Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Geislameðferðar- tæki á Landspítala Engin ábyrgð á notkun FYRIRTÆKIÐ, sem framleiðir kób- aít-geislameðferðartæki sem notað er á krabbameinsdeiid Landspítalans, ábyrgist ekki notkun þess næstu 5 ár og segist ekki geta ábyrgst vara- hluti, auk þess sem komið hafi fram málmþreyta í tækjum af sömu ár- gerð. Nýleg rannsókn á íslenska tækinu hefur ieitt í ljós að engin sprunga er í því. Þórarinn Sveinsson, yfírlæknir á krabbameinsdeild, segir að engin hætta stafi því af tækinu. 26 ára kóbalttæki Kóbalttækið er 26 ára og hefur verið ákveðið að hætta notkun þess á miðju næsta ári. Endurnýja þarf geislahleðslu tækisins á 5,2 ára fresti og var það síðast gert 1989. Þórarinn sagði að þegar taka hefði þurft afstöðu til hvort kaupa ætti nýja hleðslu hefði framleiðandinn veitt þær upplýsingar að það ábyrgð- ist ekki tækið næstu 5,2 árin vegna skorts á varahlutum og málmþreytu sem hefur komið fram í tækjum sömu árgerðar annars staðar. „Vegna máimþreytu get'a sprung- ur komið í tækið og hausinn utan um geislavirka efnið brotnað frá. Við létum sérfræðinga hérlendis skoða tækið í júlí eftir að hafa fengið þess- ar upplýsingar. Þeir fundu engar sprungur þannig að það er eins ör- uggt og það getur verið á þeim tíma,“ sagði Þórarinn. Krabbameinsdeildin hefur óskað eftir að nýtt tæki verði keypt en það kostar 50-60 millj. Þórarinn sagði að hitt geislameðferðartækið, sem keypt var til landsins 1989, anni ekki þörfinni og hætt sé við að bið- listar eftir meðferð lengist verði nýtt tæki ekki keypt á næsta ári. RLR rannsakar grun um peningaþvætti á Islandi RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins hefur undanfarnar vikur verið að rannsaka grunsemdir um að ís- lenskar fjármálastofnanir hafi verið notaðar til að þvætta peninga. Fyr- irtækið Grimaldi Hoffman & Co. í Belgíu, sem skráð er í Nassau á Bahamaeyjum, er grunað um að hafa reynt að koma illa fengnum fjármunum í umferð. Búið er að handtaka einstakling í Belgíu sem grunaður er um að bera ábyrgð á svikunum. Jón H. Snorrason, deildarstjóri hjá RLR, staðfesti að lögreglan hefði í nokkrar vikur rannsakað grunsemdir um að íslenskar fjár- Tengist umfangsmiklu svikamáli sem komið hefur upp í Belgíu málastofnanir hefðu verið notaðar til peningaþvættis. Hann sagði að ekki væru uppi grunsemdir um að íslenskar fjármálastofnanir væru vitandi vits þátttakendur í ólög- legri starfsemi. ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í baráttu gegn pen- ingaþvætti, en einkenni þess er að reynt er að koma peningum, sem aflað hefur verið með ólög- mætum hætti, í umferð og þá gjarnan í löndum sem eru fjarri upprunalandinu. Einkenni þessara mála er að reynt er að flækja til- færslur á peningum sem mest þannig að erfiðara sé að rekja uppruna þeirra. Veltir nilljörðum Grimaldi Hoffman & Co. er fyrir- tæki sem veltir milljörðum ís- lenskra króna og í ákæru sem gef- in hefur verið út í Belgíu á forsvars- mann fyrirtækisins segir að fjár- málastofnanir á íslandi og í Austur- ríki, Belgíu og Andorra séu grunað- ar um að hafa verið notaðar til að koma peningum fyrirtækisins í umferð. Jón sagði að þegar reikningur hefði verið stofnaður í fjármála- stofnun á íslandi og miklir pening- ar hefðu farið að streyma um hann hefði RLR fengið ábendingu um málið og rannsókn hefði háfist. Hann sagði að rannsóknin færi fram í tengslum við þá alþjóðlegu rannsókn sem stæði yfir. Jón vildi ekki svara því að hvaða fjármálafyrirtæki á íslandi rann- sóknin beindist eða hvort um eitt eða fleiri fyrirtæki væri að ræða. Þingsályktunartillaga á Alþingi Lánskjaravísi- talan teng’d ECU? TILLAGA um að tengja lánskjara- vísitölu við evrópska ECU-gjaldmiðil- inn hefur verið lögð fram á Alþingi. Magnús Jónsson veðurstofustjóri og varaþingmaður Alþýðuflokks hef- ur lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjóm verði falið að kanna hvort rétt sé að breyta lánskjaravísi- tölu þannig að hún verði samsett áð hálfu úr vísitölu verðlags á íslandi og að hálfu úr gengisvísitölu ECU. Magnús segir í greinargerð, að nú séu vísbendingar um betri tíð og aukinn kaupmátt. Skuldug heimili munu ekki njóta góðs af því, vegna mistaka við breytingu á lánskjara- vísitölu árið 1989 þegar vísitalan var tengd Iaunavísitölu. I ljósi þess að íslenskur fjár- magnsmarkaður verði opinn um næstu áramót sé ekki lengur þörf á sérstakri verndun sparifjár vegna verðbólgu hérlendis en gríðarlegir fjármunir séu bundnir Iánskjaravísi- tölu og því ekki hægt að afnema hana með einu pennastriki. Því vilji hann láta kanna hvort ekki sé rétt að laga grundvöll vísitölunnar að breyttu efnahagsumhverfi með tengingu við ECU. Morgunblaðið/RAX Mjólk um borð í bátinn TVO býli á landinu eru að sögn Páls Jóhannessonar í Bæjum á Snæfjallaströnd algerlega háð bátum með flutning mjólkur í samlag, er það bú hans og Vigur. Vegurinn fyrir Kaldalón út á Snæ- fjallaströnd er ófær mestallan veturinn og hafa bændurnir alltaf sent mjólkina sjóieiðina yfir ísa- fjarðardjúp, í mjólkursamlagið á Isafirði. Djúpbáturinn Fagranes kemur við á bæjunum tvisvar í viku og var myndin tekin þegar Páll aðstoðaði við að hífa flutn- ingstankinn um borð í Djúpbát- inn. Byggð er algerlega að leggj- ast af á Snæfjallaströnd og býst Páll, sem orðinn er síðasti bónd- inn á Ströndinni, við því að flytj- ast í burtu næsta sumar. Umframbirgðir kartafina seldar til Norðurlanda í GÆR fór 25 tonna reynslusend- ing af íslenskum kartöflum til Svíþjóðar á vegum Ágætis og Sölufélags garðyrkjumanna. Ágæti hefur selt um 60 tonn til Færeyja frá því í október og er reiknað með að Færeyingar kaupi um 200 tonn af íslenskum kartöfl- um í vetur. Milli jóla og nýárs fer reynslusending frá Ágæti til Nor- egs og eru vonir bundnar við að Norðmenn kaupi megnið af um- frambirgðum af íslenskum kartöfl- um í vetur, að sögn Matthíasar Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Ágætis. Þá hafa verið kann- aðir sölumöguleikar á kartöflum til Rússlands, Slóvakíu og Austur- ríkis. Um miðjan nóvember voru kart- öflubirgðir í landinu um 8500 tonn, að sögn Sigurbjarts Pálssonar, formanns Landssambands kart- öflubænda. Reiknað er með að innanlandsneysla fram að næstu uppskeru verði um 5000 tonn og því séu til um 3500 tonna umfram- birgðir. Stórir aðilar í Noregi Að sögn Matthíasar hafa við- ræður við Norðmenn staðið lengi. Ef samningar nást er reiknað með útflutningi frá áramótum og fram undir vor. „Þetta eru mjög stórir aðilar og þeir gætu þess vegna tekið lungann af því sem er aflögu til útflutnings," sagði Matthías. Hann sagði miklar vonir bundnar við að það takist að losna við umframbirgðirnar úr landi og sagðist vera bjartsýnn á sölu" til Noregs. Útflutningur þangað ætti og að ganga greiðlega vegna EES- aðildar beggja landanna. Þokkalegt verð í viðræðunum við Norðmenn hefur verið rætt um svipað verð og þeir kaupa kartöflur á í Bret- landi og öðrum Evrópulöndum. Matthías vildi ekki tjá sig u'm verð- ið en sagði það „þokkalega viðun- andi“ miðað við það sem boðið hefur verið hér innanlands í vetur. Samkvæmt heimildum blaðsins mun verðið vera nálægt 30 krónum fyrir kílóið. Seljendur þurfa að greiða flutningskostnað og til Norðurlanda mun hann vera ná- lægt 20% af söluverðinu. Enginn tollur er á kartöflum til Noregs og lítilsháttar tollur til Færeyja, að sögn Matthíasar. Reiknað er með að tollur komi á kartöflur til Sví- þjóðar eftir að landið gengur í ESB. Alvarlegur vandi Sigurbjartur Pálsson sagðist vona að útflutningurinn hjálpi til við að koma jafnvægi á innan- landsmarkaðinn. Hann segir ástandið meðal kartöflubænda háalvarlegt, það hafí verið erfitt undanfarin ár en nú keyri um þverbak. Það líti út fyrir að tölu- verður hópur kartöflubænda geti orðið gjaldþrota, ef ekki rætist úr. Frumvarp um breytingar á mannanafnalögum gerir ráð fyrir, veigamiklum breytingnm Nöfn viðurkennd falli þau að málinu Útlendingum heimilt að halda nöfnum s.ínum óbreyttum og gefa bömum sínum erlend nöfn FRUMVARP til breytinga á mannanafna- lögunum frá 1991 hefur verið kynnt í þing- flokkum og ríkisstjórn. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er þar kveðið á um veigamiklar breytingar, sem gerðar eru vegna gagnrýni á fyrri lög. Útlendingar mega aftur fá fyrra nafn Fyrsta og veigamesta breytingin er sú að í stað þess að krafa verði gerð til þess að eiginnafn skuli „vera íslenzkt og hafa unn- ið sér hefð í íslenzku máli“ eins og segir í núverandi lögum, verði leyft að gefa bami nafn, sem falli að málinu, þ.e. geti tekið íslenzka eignarfallsendingu þótt útlent sé. Þetta getur átt við um nafn á borð við Belinda, sem mannanafnanefnd hefur ekki viljað leyfa, en ekki um t.d. nafnið Siv. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins liggja listar yfir nöfn, sem leyfð yrðu sam- kvæmt þessu, ekki fyrir. Önnur breyting er sú að erlendum ríkis- borgurum, sem öðlast íslenzkt ríkisfang, er ekki lengur gert að taka upp íslenzkt eigin- nafn ásamt nafni, sem hann ber fyrir. Samþykki Alþingi frumVarpið mega út- lendingar halda nafni sínu þótt þeir fái íslenzkan borgararétt. Erlendir menn, sem áður hafa verið skyldaðir til að taka sér ís- lenzk nöfn eða fella niður erlend, geta sótt um að fá nafni sínu breytt til fyrra horfs. Börn erlendra ríkisborgara geta einnig haldið nöfnum sínum. í þeim tilfellum þar sem annað foreldri bams er íslenzkt en hitt erlent, má nefna barnið einu erlendu nafni, jafnvel þótt það falli ekki að íslenzku beyg- ingakerfi. Öll börn verða hins vegar að hafa a.m.k. eitt nafn sem fellur að málinu. Þriðja breytingin, sem Morgunblaðinu er kunnugt um að frumvarpið felur í sér, er sú að millinöfn verði leyfð. Stuðlað að ættarnöfnum sem millinöfnum Stuðlað verði að því að ættarnöfn verði borin sem millinöfn fremur en kenninöfn. Hins vegar verði þeim, sem þegar bera ættarnöfn, heimilt að halda þeim og sama eigi v*ð um afkomendur þeirra. Hins vegar mega íslenzkir ríkisborgarar.ekki taka upp ættarnafn maka síns sem kenninafn. Þeir geta tekið það upp sem millinafn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vildi nefnd sú, sem samdi frumvarpið, upp- haflega að stefnt yrði að því að ættarnöfn aflegðust smám saman sem kenninöfn og yrðu öll millinöfn, með því að börn fengju aðeins að taka upp ættarnafn foreldra sem millinafn. Vegna andstöðu, sem sú hugmynd mætti, var hins vegar horfið frá henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.