Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 10

Morgunblaðið - 15.12.1994, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kemur hátekjufólki best Morgunblaðið/Árni Sæberg HAGIJR hátekju- og eignafólks batnar en yfirlýsing ríkisstjórn- VMSÍ, Hervar Gunnarsson, varaforseti ASÍ, Benedikt Davíðsson, arinnar um skattamál boðar ekki miklar kjarabætur fyrir láglauna- forseti ASÍ, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, og fólk, sögðu forsvarsmenn ASÍ. Björn Grétar Sveinsson, forseti Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ á blaðamannafundi í gær. ASI segir að yfirlýsing ríkissljórnarínnar um skattamál dugi ekki Hefur ekki í för með sér neina tekjujöfnun Lækkun skattbyrði af tekjum og eignum miðað við tillögur ríkisstjórnar Tekjur á mánuði 50.000 100.000 250.000 Áhrif tillagna ríkisstjórnarinnar á kaupmátt ráðstöfunartekna Einstaklingar með 15 millj. og hjón með 30 millj. kr. skuldlausar eignir Kl Einstaklingar og hjón með venjulegar eignir 100.000 250.000 500.000 Tekjur á mánuði ALÞÝÐUSAMBAND íslands telur að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í skattamálum feli ekki í sér tekjujöfnun, eins og ríkisstjórn- in segist þó stefna að, heldur sé verið að bæta hag þeirra sem mest- ar tekjur hafi og þeirra sem eigi miklar eignir. Láglaunafólk, sem sé með tekjur undir skattleysis- mörkum, fái hins vegar enga kjara- bót með aðgerðunum. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir að meira þurfi að koma til af hálfu ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Sérfræðingur í fjármálaráðu- neytinu hefur látið hafa eftir sér að meta megi aðgerðir ríkisstjóm- arinnar, sem kynntar voru um síð- ustu helgi, sem 4% kjarabót fyrir almennt launafólk í landinu. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, sagðist telja þetta mat fjarri lagi. Kjarabót upp á innan við 0,5% væri nærri lagi. Gylfi sagði að hjón með 50 þús- und krónur í laun á mánuði hvort fengju enga hækkun. Hjón sem ættu 30 milljón króna skuldlausa eign og væru með samtals 500 þúsund á mánuði fengju 9.800 krónur á mánuði í skattalækkun. Kjör þeirra bötnuðu um 3% við að- gerðir ríkisstjórnarinnar. „Við fögnum því sem segir í upp- hafi yfírlýsingar ríkisstjómarinnar þar sem segir, að margt bendi til þess að nú hafí orðið ákveðin þátta- skil í efnahagsmálum hér á landi. Langvinnt tímabil stöðnunar og samdráttar virðist að baki og hæg- fara efnahagsbati sé í augsýn. Það er auðvitað ákaflega gleðilegt að þetta skuli vera sýn ríkisstjómarinn- ar á ástandinu í dag og við væntum þess að við fáum notið góðs af þess- ari sýn,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að hugsanlega mætti líta á yfírlýsingu ríkisstjóm- arinnar sem svar hennar við gagnrýni ASÍ á fjár- lagafrumvarpið. „Ef þetta plagg ríkisstjómarinnar á að vera svar við þeirri gagnrýni verð ég að lýsa því yfír að við teljum þau svör alls ófullnægjandi." Benedikt sagði að margt væri kunnuglegt í tillögum ríkisstjórnar- innar. Hann sagði að ekki yrði bet- ur séð en að verið væri að kynna í þriðja sinn sérstakt átak í vega- málum. Þetta sérstaka átak hefði fyrst verið kynnt af forsætisráð- herra við endurskoðun kjarasamn- inga í vor og því væri tæpast rétt að tengja það við útreikning á nýj- um kjarasamningum sem yrðu gerðir á næsta ári. Benedikt sagði að þessar vega- framkvæmdir yrðu ijármagnaðar með nýjum sköttum á launafólk í gegnum bensínverð. „Við teljum rangt að útgjöld í fjárlögum, sem hækka um rúman milljarð vegna þessa séu færð sem út- gjöld vegna væntanlegra kjarasamninga. Við fáum það ekki til að ganga upp.“ iFjármagnsskattur út af borðinu Við gerð kjarasamninga vorið 1993 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að lagður yrði á fjármagnstekju- skattur frá 1. janúar 1994 og miðað yrði við 10% skatt á nafnvexti sem yrði innheimtur í staðgreiðslu. Haustið 1993 var tekin ákvörðun um að fresta álagningu skattsins til 1. janúar 1995. „Nú er tekin ákvörðun um að fresta þessu fram yfir kosningar. Það er búið að ýta út af borðinu aðferðinni við að skattleggja vextina og leggja það inn í stóra og umfangsmikla og svifaseina nefnd. í rauninni er ríkis- stjórnin búin að ýta þessu út af borðinu hvað sjálfa sig varðar," sagði Gylfi Ambjörnsson. Hann sagði að ASI gæti því ekki tekið yfirlýsingu rík- isstjómarinnar um fjármagsskatt inn í dæmið þegar lagt væri mat á aðgerðimar. Gylfi sagðist líta svo á að ekkna- skatturinn svokallaði hefði verið afnuminn 1989, árið eftir að hann var lagður á. Upphaflega hefði skatturinn numið 1,5% á hreinar tekjur yfir 10 milljónir hjá einstakl- ingum og 20 milljónir hjá hjónum. Vegna gagmýni á skattinn hefði álaginu verið breytt í 0,75% ogjafn- framt tekin upp tekjutenging. Að- eins einstaklingar með tvær milljón- ir í árstekjur og hjón með fjórar milljónir í árstekjur greiddu skatt- inn að fullu. Hr.nn sagði að sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar væru flestir þeir sem þyrftu að greiða þennan skatt á aldrinum 45-60 ára ogeinungis 160 af 3.200 væru komnir á ellilífeyr- isaldur. „Þetta er ekki ekknaskattur heldur stóreignaskattur," sagði Gylfi. Vísitölubinding persónuafsláttar afnumin Gylfi sagði að yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um hækkun persónu- afsláttar fæli ekki í sér þá hækkun skattleysismarka sem skilja hefði mátt á yfirlýsingunni. Lög geri ráð fyrir sjálfvirkri hækkun skattleysis- marka um mitt ár. Fyrri ríkisstjóm hefði hins vegar afnumið vísitölu- bundna hækkun skattleysismarka um áramót. Gylfi sagði að mest af þeirri 900 króna hækkun persónu- afsláttar sem ríkisstjórnin gæfi yfír- lýsingu um hefði hvort sem er átt að koma til framkvæmda um mitt ár. Það sem á vanti væri innan við 200 krónur. „Um áramótin þarf Alþingi að taka sjálfstæða ákvörðun um að hækka persónuafslátt, annars hækkar hann ekki. Ríkisstjórnin leggur út með það hér að hækka persónuafsláttinn um 500 krónur 1. janúar nk. Það ber auðvitað að meta það. Þetta hefur áhrif á kaup- mátt gagnvart þeim sem eru með tekjur yfir skattleysismörkum. Ef skoðaðar eru meðaltekjur innan ASÍ þá felur þetta í sér 0,4% hækk- un á meðaltekjum." Gylfi sagði að í forsendum ijár- lagafrumvarpsins fyrir árið 1995 væri gert ráð fyrir því að vísitöluteng- ing persónuafsláttar um mitt ár yrði afnumin. Hann sagði að því yrði ekki annað séð en að taka yrði sjálf- stæða ákvörðun um að láta per- sónuafslátt fylgja verðlagi á árinu 1996. Reynsían kenndi verkalýðs- hreyfíngunni að reka þyrfti mjög á eftir ríkisstjórnum að hækka per- sónuafsláttinn „Það verður dágott framlag í kjarasamninga, svo ekki sé meira sagt, ef framlagið er að afnema almenna verðtryggingu persónuafsláttar á næstu árum,“ sagði Gylfí. Margt kunnuglegt í tillögunum Kjarabót upp á innan við 0,5% Þá skall hurð nærri hælum MINNSTU munaði að stórslys yrði þegar verið var að hífa 40 feta gám með 20 tonnum af fiski- mjöli um borð í Mælifell á Isafirði í fyrrakvöld. Svo illa vildi til að bóman féll niður og skall gámur- inn í grennd við starfsmenn hafn- arinnar inn á bryggjuna eftir að hafa hafnað á stoðum við lestar- lúgu og öðrum gámi. Endaði hann á hliðinni og voru fyrr- greindir starfsmenn að undirbúa næsta gám til hífingar þegar óhappið varð. Morgunblaðið/ÚIfar Boðið tilKína FORSETI Alþingis, skrif- stofustjóri og fulltrúar þing- flokka fara í heimsókn til Kína í janúar í boði kínverska þingsins . Friðrik Ólafsson skrifstofu- stjóri Alþingis segir að ferðin muni standa frá 4.-16. janúar en formleg dagskrá liggur ekki fyrir sem stendur. Ríkis- sjóður greiðir ferðir boðsgest- anna fram og tilbaka en Kín- veijar kosta uppihald að sögn Friðriks. Fellur kostnaðurinn undir liðinn alþjóðleg sam- skipti og segir Friðrik að Kín- veijar líti mikið til Norður- landanna hvað varðar upp- byggingu í heimalandinu, til dæmis í tengslum við velferð- armál. íslensku gestirnir fara fýrst til Peking og segist Friðrik búast við að þeir hitti ýmsa ráðamenn auk forseta kín- verska þingsins. Morgunblaðið/Júlíus FULLORÐIN kona varð fyrir bíl á Grensásvegi laust eftir hádegi í gær. Fjórir slösuð- ust í umferð- inni í gær NOKKUÐ var um árekstra í gær í höfuðborginni, enda hált á götum. Fjórir slösuðust í umferðinni í gær, en enginn alvarlega. Frá morgni fram á síðdegi urðu 14 árekstrar. Slys urðu á mönnum í árekstrum á mótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, Grensás- vegar og Bústaðavegar og Háaleitisbrautar og Miklu- brautar. Þá var ekið á gangandi vegfaranda, fullorðna konu, á Grensásvegi um kl. 13 í gær. Víkingalottó Norðmenn tóku þann stóra ÞRÍR Norðmenn skiptu með sér um 44 milljóna króna fyrsta vinningi í Víkingalottó- inu þegar dregið var þar í gær. Hver þeirra hlaut 14,6 milljónir íslenskra króna. Enginn íslendingur hlaut þann stóra að þessu sinni fremur en oftast áður og eng- inn hafði heldur stærsta bónu- svinningin, sem var 1,2 millj- ónir króna, og flyst yfir til næstu viku. Hins vegar verða greiddar út rúmlega 2 milljónir króna í smærri vinninga til íslend- inga eftir víkingalottódráttinn að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.