Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjúkralibar segja fjármálarábherra bera ábyrgb á því ástandi sem
skapast hefur á sjúkrastofnunum:
Friðrik frosinn r
víðar en á olnboga
Við verðum að reyna að skella honum í hitakassa systir. Það er að myndast jökull á
toppstykkinu. . .
Sveinbjörn Björnsson rektor Háskóla Islands
Ekki hagkvæmt að
loka tannlæknadeild
SVEINBJÖRN Björnsson, rektor
Háskóla íslands, segir að samkvæmt
nýlegri athugun hagfræðistofnunar
Háskóla íslands sé ekki þjóðhags-
lega hagkvæmt að leggja niður tann-
læknanám í Háskólanum, eins og
komu fram hugmyndir um á Alþingi
við aðra umræðu um fjárlög í fyrra-
dag. Ennfremur telji háskólinn sig
ekki hafa lagaheimildir til að leggja
niður nám í einstökum greinum og
hann varpar þeirri hugmynd fram
hvort einkavæða eigi tannlækna-
námið. Forseti tannlæknadeildar
segir hugmyndir um að hætta tann-
læknanámi glapræði og formaður
nemendafélags tannlæknanema er
andvígur þessum hugmyndum.
Sveinbjörn sagði að háskólinn
hefði lagt fram tillögur um laga-
breytingar en samstaða ekki tekist
um þær í rikisstjórn. Ef loka ætti
einhverri deild háskólans eins og
tannlæknadeild þyrfti það að eiga
sér langan aðdraganda þar sem skól-
inn hefði skyldur við þá nemendur
sem þegar hefðu hafið nám og tann-
læknanámið væri sex ára nám. Hann
sagði að hugmyndin um að leggja
af tannlæknanámið væri ekki ný.
Hún hefði síðast komið upp í ársbyrj-
un 1993 og þá hefði Hagfræðistofn-
un háskólans verið falið að gera
úttekt á þjóðhagslegri hagkvæmni
tannlæknanámsins. Komið hefði í
ljós að kostnaður við að mennta
hvern tannlækni væri að minnsta
kosti tvöfalt hærri í öðrum löndum
sem við bærum okkur saman við en
hann væri hér á landi. Ef námið
væri lagt niður, leitað eftir samning-
um við önnur lönd um að taka að
sér námið og við þyrftum einungis
að borga þann kostnaðarauka sem
af því hlytist fyrir þessi lönd að taka
að sér nýja nemendur mætti áætla
að kostnaður á nemenda yrði 700
þúsund á mann. Kostnaðurinn hér
væri 900 þúsund krónur á nemenda.
Til viðbótar kæmi að þeir sem fengju
þjónustu í tannlæknadeildinni væru
efnalitlir, vistmenn á stofnunum og
sjúklingar, sem borguðu einungis
20% af töxtum tannlækna, og mætti
áætla að útgjöld Tryggingastofnun-
ar myndu aukast um 17 milljónir
ef þessi þjónusta væri ekki fyrir
hendi. Að öllu samanlögðu hefði það
því ekki reynst þjóðhagslega hag-
kvæmt að leggja námið niður og
ekki mætti heldur gleyma því að
ýmist hagræði væri því samfara að
hafa tannlæknanám hér. Þar ygeru
stundaðar rannsóknir og endur-
menntun tannlækna auk annars.
Sveinbjörn sagði að ef námið yrði
lagt niður yrði það ekki endurreist
svo auðveldlega aftur, auk þess sem
óvíst væri hvaða verði við þyrftum
að kaupa þjónustu erlendra háskóla-
stofnana í framtíðinni vegna náms
tannlækna. Hann varpaði fram þeirri
hugmynd hvort ekki mætti alveg
eins einkavæða tannlæknanámið og
gera tannlæknadeild að sjálfseignar-
stofnun. Þetta nám hérlendis hefði
gott orð á sér erlendis og það mætti
alveg hugsa sér að erlendir náms-
menn gætu menntað sig hér, auk
þess sem stofnunin hefði með hönd-
um, auk tannlæknanámsins, endur-
menntun og annað sem tengdist
tannheilsu.
Hvergi eins ódýrt
Sigfús Þór Elíasson,_forseti tann-
iæknadeildar Háskóla íslands, segir
hugmyndir um að hætta tannlækna-
kennslu hér á landi glapræði. Hann
segir að þó tannlæknanám sé hlut-
failslega dýrt miðað við margt annað
nám, sé það þó hvergi jafn ódýrt
og hérlendis svo hann viti til og
þegar upp verði staðið verði enginn
sparnaður af því að hætta að kenna
tannlækningar hér og senda nem-
endur til að læra fagið í háskólum
erlendis.
Hann benti á að auk kennslunnar
væru stundaðar nauðsynlegar rann-
sóknir á tannlæknadeildinni, sem
myndu falla niður ef kennslu yrði
hætt og þar færi einnig fram endur-
menntun tannlækna, menntun að-
stoðarfólks þeirra og kennsla tann-
smiða. Ef deildinni yrði lokað myndi
glatast þekking og reynsla og það
yrði mjög erfitt ef ekki óvinnandi
vegur að koma kennslu og rannsókn-
um á fót aftur. Þá væri tannlækna-
starfið í mjög örri þróun og það
væri mikil þörf fyrir endurmenntun
tannlækna sem ekki yrði hægt að
sinna hér á landi ef námið legðist af.
Andvígur
Matthías Sigurðsson, formaður
nemendafélags tannlæknanema,
segist andvígur hugmyndum um að
leggja námið niður og segir að þetta
mál hafi ekki verið hugsað út í hörg-
ul. Nemendur á hvetju ári í náminu
eru sex og um er að ræða sex ára
nám og sagði hann að mörgum
spurningum í þessum efnum væri
ósvarað. Ætti að loka deildinni strax
eða ætti að fækka smám saman
þangað til allir sem hefðu hafið nám
væru útskrifaðir? Hvert ætti að
senda nýja nemendur og hver ætti
að borga þann aukakostnað sem af
því hlytist? Það yrði að hugsa þetta
mál mjög vel og líta til framtíðarinn-
ar áður en ákvarðanir yrðu teknar.
Matthías sagði að það væri alls
staðar dýrt að mennta tannlækna
og alls ekki dýrara hér en erlendis
þótt deildin væri ekki fjölmenn.
Námið hér væri þó alveg sambæri-
legt við það sem gerðist á Norður-
löndum og þar væru miklar kröfur
gerðar til þessa náms. Þá benti hann
á að helmingur af rekstrarkostnaði
deildarinnar kæmi til baka í formi
skatta og vinnan og neyslan flyttist
úr landi ef ákvörðun yrði tekin um
að Ieggja námið niður.
Umferdarfræðsla
Oskandi að
fræðslan stuðli
að færri slysum
ÞANN 1. ágúst sl.
réð Reykjavíkur-
borg Ingu Karls-
dóttur ken ara til þess
að gegna starfi svæðis-
fulltrúa í umferðar-
fræðslu við grunnskóla
borgarinnar. Um er að
ræða hálft starf, sem
tryggingafélagið Sjóvá-
Almennar styrkir.
Nú er þetta í fyrsta sinn
sem svæðisfuUtrúi í um-
ferðarfræðslu starfar í
Reykjavík. Hvernig hefur
þessum málum verið hátt-
að annars staðar?
„í fræðsluumdæmi
Austurlands, Vesturlands
og Norðurlands eystra
hafa verið starfandi svæð-
isfulltrúar og það er Ijóst
að þar hefur verið unnið
gott starf og staða um-
ferðarfræðslu í skólum á
viðkomandi svæðum hefur styrkst
mjög við ráðningu svæðisfulltrúa
í þessum námsþætti."
Hvert er markmiðið með um-
ferðarfræðslunni, er þetta lang-
tímaverkefni eða átaksverkefni og
hvert er starfssviðið?
„Markmiðið er að sjálfsögðu að
tryggja umferðaröryggi barna
sem best og fækka slysum. Von-
andi verður framhald á starfi
svæðisfulltrúa og einnig að
ákveðnum kennslustundafjölda
verði varið til fræðslunnar. Á síð-
ustu árum hefur í vaxandi mæli
verið gerð formleg krafa til skóla
um að sinna umferðarfræðslu.
Þessum þætti þarf að gera skil
og varðar miklu að gott skipulag
sé fyrir hendi, ásamt góðri sam-
vinnu við aðila utan skóla sem
geta stutt námið og að hægt sé
að fylgja því eftir svo sem stað-
hættir og aðstæður leyfa.
Starfssviðið er. breitt, til dæmis
að vera tengiliður við aðila sem
starfa að umferðarmálum, svo
sem Umferðarráð, lögreglu, um-
ferðarnefnd og fleiri, skipuleggja
fundi með tengiliðum í skólum og
fulltrúum foreldrafélaganna. Þá
þarf að safna upplýsingum um
staðbundin vandamál í nágrenni
skóla og koma á framfæri við rétta
aðila, aðstoða við sérstök verk-
efni, stuðla að framkvæmd kann-
ana og svo mætti áfram telja.“
Hvaða verkefnum hefur legið
brýnast við að sinna?
„Því er erfitt að svara og eflaust
mismunandi eftir landssvæðum,
en sem svæðisfulltrúi við grunn-
skóla Reykjavíkur hef ég reynt
eftir megni að aðstoða
kennara, foreldra og
aðra þá sem koma að
umferðarfræðslu í
skólum. Þetta geri ég
í góðri og gefandi sam-
vini.u við Guðmund “
Þorsteinsson, námsstjóra í um-
ferðarfræðslu. Undanfarið hef ég
til dæmis unnið að gerð verkefna
sem samþætta ýmsar greinar, svo
sem ritun, stærðfræði, mynd-
mennt og umferðarfræðslu."
Inga bendir á að umhverfi skól-
anna sé mismunandi og hætturnar
aðrar fyrir barn sem gengur til
dæmis í Fossvogsskóla heldur en
barn sem sækir Melaskóla. „Því
hef ég látið útbúa glærur með
myndum af öllum helstu gatna-
mótum í nágrenni hvers skóla í
Reykjavík," segir hún. „Þannig
' geta allir nemendur skoðað á
mynd nánasta umhverfi síns skóla
Inga Karlsdóttir
►inga Karlsdóttir fæddist í
Reykjavík þann 21. ágúst árið
1954. Hún lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð árið 1976, BA prófi
í íslensku og uppeldisfræði frá
Háskóla íslands árið 1983 og
prófi til kennsluréttinda sama
ár. Einnig stundaði hún nám í
hagnýtri fjölmiðlafræði við há-
skólann veturinn 1991-1992.
Veturinn 1983 hóf hún kennslu
við Snælandsskóla í Kópavogi
og 1987 við Menntaskólann í
Kópavogi, þar sem hún kennir
nú íslensku og tjáningu. Inga
er gift Gunnari Jónssyni og eiga
þau tvö börn.
Hættur í um-
ferðinni eru
misjafnar eftir
hverfum
og lært með aðstoð lögreglunnar
og kennaranna að forðast hætt-
urnar. Lögregluþjónarnir Margrét
Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörn
Guðmundsson annast, af hálfu
lögreglunnar í Reykjavík, umferð-
arfræðslu í skólum. Starf þeirra
er ómetanlegt og þessa dagana
erum við að skipuleggja árlega
heimsókna 12 ára nemenda á lög-
reglustöð Reykjavíkur. Stjórnar-
menn nokkurra foreldrafélaga
hafa einnig lýst yfir áhuga sínum
og vilja til þess vinna að bæta
umferðaröryggi barna, sömuleiðis
hafa kennarar og skólastjórnend-
ur verið mjög áhugasamir og
margir hverjir unnið mjög gott
starf. Það er virkilega ánægjulegt
að vinna að þessum málaflokki
og óskandi að aukin fræðsla skili
sér í færri slysum.“
Er gert ráð fyrír ákveðnum
stundafjölda til umferðarfræðslu
I grunnskólunum og er
fræðslan í öllum bekkj-
um hans?
„Umferðarfræðsla er
því miður ekki á
stundaskrá skólanna og
það er mjög misjafnt
eftir skólum hvaða áherslu þeir
leggja á slíka fræðslu. Sumir
þeirra gera henni hátt undir höfði,
en aðrir síður. Áherslan á umferð-
arfræðslu er mest í yngstu bekkj-
unum, en hún minnkar yfirleitt
eftir því sem ofar dregur. Þó eru
dæmi þess að skólar bjóði umferð-
arfræðslu sem valgrein í efstu
bekkjunum, sem nýtist þá sem
undirbúningur að bílprófi. Draum-
urinn er auðvitað að umferðar-
fræðsla öðlist fastan sess á
stundaskrá skólanna, enda eru
börnin það dýrmætasta sem við
eigum,“ segir Inga Karlsdóttir,
svæðisfulltrúi í umferðarfræðslu.