íslensk orðabók
34.000 ensk uppflettiorð
Fæst hjá öllum bóksölum
íslensk-ensk orðabók
35.000 íslensk uppflettiorð
2.200 blaðsíður
Saman í fallegri gjafaöskju
á aðeins kr. 3.990.—
Gagnleg og glæsileg jólagjöf,
sem nýtist vel í nútíð og framtíð
Orðabókaútgáfan
Fáeinum stundum áður en hún dó,
skrifaði hún undir skjöl, sem áttu
að koma doktorsritgerð hennar í
heila höfn, þetta var hennar sigur,
að ganga frá öllum sínum málum
áður en hún yfirgaf þetta jarðsvið.
Rúna lést á heimili sínu umvafin
elsku ástvina sinna, þannig vildi hún
fara. Ég vil þakka Rúnu fyrir alla
gleðina og ástúðina, sem hún veitti
mér og fjölskyldu minni, það voru
forréttindi fyrir okkur að fá að
þekkja hana svona vel og elska.
Ég felli tár, en hvi ég græt
því heimskingi ég er,
þín minning, hún er sæl og sæt
og sömu leið ég fer.
(K.J.)
Elsku Halli minn, Ranka, sem
mamma var svo stolt af, Héðinn
Þór, Maren litla, Rakel og Svafa,
Radda systir og Marteinn og öll
systkinin af Ægisstígnum, ég sendi
ykkur öllum innilegar samúðar-
kveðjur og megi giaða fallega bros-
ið hennar Rúnu okkar lýsa okkur
veginn framundan.
Far þú í Guðs friði, elsku Rúna
mín.
Guðbjörg Bjarman
(Lilla frænka),
Sauðárkróki.
Við andlát Guðrúnar Marteins-
dóttur sækir margt á hugann.
Áleitnust er þessi spurning: Hvers
vegna vorum við svona viss um að
hún myndi læknast og vera áfram
með okkur?
, Ég hefí hugsað um þetta aftur
og aftur. Ég hefí ekki aðra skýringu
en þá að sjálf var hún alveg óbuguð
fram í andlátið. Auðvitað var hún
stundum þreytt, svo þreytt að hún
átti erfítt með að tala. Þá sagðist
hún aðeins þurfa að hvíla sig. Síðan
var hún sama ódeiga konan, sem
útskýrði hlutina jafn ljóst og áður.
Hún sagði frá því hvað það væri
gaman að fá kveðjur frá vinum og
vandamönnum. Hvað það væri
margt sem hún hlakkaði til á næst-
unni. Hvað hún væri leið yfír því
að geta ekki goldið öllum í sömu
mynt, því að hún væri orðin löt við
að skrifa bréf, en þetta myndi nú
kannski lagast. Aldrei heyrðist neitt
vol eða víl. Veikindin gerðu röddina
veikari og hljómminni. En við heyrð-
um áfram skæra rödd hennar á bak
við og okkur fannst hláturinn hljóma
eins og áður. Við horfðum í augu
hennar jafn skýr og róleg og áður
og allt tal hennar var Ijóst og skyn-
samlegt eins og við áttum að venj-
ast. Það var þessi óbugandi vilja-
styrkur og bjartsýni sem gerði það
að verkum að við gáfum okkur
blekkingunni á vald. Við þóttumst
þess fullviss að Guðrún Marteins-
dóttir myndi frískast aftur og ganga
um á meðal okkar eins og áður.
Auðvitað var það þessi óvenjulega
skapgerð Guðrúnar sem gerði hana
að þeirri gæfumanneskju sem hún
var í lifanda lífi. Hún ólst upp á
skemmtilegu heimili í stórum systk-
inahópi. Hún var skarpgreind,
mannblendin og söngvin dugnaðar-
stelpa. Á skólaáram í MA eignaðist
hún marga vini, hún tók mikinn
þátt í félagslífi og starfaði í söngkór
af lífí og sál. Námið gekk vel og
hún tók að sér að kenna öðram og
það átti líka vel við hana. Hún eign-
aðist unnusta og átti dóttur haustið
áður en hún varð stúdent. Hún var
skemmtileg og ástrík móðir. Ungl-
ingaástir eru oft hverfular og nokkr-
um árum seinna skildu leiðir þeirra
Guðrúnar og Eiríks Baldurssonar.
Guðrún Marteinsdóttir var í
fyrsta hópnum sem stundaði hjúkr-
unamám í Háskóla íslands. Hún var
ákveðin í því að verða kennari og
byijaði fyrst í Kennaraháskólanum
en sneri fljótlega í hjúkrunarnámið.
Stundum kom það fyrir að maður
passaði dóttur hennar einn og einn
dag ef mikið lá við. Rúna var þó
aldrei að kvarta yfír aðstæðum og
allt virtist þetta ganga fyrirhafnar-
lítið. Hún söng í Háskólakómum og
tók þátt í félagslífi eins og í MA í
gamla daga.
Á háskólaárunum kynntist hún
Haraldi Þór Skarphéðinssyni sem
hún síðar giftist. Haraldi fylgdu
tvær dætur hans ungar, Rakel og
Svava, á sama aldri og Ragnheiður
dóttir hennar, svo að allt í einu átti
hún þijár litlar stúlkur. Þrívegis fór
hún í framhaldsnám til Bandaríkj-
anna og var að því komin að verða
doktor ef hún hefði fengið að vera
dálítið lengur hjá okkur. Guðrún og
Haraldur áttu saman tvö börn, Héð-
in Þór og Maren Freyju, sem enn
eru innan við fermingu. Þegar hún
dvaldist erlendis var hún ein í byijun
en seinna var Haraldur alltaf með
henni og yngstu börnin tvö en stóru
stúlkurnar þijár eftir því hvernig
stóð á skólanámi þeirra. Ég held
að Rúna mín hafi aldrei gert upp á
milli stúlknanna þriggja. Það varð
henni hins vegar mikið gleðiefni
þegar Ragnheiður dóttir hennar
eignaðist dreng fyrir rúmu ári og
gerði hana þar með að ömmu.
Fyrir vísindakonu eins og Guð-
rúnu var það auðvitað einstakt lán
að taka saman við og giftast Har-
aldi. Auk þess sem hann var sjálfur
í námi á sambúðarárum þeirra var
hann vakinn og sofinn yfír velferð
barnanna og heimilisins. Hann er
einn af karlmönnum nýja tímans
sem fara öll störf jafn vel úr hendi
hvort heldur utan stokks eða innan
og ábyrgðartilfínning þeirra gagn-
vart heimilinu er svo sterk að konan
veit að óþarfí er að vera með sam-
viskubit vegna fjarveru frá heimil-
inu.
Halli og Rúna, eins og við kölluð-
um þau, vora rétt í þann veginn að
leggja síðasta steininn í grunn fram-
tíðarinnar. Aðeins doktorsprófið var
eftir og nú var leiðin greið. Dæturn-
ar þijár vaxnar úr grasi og langt
komar með nám. Yngri systkinin
komin heim aftur úr útlegðinni og
í íslenska skóla. Framtíðin blasti
við, framundan vora skemmtilegir
tímar.
Rúna og Halli áttu margar
skemmtilegar stundir bæði hér
heima og erlendis. Þótt þau væra í
námi og með fímm börn heyrðist
aldrei á þeim að þetta væri neitt
erfítt. Þau nutu lífsins, fóru í ferða-
lög og komu sér upp fallegu heimili.
Mæður þeirra vora auðvitað mik-
il hjálp þegar stóra stúlkurnar voru
ungar. En móðir Haraldar lést fyrir
nokkrum árum. Ragnheiður systir
mín og Marteinn maður hennar
hafa nú misst elstu dóttur sína úr
óvanalega gjörvilegum barnahópi.
Þau hafa alla tíð umvafíð böm sín,
tengdaböm og barnabörn miklu
ástríki og heimili þeirra á Sauðár-
króki var oft kallað sumarhótelið
hér áður fyrr. Ragnheiður og Mar-
teinn era flutt í Kópavog og nú
verður það þeirra hlutskipti að
hugga fólkið sitt og halda minningu
Guðrúnar dóttur sinnar á lofti.
Eftir á að hyggja, var ekki blekk-
ingin af hinu góða? Vinir heimsóttu
Guðrúnu í veikindum hennar og
þágu hjá henni ráð og upplýsingar.
Aðrir hringdu og spjölluðu við hana
í síma. Enn fleiri voru þó þeir sem
ætluðu að heilsa upp á hana þegar
betur stæði á. Sjálf vissi hún áreið-
anlega að tími hennar var mjög
naumur, en hún var líka staðráðin
í þvi að nota hann vel.
Ég votta Haraldi, börnunum,
systur minni og mági, svo og börn-
um þeirra og skylduliði samúð og
vona að minningin um Rúnu fylgi
þeim eins og hún fylgir mér. Fallegt
brosið, fijálslegt fasið, hljómmikil
röddin, skýr augun og greindarlegur
svipurinn.
Steinunn Bjarman.
í morpn sastu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppi í geislunum
minn gamli vinur
en veist nú, í kvöld
hvernig vegirnir enda
hvemig orðin nema staðar
og stjörnurnar slokkna.
(Hannes Pétursson.)
Þetta ljóð beinir huganum að
góðum dögum sem fjölskyldur okkar
æskuvinanna áttu saman á Sauð-
árkróki síðastliðið sumar. Síðustu
dýrmætu dögunum sem við áttum
saman áður en dimman skýjabakka
veikinda dró upp á himin.