Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 15
LANDIÐ
Sjúkrahús Suðurnesja
Bygging D-álmu samþykkt
Keflavík - „Þetta er búið að vera
baráttumál hjá okkur undanfarin
tíu ár og ég er ákaflega glöð yfir
að sjá þetta mál loksins í höfn.
Heilbrigðisráðherra hefur nú gefið
skriflega yfirlýsingu um heimild
til framkvæmda og lokahönnunar
og við stefnum að því að geta
hafið jarðvegsvinnu þegar í vor,“
sagði Drífa Sigfússdóttir, forseti
bæjarstjórnar Keflavíkur, Njarð-
víkur og Hafna, um byggingu svo-
kallaðrar D-álmu við Sjúkrahús
Suðurnesja. En hún er jafnframt
formaður viðræðunefndar um
byggingu D-álmunnar.
Drífa sagði að framkvæmdir
gætu væntanlega hafist 3-5 mán-
uðum eftir að lokahönnun lægi
fyrir og reiknað væri með að
kostnaður við bygginguna yrði lið-
lega 300 milljónir. Hún sagði að
hugmyndir væru um að fjármagna
framkvæmdir líkt og gert var með
viðbyggingu við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja þannig að sveitarfé-
lögin legðu til fjármagn í formi
lána til ríkisins til að flýta fyrir
framkvæmdum.
Upphaflega var gert ráð fyrir
að D-álman yrði á fjórum hæðum
en byggingin hefur nú verið endur-
hönnuð og verður á tveim hæðum.
Á fyrstu hæð verður heilsugæsla,
endurhæfingarstöð og dagvist en
á efri hæð verða 30 rúm fyrir lang-
legusjúklinga. Fram hefur komið
að reikna má með-liðlega 30 stöðu-
gildum með tilkomu D-álmunnar.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
GEIR Jón Þórisson afhendii’ Martin Tausen gjöf til Krýsuvíkursam-
takanna frá lögreglumönnum og var gjöfín í formi matarúttektar.
Líknar- og hjálparsjóður Landssambands lögreglumanna
Gáfu Krýsu-
víkursam-
tökunum
jólamatinn
Kefiavík - „Þetta kemur sér
ákaflega vel og við höfúm
ákveðið að nota þetta framlag
til að kaupa jólamatinn,“ sagði
Martin Tausen, fulltrúi Krýsu-
víkursamtakanna, eftir að hann
hafi tekið við 50 þúsund króna
framlagi sem lögreglumenn
veittu til samtakanna nýlega.
Framlagið var í formi matarút-
tektar í Fjarðarkaupum í Hafn-
arfirði sem á móti ætlar að
leggja samtökunum til jólaöl.
Það var Geir Jón Þórisson,
formaður líknar- og hjálpar-
sjóðs Landssambands lögreglu-
manna, sem afhenti gjöfina og
sagði hann við það tækifæri að
veitt væri úr sjóðnum tvisvar á
ári og væri þetta í 14. sinn sem
úthlutað væri úr honum. Sjóður-
inn hefði verið stofnaður í Vest-
mannaeyjum 1992 oggreiddu
lögreglumenn í hann ákveðna
upphæð á mánuði sem tekin
væri af launum þeirra og einnig
færi fram önnur fjáröflun.
Holta-
kirkja fær
spennubreyti
Önundarfirði - Bræðurnir Hall-
dór og Ásgeir Mikkaelssynir af-
hentu sunnudaginn 11. desember
sl., fyrir hönd systkinanna frá
Fremri-Breiðadal í Flateyrar-
hreppi, Holtskirkju í Önundarfirði
3.000 vatta spennubreyti til notk-
unar í kirkjugarðinum.
Gjöfin er gefin til minningar um
foreldra þeirra systkina, þau
Mikkael Ingiberg Kristjánsson (f.
8. október 1903 - d. 5. desember
1986) og Ingibjörgu Andreu Jóns-
dóttur (f. 23. janúar 1918 - d.
24. júní 1993), ábúendur í
Breiðadal fremri, en síðast til
heimilis að Hafnarstræti 45 á Flat-
eyri.
Það er von gefendanna að þessi
búnaður verið til þess að sem flest-
ir geti tendrað ljós á leiðum ást-
vina sinna, til þess að lýsa upp á
jólunum, hátíð ljóssins, segir í
fréttatilkynningu.
Safnaðarformaður, Magnús
Hringur Guðmundsson á Hóli í
Firði, og sóknarpresturinn veittu
gjöfinni viðtöku með bestu þÖkk-
um til gefenda fyrir hugulsemina.
Morgunblaðið/Einar Gíslason
NÝJA brúin fjær, en hin gamla nær.
Ný brú yfir Héraðs-
vötn opnuð umferð
UMFERÐ var hleypt á nýjan veg
og brú um Vesturós Héraðsvatna
hjá Sauðárkróki sl. sunnudag. Þar
með er gamla brúin tekin út notk-
un en hún var byggð á árunum
1925-1926. Vegurinn að henni
er með mjög kröppum beygjum,
þannig að lengstu bílar áttu í erfið-
leikum með að komast um hann
auk þess sem hann var hættulegur
allri umferð, einkum í hálku.
Nýja.brúin er 100 m löng í
þremur höfum, steypt, eftirspennt
bitabrú. Brúin er tvíbreið með 7 m
akbraut og að auki 1,5 m gang-
braut.
Brúin var byggð af vinnuflokki
Vegagerðarinnar, brúarsmiður var
Guðmundur Sigurðsson, Hvamms-
tanga. Kostnaður við brúna var
um 42 m.kr. sem er um 20% lægri
kostnaður en áætlað hafði verið.
Króksverk hf. var verktaki við
veginn. Nýi vegurinn er um 1,9
km að lengd auk leiðigarða við
_ brúna. Magn fylllingar, burðarlags
og grjótvarnar var rúmlega 60 þús
m3. Tilboð Krókverks hf. var 14,8
m.kr. sem var 65% af kostnaðar-
áætlun. Fyllingarefnið var að
mestu tekið úr farvegi Héraðs-
vatnanna og þurfti að hafa fram-
kvæmdum eftir sjávarföllum. Hluti
fyllingar var gerður í desember
1993 og var brúin byggð á þeirri
fyllingu. Króksverk hf. var einnig
verktaki við þá fyllingu. Kostnaður
var um 4 m.kr.
Stytting Sauðárkróksbrautar
vegna nýja vegarins er um 300
metrar. Verkinu verður ekki að
fullu lokið en bundið slitlag verður
lagt í júni 1995. Heildarkostnaður
verður 80 m.kr.
I Einhneppt jakkaföt
frá kr. I 5.800
) Föt m/vesti
frá kr. 21.800
I Tweed föt
með eða án vestis
frá kr. I 7.500
) Stakar dömu- og
herrabuxur
frá kr. 4.900
I Stakir ullarjakkar
dömu og herra
frá kr. 10.900
N Ý K O M I Ð
# Herraskyrtur í miklu úrvali
# Dömublússur.
# Bindi - hálsklútar - treflar.
# Dömupeysur. o.m.fl.
Opið vírka daga
frá kl. 9-18.
Opið laugardag
frá kl. 10-22.
Vatnshelt öndunarefni með ■
fleecejökkum sem nota má sér
Verð frá kr. IS.900 - 16.900
Buxur, öndunarefni kr. 4.490
sportvorur
A MJÖG GÓÐU VERÐI
Kuldaúlpur - Fleecepeysur - Mittisúlpur - Sleðagallar
- Sokkar - Köflóttar skyrtur - Bakpokar - Húfur -
Svefnpokar -Vettlingar - Ó.m.fl.
v e r s I u n
Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin)
Kópavogi, sími 45800.
GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU