Morgunblaðið - 15.12.1994, Page 1
96 SIÐUR B/C/D
287. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR15. DESEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Tsjetsjenar skjóta niður rússneska herþyrlu
Hóta langvinnum
skæruhemaði
Grosni, Moskvu. Reuter.
TSJETSJENAR skutu í gær niður rússneska herþyrlu og með henni tvo
menn eftir að forseti héraðsins, Dzhokhar Dúdajev, hvatti þjóð sína til þess
að ráðast af hörku gegn rússnesku herliði í Tsjetsjníu. Um sama leyti gekk
samninganefnd Tsjetsjena út af fundi með Rússum í Vladikavkaz í norður-
hlutanum. Bendir allt til þess að þrátt fyrir hernaðaryfirburði Rússa, eigi
þeir fyrir höndum langvinnt stríð við
Dúdajev var þreytulegur er hann
hvatti þjóð sína í sjónvarpsávarpi
til þess að beijast gegn Rússum þar
til þeir héldu á brott. Áður hafði
hann hótað Rússum skæruhernaði
þar til rússneskir hermenn myndu
„deyja úr ótta og hryllingi".
Talið er að um 10.000 rússnesk-
ir hermenn séu í Tsjetsjníu. Rúss-
neska stjórnin hótaði Tsjetsjenum
því í gær, að legðu þeir ekki frá
sér vopn í dag, fimmtudag, myndi
öllum tiltækum ráðum verða beitt
til að koma á lögum og reglu í
héraðinu.
Skömmu eftir ávarp Dúdajevs
tsjetsjenska skæruliða.
skutu tsjetsjenskir aðskilnaðarsinn-
ar að tveimur MI-8 herþyrlum með
hríðskotarifflum, um 45 km frá
Grosní. Önnur þyrlan hrapaði til
jarðar og voru tveir af þremur í
áhöfn skotnir er þeir reyndu að flýja
en sá þriðji gafst upp.
Van den Broek krefst skýringa
Allt var með kyrrum kjörum í
Grosní í gær. Segjast borgarbúar
reiðubúnir að verjast, ráðist Rússar
á borgina, þrátt fyrir yfirlýsingar
þeirra um að þeir hyggist aðeins
umkringja hana.
Vjatsjeslav Nikorov, formaður
nefndar rússneska þingsins um ut-
anríkis- og öryggismál, fullyrti í
gær í Strassbourg, að Rússland
væri ekki sama stórveldið og forð-
um, og að nágrannar þess hefðu
enga ástæðu til að óttast afskipti
þeirra í Tsjetsjníu.
Hans van den Broek, sem fer
með samskipti Evrópusambandsins
við ríki utan þess, var ekki sáttur
við þessa yfirlýsingu Rússa. Vildi
hann fá svör við því hvers vegna
þeir hefðu beitt hervaldi í Tsjetsjníu
og sagðist telja aðgerðir þeirra í
héraðinu allt of umfangsmiklar, ef
ætlunin væri að koma á ró í land-
inu. Bar hann aðgerðirnar saman
við Bosníu, þar sem reynt væri að
ná pólitísku samkomulagi og Rúss-
ar stæðu í vegi fyrir auknu vopna-
valdi, jafnvel til að vernda griða-
svæðin.
Reuter
TSJETSJENSKUR aðskilnaðarsinni hleypur á brott með feng
sinn úr rússneskri herþyrlu, sem skotin var niður skammt frá
Grosní í gær. Tveir af þremur úr áhöfn þyrlunnar voru skotnir
er þeir reyndu að flýja af slysstað en sá þriðji var tekinn höndum.
*
Italía
Sljórnin
í andar-
slitrum?
Róm. Reuter.
NORÐURSAMBANDIÐ, einn
þriggja stjórnarflokka á Ítalíu,
greiddi í gær atkvæði með tillögu
stjórnarandstöðunnar í neðri deild
þingsins um að sett yrði á fót nefnd
til að rannsaka rekstur sjónvarps-
stöðva landsins. Talið er að með
þessu sé flokkurinn í reynd að undir-
rita dauðadóm samsteypustjórnar
Silvios Berlusconis forsætisráðherra
sem á öflugasta fjölmiðlaveldi Ítalíu
og sætir yfirheyrslum vegna meintra
mútugjafa til embættismanna.
Berlusconi verst enn af hörku og
segir að ásakanir á hendur sér séu
tilhæfulausar, þær séu hluti „sam-
særis gegn mér og stjórn minni sem
er svo víðfeðmt og offorsið svo mik-
ið að jaðrar við valdarán" eins og
hann orðaði það í blaðaviðtali í gær.
Biondi gagnrýndur
Hinir stjómarflokkarnir tveir sök-
uðu Norðursambandið um svik og
ráðherra samstarfs stjórnar og þings
sagði að þingsályktunartillaga, sem
gagnrýnir harkalega störf Alfredos
Biondis dómsmálaráðherra, jafngildi
vantrausti á stjómina hljóti hún sam-
þykki.
í tillögunni er ráðherrann sakaður
um stjórnarskrárbrot, sagt að hann
hafi valdið ringulreið í dómskerfinu
og átt sök á því að Antonio Di Pi-
etro, rannsóknardómari í Mílanó,
sagði af sér fyrir nokkru. Biondi lét
nýlega hefja rannsókn á störfum
vinnuhóps Di Pietros auk þess sem
starfssvið hópsins var skert mjög.
Ólympíuskákmótið í Moskvu haldið í alræmdu glæpahverfi
BESTU skákmt.m heims, sem
keppa nú á Ólympíuskákmótinu
í Moskvu, eiga elnnig í baráttu
við glæpalýð borgarinnar. Hafa
nokkrir skákmenn verið rændir,
á þá ráðist og þeim hótað.
Makedóníumenn hafa orðið verst
úti, en um 9.500 dölum hefur
verið rænt af þeim. Mótið er hald-
ið á Cosmos-hótelinu sem er í
alræmdu glæpahverfi. Andri
Hrólfsson, annar fararstjóra ís-
lenska skákliðsins, segir íslend-
ingana ekki hafa lent í neinu
misjöfnu, enda gæti þeir þess að
vera ekki einir á ferð og að vera
ekki seint á ferli.
í fyrra skiptið sem Makedóníu-
menn lentu í klóm glæpalýðs, töp-
uðu þeir 7.000 dölum, að sögn
San Francisco Cronicle. Þeir voru
að skipta gjaldeyri er grímuklædd-
ir menn réðust að þeim og hrifs-
uðu alla peningana. Nokkrum
dögum síðar var Lazar Jancev,
Skák-
menn
rændir
fararstjóri liðsins, sleginn í rot og
2.500 dölum rænt af honum fyrir
utan hótelið sem hann dvelur á.
Bæði tilvikin voru kærð til lög-
reglu en enginn árásarmannanna
hefur fundist. Skákmanninum
Garrí Kasparov og Andrej Mak-
arov, formanni Rússneska skák-
sambandsins, rann til rifja ólán
Makedóníumanna og buðust þeir
til að bæta þeim skaðann.
Þá hefur bandaríska skákliðið
lent í klóm ræningja. Alexander
Jermonlinskíj mátti sjá á bak 700
dölum og myndavél var stolið úr
herbergi annars skákmanns. Öðr-
um liðsmönnum hafa borist síma-
hótanir á öllum tímum sólar-
hringsins auk þess sem barið
hefur verið .á hóteldyr þeirra um
hánótt.
Andri segist hafa heyrt af fjór-
um ránum og að þá hafí skák-
mennirnir verið einir á þvælingi
að kvöldlagi. Slíkt teljist tæpast
skynsamleg hegðun. Hvað varði
ónæði á hótelinu, segir Andri að
fjöldi varða gæti skákmannanna.
Hins vegar sé símkerfið í borg-
inni í ólestri, engin símaskrá til
og líklegt að fólk hringi í tíma
og ótíma einhveija vitleysu. Þá
hafi þær sögur gengið af Rússum
í gegnum tíðina, að nóttina fyrir
keppni sé gjarnan hringt í and-
stæðinga þeirra til að tryggja að
þeir mæti illa sofnir til képpni.
A flótta
undan
Palestínu-
mönnum
ALBLÓÐUGUR ísiaelskur her-
maður reynir að komast á bíl
sínum frá markaði í Ramallali
á Vesturbakkanum eftir að Pal-
estínumenn höfðu grýtt hann.
Nokkur tími leið áður en ísra-
elskir hermenn komu mannin-
um til bjargar og fluttu liann á
sjúkrahús. Hann var ekki inikið
slasaður. Ráðist var á þrjá aðra
ísraelska hermenn í gær,
sprengja sprakk í bíl tveggja
hermanna og einn var stunginn.
í gær voru sjö ár liðin frá stofn-
un palestínsku hermdarverka-
samtakanna Hamas.