Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 15 LANDIÐ Sjúkrahús Suðurnesja Bygging D-álmu samþykkt Keflavík - „Þetta er búið að vera baráttumál hjá okkur undanfarin tíu ár og ég er ákaflega glöð yfir að sjá þetta mál loksins í höfn. Heilbrigðisráðherra hefur nú gefið skriflega yfirlýsingu um heimild til framkvæmda og lokahönnunar og við stefnum að því að geta hafið jarðvegsvinnu þegar í vor,“ sagði Drífa Sigfússdóttir, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Njarð- víkur og Hafna, um byggingu svo- kallaðrar D-álmu við Sjúkrahús Suðurnesja. En hún er jafnframt formaður viðræðunefndar um byggingu D-álmunnar. Drífa sagði að framkvæmdir gætu væntanlega hafist 3-5 mán- uðum eftir að lokahönnun lægi fyrir og reiknað væri með að kostnaður við bygginguna yrði lið- lega 300 milljónir. Hún sagði að hugmyndir væru um að fjármagna framkvæmdir líkt og gert var með viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja þannig að sveitarfé- lögin legðu til fjármagn í formi lána til ríkisins til að flýta fyrir framkvæmdum. Upphaflega var gert ráð fyrir að D-álman yrði á fjórum hæðum en byggingin hefur nú verið endur- hönnuð og verður á tveim hæðum. Á fyrstu hæð verður heilsugæsla, endurhæfingarstöð og dagvist en á efri hæð verða 30 rúm fyrir lang- legusjúklinga. Fram hefur komið að reikna má með-liðlega 30 stöðu- gildum með tilkomu D-álmunnar. Morgunblaðið/Björn Blöndal GEIR Jón Þórisson afhendii’ Martin Tausen gjöf til Krýsuvíkursam- takanna frá lögreglumönnum og var gjöfín í formi matarúttektar. Líknar- og hjálparsjóður Landssambands lögreglumanna Gáfu Krýsu- víkursam- tökunum jólamatinn Kefiavík - „Þetta kemur sér ákaflega vel og við höfúm ákveðið að nota þetta framlag til að kaupa jólamatinn,“ sagði Martin Tausen, fulltrúi Krýsu- víkursamtakanna, eftir að hann hafi tekið við 50 þúsund króna framlagi sem lögreglumenn veittu til samtakanna nýlega. Framlagið var í formi matarút- tektar í Fjarðarkaupum í Hafn- arfirði sem á móti ætlar að leggja samtökunum til jólaöl. Það var Geir Jón Þórisson, formaður líknar- og hjálpar- sjóðs Landssambands lögreglu- manna, sem afhenti gjöfina og sagði hann við það tækifæri að veitt væri úr sjóðnum tvisvar á ári og væri þetta í 14. sinn sem úthlutað væri úr honum. Sjóður- inn hefði verið stofnaður í Vest- mannaeyjum 1992 oggreiddu lögreglumenn í hann ákveðna upphæð á mánuði sem tekin væri af launum þeirra og einnig færi fram önnur fjáröflun. Holta- kirkja fær spennubreyti Önundarfirði - Bræðurnir Hall- dór og Ásgeir Mikkaelssynir af- hentu sunnudaginn 11. desember sl., fyrir hönd systkinanna frá Fremri-Breiðadal í Flateyrar- hreppi, Holtskirkju í Önundarfirði 3.000 vatta spennubreyti til notk- unar í kirkjugarðinum. Gjöfin er gefin til minningar um foreldra þeirra systkina, þau Mikkael Ingiberg Kristjánsson (f. 8. október 1903 - d. 5. desember 1986) og Ingibjörgu Andreu Jóns- dóttur (f. 23. janúar 1918 - d. 24. júní 1993), ábúendur í Breiðadal fremri, en síðast til heimilis að Hafnarstræti 45 á Flat- eyri. Það er von gefendanna að þessi búnaður verið til þess að sem flest- ir geti tendrað ljós á leiðum ást- vina sinna, til þess að lýsa upp á jólunum, hátíð ljóssins, segir í fréttatilkynningu. Safnaðarformaður, Magnús Hringur Guðmundsson á Hóli í Firði, og sóknarpresturinn veittu gjöfinni viðtöku með bestu þÖkk- um til gefenda fyrir hugulsemina. Morgunblaðið/Einar Gíslason NÝJA brúin fjær, en hin gamla nær. Ný brú yfir Héraðs- vötn opnuð umferð UMFERÐ var hleypt á nýjan veg og brú um Vesturós Héraðsvatna hjá Sauðárkróki sl. sunnudag. Þar með er gamla brúin tekin út notk- un en hún var byggð á árunum 1925-1926. Vegurinn að henni er með mjög kröppum beygjum, þannig að lengstu bílar áttu í erfið- leikum með að komast um hann auk þess sem hann var hættulegur allri umferð, einkum í hálku. Nýja.brúin er 100 m löng í þremur höfum, steypt, eftirspennt bitabrú. Brúin er tvíbreið með 7 m akbraut og að auki 1,5 m gang- braut. Brúin var byggð af vinnuflokki Vegagerðarinnar, brúarsmiður var Guðmundur Sigurðsson, Hvamms- tanga. Kostnaður við brúna var um 42 m.kr. sem er um 20% lægri kostnaður en áætlað hafði verið. Króksverk hf. var verktaki við veginn. Nýi vegurinn er um 1,9 km að lengd auk leiðigarða við _ brúna. Magn fylllingar, burðarlags og grjótvarnar var rúmlega 60 þús m3. Tilboð Krókverks hf. var 14,8 m.kr. sem var 65% af kostnaðar- áætlun. Fyllingarefnið var að mestu tekið úr farvegi Héraðs- vatnanna og þurfti að hafa fram- kvæmdum eftir sjávarföllum. Hluti fyllingar var gerður í desember 1993 og var brúin byggð á þeirri fyllingu. Króksverk hf. var einnig verktaki við þá fyllingu. Kostnaður var um 4 m.kr. Stytting Sauðárkróksbrautar vegna nýja vegarins er um 300 metrar. Verkinu verður ekki að fullu lokið en bundið slitlag verður lagt í júni 1995. Heildarkostnaður verður 80 m.kr. I Einhneppt jakkaföt frá kr. I 5.800 ) Föt m/vesti frá kr. 21.800 I Tweed föt með eða án vestis frá kr. I 7.500 ) Stakar dömu- og herrabuxur frá kr. 4.900 I Stakir ullarjakkar dömu og herra frá kr. 10.900 N Ý K O M I Ð # Herraskyrtur í miklu úrvali # Dömublússur. # Bindi - hálsklútar - treflar. # Dömupeysur. o.m.fl. Opið vírka daga frá kl. 9-18. Opið laugardag frá kl. 10-22. Vatnshelt öndunarefni með ■ fleecejökkum sem nota má sér Verð frá kr. IS.900 - 16.900 Buxur, öndunarefni kr. 4.490 sportvorur A MJÖG GÓÐU VERÐI Kuldaúlpur - Fleecepeysur - Mittisúlpur - Sleðagallar - Sokkar - Köflóttar skyrtur - Bakpokar - Húfur - Svefnpokar -Vettlingar - Ó.m.fl. v e r s I u n Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 45800. GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.