Morgunblaðið - 04.12.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 31
MIIMNIIMGAR
SIGURJÓN JÓHANNSSON
+ Sig'urjón Jó-
hannsson fædd-
ist í Flatey á
Breiðafirði 30. ág-
úst 1898. Hann lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 28. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jóhann Guð-
jón Arason, f. 1864,
d. 1925, og Valborg
Sigrún Jónsdóttir,
f. 1874, d.
Systkini hans voru:
Ari, f.
1899, Jón, f. 1896,
d. 1932, og Sigurlína Sigríður,
f. 1900, d. 1971. Fósturbróðir
Sigurjóns var Ólafur Tryggvi
Andrésson, f. 1908, d. 1976.
Þeir voru systrasynir. Hinn 9.
nóvember 1924 kvæntist Sigur-
jón Jónu Guðrúnu Þórðardótt-
ur, f. 3. 9. 1904, d. 27. 10. 1985,
dóttur Þórðar Jóhanns Jóns-
sonar og Sigríðar Ólafsdóttur.
Börn Siguijóns og Jónu eru:
1) Jóhann Valberg, f. 1925, raf-
eindavirki, kvæntur Láru Jón-
ínu Árnadóttur húsmóður og
starfsmanni á Vífilsstöðum.
Þau eiga fimm börn, tíu barna-
börn og sex barnabamabörn.
2) Sigríður Þóra, f. 1926, hús-
móðir á Akranesi, fv. matráðs-
kona og enn starfsmaður á
Grundartanga. Hún á fjögur
börn og sex barnabörn. 3) Ólaf-
ur Valberg, f. 1928, véístjóri,
fv. kaupmaður í Svíþjóð, býr
þar, kvæntur Ingibjörgu Jónu
Gunnlaugsdóttur,
fv. kaupkonu í Sví-
þjóð. Þau eiga
fjögur börn og tíu
barnabörn. 4)
Guðmundur Val-
berg, f. 1930, vél-
fræðingur. 5) Jón
Valberg, f. 1932,
matsveinn. Hann á
sex börn og niu
barnabörn. 6) Sig-
utjón Ari, f. 1937,
stórkaupmaður,
kvæntur Þóru
Gunnarsdóttur
húsmóður og
kaupkonu í Reykjavík. Þau eiga
þijú börn og þijú barnabörn.
7) Erla, f. 1942, húsmóðir í
Reykjavík, gift Guðmundi
Gislasyni aðstoðarbankastjóra
Búnaðarbanka Islands. Þau
eiga tvær dætur og þijú barna-
börn. Siguijón vann hjá Guð-
mundi Bergsteinssyni, kaup-
manni og útgerðarmanni í Flat-
ey á Breiðafirði, við fisk og
önnur störf, lærði seglasaum,
smíðar og aðra vinnu er að sjó-
mennsku laut og var á sjó.
Hann hóf járnsmíðanám 1918
og lauk sveinsprófi _ 1921.
Stundaði nám í Vélskóla Islands
og útskrifaðist vorið 1923. Var
vélstjóri á skipum og í landi og
stundakennari við mótornám-
skeið Fiskifélags íslands. Sig-
uijón var ráðsmaður Stúdenta-
garða frá 1966-72. Útför hans
fer fram frá Háteigskirkju á
morgun.
HANN var einn af þessum gömlu
góðu gæfumönnum, sem fyrir löngu
höfðu öðlast það jafnvægi lífsins,
sem svo margir þrá, en fremur fáir
öðlast. Hann hafði hreint ekki farið
varhluta af mótlæti og erfiðleikum
lífsins, hann Sigurjón, fremur en
aðrir, en ég veit að hann var mikill
hamingjumaður. Hann bjó nefni-
lega yfir því mikla leyndarmáli,
hvernig átti að fara að því að lifa
hamingjusömu lifi, hvernig sem allt
veltur. Hann var lifandi kyndill
samferðamanna sinna, það birti
alltaf yfir öllu og öllum, hvar sem
hann fór. Orðið „vandamál“, sem
margan manninn hefur löngum
hijáð og leitt á grafarbakkann, var
ekki til í orðabókinni hans. Þannig
náði hann háum aldri.
Hann var bráðsnjall rennismiður
og eyddi öllum stundum niðri í kjall-
aranum heima hjá sér við að renna
fegurstu gripi úr látúni, eir og öðr-
um góðmálmum. Og ekki var hann
að þessu til að græða peninga, held-
ur gaf hann vinum sínum og kunn-
ingjum til að gleðja þá og veita
birtu í líf þeirra bæði beint og
óbeint. Flestir voru þessir fögru
gripir kertastjakar að sjálfsögðu
með kerti í, sem veittu birtu í líf
og umhverfi og sálir þeirra sem
hlutu. Þegar ég sit hér og rita þessi
fátæklegu orð, er herbergið mitt
uppljómað af ótölulegum grúa
kertaljósa í fallegu kertastjökunum
hans Siguijóns.
Fyrir nokkrum árum kom hann
til mín með pokaskjatta í hendinni.
„Heyrðu," sagði hann hálf vand-
ræðalega, „ég hef gaman af því að
dunda dálítið niðri í kjallaraskons-
unni minni. Mér þætti vænt um,
ef þú vildir koma- þessu til skila
fyrir mig, en mundu mig um það,
að þú átt ekkert að vera að gaspra
um, hver gefandinn er. Það skiptir
ekki máli, enda er ég að gera þetta
mest fyrir sjálfan mig.“ Og upp úr
skjattanum dró hann spegilgljáandi
völundarsmíð, með fegurri gripum,
sem ég hef séð. Mér varð fyrst að
orði, hvernig í ósköpunum hann
hefði farið að því að smíða svo fagr-
an grip, þótt ekki væri hann gull-
smiður. Hann svaraði því til, að
þetta hefði verið mesta ómynd hjá
sér, þegar honum barst hjálparhönd
við að ganga frá því.
Þetta var þriggja kerta stjaki úr
messing og eir. A undirstöðuhring
hans, sem myndar tröppur að einni
miðju, var reist fagurt og skraut-
búið akkeri og upp af því skínandi
smárakross, umvafínn ljómandi
stjörnu í miðju. Loks var svo akker-
isleggurinn umluktur fagurlöguðu
hjarta. Á hjartað var svo grafið „1.
Kor. 13.13“, en það er tilvitnun í
kærleiksóð Páls postula til Kórintu-
manna, en hann er ein fegursta
perlan í Heilagri Ritningu. Sams-
konar grip gaf hann Flateyjarkirkju
og skipar hann þar höfuðsess á alt-
ari kirkjunnar, þar sem kertaljós
hans lýsa upp Biblíuna.
Það væri full ástæða til að fara
með þennan kærleiksóð hér, því ég
held að hann hafi verið leiðarljós
Siguijóns í lífi hans og samskiptum
við meðbræður sína. Þetta var boð-
skapurinn, sem hann vildi koma til
þeirra, sem gjöfina hlutu og yngri
voru og óreyndari. Kannski er þarna
að finna lykilinn að lífshamingju
hans.
Já, það stafaði af honum Sigur-
jóni mikil birta hvar sem hann fór.
KRISTINN EGILSON
+ Kristinn Egilson
fæddist á Akur-
eyri hinn 12. októ-
ber 1974. Hann lést
á Akureyri 26. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
hjónin Sveinbjörn
Egilson, f. 8.10.
1928, og Sólveig
Björg Kristinsdótt-
ir, f. 24.11. 1940.
Systkini Kristins
samfeðra eru Sigur-
björn, f. 18.10.1956,
og Kristín, f. 17.9.
1961. Álsystkini
hans eru Jón, f. 19.1. 1965,
Hólmfríður, f. 9.10. 1966,
Sveinbjörn, f. 1.10. 1967, og
Þorvaldur, f. 4.4. 1972. Krist-
inn verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju á morgun.
OKKUR langar með nokkrum fá-
tæklegum orðum að kveðja vin okk-
ar Kristin S. Egilson sem lést hinn
26. nóvember síðastliðinn. Við
kynntumst Tinna fyrst þegar við
hófum nám í VMA haustið 1990.
Þau kynni þróuðust síðan í vináttu
sem engan skugga bar á og treyst-
ust þau vinabönd eftir því sem árin
liðu. Saman fórum við í gegnum
framhaldsskólann og þrátt fyrir að
við útskrifuðumst saman í vor rofn-
uðu þau miklu tengsl ekki enda
þótt samvistunum fækkaði.
Tinni var mjög glaðlyndur piltur
og smitaði jafnan út frá sér með
sínum óviðjafnanlega hlátri sem
kom öllum í gott skap.
Enda var það svo að
við eyddum ófáum
ánægjustundum á
heimili hans á Oddeyr-
argötu 36 þar sem við
vorum ávallt velkomn-
ir.
Þó að tíminn sem
við þekktum hann hafi
ekki verið langur gáfu
þau kynni okkur mik-
ið. Um leið og við
kveðjum góðan vin
viljum við votta fjöl-
skyldu hans samúð
okkar og vonum að
Guð gefi henni styrk á þessari sorg-
arstundu.
Orri Stefánsson,
Bjarki Baldvinsson,
Rúnar Sigurpálsson.
Vinur
Nú ertu farinn
fyrir fullt og allt
og aldrei kemurðu til baka
með þitt bjarta bros
við söknum þín.
Við sendum foreldrum þínum,
systkinum og öðrum aðstandendum
samúðarkveðjur. Megi góður Guð
veita þeim styrk í þungri raun.
, Ingi Snorri, Heiðdís
og Sigrún.
Skyndilega er allt breytt, það er
laugardagur, mamma þín hringir í
mig og það er eintóm sorg, þú ert
allur, langt um aldur fram, aðeins
tvítugur. Hver skilur tilganginn
þegar jarðvistin verður ekki lengri
hjá svo góðum dreng eins og þú
ætíð varst, elsku Tinni minn. Allir
þeir sem kynntust þér eru ríkir að
eiga minninguna um þig, því hana
getur enginn tekið frá okkur. Al-
staðar varstu metinn af eigin verð-
leikum. Þú varst ljós foreldra þinna,
gleðigjafi systkina þinna, vinur vina
þinna og vinsæll meðal skóla- og
vinnufélaga þinna.
Eg var þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að fylgjast með þér frá fæð-
ingu. Ég flutti heim til þín þegar
þú varst nokkurra mánaða og bjó
þar í rúmt ár og þann tíma nýtti
ég mér vel í að dekra við þig og
láta eftir þér eins og oft var sagt.
Ég man hvað ég var montin þegar
fólk hélt að ég ætti þig. En eitt er
víst, etsku Tinni minn, að ég á bara
yndislegar minningar um þig og
þær verða ekki settar á blað, þær
geymi ég í hjarta mínu.
Að lokum, elsku Tinni, takk fyrir
allar stundirnar sem við áttum sam-
an, í dag finnst mér þær hafa verið
allt of fáar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Solla, Svenni, Nonni, Didda,
Brósi, Tolli, Bjössi og Kittý. Við
ykkur viljum við segja: Þið áttuð
mikið, þið misstuð mikið og þar sem
sorgin er mikil þar hefur ríkt mikil
gleði. Hann Tinni ykkar gaf ykkur
mikla gleði og hana tekur enginn
frá ykkur.
Bettý og Bjarki.
Allir urðu glaðir í hjarta, þegar
þeir sáu hann eða fundu nálægð
hans. Og eitt er víst, að þessi sama
birta fylgir jafnan þeim, sem helgar
kærleikanum líf sitt, þeim sem
hugsar fyrst um það að gera öðrum
gott, gleymir sjálfum sér og gleðst
yfir því einu að gleðja aðra að vera
bróðir í raun og sannleika. Þannig
var Siguijón.
Ég get ekki óskað sjálfum mér
og öðrum betri óskar en þeirrar að
mega njóta þeirrar gæfu, sem Sig-
uijón naut, að ganga lífsins braut
undir því Ijósi kærleikans, sem hann
fylgdi til síðustu stundar. Vertu
sæll að sinni og Guð veri með þér
á þeirri leið, sem þú hefur nú lagt
út á.
Karl Guðmundsson.
Elsku afi.
Nú hefur þú tekist á hendur
ferðalag sem við komum öll til með
að leggja í fyrr eða seinna. Þín
verður saknað sem ferðafélaga á
þessum áningarstað því betri föru-
nautur firtnst vart. Þú kenndir
margt og gafst ómælt af hlýju þinni
og visku. Brunnur sá mun aldrei
þorna. Hann lifir í okkur, þeim er
æja hér um stund. Nú kveð ég þig
að sinni með þökk og virðingu.
Vertu sæll, ljúfi prins.
Jóhann Jóhannsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓIMINNA ÞÓREY HAFSTEINSDÓTTIR,
Sogavegi 136,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 5. desember kl.
13.30.
Ólafur Guðlaugsson,
Laufey Ólafsdóttir, Friðbjörn Kristjánsson,
Ari Ólafsson, Helga Ámundadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför föður okkar, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
SIGURJÓNS JÓHANNSSONAR
fyrrv. yfirvélstjóra,
Skeggjagötu 6,
fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
5. desember kl. 15.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu samúð, virðingu og vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns, föð-
ur, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR VALDIMARSSONAR,
Neðstaleiti 4,
Reykjavik,
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
Öldrunardeildar Borgarspítalans.
Soffía í. S. Sigurðardóttir,
Halla Sigrún Sigurðardóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson,
Hilmar Sigurðsson, Hrefna Jónsdóttir,
Sigurður Zófus Sigurðsson, Helga Harðardóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
SÓLVEIGAR ERLU ÓLAFSDÓTTUR,
Grettisgötu 70.
Guðmundur Ólafsson, Helgi Einarsson,
Sigurbjörg Jónsdóttir, Dagný Helgadóttir,
Ólafur Ágúst Guðmundsson, Magnús Viðar Helgason,
Nína Kolbrún Guðmundsdóttir,
Pétur Ingi Guðmundsson,
Bryndís Guðmundsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer
691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari
ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu-
lengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírn-
amöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.