Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðherrafundur EFTA í Genf ákveður breytingar á stofnunum samtakanna
Dómurum og
eftirlitsfulltrúum
fækkað í þrjá
Þrjú ríki tilkynntu úrsögn sína úr EFTA
á ráðherrafundi í Genf í gær. Þau fjögur,
sem eftir eru, munu endurskoða og einfalda
starfsemi samtakanna. Eftirlitsfulltrúum í
Eftirlitsstofnun EFTA verður fækkað í þrjá,
eins og dómurum við EFTA-dómstólinn,
sem flyzt til Lúxemborgar.
Reuter
EFNAHAGSMÁLARÁÐHERRA Sviss, Jean-Pascal Delamuraz,
á ráðherrafundi EFTA í Genf í gær. Við hlið hans situr Franz
Blankart ráðuneytisstjóri.
Lítill áhugi á aðild
A-Evrópuríkja
HÖFUÐSTÓÐVAR EFTA í Genf. Öllu starfsfólki þar hefur nú
verið sagt upp vegna endurskipulagningar, en væntanlega verða
einhverjir endurráðnir. Norðmenn vilja að sem mest af starfsem-
inni flytjist til Brussel þar sem höfuðstöðvar ESB eru.
HUGMYNDIR um að EFTA verði
eins konar biðsalur Austur-Evr-
ópuríkja, sem stefna að aðild að
Evrópusambandinu, fengu lítið
fylgi á ráðherrafundi EFTA í Genf
í gær. Samþykkt var að EFT A-rík-
in fjögur, sem verða eftir um ára-
mót, myndu gera fríverzlunar-
samning við Slóveníu, en svör um
hugsanlega aðild eða aukaaðild
rikisins voru ekki gefin.
A ráðherrafundinum kom fram
að gerð fríverzlunarsamnings
yrði það, sem Slóvenar yrðu að
sætta sig við í.bili. „Við munum
taka málið upp að nýju,“ sagði
Grethe Knudsen, utanríkisvið-
skiptaráðherra Noregs.
Hugmyndir hafa verið uppi að
undanförnu um að EFTA gæti
orðið eins konar biðsalur ríkja,
sem vilja ganga í Evrópusam-
bandið, og hefur Jacques Delors,
fráfarandi forseti framkvæmda-
stjórnar ESB, til dæmis sagt að
Austur-Evrópuríki gætu byijað á
því að gerast aðilar að EES, áður
en þau fengju fulla aðild að ESB.
Mats Hellström, utanríkisvið-
skiptaráðherra Svíþjóðar, sagði í
gær að „EFTA-andinn“ í hinum
litlu samtökum byggi ríki undir
aðild að „Stóru Evrópu".
Ríkin, sem eftir eru í EFTA,
hafa hins vegar ekki mikinn
áhuga á aðild Austiir-Evrópu-
ríkja. Embættismenn í Genf sögðu
í gær að Norðmenn væru einkum
á móti því að fyrrverandi komm-
únistaríki, með vanþróuð hag-
kerfi sín, kæmu inn í samtökin.
Með því myndi eðli EFTA breyt-
ast og það yrði hugsanlega erfið-
ara fyrir Norðmenn en ella að
gera þriðju tilraunina til inn-
göngu í Evrópusambandið.
Reuters-fréttastofan hefur eft-
ir Jóni Baldvin Hannibalssyni ut-
anríkisráðherra að ekki sé eftir
sérstaklega miklu að slægjast fyr-
ir Austur-Evrópuríkin að gerast
aðilar að EFTA. „ Við hpfum nú
þegar fríverzlunarsamninga við
flest Austur- og Mið-Evrópuríkin.
Að gerast aðilar myndi ekki bæta
neinu sem máli skipti við réttindi
þeirra,“ segir Jón Baldvin.
Hann segir að önnur ríki en
Slóvenía hafi ekki sýnt EFTA
áhuga. „Við munum aðeins bregð-
ast við ef og þegar okkur berast
umsóknir."
Astæðan fyrir því að Slóvenía
sýnir EFTA áhuga er hins vegar
sú að ríkið hefur ekki fengið sömu
forgangsmeðferð hjá ESB og önn-
ur Austur-Evrópuríki, sem eru
jafnvel skemmra á veg komin
efnahagslega. Þar er einkurn af-
stöðu ítala um að kenna, en þeir
vilja leysa gömul deilumál frá því
þeir þurftu að afsala sér land-
svæðum til Slóveníu í lok seinna
stríðs.
Anton Bebler, sendiherra Sló-
veníu í Genf, sagði í gær er niður-
staða EFTA-fundarins lá fyrir-að
hann byggist við að fríverzlunar-
samningur við EFTA yrði undir-
ritaður í marz. „Þá sjáum við
hvað setur,“ sagði hann.
Byggt á Reuter og DPA
SVÍÞJÓÐ, Finnland og Aust-
urríki tilkynntu í gær
formlega úrsögn sína úr
Fríverzlunarsamtökum
Evrópu (EFTA) á ráðherráfundi
samtakanna í Genf, en þessi ríki
ganga væntanlega í Evrópusam-
bandið um áramót. Eftir verða ís-
land, Noregur, Sviss og Liechten-
stein. Fulltrúar ríkjanna, sem eftir
verða, lýstu því yfir að samstarfinu
yrði haldið áfram, en það einfaldað
nokkuð. Vinnuhópur hefur verið
settur á stofn til að ganga frá skipu-
lagsmálum vegna brejdtrar aðildar
og á hann að ljúka störfum um
áramót.
Á ráðherrafundinum, sem hald-
inn var undir forsæti Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra,
kom fram að ekki væri nauðsynlegt
að gera breytingar á sjálfum samn-
ingnum um Evrópskt efnahags-
svæði þótt þijú EFTA-ríki gengju
í Evrópusambandið. Noregur og
Island hafa hins vegar gengið frá
nauðsynlegum breytingum á samn-
ingnum um Eftirlitsstofnun EFTA
og EFTA-dómstólinn, en þar er
gert ráð fyrir að dómurum og eftir-
litsfulltrúum fækki úr sjö í þijá.
Með öðrum orðum verður einn
norskur fulltrúi í hvorri stofnun,
einn íslenzkur og jafnframt er gert
ráð fyrir að Liechtenstein muni eiga
þar fulltrúa. Furstadæmið hefur nú
gengið frá breytingum á tolla-
bandalagi sínu við Sviss til þess að
geta gerzt aðildarríki EES sem
fyrst á nýja árinu. í lokayfirlýsingu
ráðherrafundarins er væntanlegri
aðild Liechtenstein fagnaö.
Dómstóllinn flytur en deilt er
um aðra starfsemi
Gert er ráð fyrir að EFTA-dóm-
stóllinn flytjist til Lúxemborgar, þar
sem Evrópudómstóllinn hefur að-
setur.
í fréttaskeyti Reuíers-fréttastof-
unnar kemur fram að Grethe
Knudsen, utanríkisviðskiptaráð-
herra Noregs, hafi á blaðamanna-
fundi lagt áherzlu á að starfsemi
EFTA flyttist í sem mestum mæli
til Brussel, enda myndi hún að
mestu leyti snúast um viðhald EES-
samningsins. Eftirlitsstofnun EFTA
starfar nú þegar í Brussel og hluti
af skrifstofuhaldi samtakanna hef-
ur sömuleiðis verið fluttur þangað.
Efnahagsmálaráðherra Sviss, Je-
an-Pascal Delamuraz, sagði hins
vegar að höfuðstöðvar EFTA ættu
að verða áfram í Genf. Jón Baldvin
Hannibalsson sagði að endanlegar
tillögur um staðsetningu starfsem-
innar yrðu lagðar fyrir ráðherra-
fund EFTA 15. janúar. Þá yrðijafn-
framt ákveðið hvernig skipting
kostnaðar milli aðildarríkjanna
fjögurra yrði.
Reynt að viðhalda núverandi
fríverzlun
I Iokayfirlýsingu fundarins í Genf
fagna ráðherrar EFTA-ríkjanna
þeirri viðleitni af hálfu EFTA og
ESB-ríkjanna að tryggja einsleitni
reglna á Evrópska efnahagssvæð-
inu með því að flýta upptöku nýrra
reglna Evrópusambandsins í EES-
samninginn og að bæta framkvæmd
EES-reglna. Ráðherrarnir sögðu
:EFTA-ríkin áfram myndu taka þátt
í mótun og töku ákvarðana á vett-
vangi Evrópusambandsins.
Ráðherrarnir lýstu því yfir að
þeir myndu áfram vinna að aukinni
samrunaþróun í Evrópu og sam-
þykktu „að láta einskis ófreistað til
að viðhalda núverandi fríverzlun
milli núverandi EFTA-ríkja eftir að
löndin, sem nú ganga úr samtökun-
um, gerast aðilar að Evrópusam-
bandinu." Þarna er átt við að gerð-
ir verði samningar við íslendinga
og Norðmenn um að viðhaldið verði
lágum tollum á ýmsar fisk- og land-
búnaðarafurðir, einkum síld, sem
seld er til Svíþjóðar og Finnlands.
Uppsagnir og endurráðningar
Öllu starfsfólki EFTA, um 250
manns sem starfa bæði í Genf og
Brussel, hefur verið sagt upp störf-
um vegna endurskipulagningar
samtakanna. Af þeim starfa 130
fyrir EFTA-skrifstofurnar í báðum
borgum, 93 hjá Eftirlitsstofnuninni
og 20 hjá EFTA-dómstólnum. Gert
er ráð fyrir að einhveijir verði ráðn-
ir aftur, en þau mál verða í athug-
un næstu vikurnar. Ráðherrarnir
létu í ljós þakklæti til starfsfólksins
í lokayfirlýsingunni.
Slys í hálku
o g við þrif
MJÖG mikið var að gera á slysa-
deild Borgarspítalans á þriðjudag,
enda gerði þá asahláku og rok á
höfuðborgarsvæðinu. Hálkuslysin
eru þó ekki þau einu, sem slysa-
deildin þarf að sinna, því í desem-
ber verða alltaf allmörg slys við
jólahreingerningar í heimahúsum.
Þá setja umferðarslys svip sinn á
mánuðinn.
Vilhjálmur Arason, læknir á
slysadeild, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hálkuslys hefðu ekki
verið algeng það sem af væri vetri,
en þriðjudagurinn hefði verið áber-
andi verstur hingað til. „Hálkuslys
eru alltaf mörg þegar gerir asa-
hláku og rok,“ sagði Vilhjálmur.
„Eldra fólk slasast oftar en yngra
og við höfum fengist við handleggs-
brot, ökklabrot, tognanir og mar.“
Fá aðsvif
Vilhjálmur sagði að slysin í des-
ember væru þó ekki bundin við
hálkuna. „í jólamánuðinum fjölgar
mjög þeim sem koma til okkar
eftir slys, sem verða við hreingern-
ingar í heimahúsum. Eldri konur
fá til dæmis oft aðsvif þegar þær
klifra upp á stóla og teygja sig
upp.“
Vilhjálmur sagði að jólaumferð-
in tæki líka sinn toll. „Umferðar-
slys hafa verið allmörg, enda er
meiri hraði og stress í jólamánuðin-
um en endranær."
Morgunblaðið/Kristinn
Konfekt, já takk!
RÁÐHERRAR, þingmenn og forvígismenn samtaka at-
vinnulífsins heimsóttu innlenda sælgætisgerð í gær á veg-
um átaksins íslenskt, já takk sem staðið hefur yfir frá
nóvemberbyrjun víða um land. Tilgangur heimsóknarinnar
var að minna á mikilvægi íslenskrar framleiðslu og hér
sjást Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, Steingrímur
J. Sigfússon varaformaður Alþýðubandalagsins og Bene-
dikt Davíðsson forseti Alþýðusambands íslands bera sig
fagmannlega að í húsakynnum Nóa og Siríusar hf. við
Hestháls í gær en heimsóknin hófst klukkan tíu árdegis.
I
l
>
\