Morgunblaðið - 10.12.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 B 13
Bókin í
landi bóka-
þjóðarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
is er tilgangfurinn sá að draga athygli fólk að allri þeirri blóm-
legu starfsemi sem býr að baki bókagerðar í landinu. Til
þess að gera þessu efni nokkur skil leitaði Morgunblaðið til
fimm aðila sem láta sig bækur og bókargerð miklu varða og
hafa eiga einnig í því sambandi hagsmuna að gæta.
sjálft greitt úr. Og það
ætti enginn að skrifa
bók fyrir börn sem
ekki hefur varðveitt
barnið í sjálfum sér.“
- Hver er staða
bókarinnar í dag?
„Bókin sem slík
hlýtur alltaf að vera
til. Hún er svo ólík öllu
öðru. Það er svo per-
sónulegt samband við
milli lesanda og bókar.
Ég er ekki frá því að
bókin eigi jafnvel eftir
að njóta meiri vin-
sælda en hún gerir í
dag, ég held að fólk
sé orðið dálítið þreytt
á allri þessari fjölframleiðslu, þar
sem allt mannkyn er að horfa á
sömu dagskrána í fjölmiðlum. Hins
vegar þarf að gera ýmislegt til að
svo megi verða. Ekki síst þarf að
skattleggja bókina þannig að fólk
eigi ekki í erfiðleikum með að
kaupa hana. Bækur eru einfaldlega
of dýrar. Það á að vera sjálfsagður
réttur hverrar manneskju að geta
keypt sér eitthvað af bókum. Þarna
koma bókasöfnin verulega til hjálp-
ar. Engum getur blandast hugur
um að ólæs þjóð er lítils virði og
það þýðir lítið að tala um hagvöxt
hjá slíkri þjóð.
í ýmsum löndum í kringum okk-
ur er vaxandi hópur af ólæsu fólki.
Það kann þó margt að raða saman
stöfum, en það hefur ekki orða-
forða til þess að ráða við texta.
Ég kynntist slíku þegar ég bjó í
Bretlandi, almenningur les ekki
stóru dagblöðin, hann ræður ekki
við textann. Ég held því að það
sé óskaplega þýðingarmikið að við
höldum áfram að skrifa einmitt
fyrir börnin, þau þurfa að læra að
lesa og fá orðaforða. Þegar mín
börn voru lítil var ég ekki svo gagn-
rýnin á hvað þau lásu,
stelpumar mínar lásu
ástarsögur í kílóavís,
en það er allt betra en
lesa ekki. Síðan þrosk-
ast fólk og fer að velja
og hafna. Það er líka
óskaplega rangt að
líta svo niður á fólk
að halda að lélegir
hlutir seljist betur en
góðir. Þetta er alrangt
og ég hef tvær
sannanir fyrir því.
Þegar ég kom til Jó-
hanns Páls Valdimars-
sonar með handrit að
bók minni Ástarsaga
úr fjöllunum varð
hann dálítið skrítinn í framan og
spurði hvers konar saga þetta
væri, fyrir böm eða fullorðna. Á
þessum tíma gekk yfir flóðbylgja
af fjölprenti frá útlöndum. Jóhann
Páll var í vafa og ekki að ófyrir-
synju, það þurfti að myndskreyta
bókina mína og það yrði mjög dýrt.
Jóhann er hins vegar áhugamaður
um bókmenntir og tók þá áhættu
að gefa bók mína út með þeim
árangri að hún seldist feiknalega
vel og fjölprentið að sama skapi
minna. Hitt dæmið er svo um að
Þýðingarsjóði var komið á fót, sem
ég er stolt af að hafa átt hugmynd
að og flutti frumvarp um á sínum
tíma sem varð að lögum. Þessi
sjóður gerði forlögum kleift að láta
þýða góðar bókmenntir. Áður hafði
verið gefið út meira af heldur slak-
ari bókum, það gerðist nákvæm-
lega það sama, salan á þeim féll,
fólk keypti betri bækurnar. Fólk
vill ekki vonda hluti, ef framboð
er á góðu efni þá vill það heldur
kaupa það.“
- Hvað geta stjórnmálamenn
gert fyrir bókina í dag?
„Þeir geta fyrst af öllu tekið
virðisaukaskattinn aftur af bókum.
Það þarf í mörgum tilvikum að
styrkja bókaútgáfu. Markaðurinn
hér er lítill, en við eigum marga
mjög góða höfunda. Það er erfitt
fyrir þá að vinna sjálfir að því að
koma bókum sínum á erlendan
markað. Hins vegar hefur sýnt sig
að þegar það hefur tekist hefur
það gengið mjög vel. Við Svavar
Gestsson erum með frumvarp fyrir
þinginu um að sett verði á stofn
lítil skrifstofa sem sér um að gera
yfirlit um það sem kemur út á ís-
landi og dreifa því um heimsbyggð-
ina. Það er fullkomin tilviljun hvað
kemur út erlendis eftir íslenska
höfunda eins og ástandið er í dag.
Um markvissa markaðssetningu
er alls ekki að ræða í þessum efn-
um. Það er hægt að selja fleira en
físk, við eigum margvíslega vitn-
eskju hér í landi sem hægt væri
að selja og myndi þá skila tekjum,
íslenskar bókmenntir eru eitt af
því.“
- Er búið nógu vel að íslenskum
rithöfundum?
„Það má ekki vera stór ijöl-
skylda sem ætlar að lifa af tekjum
rithöfundar, það er ljóst. Þess
vegna þurfa þeir sem vilja lifa af
skriftum að vinna ýmislegt annað.
Það er kannski slæmt að sumu
leyti, þeir skrifa þá líklega minna,
en það hefur líka kosti, þeir kynn-
ast ýmsu í þjóðlífinu sem þeir geta
svo nýtt sér í skrifum sínum. Ég
held að ég myndi ekki skrifa meira
þótt ég væri við það nær ein-
göngu, ég þarf að vera þar sem
púlsinn slær. Mín ritstörf hafa
ekki liðið fyrir þátttöku mína í
stjórnmálum. Ég lít miklu frekar
svo á að það sé hættulegt fyrir
rithöfund að einangrast. Auðvitað
kann það að henta einhveijum að
stunda ritstörf eingöngu, en það á
alltént ekki við um mig.“
Guórún
Hclgadótlir
SnOa setti
sókn í vörn
Einar Már Guðmundsson er einn af þeim
rithöfundum sem sett hafa mikinn svip á
bókmenntalega samtíð sína. Blaðamaður
leitaði álits Einars á stöðu bókarinnar.
HVAÐ mig varðar
verður þetta allt
saman til svona hvað
með öðru, á löngum
tíma, óljósar hugmyndir
eru á sveimi, þær byija
að taka form en svo
ræður maður ekki við
það, leggur það frá sér,
vinnur í öðru og kemur
svo að því aftur. Hafí
maður lært eitthvað
með árunum þá er það
að í.stað þess að hjakka
endalaust í sama farinu
er réttara að leggja
verkið frá sér og koma
svo að því aftur. Ég er
haldinn einhvers konar
forlagatrú í þessum efn-
um. Ég held að bókin taki að lokum
á sig það form sem henni er ætlað.
Þetta er ekki einhliða val höfundar
heldur eiga sér stað átök eða víxl-
verkanir milli verks og höfundar.
Þegar bók er hins vegar orðin til
á höfundur ekki lengur túlkunarrétt
á henni. Það kemur þannig miklu
meira inn í verk höfunda en þeir
beinlínis ætlast til. Lesandinn býr sér
til sitt eigið verk. Ég hef oft heyrt
á mínum lesendum að þeir sviðsetja
verk mín á sinn hátt og oft er þetta
bæði „rétt“ hjá þeim en líka „rangt“.
Það fæst í raun ekki rtjeira út úr
verki en það sem aðrir sjá í því, og
það getur verið mismunandi eftir
einstaklingum. Þegar maður var
ungur og ákafur ætlaði maður að
skrifa stór verk sem áttu að bylta
öllum heimsbókmenntunum.
í upphafí verks leggur maður af
stað inn í einhvem heim sem svo
reynist vera völundarhús þar sem
maður ratar hvergi. Svo fer maður
að sjá ganga og útgönguleiðir. Ég
held að flestir rithöfundar leggi ekki
upp með eina hugmynd heldur séu
þeir mörg ár að vinna sig inn í ákveð-
ið andrúmsloft, ákveðna sýn á heim-
inn, allt er stöðugt í mótun.
Hvað snertir skáldsöguna eru það
einkum tvær forsendur sem höfundar
vinna út frá. Þeir sem vinna út frá
hinu staðbundna, umhverfi sínu og
reyna að fá heiminn inn á það og
svo hinir sem eru í einhveijum alþjóð-
legum heimi. Mjög algengt er að
höfundar noti æsku sína og minning-
ar og sviðsetji það síðan margvísleg-
an hátt. Þá hefur tíminn síað út allt
nema það sem máli skiptir. Þetta
helgast af því sem ritlistin er að slást
við hveiju sinni. Það er raunar merki-
legt að hvar sem er í heiminum er
það nokkuð svipað á hveijum tíma.
Þegar öllu er á botninn hvolft snýst
ritlistin um skyldleika mannanna.
Þetta er einn heimur og í honum býr
ein fjölskylda. Hjörtun slá alls staðar
með sama móti. Hvernig á að koma
ritlist á framfæri hins vegar er ann-
að mál, þá erum við komin út fyrir
heim bókmenntalegra og andlegra
lögmála og við taka tæknileg vanda-
mál, svo sem að þýða verk á milli
tungumála og markaðssetja þau.“
- Hvað segir þú um stöðu bókar-
innar?
„Það er mikið talað um að bókin
sé á undanhaldi, staða hennar er
rædd á neikvæðan hátt. Talað er um
að fólk lesi minna, bækur séu dýrar
og að fólk vilji heldur njóta fjölmiðla
en lesa. Mér fínnst gleymast í þ.ess-
ari umræðu hveiju bækur miðla og
hvert sé hlutverk skáldskapar. Þá
er ekki síður stór spurning hvernig
hægt sé að tengja það sem skrifað
hefur verið við fólkið í
landinu, ekki síst æsk-
una. Ég get ekki svarað
þessu, en þetta eru hins
vegar spurningar sem
mér finnst að ættu
frekar að komast inn í
umræðuna en hin fyrr-
nefndu_ neikvæðu við-
horf. Ég held að það
ætti að koma bók-
menntunum í ríkari
mæli inn í skólana. Ég
held að möguleikarnir
séu til staðar og ástand-
ið sé ekki eins svart og
menn vilja vera láta.
Ég held hins vegar að
nú séu uppi þau viðhorf
að tæknin sé að reyna
að „rúlla“ yfir andann, mér sýnist
þessa gæta í hinum tæknivædda
heimi, þar sem ríkjandi eru viðskipta-
samþjöppun og þjóðríkjabandalög.
ísland hefur nokkra sérstöðu í þess-
um efnum. Hér ríkja þær lestrarvenj-
ur að bækur eru lesnar af öllum þjóð-
félagsstéttum. í Englandi og Þýska-
landi t.d. eru aftur á móti stórir hóp-
ar í þjóðfélaginu sem láta sér ekki
detta í hug að lesa bækur.,,
- Hvað er hægt að gera til að
styðja við bókina?
„Ottinn við að bókin standi illa á
sér langan aldur. Hann er í grund-
vallaratriðum ekkert öðru vísi núna
en hann var t.d. hvað snerti mína
kynslóð. Það var ekki talið líklegt
að mínir jafnaldrar yrðu miklir lestr-
arhestar. Nú er talað um tölvuleikina
og.vídeóspilin, um okkur var óttast
vegna bítlagargsins. Þessi ótti þarf
að vera til staðar, það þarf alltaf að
líta alvarlegum augum á stöðu bók-
arinnar. Menn ættu hins vegar að
leggja niður þessa vamarstöðu og
hefja meiri sókn. Það á að tala meira
um hvað stendur í bókum og hveiju
þær hafa að miðla heldur en fram-
leiðslukostnað bóka. Ég er ekki að
gera lítið úr þeim þætti en ég vil
bara að menn reyni að átta sig á
hvað bókmenntirnar gefí okkur. Þá
komum við aftur að þroska sálarinn-
ar og viðhorfum til lífsins og tilver-
unnar. Ég lít svo á að í bókmenntum
og skáldskap ríki lögmálið að ekkert
mannlegt sé óviðkomandi. Skáld-
skapurinn rúmar svo mikla breidd í
mannlífinu, hann getur gefíð dýpri
mannskilning.
Ég held að við getum gert mikið
fyrir bókina með því að vera bjartsýn
fyrir hennar hönd. Menn ættu heldur
að beina athygli sinni að innihaldi
bóka en umbúðum þeirra. Lestrará-
tök eru góð og gild, en meiru skiptir
að koma boðskap bóka á framfæri.
Fá umræðu um bókmenntir. Þótt við
eigum þennan margumtalaða þjóðar-
arf, er ansi margt af honum sem
hefur gleymst. Margar perlur í bók-
menntum liggja annaðhvort óhreyfð-
ar á söfnum eða eru hreinlega
gleymdar. Þetta er brunnur sem allt-
af er hægt að ausa af. Mörg þau
vandamál sem við erum að glíma við
í dag, svo sem glæpir og eiturlyfja-
neysla, eiga sér orsakir í tómleika.
Fólk nær ekki sambandi við samfélag
sitt og umhverfi. Það býr lífsfylling
í menningunni og andanum. Tómleiki
stafar af einsemd og einangrun, tii
að ijúfa þetta þurfa menn að tengj-
ast sögunni, það gera þeir m.a. í
gegnum bækur. Nútíminn hefur til-
hneigingu til ijúfa sambandið þarna
á milli, það þarf að gæta þess að
það t.akist ekki.“
Einar Múr
GuAmundsson