Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.12.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 29 Það er sárt að kveðja vin í blóma lífsins, vin sem hverfur frá ungri fjölskyldu og hálfloknu lífsstarfi. Heimili þeirra Röddu og Mar- teins, foreldra Rúnu, stóð ætíð opið öllum vinaskara barnanna þeirra sjö. Þar gekk ég út og inn eins og heima hjá mér og naut góðs félags- skapar yngra sem eldra heimilis- fólks. Unglingsárin liðu með Bítlana hljómandi úr hveiju skoti, við lásum danskar ástarsögur, pijónuðum okkur allar eins peysur, borðuðum franskbrauð með rabarbarasultu. Menntaskólaárunum fylgdi gaman og alvara, nýir félagar og ný lífs- reynsla. Stundum þroskuðust vinir til andstæðra átta en í öðrum tilvik- um til frekari samleiðar. Við bund- umst traustum vináttuböndum og fylgdumst að, þær systurnar Gudda og Rúna og ég, allt til tvítugs er leiðir skildu um stund. Rúna var afburða námsmaður og átti að baki glæsilegan námsferii bæði heima og erlendis. Hún vann við doktorsritgerðina sína, „Heilsu- efling kvenna“, eins lengi og kraftar leyfðu og eitt hennar síðasta verk í þessu lífí var að undirrta skjöl sem heimiluðu að frá henni yrði gengið til útgáfu. Viðfangsefni hennar var fyrirbyggjandi heilsuvernd og var henni mikið í mun að rannsóknir hennar og starf síðustu ára kæmi að gagni. Góðir vinir hennar og samstarfsfólk munu sjá til þess að sú ósk rætist. Hún var lektor og síðan dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands frá 1980 og átti dijúgan þátt í að móta námsbrautina við skólann. Fyrri manni sínum, Eiríki Bald- urssyni, kynntist Rúna í mennta- skóla og eignaðist með honum dótt- urina Ragnheiði. Með seinni manni sínum, Haraldi Þór Skarphéðins- syni, eignaðist hún tvö börn, Héðin Þór og Maren Freyju. Á heimili þeirra ólust einnig upp dætur Har- aldar frá fyrra hjónabandi, Rakel og Svava. Heimilið, sem sinnt var samhliða námi og krefjandi starfí við Háskóla íslands, var því stórt. Þau hjón voru samhent og góðir félagar. Rúna var einstök manneskja. Hún hafði sterka skaðgerð, var glaðlynd, greind og sérstaklega hjálpsöm. Ég hef grun um að til hennar haftoft verið leitað ef eitthvað bjátaði á í fjölskyldunni stóru, þar var að finna staðfestu og góð ráð, gefin af yfír- vegun. Það er mikil raun að horfa á eft- ir hæfileikaríkri mannkostamann- eskju á besta aldri yfír móðuna miklu. Við sem eftir sitjum höfum hvert annað og minninguna til að huggast við. En til að skilja óbuguð við eiginmann, böm og aðra ástvini þarf mikinn styrk og sjálfsaga. Rúna hafði ekki áhyggjur af eigin hlutskipti en þótti erfítt að skilja við sína nánustu í sárum. Hún vissi að hún átti góða fjölskyldu að sem í sameiningu mun takast á við kom- andi daga og það var hennar hugg- un. Senn er þess von að úr sessinum mínum ég víki, senn skal mér stefnt inn í skugganna fjölmenna ríki, spyiji þá einhver hvar athafna minna sér staði, er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði. (Jón Helgason.) Það er misjafnt hve langan tíma menn fá til að láta athafna sinna sjá «tað og hversu vel sá tími er nýttur. Við vonuðum öll að tími minnar kæm vinkonu yrði lengri. Úti í Frakklandi liggur hálfnað bréf frá herbergisfélaga hennar í Menntaskólanum á Akureyri sem sendir samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Onnur vinkona ætlaði að heimsækja Rúnu um næstu helgi. Hún Rúna mín notaði tímann sinn vel og þess sér víða stað. Minningin um hana vekur hlýjar og góðar til- finningar. Kæru vinir. Við í fjölskyldu minni á Sauðárkróki samhryggjumst ykk- ur innilega og hugsum til ykkar. Anna Kristín Gunnarsdóttir. Þegar nýstúdentar frá Mennta- skólanum á Akureyri settu upp húfurnar sínar vorið 1972 og héldu út í lífið, virtist framtíðin björt og ótal tækifæri biðu á næsta leiti. Enginn hugsaði þá um óþægilegar staðreyndir lífsins. í fyrsta sinn horfir nú þessi sam- stæði hópur á eftir félaga sínum til eilífðarlandsins. Hún Rúna er farin og eftir er stórt og tómlegt skarð. Að kvöldi þakkargjörðardags kvaddi Rúna þetta líf eftir harða glímu við illvígan sjúkdóm. Hvers vegna er ung eiginkona og móðir ungra barna kölluð burt? Hvers vegna hún sem var svo full af lífs- gleði og starfsorku? Rúna var sterkur og gefandi per- sónuleiki sem setti svip sinn á hóp- inn okkar. Hún átti einstaklega fallegt bros sem hún sparaði ekki og lýsti með umhverfi sitt. Brosið hennar er eitt af perlum minning- anna. Hugsum til baka til þeirra ára sem við áttum saman í Menntaskól- anum á Akureyri. í hugann kemur hópur af stelpum hvaðanæva af landinu, sem koma sér fyrir á heimavistinni. Ein úr hópnum hefur þetta óvenjulega opna og breiða bros. Það er Rúna. Og manneslqan á bak við brosið reynist opin, greind og skemmtileg. Hún miðlaði okkur stelpunum af sjálfsöryggi sínu og sjarmeraði strákana. Á undan flest- um hinna var hún komin með kær- asta og átti von á bami. Fyrir Rúnu var sjálfsagt og eðlilegt að veita öllum skólafélögunum hlutdeild í gleðinni yfir væntanlegu bami. Og svo fæddist Ragnheiður. Okk- ur fannst hún að sjálfsögðu vera í okkar bekk og af henni kom mynd í Carminu. Nú vildum við gjarna að þú, Ragnheiður, skynjaðir að þú átt okkur að þótt við stöndum í fjar- lægð. Við fylgdumst með mömmu þinni hampa þér fyrstu árin og heyrðum sögur af því hvað þú varst frábær. Megi það veganesti sem mamma þín gaf þér styrkja þig. Rúnu var margt til lista lagt. Strax á fyrsta ári í MA lét hún til sín taka á leiksviði. Þar var hún óborganleg í hlutverki rússnesku sendiherrafrúarinnar, frú Evdokiu. Sú minning kallar fram bros. Rúna var söngelsk og á menntaskólaár- unum söng hún með „24 MA-félög- um“, sem vom frægir fyrir söng- gleði og skemmtilegheit á okkar tíð. Rúna hafði fallega söngrödd og það var auðvelt að hrífast með henni í söng. Reyndar átti það við um flest sem Rúna tók sér fyrir hendur að hún átti létt með að hrífa fólk með sér. Það gerði einlægur áhugi hennar á því sem hún fékkst við hveiju sinni og hæfileiki til að láta aðra skilja mikilvægi þess. Þetta var það sem gerði hana að góðum kennara, en Rúna hafði ótvíræða kennarahæfileika, sem henni virtust eðlislægir. Við skóla- systkinin nutum góðs af því á skóla- árunum og leituðum til hennar ef í vörðurnar rak. Það var svo vel- komið að hjálpa, svo sjálfsagt að miðla öðrum af kunnáttu sinni og góðum gáfum. Stærðfræðin gat legið ótrúlega ljós fyrir þegar Rúna var búin að útskýra hana. Það undraði því engan að hún gerðist kennari í grein sinni, hjúkr- unarfræðinni og varð brautryðjandi í kennslu í hjúkmnarfræðum á há- skólastigi hér á landi. Hún átti rétt ólokið doktorsritgerð, sem fjallar um afar athyglisvert efni. Þótt leið- ir gamalla skólasystkina lægju sjaldnar saman þá fylgdumst við stolt með velgengni Rúnu. Hugur okkar hefur verið hjá þér, Gudda, þessa daga síðan hún Rúna dó. Þó að þið væruð ólíkar og veld- uð hvor sina braut í skólanum og lífinu þá standið þið alltaf saman í huga okkar skólasystkinanna, syst- urnar Gudda og Rúna. Þú átt alla okkar samúð. Orð em fátækleg og máttlaus frammi fyrir sorginni. Við grípum til orða sænsku skáldkonunnar Barbro Lindgren og viljum með þeim votta Halla, eiginmanni Rúnu, börnunum öllum og foreldrum inni- lega samúð okkar. MINNIIMGAR Gráttu ekki af því að ég er dáin ég er innra með þér alltaf Þú hefur röddina hún er í þér hana getur þú heyrt þegar þú vilt M hefiir andlitið líkamann Ég er í þér M getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt Allt sem er eftir af mér er innra með þér Þannig erum við alltaf saman Elsku Rúna. Við skólasystkini þín kveðjum þig með djúpum sökn- uði og þökkum þér samfylgdina, sem varð svo allt of stutt. Björt minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Bekkjarfélagar í MA 1968-1972. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG EINARSDÓTTIR, Álfatúni 13, Kópavogi, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Þorsteinsson, Jónína Þorsteinsdóttir, Baldur Magnússon, Ása S. Þorsteinsdóttir, Guðmundur R. Bjarnleifsson, Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Sigurður Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir minn, MARINÓ EIÐUR EYÞÓRSSON, Laugarnesvegi 13, Reykjavík, lést í Landspítalanum 30. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Hlynsdóttir. t Ástkaer eíginkona mín, GUÐRÚN MARTEINSDÓTTIR dósent i hjúkrunarfrœði, Hraunbæ 84, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 5. desember kl. 13.30. Fyrir hönd foreldra, systkina, barna og barnabarns, Haraldur Þór Skarphéðinsson. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir níu árum þegar ég var nem- andi í heilsugæsluhjúkrun í náms- braut í hjúkrunarfræði við HÍ. Þá var Rúna barnshafandi af Mareni Freyju sem sér á eftir kærleiksríkri móður sinni svo ung að árum. Rúna var góður kennari sem bar hag nemendanna ætíð fyrir brjósti sér. Hún gat verið nýjungagjörn í kennslunni og geislaði þá frá henni áhugi hennar á viðfangsefninu. Ég man alltaf eftir því þegar hún sendi okkur, nokkra hjúkrunarnema, fram á gang og sagði að nú ættum við að búa til leikþátt um hinar mismunandi stjórnunaraðferðir. SJÁ NÆSTU SÍÐU Jolastjörnutilboð 3 jóíastjörnur \ í poka kr. 890, - ' Opib frá ki. 9-21 alla daga 't/ Vy Næg bílastæði (bílastæbahúsið Bergstabir) r7/ ci.i „i-i„i u „ i—... * Ekkert stöbumælagjald um helgar • * S i Sjón er sögu rikari " Full húð aföðruvtsi gjafavörum Allar skreytingar unnar af fagmönmmi P.S. aö sjálfsögöu piparkiikur ogjólaöl. □ □ blómaverkstæði INNA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SIMI 19090 Guðrún Marteinsdóttir, Rúna eins og hún var alltaf kölluð, er látin, aðeins 42 ára gömul. Mikill er missir fjölskyldu hennar, vina og samstarfsfólks. Ef til vill sér hana einhver á andvökustundum sárum titra í gegnum gluggann, sem geisla í sorgartárum. (Magnús Asgeirsson, 1901-1955.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.