Morgunblaðið - 10.12.1994, Qupperneq 16
16 B LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Lfflð sterkast
í ástmni
Sjón sýnir á sér nýja hlið í ástarsögunni
Augu þín sáu mig sem gerist í smábæ í
neðra Saxlandi á tímum seinna stríðs. Hann
greindi Orra Páli Ormarssyni frá því hvers
vegna bókin er ekki tímaskekkja.
Morgunblaðið/Kristinn
SJÓN leggur ntikið undir meó stærsta verki sinu til þessa,
ástarsögunni Augu þin súu mig.
I^SLENDINGUM kemur náttúru-
lega fleira við en þeir sjálfir og
þeirra daglega amstur í augnablik-
inu. Bókmenntir eru einfaldlega tæki
sem maður hefur til þess að setja sig
í spor annarra; reyna að upplifa ann-
an tíma, leika sér með tilveruna og
leyfa sér að endurskapa hana. Thor
Vilhjálmsson sagði við mig um dag-
inn að ég ætti ekkert að láta það á
mig ■ fá þótt fólki þætti skrítið að
sagan gerðist erlendis. Snorri Sturlu-
son hefði skrifað Heimskrínglu sem
gerist mikið í öðrum löndum og ekki
verið skammaður fyrir það hingað
til,“ segir Sjón sem sent hefur frá
sér ástarsöguna Augu þín sáu mig
en sögusvið bókarinnar er smábær í
neðra Saxlandi á stríðsárunum.
Stendur nokkur staður í veröldinni
íslenskum nútímaveruleika fjær; frið-
sæll og ólíklegur til tíðinda? Engu
að síður rís sagan sem Sjón hefur
skrifað á þessum grunni; spennandi,
sögulega grunduð og dularfull í senn,
ef marka má orð forleggjara hans.
Tilviljun réði því að Augu þín sáu
mig leit dagsins ljós. Sjón ætlaði sér
í upphafi að skrifa skáldsögu um
sögumann þeirrar bókar, byggða á
tékkneskri goðsögn um leirmann sem
vaknar til lífsins af mannavöldum.
Sögumaðurinn er ungur Islendingur
sem fer að grennslast fyrir um upp-
runa föður síns að honum látnum
og kemst að því að sá síðamefndi
var tékkneskur gyðingur sem hafði
“■* sest að á íslandi á stríðsárunum.
Tildrög þess að þetta fómarlamb
stríðsins hraktist hingað upp á sker-
ið hugðist Sjón rekja í stuttu máli í
bókinni öndverðri. „Ég skrifaði drög
að sjö blaðsíðna formála og setti
hann upp sem kveðjustund í anddyri
gistiheimilis. Þar var verið að fara
með þennan gyðing út úr gistiheimil-
inu og fólk var að kveðja hann. Þar
stóð meðal annars ung stúlka á bak
við eldhúshurð og horfði á þennan
atburð út um sporöskjulaga glugga.
Mér fannst ég hins vegar ekki geta
skilið við þetta svona: Bara sem
mynd. Þessi stúlka hefur kannski
eitthvað að segja okkur um þennan
mann. Hún byijaði því að hugsa og
segja frá honum og sú frásögn ætl-
aði engan endi að t^ka og varð að
heilli skáldsögu."
Ekki oróinn aó raunsæismanni
Sjón gaf sem sagt stúlkunni
Marie-Sophie orðið og hún varð aðal-
persóna bókarinnar. Hann lýsir henni
sem yndislegri stúlku sem spái
skemmtilega í tilverana og hafí líf-
legan frásagnarstíl. „Ég lifði bara
með henni í gegnum þessa bók. Hún
er frekar hefðbundin í hugsun stúlk-
an og lifir á þessum tíma. Það var
því í raun hún sem leiddi mig á vit
þessarar hefðbundnari skáldsögu.“
Marie-Sophie, Saxinn ungi, ber því
öðrum fremur ábyrgð á því að Sjón
— þessi gamli súrrealisti - hefur
skrifað sitt hefðbundnasta verk til
þessa. Ekki er þó allt sem sýnist,
enda viðurkennir höfundurinn að
hafa misst stjórn á sér öðra hvora
og því borið af leið. „Ég er ekki al-
veg orðinn að raunsæismanni þótt
ég eigi mér þann draum að skrifa
algjörlega hefðbundna skáldsögu. Ég
vona að með tíð og tíma verði ég
leiðinlegt gamalmenni sem fer létt
með það verk. Marie-Sophie sagði
mér hins vegar að það væri allt í
lagi þótt það væri svolítið af skrítnum
hlutum í bókinni líka. Þess vegna
bijótast ýmsar raddir inn í söguna
öðru hvora. Munurinn á þessari bók
og því sem ég hef skrifað áður er
hins vegar sá að mér fínnst mér
hafa tekist að fella þær eðlilega inn
í þennan heim. Þeir atburðir sem
gerast og eru kannski ekki hvers-
dagslegir spretta mjög eðlilega úr
hugarheimi Marie-Sophie. Ég er því
ekki að þvinga einhveijum súrreal-
isma inn í bókina sem á ekki heima
þar.“ Þjóðsögur, ævintýri og engla-
sögur eru meðal þess efnis sem Sjón
fléttar inn í söguna, enda segir hann
að fantasían lifi góðu iífi á þeim
vettvangi. Hann tekur Biblíuna sem
dæmi og bendir á að ein aðalpersón-
an , í Nýja testamentinu geri ýmsa
furðulega hluti eins og að spjalla við
skrattann og breyta vatni i vín. Ein-
kennilegir atburðir í bókinni hans
þurfl því vart að vekja furðu.
Fundu upp nútímann
Sjón hefur lengi verið dyggur
aðdáandi reyfara og fantasíubóka frá
fyrstu tveimur til þremur áratugum
aldarinnar. Hann segir að Augu mín
sáu þigsé öðrum þræði óður til þeirra
bókmennta. Þær hafí verið þess eðlis
að menn gátu leyft sér að vera ein-
feldningslegir og láta ýmsa skrítna
hluti eiga sér stað — hvar sem var,
hvenær sem var.
Sjón segir að neðra Saxland þyki
ekki merkilegt svæði í menningar-
legu tilliti. Engu að síður velur hann
sögu sinni þann vettvang. „Ég hef
hugsað mér að klára þetta ritverk
og skrifa tvær bækur til viðbótar út
frá þeim þráðum sem liggja út úr
þessari bók. Ég er í raun að skrifa
um mannssálina eftir seinni heims-
styijöld. Þar sem ég tel að nútíma-
sagan — saga okkar sem lifum í dag
— hefjist í Þýskalandi var nauðsyn-
legt að ýta sögunni úr vör þar. Ég
er þessarar skoðunar einfaldlega
vegna þess að Þjóðveijar vora ge-
rendur í þeim stóra atburðum sem
áttu sér stað á árunum 1936 til 1945.
Þeir fundu á margan hátt upp nútím-
ann; kannski með því að drepa Guð
endanlega og láta notagildiskenning-
una verða allsráðandi. Hvort sem
mönnum líkar betur eða verr þá er
vagga nútímans í Þýskalandi.
Það sem mig langaði til að gera
í þessari bók og tekst vonandi var
að fylgja lífi venjulegra Ijóðveija á
stríðsáranum. í stað þess að beija
stanslaust á þeim í gegnum bókina
— segja þeim að þeir séu meðsekir
glæpahundar og fjöldamorðingjar —
langaði mig að sýna fram á að fólk
verður að lifa; ganga til sinna venju-
legu starfa þrátt fyrir að tíminn og
sagan sem er að gerast í kringum
það sé kannski yfirþyrmandi og
ógeðsleg. Þess vegna set ég styijöld-
ina algjörlega í bakgrann bókarinn-
ar, enda liggur vonin í hversdagslíf-
inu.“
Ástin gegn dauianum
Þegar ástarsögur ber á góma skýt-
ur höfundum á borð við Barbara
Cartland, Danielle Steele og Sidney
Sheldon ósjálfrátt upp
í hugann. Er Sjón far-
inn að höfða til sama
lesendahóps? „Ég lít á
bókina sem ástar-
sögu. í henni er þessi
sígildi þríhyrningur
sem er í öllum ástar-
sögum; í þessu tilfelli
ein stúlka og tveir
karlmenn og hún þarf
að gera upp á milli
þeirra. Að því leyti
hefur bókin eiginleika
hinnar sígildu rauðu
bókar. Ég er hins veg-
ar gamall súrrealisti
og fyrir mér hefur
megininntakið í súr-
realismanum alltaf
verið ástin gegn dauð-
anum. Þegar maður
setur niður sögu í
seinni heimsstyijöld-
inni — ég tala nú ekki
um í sjálfu bæli and-
skotans, Þýskalandi
— liggur beint við að
stilla ástinni upp gegn
dauðanum. Vonin í
veröldinni liggur í því
að fólk verður líka
ástfangið í helvíti. Við
þekkjum þá nöturlegu
staðreynd að á hveij-
um degi fæðast börn
í Sarajevo, Bihac og
Tusla. Manneskjan
getur ekki annað en
haldið áfram að lifa
og lífið er sterkast í ástinni. Bókin
fjallar þannig um ástina á mörgum
sviðum. Þess vegna held ég að það
sé ekkert verið að ljúga að fólki þó
að það standi ástarsaga á kápunni."
Mannbætandi verk
Sjón hefur áður samið leikrit, ljóð
og sögur, en Augu þín sáu mig er
stærsta verk hans til þessa. Hann
hóf að leggja drög að verkinu árið
1990 en fór sér að engu óðslega.
Skáldið vonar að bókin hafí orðið
betri fyrir vikið, enda ætlunin að
skrifa mannbætandi verk í fyrsta
sinn. Sjón hefur því ekki á öðrum
tíma lagt jafn mikið undir. Skáldsag-
an er ný fyrir honum og því þurfti
hann að temja sér ný vinnubrögð-
„Ég hafði alltaf verið að glíma við
formpælingar og einhveija bókmenn-
talega fimleika en ákvað nú að fara
ekki á trampólínið fyrr en ég treysti
mér til að koma standandi niður og
skjótast aftur upp í loftið. Áður var
markmiðið að stökkva á trampólíninu
en skella síðan í gólfið og segja sög-
ur af brakinu og brestunum í beinun-
um.“
Sjón gerir góðan róm að þessari
nýju tækni og ætlar ótrauður að
halda áfram á sömu braut. Hann
kveðst þó einatt breytast á milli bóka.
Hver bók mótist af efninu sem jafn-
an hafi hönd í bagga með þróun
hennar. Sjón hefur aldrei verið bund-
inn á klafa „eigin stíls“.
Upplýsingamiðstðð
íslenskra bökmennta
DAGANA 1.-3. október 1994 var haldin í
Stuttgart ráðstefna á vegum stofnunarinn-
ar Institut fur Auslandsbeziehungen (IfA)
um þýðingar íslenskra bókmennta á þýsku
og útgáfu þeirra í Þýskalandi. Ráðstefnuna
sóttu rithöfundar, þýðendur, útgefendur,
blaðamenn, háskólakennarar og fleiri frá
íslandi og Þýskalandi. IfA-stofnunin er
rekin í Stuttgart á vegum þýska utanríkis-
ráðuneytisins og hefur það hlutverk að
stuðla að menningarsamskiptum milli
Þýskalands og annarra landa. Á ráðstefn-
unni var eftirfarandi ályktun samþykkt,
þar sem m.a. er hvatt til stofnunar upplýs-
ingamiðstöðvar fyrir íslenskar bókmenntir,
eins og tíðkast annars staðar á Norðurlönd-
um, sem hefði það verkefni að stuðla að
þýðingum og útgáfu íslenskra nútímabók-
mennta erlendis.
Stuðningur við þýðingar
Á síðustu árum hafa nokkur, einkanlega
smærri forlög, beitt sér fyrir aukinni útgáfu
íslenskra bókmennta, en vegna skorts á
samvinnu og fjárstuðningi hefur þetta fram-
tak ekki borið árangur sem skyldi. Brýn
nauðsyn er því í framtíðinni á samfelldum
fjárstuðningi við þýðingar, líkt og Bókmenn-
takynningarsjóður hefur staðið fyrir. Nauð-
syn ber til að auka slíkan stuðning og gera
hann skilvirkari.
Upplýslngamiðstöð fyrir
íslenskar bókmenntir
Lagt er til að stofnuð verði upplýsingam-
iðstöð fyrir íslenskar bókmenntir í líkingu
við það sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum.
Slík upplýsingamiðstöð yrði að starfa sjálf-
stætt með faglegum og fjárhagslegum
stuðningi hins opinbera, bókaútgefenda,
samtökum rithöfunda og öðrum menningar-
málastofnunum og samtökum. Verkefni
bókmenntamiðstöðvarinnar gætu verið eftir-
farandi:
Dreifing upplýsinga um nýjar bækur sem
komið hafa út á íslensku og í þýðingum.
Ennfremur að kynna höfunda, valda kafla
úr verkum þeirra, fyrri verk og bókmennta-
fræðirit og bókmenntagagnrýni. Upplýsing-
um þessum yrði beint til erlendra bókafor-
laga, þýðenda og annarra, sem láta sig bók-
menntir varða.
Aðstoð við upplýsingastarfsemi erlendra
útgefenda vegna útgáfu íslenskra bók-
mennta.
Stuðningur við að koma á sambandi og
samstarfi milli rithöfunda, þýðenda, útgef-
enda og annarra, sem sinna bókmenntum.
Samstarf
Hvatt er til að skipst verði á heimsóknum
rithöfunda, þýðenda, bókmenntafræðinga,
útgefenda og annarra þeirra, sem láta sig
bókmenntir varða, eins og Stofnun Nordals
hefur staðið fyrir, t.d. með upplestrarferðum
rithöfunda,'' kynningarferðum útgefenda og
vinnuhópum þýðenda.
Norðurlönd í öndvegi á
bókakaupstefnunni í Frankfurt
Hvatt er til þess að boði bókakaupstefn-
unnar í Frankfurt um að bókmenntir Norð-
urlandanna verði í öndvegi á kaupstefnunni
árið 1997 verði tekið.
Rannsóknir og kennsla
Brýnt er að efla og styrkja rannsóknir á
íslenskum nútímabókmenntum og kennslu
þeirra í þýskum háskólum.
í tengslum við það að öll Norðurlöndin
nema ísland kunni innan tíðar að vera geng-
in í Evrópusambandið, er rétt að vekja at-
hygli á því að ekki er hægt að útiloka hugs-
anlega einangrun íslands í hinni eýrópsku
samrunaþróun. Því eru lífleg menningars-
amskipti við önnur Evrópulönd afar mikil-
væg, m.a. með þátttöku í hinum fjölmörgu
sameiginlegu áætlunum Evrópulanda á sviði
menningarmála og rannsókna.
Ráðstefnan hvetur því menntamálaráðu-
neytið á íslandi, utanríkisráðuneytið, Rithöf-
undasamband íslands, Félag bókaútgefenda
og aðrar viðkomandi stofnanir og samtök,
til að efla samstarf sitt í þágu útgáfu á ís-
lenskum nútímabókmenntum í Þýskalandi.
Ráðstefnan í Stuttgart er fyrsta umfangsm-
ikla ráðstefnan, sem haldin er í Þýskalandi
um útgáfu á íslenskum bókmenntum þar.