Morgunblaðið - 10.12.1994, Page 6
6 B LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994
MORGUN BLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUDMUNDUR R. Einarsson, Ólafur Stephensen og
Tómas R. Einarsson.
Píanó, bassi
og tromma
UT ER kominn geisladiskur
með Tríói Ólafs Stephensen,
sem heitir einfaldlega Píanó, bassi
og tromma. Öll lögin eru útsett
af Ólafi. Tríóið skipa tónlistar-
mennimir Ólafur Stephensen,
slaghörpuleikari, Guðmundur R.
Einarsson, slagverksleikari og
Tómas R. Einarsson, kontrabassa-
leikari og tónsmiður. Skífan gefur
diskinn út og í bæklingi hans er
teikning eftir Gylfa Gíslason. Ljós-
myndir eru teknar af Steph.
Á léttu nótunum
„Um tríóið okkar sagði Guð-
mundur Andri í Andrarímum 1.
desember síðastliðinn: „Elegans-
inn minnir á marglit borgarljós,
og um leið er eins og maður fínni
daufa angan af vönduðum raksp-
íra í þessari tónlist. Hún er snyrti-
leg með úthugsuðu kæruleysi. Hún
minnir á tíma sigurvissu og sak-
leysis, þegar enn var óhætt að
reykja, - og þar með stíll yfir
því!“ segir Ólafur og bætir við; „Og
til þess að fá rétta mynd af útliti
okkar þremenninganna vil ég
benda á hina stórskemmtilegu
teikningu Gylfa Gíslasonar.
Við í tríóinu erum langt frá því
að taka hlutina alvarlega. Tilfinn-
ingin sem þetta gefur er eins og
að taka forskot á góða hluti. Þetta
er eins og að sofa frameftir, þegar
maður má ekki og vera alltaf að
stelast. Mér finnst það skemmti-
lega gleymast alltof oft og fólk
sífellt vera að leita að grafalvar-
legum staðreyndum, í stað þess
að draga fram það létta og
skemmtilega í daglegu lífi. Til
dæmis telst það stórglæpur hjá
mörgum að sofa frameftir á
morgnana."
Spilagleði
-Er þá svona gaman að spila
djass?
„Já, en ekki bara djass. Það er
gaman að spila alla tónlist ef hún
er góð. Öll góð tónlist getur orðið
sígild, hvort sem hún er ættuð frá
Afríku eða Vínarborg. Ég lít á það
að spila sem gæfu. í fyrsta lagi
að spila eingöngu og hafa gaman
af því, í öðru lagi að pústa við og
við og spila sér til skemmtunar og
í þriðja lagi, eins og í mínu til-
felli, að vera búinn að skila sínu
dagsverki úti í atvir.nulífinu og
leyfa sér að sýsla við eitthvað
annað skapandi."
-Voruð þið hvattir til þessarar
útgáfu?
Tríó Ólafs Stephensen á
geisladisk með djass-
tónlist úr ýmsum áttum.
Ólafur segir tríóið fyrst
og fremst spila fyrir
ánægjuna. Við í tríóinu
erum langt frá því að
taka hlutina alvarlega.
Tilfínningin sem þetta
gefur er er eins og að
taka forskot á góða
hluti. Þetta er eins og
að sofa frameftir, þegar
maður má ekki og vera
alltaf að stelast.
„Reyndar, já. Útgefandinn kom
til okkar og spurði hvort ekki
væri kominn tími til að leika inná
disk. í reynd hafði það ekki hvarfl-
að að okkur í alvöru, því fátt í
tríóinu er tekið alvarlega. En við
tókum á okkur rögg og sögðum
íslenskt, já takk!“
Sífelldur spuni
- Hvernig er tónlistin á diskin-
um?
„Við hvorki sömdum lög né
æfðum alvarlega fyrir upptökuna.
í síðastliðin tvö til þijú ár höfum
við verið að spila saman og í hvert
skipti uppgötvað eitthvað nýtt.
Þetta eru okkar eiginlegu æfing-
ar. Diskurinn er því spegilmynd
þeirrar tónlistar sem við leikum í
dag.“
- En á morgun? Áttu von á
breytingum á tónlistarflutningi
ykkar?
„Við höfum alltaf spilað í
ákveðnum stíl sem bundinn er við
sjötta áratuginn. Þetta er djassst-
íll oft kenndur við New York. En
á hinn bóginn er tónlistin alltaf
að breytast innbyrðis, sem er jú
eðli þessarar tónlistar, sem er spil-
uð af fingrum fram í sífelldum
spuna.“
S.A.
99
EIN UMFANGSMESTA KYNNING Á ÍSLENSKRI
SAMTÍMAUÓDLIST ERLENDIS
Breidd, dýpt og gseði
FYRIR fáeinum dögum kom
út haust- og vetrarhefti
finnlands-sænska tímaritsins
Horísont. Ritið er á annað hund-
ruð síður að lengd og er að þessu
sinni tileinkað íslenskri sam-
tímaljóðlist. Ritið hefur að
geyma liðlega 90 ljóð eftir 16
höfunda, fædda á árunum
1932-1970, auk almenns inn-
gangs og kynninga á einstökum
höfundum. Þetta mun vera ein
umfangsmesta kynning á ís-
lenskri ljóðagerð hin seinustu
ár, að minnsta kosti á Norður-
löndum, ef ekki víðar.
Gestaritstjórar tímaritsins að
þessu sinni eru rithöfundarnir
Lárus Már Bjömsson og Martin
Enckell. Þeir önnuðust jafn-
framt þýðingu ljóðanna og ritun
kynningartexta.
Hugmynd sem vatt upp á sig
Aðspurðir um tildrög þessarar
viðamiklu kynningar á íslenskri
samtímaljóðlist segir Lárus Már
að forsöguna megi rekja til sum-
arsins 1991. Hann var þá stadd-
ur á heimili skáldsins
Gösta Ágren uppi í
Austurbotni í Finnlandi,
en Ágren hefur getið sér
frægarorðs hin síðari ár,
jafnt innan Finnlands
sem utan. „Ég var að
kynna honum þýðingar
mínar á ljóðum hans sem
ári síðar komu út í ljóða-
safninu Voröldum. Ég
orðaði það við hann að
ég hefði hug á að kynna
verk Baldurs Óskarsson-
ar í Finnlandi, en Baldur
er öndvegishöfundur
sem hefur haldið sig
utan pólitískra væringa
á heimavelli og því ekki
verið hampað sem
skyldi. Ágren benti mér
á Mariu Sandin, ungan og
áhugasaman ritstjóra tímarits-
ins Horísont, en það tímarit hef-
ur góða útbreiðslu í Finnlandi
og Svíþjóð, auk hinna Norður-
landanna. Ýmsar annir ollu því
að ég hafði ekki samband við
Mariu fyrr en tveimur árum síð-
ar. Hún tók hugmyndinni for-
kunnar vel, en lét í ljós óskir
um víðtækari kynningu á ís-
lenskri samtímaljóðlist."
Verðugir en ólíkir fulltrúar
Martin Enckell kveðst lengi
hafa verið þess fýsandi að heim-
sækja ísland. „Snemma árs
1993 fékk ég ferðastyrk úr
Menningarsjóði íslands og Finn-
lands með því fororði að ég legði
eitthvað af mörkum til kynning-
ar á íslenskum bókmenntum.
Ég vatt bráðan bug að því að
skrifa Lárusi, sem hefur þýtt
verk eftir mig á íslensku og
gefíð út í safninu Veröldum. Við
höfum hist nokkrum sinnum
áður og hann stakk upp á sam-
starfi. Á betra varð ekki kosið.“
Lárus segist upphaflega hafa
valið 8 höfunda. „Ég hafði að
leiðarljósi að þeir væru spenn-
andi og verðugir fulltrúar ís-
lensks samtíma en jafnframt
innbyrðis ólíkir. Þessir höfundar
eru, auk Baldurs Óskarssonar;
Jóhann Hjálmarsson, sem hefur
gert flestum höfundum betur í
kynningu á erlendum samtíma-
bókmenntum auk þess sem verk
hans sjálfs endurspegla margt
það besta sem hefur verið að
hrærast með evrópskum þjóðum
sl. 35 ár; Árni Ibsen, sem er
afkastalítið skáld en mjög vand-
virkt og fágað; Elísabet Jökuls-
dóttir, frumlegt og djarft skáld
sem oft nær einstaklega hrein-
um tóni; Linda Vilhjálmsdóttir,
en hún sameinar frumlega nálg-
un og þjóðlega hefð; Bragi
Ólafsson, sem er heimspekilegt
skáld, oft skemmtilega kald-
hæðið og markvisst; Kristín
Ómarsdóttir, en naivisminn og
ósvífnin í verkum hennar er með
því frumlegra í norrænum sam-
tímabókmenntum nú um stund-
ir, og Sindri Freysson, yngstur
þeirra sem við völdum en ein-
staklega efnilegur höfundur.
Þessa átta völdum við í byijun,
en brátt kom í ljós að fyrir vel-
vilja Mariu Sandin og með þrot-
lausri vinnu sumarið 1994 áttum
við þess kost að breikka verkefn-
ið til muna.“
Kom margt á óvart
Að sögn Martins var vinnulag
þeirra með þeim hætti að vor
ogfyrri hluta sumars 1991 sendi
Martin
Enckell
Lárus
Már Björns
Efftir aö hafa
feróast um auón-
ir Reykjanes-
skagans, meó
ströndum ffram
um Hvalf jöró og
Borgarfjöró og
ekki sist hiö dul-
úóuga Snæffells-
nes kemur mér
þessi nálægó
náttúrunnar ekki
lengur á óvart.
Lárus honum „grófþýðingar“ á
verkunum. „Þær urðu til þess
að ég fékk glögga mynd af
breiddinni í íslenskri samtíma-
ljóðlist," segir hann. „Breidd,
dýpt og gæði íslenskrar ljóðlistar
komu mér stórlega á óvart.
Ekki síður hversu mikið er til
af góðu efni.“ Sjálf nákvæmnis-
vinnan hafi hins vegar farið
fram í nánu samstarfí í Reykja-
vík og á Snæfellsnesi í ágúst
og september. Hann segir einnig
hafa komið sér á óvart hversu
nálæg náttúran, landið, er í
verkum íslenskra samtíma-
skálda. Þessu sé ólíkt farið með
finnska kollega þeirra. „Eftir að
hafa ferðast um auðnir Reykja-
nesskagans, með ströndum fram
um Hvalfjörð og Borgarfjörð og
ekki síst hið dulúðuga Snæfells-
nes kemur mér þessi nálægð
náttúrunnar ekki lengur á óvart.
Hún hlýtur að vera óhjákvæmi-
leg; svo yfírþyrmandi er máttur
hennar og töfrar.
Við hittum flesta höfundana,
unnum í samráði við þá og átt-
um með þeim ánægjulegar
stundir. Næturnar urðu stund-
um langar og kaffidrykkjan
næsta hóflaus. Birdy, hvíti
páfagaukurinn hans Lárusar,
sætti færis að éta þýðingarnar,
eða pappírinn öllu heldur, um
leið og þær skriðu saman. Ljóð-
rænni fugl hef ég ekki hitt í
annan tíma. Ekki varð hjá því
komist að kanna lítillega nætur-
líf Reykjavíkurborgar, allt frá
þungarokksbúllum upp í bráð-
snotrar eftirlíkingar af klass-
ískum Vínarkrám."
Lárus Már segir að gönguferð
með Baldri Óskarssyni,
um útbrunnin eldfjalla-
svæði á Reykjanesi, sé
ekki síður áleitin minn-
ing.
Að lokum urðu höf-
undarnir 16 talsins, en
við upphaflegt val bætt-
ust; Ingimar Erlendur
Sigurðsson, Steinunn
Sigurðardóttir, Pjetur
Hafstein Lárusson, Vig-
dís Grímsdóttir, Lárus
Már Björnsson, Sigfús
Bjartmarsson, Gyrðir
Pálsson og Sjón. „Þessir
höfundar auka enn á
breiddina og fjölbreyti-
leikann sem við höfðum
að leiðarljósi frá önd-
verðu,“ segir Lárus Már.
„Ég valdi sjö þeirra, en Martin
valdi mig í lokin. Hann varð nú
að fá að ráða einhveiju, blessað-
ur, eftir alla fyrirhöfnina!“
Frekari landvinningar
fyrirhugaðir
Martin segir tímann hafa sett
verkinu nokkrar skorður. „Við
lásum saman fjölda annarra
höfunda, sem sannarlega verð-
skulda einnig kynningu erlendis,
en sú kynning verður að bíða
betri tíma.“ Myndlistarmaðurinn
Ásgeir Kr. Lárusson sá um
myndrænan þátt tímaritsins og
leyfði birtingu á 18 nýjum verk-
um sínum. Lárus Már kveðst
telja eina ánægjulegustu hlið
verkefnisins þá að þeir höfðu
algjörlega fijálsar hendur.
„Engin forlög eða hagsmunaað-
ilar höfðu hönd í bagga við val
á höfundum og úrvinnslu efnis.
Þýðingarnar standa því og falla
með okkar eigin getu og hæfni,
ásamt útsjónarsemi og innsæi
höfundanna við túlkun eigin
verka.“
Þeir telja líklegt að framhald
verði á þessu kynningarstarfi.
„Bæði finnskir og sænskir aðilar
hafa sýnt áhuga á efninu og
ekki er loku fyrir það skotið að
til frekari útgáfu muni koma í
tímaritum, eða jafnvel í bókar-
formi,“ segir Lárus Már. „Einn-
ig hefur Martin kynnt einstaka
höfunda og verk þeirra á ljóða-
kvöldum í Helsinki, þannig að
góðar líkur eru á að þessi út-
gáfa marki aðeins upphaf að
frekari landvinningum.“