Morgunblaðið - 04.12.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 04.12.1994, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 MINIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t HRAFNHILDUR INGJALDSDÓTTIR, lést á heimili sínu þriðjudaginn 22. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Edward Todd Donaldson, Carol Jean Donaldson og systkini hinnar látnu. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA SIGURÐARDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, lést í Vífilsstaðaspítala mánudaginn 28. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Edda Jónsdóttir, Örn Jóhannsson, Freyja Jónsdóttir, Ármann Örn Ármannsson, Hilmar Jónsson, Laufey Herbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Fraendi okkar, SIGURÐUR VIGFÚSSON trésmiður, Auðbrekku 38, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 5. desember, kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda. Auður Gunnarsdóttir, Álfheiður Unnarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MAR, Hrafnistu, Reykjavik, áður Sogavegi 136, verður jarðsett frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 6. desember kl. 13.30. Kristín Mar Smith, William J. Smith, Óskar Árni Mar, Vilborg Sigurðardóttir, Sigurður Finnbjörn Mar, Sæunn Guðmundsdóttir, börn og barnabörn. t Útför föður okkar og bróður, ÞÓRÐAR RAGNARSSONAR vélstjóra, Hólavallagötu 13, sem lést þann 21. nóvember sl., fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 5. desember kl. 15.00. Ragnar Þórðarson, Eva Þórðardóttir, Þorsteinn Þórðarson, Jóhanna Ragnarsdóttir, Birgir Ragnarsson, Ragnar Þ. Ragnarsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ULRICHS RICHTER, Lambastekk 5, Reykjavfk, er lést laugardaginn 26. nóvember fer fram frá Breiðholtskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 15.00. Margrét Þórdís Richter, Sigurður H. Richter, Margrét B. Richter, Örlygur Richter, Helga A. Richter, Marta Hildur Richter, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Skrifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður lokuð mánudaginn 5. desember frá kl. 13.00-17.00 vegna jarðafarar GUÐRÚNAR MARTEINSDÓTTUR. GUÐRÚN MARTEJNSDÓTTIR Þetta vakti mikla kátínu hjá okkur og áhrifin voru auðvitað þau að „þessar stjórnunaraðferðir“ hafa setið í langtímaminninu æ síðan. Ég varð síðan svo gæfusöm að kynnast Rúnu nánar þegar við urð- um samkennarar í nokkur ár í námsbrautinni. Stuttu eftir að ég hóf þar störf var mikil eftirvænting í loftinu á þriðju hæðinni, kennara- ganginum í Eirbergi. Von var á Rúnu úr rannsóknarleyfi frá Banda- ríkjunum. í fyrstu skildi ég ekki þessa eftirvæntingu en ég var fljót að átta mig á henni þegar Rúna var mætt til starfa með ómælda orku og gleði sem allir fengu að njóta í kringum hana. Þau urðu síðan ófáar heimsóknirnar á skrif- stofuna hennar Rúnu þar sem hún var alltaf tilbúin að hlusta og styðja alla þá er leituðu til hennar í amstri dagsins. Málefni hjúkrunar voru oft rædd og kom maður þá ekki að tómum kofanum hjá Rúnu. Hún var búin að taka þátt í og stuðla að framþróun hjúkrunar, þá sérstak- lega menntunarmálum, til margra ára. Það er svo sannarlega stórt skarð höggvið í hjúkrunarstéttina við fráfall Rúnu. Það eru margar Ijúfar minningar sem tengjast Rúnu. Þar stendur upp úr ráðstefnuferð til Columbus, Ohio undir nafninu „Ferð til framtíðar" - þá var framtíðin hennar. Eitt af atriðum á ráðstefnunni var ráð- stefnuhlaup mjög árla morguns sem Rúna vildi fyrir alla muni ekki missa af og taldi að ég og Jóhanna Bern- harðs, herbergisfélagi hennar, hefð- um gott af því að hreyfa okkur. Fyrir tilstilli Rúnu tókum við þátt í hlaupinu en sennilega er þetta fyrsta og síðasta hlaupið sem ég hleyp fyrir sólaruppkomu. Heilsu- samlegt líferni var hluti af tilveru Rúnu og dreif hún okkur samkenn- ara sína oft með sér í göngutúr í hádeginu í kringum Miklatúnið, sem bætti bæði anda og þrek þeirra sem gengu með henni. A ráðstefnunni góðu í Ohio nutu sín fræðimannshæfileikar Rúnu, sérstaklega þegar hún talaði við ráðstefnugesti um doktorsverkefnið sitt sem var fallega upp sett á vegg- spjaldi sem hún hafði útbúið. Rúna tók hlutverk sitt sem kennara og hjúkrunarfræðing alvarlega en þau skyggðu þó aldrei á fjölskyldu henn- ar sem var henni afar kær. Þau voru samhent fjölskylda og er mér minnisstætt í því sambandi kaldur janúardagur á þessu ári þegar Halli og börnin voru með Rúnu uppi í Eirbergi að setja spurningalistann hennar í umslög. Þar ríkti mikil vinnugleði og samkennd. Öll fjöl- skyldan tilbúin að hjálpa Rúnu að klára stóra verkefnið sitt. Þegar Rúna greindist með krabbamein í fæti fyrir rétt rúmu ári var maður þess fullviss að hún myndi ná sér sem reyndist því mið- ur ekki rétt. Rúna talaði á hispurs- lausan hátt um veikindi sín og tókst á við vágestinn á einstakan hátt með hjálp jjölskyldu sinnar. Elsku Halli, Ragga, Héðinn, Maren og t Útför föður míns, stjúpföður, tengda- föður, afa og langafa, ÓLA KRISTINS JÓNSSONAR, Hjallaseli 55, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju mánu- daginn 5. desember kl. 15.00. Jarösett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Ifkn- arstofnanir. Hrafnhildur Óladóttir, Vilmundur Þór Gíslason, Ólafía Sigurðardóttir, Ómar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri, GUÐMUNDUR TÓMAS ÁRNASON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. desember kl. 13.30. Selma Guðmundsdóttir, Árni Tómas Ragnarsson, ' Ólöf Sigríður Vaisdóttir, Ragnar Tómas Árnason, Sigríður Freyja Ingimarsdóttir, Kristján Tómas Árnason, Selma Lára Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Salóme Gunnlaugsdóttir, Jónina Vigdis Schram, Sigríður Ólafsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, TORFI ÁSGEIRSSON frá Sólbakka í Önundarfirði, Bergþórugötu 29, Reykjavík, sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. nóvember, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. desember kl. 13.30. Valgerður Vilmundardóttir, ÁsgeirTorfason, Hrefna Sigurniasdóttir, ÁstríðurTorfadóttir, Trausti Ævarsson, ValgerðurTorfadóttir, Smári Helgason, Ragnhildur Torfadóttir, Kristján Sigurðsson, Kolbrún Baldursdóttir, Guðmundur Ottósson og barnabörn. aðrir aðstandendur, megi góður guð vera með ykkur. Blessuð sé minning Rúnu. Eydís Sveinbjarnardóttir. Þegar mamma sagði mér, að hún Rúna væri dáin, fór ég að hágráta. Mér finst svo óréttlátt að hún deyi svona ung frá börnunum sínum. Maren vinkona mín er bara átta ára og Héðinn er að verða 14. En ég grét ekki bara út af þeim, ég sakna Rúnu líka svo mikið. Ég trúi varla að ég eigi ekki eftir að sjá hana aftur hér á jörðinni. Við Mar- en erum mjög góðar vinkonur og ég hef oft gist hjá þeim, farið með þeim í sund og verið hjá þeim dag og dag. Nú verður þetta allt án Rúnu. En ég er viss um, að henni líður vel þar sem hún er núna, því hún var svo rosalega góð. Ég mun aldrei gleyma Rúnu og bið guð áfram að passa hana, eins og ég bað um, þegar hún var veik. Ég óskaði svo sterkt að hún mundi ekki deyja og bað Guð heitt og inni- lega um það. Hann hlýtur að hafa vantað hana mikið til að hjálpa sér í hinum heiminum. Vinunum mínum í Hraunbænum sendi ég saknaðar- og samúðar- kveðjur. Við Gauti þökkum elsku Rúnu allar ógleymanlegu stundirn- ar. Freydís Guðný Hjálmarsdóttir, Colorado. Dáin, horfin. Kveðjustundin er svo sár. Við höfðum þekkst frá menntaskólaárum þar sem við kynntumst öll veturinn 1968 til 1969. Ég að ljúka stúdentsprófi, en þær að heija menntaskólanám. Þær léku þegar á fyrsta ári stór hlutverk í leikriti Leikfélags Menntaskólans og sýndu þar strax þann skörungsskap, sem ávallt síð- an hefur einkennt þær. Bryndís og Rúna. Á þessum árum fór Leikfé- lagið oftast í leikför til Siglufjarð- ar. Siglfirðingar í skólanum reyndu gjarnan að fá einhver verkefni við leiksýningarnar til að komast með til Siglufjarðar. Þarna tók ég að mér minnsta hlutverkið í leiksýn- ingunni, að vera á spottanum. Ég beindi kastljósinu á réttu augnabliki á þann hluta leiksviðsins, sem at- hyglin skyldi vera hverju sinni. Fyrir þetta litla framlag uppskar ég ríkulega: unnustu og síðar eigin- konu og með henni þá kæru vin- konu, sem við kveðjum hér. Þær stöllur héldu áfram mennta- skólanámi, en ég eyddi öllum mín- um peningum sem ég aflaði með kennslu meðfram námi í flugfar- gjöld til Akureyrar. Vináttan varð því nánari að Bryndís, Rúna og Eiríkur leigðu saman í Norður- byggðinni. Næstu árin deildum við gleði okkar og sorgum. Síðan kom þessi óumflýjanlegi kafli, sem manni finnst nú svo sárt hve langur varð og snöggan endi fékk. Þessi kafli þegar lífsbaráttan gleypir okk- ur. Oft var líka vík milli vina vegna náms í fjarlægum löndum. Við sáum öll fram á rólegri tíma þegar meira tóm gæfist til sam- funda. Rúna var að ljúka doktors- prófinu sem Halli hafði stutt hana svo dyggilega í. Raunar var sam- fylgd þeirra svo falleg að eftirtekt hlaut að vekja. Hamingja þeirra gladdi okkur innilega. Þá komu veikindin eins og reiðarslag. Næst vonin en síðan bakslagið. Rúna deildi með okkur gleði á sérstakan hátt giftingardaginn 1974. Sami dagur tuttugu árum síðar varð sorgardagur þegar þær vinkonur hittust og í ljós var komið hvert stefndi. Við söknum Rúnu sárt. Augun hennar, glampinn, brosið, glað- værðin, hláturinn, bjartsýnin, hlýj- an, góðvildin, æðruleysið. Við biðj- um guð að blessa eiginmann henn- ar, börn, barnabarn, foreldra, systk- in og ættingja um leið og við kveðj- um hér hinsta sinni okkar ástkæru vinkonu. Jóhann Tómasson. Fleirí minningargreinar um Guð- rúnu Marteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.