Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR PIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 19 . ■ Búið að loka fyrir sveppainnflutning BÚIÐ er að loka fyrir sveppainn- flutning því að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar hjá Landbúnaðarráðu- neytinu anna íslenskir framleiðend- ur eftirspurn og mikið er til af ís- lenskum sveppum í augnablikinu. Ekki er ijóst hvenær aftur verður opnað fyrir innflutning, það veltur á framboði hérlendis. í gær voru til íslenskir sveppir hjá Hagkaup og kostaði kílóið 597 krónur. í Bónus var kílóið af erlend- um og íslenskum sveppum á 497 krónur. Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bón- us segist hafa áhyggjur af því að verið sé að loka fyrir sveppainn- flutning rétt fyrir jólin. Hann segir framboð geta orðið lítið og telur að verð muni án efa hækka á næstu vikum. Hefði Jón Ásgeir pantað erlenda sveppi fyrir næstu viku hefði kílóið verið á 397 krónur. Hann segir að nú verði að koma í ljós hvað ís- lensku sveppirnir komi til með að kosta fyrir jólin. Erlendir sveppir klárast fyrir helgi í Bónus. Bónus með nokkrar bækur á 30% afslætti Tíu söluhæstu bækurnar fyrir jólin samkvæmt lista DV verða seldar í Bónus með 15% afslætti. Auk þess verður alltaf sérstakt tilboð í gangi á þremur bókum fram til jóla og er misjafnt um hvaða bæk- ur er að ræða en 30% afsláttur er veittur af þeim. Þar mun þó alltaf um eina metsölubók vera að ræða, eina barnabók og eina sem ekki er á vinsældalista DV. í gær voru á 30% afslætti metsölubókin Um fjöll og firnindi, barnabókin Dekur- drengur á dreifbýlisbomsum og Bankabókin, sú bók sem ekki var á vinsældalista DV. Hagkaup býður ekki lengur 25% afslátt af bókum heldur eru þær seldar á fullu verði og hjá Kaupfé- lagi Árnesinga á Selfossi eru bæk- urnar einnig seldar á fullu verði en voru um síðustu helgi seldar með 25% afslætti. Hveitið vantaði í smákökurnar ÞEGAR húsmæður á Sigiufirði gáfu sína uppáhaldsuppskrift af smákökum í jólamatarblað Morg- unblaðsins fórst fyrir að geta um hveitimagn í einni þeirra. Þegar var birt leiðrétting en líklega hefur hún farið framhjá mörgum því daglega hringja í okkur aðilar sem eru að baka og sjá að eitthvað er að. Það vantar semsagt hveiti í upp- skriftina. Þetta eru Hnetu-döðlu- súkkulaðikökur. Uppskriftin svona. %b smiörlíki úöu 1 bolli púoursykur 27 egg 2 bollar hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 'Atsk. salt ______?4b saxaðar valhnetur_____ ________74b saxaðar döðlur______ 100-150 g saxað súkkuloði Smjörlíki og púðursykur þeytt vel saman, síðan eggjum hrært út í og þurrefnum blandað við ásamt hnetum, döðlum og súkkulaði og hrært samanvið. Sett á plötu með teskeið og bakað við 200 °C í 10 mínútur. Innflutningshöftum aflétt á nýju ári Við gildistöku Gatt samningsins á næsta ári verður öllum innflutn- ingshöftum aflétt og þá verður leyfi- legt að flytja til landsins alia mat- vöru svo framarlega sem heilbrigð- iskröfur hamla ekki innflutningi. í stað þess að koma í veg fyrir innflutning með banni eða tæknileg- um verslunarhindrunum verða tekn- ir upp vemdartollar sem í einhvetj- um tilfellum geta orðið mjög háir. Verndartollarnir eiga að brúa bil- ið milli heimsmarkaðsverðs og verði á innlendri framleiðslu og þeir eiga þannig að gefa íslenskum framleið- endum sinn aðlögunartíma.Gert er ráð fyrir að vemdartollamir lækki á næstu sex ámm. Umboð fyrir „Stafford- shire“ GJAFAVÖRUVERSLUNIN EBAS, Snorrabraut 29, hefur tekið að sér að selja matar-, kaffi- og tesett frá hinu þekkta fyrirtæki „Staffords- hire“ í Englandi. Varan hefur fengið orð á sig fyrir gæði, en um leið við- ráðandi verð. Sem dæmi má geta. þess að sex manna kaffisett kostar 8.900 krónur. Fjögurra manna mat- ar- og kaffisett er á 8.200 kr. og sex manna matar- og kaffisett er á 12.300 kr., en í því er að finna 30 stykki. Stellið má setja í örbygljuofn, uppþvottavél og sömuleiðis er það frostþolið. er Herra- og dömufatnaður í Kringlunni Stakir herrajakkar frá kr. 5.995 Herrabuxur. ullarblanda frá kr. 3.995 Herraskyrfur. köflóttar frá kr. 2.495 Silkibindi frá kr. 989 Skór kr. 2.995 Kjólar frá kr. 2.995 Dömubolir frá kr. 989 Hattarfrá kr. 1.395 Skór kr. 2.995 Jakkaföt frá kr. 9.895 Melka skvrtur frá kr. 3.495 Silkibindi frá kr. 989 Skór kr. 2.995 Dömuiakkar frá kr. 3.995 Dömubuxur frá kr. 3.495 Dömublússur. síðar frá kr. 2.495 Dömuvesti frá kr. 2.295 Skór kr. 3.995 Siður herrajakki Sfones kr. 9.895 Herrarúllukraeabolir frá kr. 789 Herrapriónavesti frá kr. 1.995 Herraflauelsbuxur frá kr. 2.495 Skór kr. 3.995 Dömujakkar frá kr. 3.995 Dömupils frá kr. 2.695 Dömublússur frá kr. 1.495 Skór kr. 2.995 HAGKAUP fyrir fjölskylduna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.