Morgunblaðið - 04.12.1994, Page 42
42 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
• ^
HASKOLABIÓ
SÍMI 22140
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
ÞRIR LITIR: HVITUR
ZBIGNIEW ZAMACHOWSKI
JULIE DELPY
TROIS COUL
FORREST
Sýnd kl. 3, 5,6.45 og 9.15.
HUN ER SMART OG SEXI HIN FULLKOMNA BRUÐUR,
EN EKKI EF ÞÚ ERT BARA TÓLF ÁRA.
SKELLTU ÞÉR Á KOSTULEGT GRÍN í BÍÓINU ÞAR SEM
BRÁÐFYNDIN BRÚÐKAUP ERU DAGLEGT BRAUÐ.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Gullfalleg og áhrifarík kvikmynd í leikstjórn Stijn
Coninx sem var framlag Belga til Óskarðsverðlauna
1993. Ótrúleg meðferð iðjuhölda á verkafólki fær
uppreisnargjarnan prest til að rífa verkafólkið með sér
í uppreisn með ófyrirséðum afleiðingum. Myndin sem
byggð er á sannri sögu prestsins Adolf Daens hefur
fengið fjölda verðlauna. Má nefna verðlaun fyrir bestu
kvikmyndatöku á kvikmyndahátíðinni í Chicago og
áhorfendaverðlaunin á Canneshátíðinni 1993.
Sýnd kl. 6.45 og 9.15.
Y** A.I.MBL
W* Ó.H.T. Rás2
iÍÁátulega ógeðsleg liroll-
■eKLi cjg á skjön við huggu-
r»ga skólann í danskri
' Mltmynclagetö" Egill
IVIorgunpósturinn.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Fjögur
brúðkaup
og jarðarfór
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
I LOFT UPP
JEFF BRIDCES ^ TOMMY LEE JONES
Aðalhlutverk: JEFF BRIDGES, TOMMY LEE JONES
Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15.
| SJÁIÐ DAENS í BÍÓKYNNINGARTÍMANUM í SJÓNVARPINU í KVÖLDIKL. 19.55 |
SLÓÐ KÚREKANS
Tónlfst
Gcisladiskur
KÁNTRÝSAFN HALL-
BJARNAR
Hallbjörn Hjartarson: „Kántrý 7, Það
besta“, safn laga eftir Hallbjöm
Hjartarson. Textar: Hallbjöm Hjart-
arson, Kristján Hjartarson, Rúnar
Kristjánsson og fleiri. Utgefandi
H.I.H. hlómplötur. Dreifing: Spor.
Tónlistarval: Hallbjöm Hjartarson.
Umsjón og tæknivinna: Jónatan
Garðarsson. Fjöldi laga: 23. Lengd:
70,29 mín.Verð: 1.999.
HALLBIRNI Hjartarsyni laust
sem eldingu niður í íslenskt tónlistar-
líf árið 1981 er út kom hljómplata
hans „Kántrý 1“. Þetta reyndist byij-
unin á mögnuðum ferli þessa sér-
stæða tónlistarmanns og skal hér
látin í ljós sú ósk að kántrý-söngvar-
inn hafí ekki lagt hattinn og leður-
hanskana á hilluna margfrægu. Alls
urðu Kántrý-plöturnar sex en nú
geta aðdáendur kúrekans frá Skaga-
strönd loks nálgast verk hans á
geislapiötu því út er komið lagasafn-
ið „Kántrý 7 - Það besta“.
Geislaplatan „Það besta“ hýsir
hvorki meira né minna en 23 lög.
Aðdáendur Hallbjöms verða ekki
fyrir vonbrigðum; bæði hefur tekist
sérlega vel til við lagavalið og platan
gefur góða mynd af glæstum ferli
þessa náttúrubams á tónlistarsvið-
Jnu. Lögin hafa verið endurunnin
fyrir þessa útgáfu og er hljómurinn
góður.
„Það besta“ gefur glögga mynd
af því hvernig Hallbjöm hefur ávallt
haft metnað til að gera betur. Fyrstu
plötur Hallbjöms voru teknar upp
við fremur frumstæðar aðstæður og
ekki var miklum tíma varið í þá
.vinnu. Hljóðfæraleikur er á köflum
ekki nógu markviss af þeim sökum
eins og glögglega kemur fram í elstu
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
HEIÐARLEGRI og einlægari
tónlistarmaður en Hallbjörn
Hjartarson er vandfundinn
á íslandi.
lögunum á „Það besta“. Eldri lögin
eru þó mörg hver sérlega góð, Hall-
björn hefur ævinlega verið fundvís á
grípandi laglínur, ekki síst í viðlögum
og sköpunarþörfin fer ekki framhjá
neinum sem hlýðir á þessar íslensku
kántrý-perlur.
Á síðustu plötunum og þó einkum
„Kántrý 6, I Nashville" sem tekin
var upp í Nashville í Bandaríkjunum
var mikil vinna lögð í útsetningar
og naut Hallbjörn þar einkum aðstoð-
ar hins snjalla gítarleikara Vilhjálms
Guðjónssonar og Magnúsar Kjart-
anssonar. A Nashville-plötunni lögðu
einnig snilldarhljóðfæraleikarar frá
Vesturheimi sitt af mörkum til að
gera þá plötu sérlega áheyrilega. Sú
plata ber af hvað hljóðfæraleik og
vinnslu alla varðar þótt lögin séu
almennt og yfirleitt ekki alveg í sama
gæðaflokki og á eldri plötunum.
Textar eru flestir eftir Hallbjörn
Hjartarson og einkennast þeir líkt
og lögin af mikilli og einlægri tján-
ingarþörf. Kúreka-textarnir standa
upp úr en svo vill til að besta kúreka-
textann á „Það besta“ á Jón nokkur
Víkingsson:
Eftir gresjunni kemur maður,
ríðandi hesti á,
Arizona er staður
sem hann hefur mætur á.
(Lukku Láki.)
Spumingar sem varða sjálfan
grundvöll mannlegrar tilveru leita
hins vegar á kúreka sem aðra er
þeir berast um sléttur þessa fagra
lands. Það sannar þessi texti Hall-
bjöms Hjartarsonar:
Er lífíð stundum blekking
eða hvað finnst þér um það?
Kannski óendanleg þekking?
Já, ég held mér finnist það.
(Siglufjarðarstúlkan.)
Heiðarlegri og einlægari tónlistar-
maður en Hallbjörn Hjartarson er
vandfundinn á Islandi. Hann er öld-
ungis laus við yfirlæti og líkt og
miklir Iistamenn kærir hann sig koll-
óttan um álit samferðarmanna sinna.
Hann hefur unnið að sinni tónlist og
notið þess að syngja hana. Draumar
um heimsfrægð og frama hafa aldrei
verið honum fjötur um fót og
„ímynd“ hans hefur verið hrein og
skír. Ef til vill geta „atvinnu-ungling-
ar“ þeir miðaldra, sem svo mjög ein-
kenna íslenskt tónlistarlíf nú um
stundir lært sitthvað af kúrekanum.
Þótt Hallbimi Hjartarsyni hafi
tekist að skapa þjóðlega kúrekatónl-
ist hefur hið íslenska „kántrý" ekki
fyllilega náð að festa rætur. Yngri
menn komu raunar fram á sjónar-
sviðið eftir að Skagastrandar-kúrek-
inn hafði slegið í gegn en reyndust
hafa lítið fram að færa enda tónlist-
arhæfileikamir í besta falii takmark-
aðir.
„Kántrý 7 - Það besta“ er ómiss-
andi geislaplata í safn áhugamanna
um íslenska tóniist. Unnendur hins
íslenska „kántrýs" láta hana ekki
framhjá sér fara. Enn taka aðdáend-
ur kúrekans hatta sína ofan og biðja
um meira.
Ásgeir Sverrisson
IMýtt í kvikmyndahúsunum
RICHARD Attenborough og Mara Wilson í hlutverkum sínum í
kvikmyndinni Kraftaverk á jólum.
Sambíóin og Borg-
arbíó sýna Krafta-
verk á jólum
SAMBÍÓIN og Borgarbíó Akur-
eyri hafa tekið til sýninga jóla-
myndina „Miracle on 34th Street“
eða Kraftaverk á jólum eins og
hún nefnist á íslensku. Með aðal-
hlutverk fara þau Richard Atten-
borough, Mara Wilson og Eliza-
aldrei rætast. En þessi jól eiga
eftir að koma á óvart. Susan mun
fá þá allra dýrmætustu gjöf sem
hægt er að hljóta, eitthvað til að
trúa á. Mamma hennar, sem rekur
verslun, ræður til sín eldri mann
til að Ieika jólasvein. Til að sanna
beth Perkins.
Mynd þessi er endurgerð
klassískrar myndar frá 1947 þar
sem segir frá hinni sex ára gömlu
Susan Walker sem hefur glatað
trúnni á jólasveininn. Mamma
hennar hefur löngu sagt henni frá
leyndarmálinu um sveinka og svo
virðist sem jólaóskir Susan munu
mál sitt verður sveinki að mæta
fyrir rétt og færa fram sannanir
fyrir því að hann sé hinn eini sanni
jólasveinn.
Leikstjóri myndarinnar er Les
Mayfield en framleiðandi er John
Hughes, sá hinn sami og gerði
Aleinn heima.