Morgunblaðið - 10.12.1994, Side 10

Morgunblaðið - 10.12.1994, Side 10
10 B LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ • • Orn Magnússon leikur píanóverk Jóns Leifs TONIIST Hljömdiskar Jón Leifs: The Complete Píano Music Óm Magnússon piano. BIS-CD 692 (Granunofon AB BIS, Djursholm) HÉR er um að ræða stórmerki- legan hljómdisk, allt sem Jón Leifs lét eftir sig fyrir píanó. Ekki nóg með að tónlistin sjálf sé grípandi, íhugul, einföld, sterk og alveg sér- stakur hljómur, ættaður úr ís- lenskri fomeslqu í bland við alþjóð- lega músikstrauma síns tíma. Svip- að má segja um vandaðan og kar- aktermikinn flutning Amar Magn- ússonar. Vökudrauminn samdi Jón Leifs þegar hann var 14 ára (1913). Hann var gjöf til ungrar vinkonu móður hans, og það falleg. Verkið hefur ekki verið hljóðritað áður, svo sem mörg fleiri á þessum einstaka hljómdiski. Svo kemur hið magnaða Torrek, sem fyrst birtist sem Int- ermezzo í hljómsveitarverkinu Tri- logia Piccola, Op. 1. Jón var tvítug- ur þegar hann samdi þetta verk og á krossgötum, þegar þjóðlagarann- sóknir áttu eftir að gefa tóninn og setja mark sitt á alla hans tónlistar- hugsun. í þessu verki (og því næsta, Valse lento) þykir maður skynja frönsk áhrif (ómeðvituð?), ek. róm- antík ef ekki „impressionisma" (valsinn), þrátt fyrir kaldhamrað raunsæi — sem tengist mýkt og hörku náttúmaflanna. Fjögur lög fyrir píanoforte, Op. 2 (1921): Valse lento, þar sem tveimur tóntegundum er blandað saman í byijun, önnur í melodíunni hin í fylgirödd - og endar í engu, líkt og Lírumaðurinn í Vetrarferð- inni. Eða eins og brú í annars kon- ar músíkheim. ísland farsælda frón, Rímnalag og Rímnakviða taka við og við erum komin (með báða fæt- ur) í rímnaarfleifðina sem og í tón- hugsun Jóns Leifs. Næst kemur löng runa íslenskra þjóðlaga, þ. á m. tveir sálmar og eitt frumsamið við ljóð Einars Benediktssonar, Rís þú unga íslands merki - og „allt eins og blómstrið eina“, eins og nærri má geta! íslensku þjóðlögin voru frumflutt í húsi skáldsins, Þrúðvangi, 1925, og píanistinn var Annie Leifs. Diskurinn endar með Rímnadanslögum, Op. 11 (1928) og Op. 14b (1931), ásamt vel þekktu Strákalagi Op. 49 (1960), tileinkað ungum syni tónskáldsins. Rímnadanslögin voru flutt á kaffi- húsum í Berlín og víðar (m.a. í út- varpi í Þýskalandi). Bendir ýmislegt til að Jón hafi farið að velta fyrir sér höfundarrétti og greiðslum vegna umfangs flutningsins, sem gaf lítið í aðra hönd. í Nýjum rímna- danslögum eru stefín eftir Jón sjálf- an, unnin í þjóðlagastíl. Það gerist ekki á hveijum degi að maður fær í hendurnar grip sem upplýsir mann enn frekar um hluti sem maður hélt sig þekkja nokkuð vel. Skýrir og dýpkar mynd þessa magnaða tónskálds. Hljómdiskur þessi mun án frekari orðlenginga hljóta heiðurssess í mínu safni. í túlkun Arnar Magnússonar er alveg ljóst að þetta er sjálft efnið, ekta og ómengað. Flutningurinn í senn íhugull og býr yfír þeim sprengikrafti sem hæfír tónlist Jóns Leifs. Örn á lof og þakkir skildar fyrir þetta stórmerka framtak. Hljóðritun er mjög góð, „nakin“ og björt. Oddur Björnsson Skagfirsk strengjatök BOKMENNTIR Ævisaga STILLTIR STRENGIR eftir Kristmund Bjamason: Af Pétri Sigurðssyni tónskáldi og söngstjóra og Skagfirzka bændakómum. Heimsljós-Bókaútgáfa, Reykjavik 1994,158 bls. SKAGFIRÐINGAR hafa löngum þótt söngelskir og yrði það ekki lít- ill kapítuli héraðssögunnar að gera sönglífí skil. Sú bók sem hér birtist tekur ekki yfir nema rúman áratug og einungis hluta þess sem gerðist. En sá áratugur er kannski öðrum merkari. Þangað er að leita upphafs skipulagðrar sönglistarstarfsemi, sem hafði yfír sér þann glæsibrag að enn er í minnum haft. Hann er ennfremur og framar öðru tengdur nafni eins manns sem ekki er vonum seinna að minnst sé með þessum hætti. Hinn eljusami fræðaþulur, Krist- mundur Bjamason á Sjávarborg í Skagafirði, hefur nú sett saman litla bók um Skagfirzka bændakórinn sem starfaði á árunum 1917-1927 og söngstjóra hans. Sá kór var ekki stór, raunar ekki nema tvöfaldur kvartett. En þeim mun glæsilegri þótti hann. Söngstjórinn var Pétur Sigurðsson smiður, síðast búsettur á Sauðárkróki. Pétur var merkilegur maður. Hann fæddist árið 1899. Haustið 1916 var bændakórinn stofnaður og söngstjórinn ekki nema 17 ára gamall. Ekki hafði hann notið mikill- ar formlegrar tónlistarmenntunar. Ellefu eða tólf ára gamall fékk hann nokkra kennslu í orgelleik hjá Bene- dikt Sigurðssyni, bónda á Fjalli í Sæmundarhlíð, og haustið 1915 fékk hann 29 stunda tilsögn hjá Sigurgeiri Jónssyni kirkjuorganista á Akureyri. Jafnframt orgelleik fékk hann kennslu í hljómfræði og tón- setningu. Annað var sjálfsnám. Pétri Sigurðssyni varð ekki langra lífdaga auðið. Hann lést úr lungnabólgu síðsumars 1931, aðeins 32 ára gamall. Höfundur rekur upphaf og feril bændakórsins og segir ævisögu Pét- urs Sigurðssonar í lipru og ljósu máli eins og vænta mátti úr hendi hans. í fyrsta kafla er stuttlega rakin saga sönglistar í Skagafirði fyrr á tímum. Fróðlegt er að lesa um „söngættina“ í Skagafirði. Hana rekur Kristmundur til Páls Sveins- sonar á Steinsstöðum í Tungusveit og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Þau áttu margt bama. Eitt þeirra var Sveinn Pálsson náttúrufræðingur og læknir í Vík. Hann var mikill áhugamaður um tónlist. Annað var Þor- steinn bóndi á Reykja- völlum, „söngvinn og með næmt tóneyra". Dóttir hansvar Guðrún húsfreyja á Sjávarborg sem giftist Bjama Jónssyni (Borgar- Bjama). Bæði voru þau hjón söngmenn góðir. Bjarni og Guðrún eign- uðust tuttugu böm. Níu þeirra náðu full- orðinsaldri og átta eignuðust afkomendur. Er það orðinn fjöl- mennur ættbogi. Væri gaman að sjá það niðjatal á prenti. Höfundur sýnir nú fram á hversu sönglíf í Skagafírði var tengt af- komendum þeirra Steinsstaðahjóna og þegar lengra dregur niðjum Guð- rúnar og Borgar-Bjarna. Meðal þeirra er að telja, auk Péturs Sig- urðssonar, Stefán íslandi, Eyþór Stefánsson og Svavar Guðmundsson á Sauðárkróki, svo að einhverjir séu nefndir. í aðra ætt Péturs vom ná- frændur hans Sigurður Skagfíeld -og Jón Bjornsson tónskáld og söng- stjóri á Hafsteinsstöðum. í öðmm kafla bókar segir frá æskuámm Péturs og síðan tekur að segja frá bændakómum (3. og 4. kafli). Fimmti kafli greinir frá hjúskap og búskap Péturs fyrstu árin. Tvítugur kvæntist Pétur Krist- jönu Sigfúsdóttur úr Svarfaðardal. Þau hófu búskap sinn á Mel, hjá- leigu frá Reynistað 1919, blásnauð að veraldlegum gæðum. Þar eignuð- ust þau fyrstu þijú bömin. Yngsta barnið og það fjórða fæddist eftir að þau vom flutt til Sauðárkróks. Árið 1923 fluttist Pétur með fjöl- skyldu sína til Sauðárkróks. Þá tóku við annasöm ár. Pétur vann hörðum höndum við alla vinnu sem til féll, byggði hús, vann við múrverk og brúarsmíði. Bændakórnum stjómaði hann. Um skeið var hann stjómandi kirkjukórsins og kenndi söng í barnaskólanum. Forystumaður var hann í verkalýðsmálum og sat um skeið í hreppsnefnd. Nóg virð- ist því hafa verið að sýsla og tómstundir fáar. En á þessum ámm semur Pétur engu að síður flest laga sinna. Fyrir nokkrum ámm vom þau gefín út á bók, þijátíu talsins. Var þá talið að allt væri komið í leitimar. Síðar hafa fundist þijú lög og em þau prentuð sem bókar- auki í þessari bók. Þegar á það er litið hversu skammur starfsdagur Péturs Sig- urðssonar var og hveij- ar aðstæður hans vom er varla við því að búast að hann hafí orðið eitt af okkar mestu tónskáldum. En efni hafði hann líklega til þess. Sum laga hans urðu fleyg um allt land og hafa mikið verið sungin. Þar má t.a.m. nefna Erlu, Ætti ég hörpu, Vor og raunar fleiri. Síðari hluti bókar fjallar um Sauðárkróksár Péturs Sigurðsson- ar. Þau urðu aldrei nema níu. Hann féll frá í blóma lífsins frá heilsulít- illi eiginkonu og fjómm bömum, miklu starfi og miklum fyrirheitum. Það var mikill missir fyrir alla. Vegna þessa og vegna þess hversu vel þessi saga er sögð er hún á marga lund átakanleg og skilur mann eftir dapran í huga. Vel er frá þessari litlu bók geng- ið í alla staði. Hún er prýdd allmörg- um myndum. Skrá er um hljóðritan- ir sönglaga eftir Pétur Sigurðsson, heimildaskrá, ljósmyndaskrá og nafnaskrá. Sigurjón Björnsson Kristmundur Bjarnason HALLDÓR Baldursson með son sinn Baldur Kolbein Halldórsson. „Skrípó- myndir“ LIST OG HÖNNUN Listhúsið Greip SKOPMYNDIR HALLDÓR BALDURSSON Opið frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Til 18 desember. Að- gangur ókeypis. FYRIRSÖGN rýninnar gæti tal- ist í meira lagi beinskeytt og ögrandi, ef það væri ekki einmitt nafn sýningarinnar sem fjallað skal um. „Skrípómyndir“ er sem sagt listilega nafnið á sýningu teiknarans Halldórs Baldurssonar á 27 rissum og einni innsetningu í listhúsinu Greip á homi Vitastígs og Hverfisgötu. Tilefnið eru tvær bækur sem nýkomnar eru út og hann hefur myndlýst. Halldór nam á listasviði Fjölbrautaskólans _ í Breiðholti, auglýsingadeild MHÍ í eitt ár og grafíkdeild sama skóla í tvö ár. Ekki ýkja langt aðfararnám, og það sem helst virðist hafa mætt afgangi með hliðsjón af sýning- unni er skipulagt grunnnám, sem virðist illu heilli á miklu undan- haldi í sumum myndlistarskólum nútímans. Jarðvegurinn fyrir teiknara telst ekki ýkja fijór hér á landi og er þá mjög vægt til orða tekið, því við höfum átt marga ágæta teikn- ara er setið hafa uppi verkefna- lausir, nema þeir hafa viljað ganga undir þau jarðarmen, að þjóna dyntum óþroskaðs markaðar og metnaðarlítilla útgefenda. Segja má að miklar breytingar hafí orðið á vettvanginum á undanförnum árum sem má öðru fremur rekja til tæknibyltingar- innar, bæði í prent- og tölvuiðnað- inum. Þær hafa svo opnað dymar upp á gátt á breiðu sviði, en samt er næsta jafn þröngt um snjalla teiknara og áður, ef ekki þrengra. Þetta hefur einmitt orðið þróun- in hér í einangruninni, en hins vegar virðist öðruvísi farið á meg- inlandinu þar sem rissmeistarar anna vart verkefnum sínum. Svo uppteknir eru þeir, að víðast hvar er erfítt fyrir listaskóla að verða sér úti um mjög virka kennara í faginu, sem er höfuðverkur margra þeirra. Þannig eru ófáir listaskólar að verða að geldum „stofnunum", þar sem miðlungs- kennarar ráða stefnunni, og með fulltingi rasspúða- og títupijóna- fræðinga menntakerfísins loka dyrunum fyrir hugmýndaríka og virka listamenn. Til er sláandi dæmi um mikil- vægi réttra grómagna, sem er sýning Örlygs Sigurðssonar í lista- skoti nokkru hér í borg nú nýver- ið, og sýninga á lífsverki Þýðveij- ans Horst Janssens í þrem söfnum heimaborgar hans, „Hamburger Kunsthalle", „Altonaer Museum" og „Museum fúr Kunst und Gew- erbe“, sem standa fram á næsta ár. Þessir svigkappar rissins eru á svipuðu reki, en Horst nokkrum árum yngri, nýorðinn 65 ára, og hafa báðir unnið utan garðs á vettvangi núlista. Þeir eru mjög ólíkir teiknarar en rissheimurinn er mjög víðáttumikill svo það er frágangssök, hins vegar eru þeir skyldir í lífsnautninni, en það er önnur saga. Hitt er mun meiri spum, hvað orðið hefði úr Örlygi Sigurðssyni í Hamborg og Horst Janssen í Reykjavík? Þessi útúrdúr telst jarðtengdur sýningu Halldórs Baldurssonar, því að teikningamar nr. 18-25 benda til umtalsverðra hæfileika, sem þyrftu meira svigrúm til þroska. Hins vegar má sitthvað að „skrípómyndunum“ fínna, sem mér fannst full ýktar og ósannfær- andi og mjög í anda þess fáfengi- lega gmnnrista sprells, sem er svo algengt á vettvanginum. Dýpri kenndir fyrir innviðum rissins em mér þannig hugstæðari en himin- hvelfmg undir askloki. Bragi Ásgeirsson Byggingarlist og hönnun FJÓRÐI fyrirlesturinn af átta í röð fyrirlestra og fræðslufunda um byggingarlist og hönnun verður haldinn í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, mánudagskvöldið 12. desember kl. 20. Það eru Arkitektafélag ís- lands, Byggingarlistadeild Lista- safns Reykjavíkur og Norræna húsið sem skipulagt hafa þessa fyrirlestraröð. Haldir verða átta fyrirlestrar, einu sinni í mánuði á tímabilinu september-apríl og fara þeir ýmist fram i Norræna húsinu, á Kjarvalsstöðum, eða Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Fyrirlesararnir koma víðs veg- ar að; frá Danmörku, Þýska- landi, Bretlandi og Spáni og fjalla um verk sín og viðhorf til byggingarlistar og hönnunar. Auk þess verða íslenskir fyrirles- arar. Fyrirlestur desembermánaðar ber yfirskriftina „Trú, list og arkitektúr". Fyrirlesarar eru tveir. Dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, mun fjalla um trúarlegar skírskotanir í list og arkitektúr samtíðarinnar og Pétur H. Ár- mannsson, arkitekt og safnvörður byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, um lífsýn og andleg gildi í verkum arkitektsins Le Corbusier.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.