Morgunblaðið - 04.12.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 04.12.1994, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Grettir Smáfólk Þú ættir að horfa Það er verið að sýna mynd af risa- Þú getur séð það sama einmitt núna á þetta... stórum snjókornum sem falla e£ þú ferð útfyrir ... ÚTFYRIR! mjúklega niður á þetta fallega snjóþakta engi... Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Börn með lítið aðhald hrekjast frekar af leið Frá Ólöfu Ástu Farestveit: HLUTVERK foreldra er að kynna fyrir bami sínu þær skyldur og reglur sem gilda í samfélaginu. Börn verða ekki nýtir þegnar sam- félagsins af sjálfu sér. Hins vegar er það hlutverk foreldra og for- ráðamanna að leggja sitt af mörkum svo þau geti komist til fulls þroska. Lög og reglur, skráð og óskráð, gefa hins vegar mynd af því sið- ferði sem reynt er að fylgja í hveiju þjóðfélagi fyrir sig. Siðferði einstaklingsins speglast oftast af heildarsiðferði þess samfélags sem viðkomandi einstaklingur er alinn upp í. Þáttur fjölskyidunnar er oft mesti áhrifa- valdurinn í þessu sambandi. Sem dæmi varðandi þetta atriði má taka umræðuna um útivistar- tíma bama. Lögin sem sett hafa verið um útivist bama em lög sem okkur foreldmm ber að framfylgja svo lengi sem þau era í gildi. Lög era ekki sett til þess að brjóta þau. Hveijum og einum á að vera allsendis ljóst hvort sem lögin taka til útivistartíma eða einhvers ann- ars sem tekur til velferðar barna og unglinga. Þá má kannski spyija: Hvað er svona slæmt við það að hafa úti- vistartíma barna og unglinga svo- lítið teygjanlegri en lög kveða á um? Svarið er einfalt. Hveijir fylgja lögum ef við fullorðnu ger- um það ekki með fordæmi okkar? Mörg haldgóð rök eru fyrir því að ekki sé gott að hafa teygjanleg lög. Ég ætla ekki að tíunda það hér. Þó ætla ég að benda á nokk- ur mikilsverð atriði sem sýna fram mikilvægi þess að lögum um úti- vistartíma barna sé framfylgt. Börn sem fá lítið aðhald í sínu uppeldi eiga auðveldara með að leiðast út á rangar brautir. Óheft- ur og reglulaus útivistartími getur veitt baminu óheftan aðgang að óæskilegum félagskap og um leið léttara aðgengi að vímugjöfum og oft leitt þau inn í tilviljunarkennda atburðarás þar sem ýmislegt óvænt getur gerst, svo sem neysla áfengis og annarra vímugjafa, glæpir, slys, vændi, nauðganir og annars konar ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það er oft ákveðið mynstur hjá fjölskyldum barna sem eiga börn eða unglinga sem lenda á rangri braut í lífinu. Þar skera sig helst úr fjögur atriði. Börnum sem fá aðhald líður betur 1 Foreldrarnir hafa ekki beitt nægjanlegu aðhaldi í uppeldinu eða jafnvel látið börnin vera afskiptalaus á uppvaxtaárun- um. 2 Samband foreldris og bams ein- kennist af deilum og mótþróc 3 Foreldrar eru sjálfir á rang braut í lífinu og eru því mc rangar fyrirmyndir fyrir barnit (T.d. tvískinnungur í samskip um milli þeirra, óeðlileg hegðu þeirra, óeðlilega notkun þeirr á vímugjöfum eða glæpir). 4 Fjölskyldan hefur tvístras vegna skilnaðar, fráfalls eð sjúkdóma. Aðhald er nauðsynlegt í uppelc barna, jafn nauðsynlegt og a fæða þau og klæða. það er þv alls ekki af hinu slæma þó ekh sé alltaf sagt já við óskum barn; eða unglinga. Börnum og ungling um líður einfaldlega betur og finn; fyrir meira öryggi ef foreldrar leit ast við að reglum sé framfylgt reyni t.d. að halda svefntímí þeirra innan vissra tímamarka oj gæti þess jafnframt, að tíminn sen börnin og unglingarnir hafi ti þess að borða og koma sér til skóla á morgnana sé nægur. Við vitum að þetta hefur allt góð uppeldisleg áhrif, en spurning- in sem foreldrar velta hins vegar alltaf fyrir sér er þessi: Hvernig framfylgi ég reglum sem þessum? Samvinna barna og foreldra á þessu sviði er tvímælalaust mikil- vægasti þátturinn til þess að vel takist til og til þess að byggja upp traust og vináttu á milli þeirra. Alveg augljóst er að óregla á hvaða sviði sem er í uppeldi barna og unglinga er ekki af hinu góða. Flestir foreldrar gæfu hyað sem er til að barnið þeirra flosnaði ekki upp úr skóla vegna misnotk- uiiar áfengis og annarra vímu- gjafa. En þegar svo langt er kom- ið í hegðunarmynstrinu er oft erf- itt að stöðva þróunina. Eins og mörg dæmi sanna má buast við slæmum afleiðingum ef foreldr- arnir era ósamstiga í ákvörðunum um útivistatíma barna og ungl- inga. « Það sem ég verð oftast vör við þegar ég ræði við foreldra um útivistartíma bamanna þeirra, er að foreldranum finnst þeir knúnir til að fara að dæmi annarra for- eldra um frávik frá lögbundnum útivistartíma sinna eigin barna. Þetta er jafnvel oft á móti þeirra eigin viija. Þama er sannarlega hætta á ferðum. Ef þrýstingur einstakra foreldra er farinn að ýta undir lögbrot, og getur jafnvel orðið áhrifavaldur þess að foreldrar sem vilja fylgja lögum og reglum geta ekki Iengur spyrnt við fótum en verða þess í stað að beygja sig undir lögbrotið. Reglur varðandi útivistartíma barna og unglinga eru atriði sem allir foreldrar verða að hafa á hreinu gagnvart börnum sínum. Þær eru einnig einn helsti áherslu- punktur átaksins Stöðvum ung- lingadrykkju, sem við þurfum að styðja af alhug. ÓLÖF ÁSTA FARESTVEIT, afbrota- og uppeldisfræðingur. Ólöf Ásta Farestveit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.