Morgunblaðið - 15.12.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 23
Svíþjóð
vill ekki í
NATO
SVÍAR hyggjast ekki sækja um
aðild að Atlantshafsbandalag-
inu (NATO) þótt þeir gangi í
Evrópusambandið, að sögn
Ingvars Carlssonar, forsætis-
ráðherra Svía, í ræðu í Helsinki
í gær. Hann sagði að ekki
væru nein öryggispólitísk rök
fyrir aðild Svía að NATO og
allir stjórnmálaflokkar Svíþjóð-
ar væru sáttir við áframhald-
andi hlutleysisstefnu.
Vísbendingar
um sprengju
FUNDIST hafa vísbendingar
um að sprengja hafi sprungið
í filippeyskri farþegaþotu á leið
frá Manila til Tókýó á sunnu-
dag, en ekki flugeldar eins og
vangaveltur höfðu verið um.
Einn maður beið bana í spreng-
ingunni. Fundist hafa brot úr
brunninni rafhlöðu og klukku
sem gætu hafa verið notuð í
sprengju.
Ovinum
íslams spáð
óförum
ÍSLAMSKUR trúarleiðtogi frá
Kúveit, Abdullah al-Mutawa,
réð í gær konungum, furstum
og forsetum 52 múslimaríkja,
sem þinga í Marokkó, frá því
að grípa til harðra aðgerða
gegn heittrúuðum múslimum
til að draga úr ólgu meðal
þegnanna. „Hvar eru þeir sem
hafa gerst óvinir íslamska mál-
staðarins í nútímasögunni?
Suma tók Guð (dóu), aðrir voru
ráðnir af dögum og sumir end-
uðu á öskuhaugum sögunnar,"
sagði trúarleiðtoginn.
Delors
g'agnrýndur
FRANCOIS Mitterrand, forseti
Frakklands, gagnrýndi í gær
þá ákvörðun Jacques Delors,
forseta framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, að bjóða
sig ekki fram í frönsku forseta-
kosningunum. „Menn hafa
gagnrýnt mig fyrir að sitja
áfram eftir að hafa verið kjör-
inn árið 1981. Þeir eru svo
hrifnir af stjórnmáiamönnum
sem nema staðar á þröskuldi
valdanna... Það að halda sér
frá þeim á víst að auðvelda
mönnum að láta draumana
rætast."
Flóttafólk
afvopnað
1.800 hermenn á vegum Sam-
einuðu þjóðanna réðust í gær
inn í búðir flóttamanria í suð-
vesturhluta Rúanda til að af-
vopna fólk vegna tíðra ofbeld-
isverka og morða í búðunum
að undanförnu. Allt að 2.000
rúandískir stjómarhermenn
tóku þátt í vopnaleitinni.
Orange-sýsla
í þröng
ORANGE-sýsla í Kalifomíu,
sem hefur verið ein auðugusta
sýsla Bandáríkjanna, hefur
neyðst til að óska eftir greiðslu-
stöðvun vegna misheppnaðra
fjárfestinga í hlutabréfum.
Þetta er eitt mesta fjármála-
hneyksli í sögu sveitarfélaga
Bandaríkjanna.
ERLENT
Reuter
Flugslys í N-Karólínu
BJÖRGUNARMENN aðstoða
fólk sem komst af er bresksmíð-
uð skrúfuþota af gerðinni Jet-
stream Super 31 fórst í illviðri í
Norður-Karólínu í Bandaríkjun-
um á þriðjudagskvöld. 20 manns
voru innanborðs og fórust 13.
Vélin var í eigu American Eagle-
flugfélagsins, hún var á leið frá
borginni Greensboro og var að
undirbúa lendingu á Raleigh-
Durham-alþjóðavellinum. Oljóst
er hvað olli slysinu en flugvélin
hrapaði um sex kílómetra frá
flugbrautinni og brotnaði í
tvennt. Talsmaður félagsins
sagði það eiga alis 54 vélar af
þessari gerð.
Réttað í málum marxista í Eþíópíu
Keisarinn var
kæfður með kodda
Addis Ababa. Reuter.
HERFORING J ASTJ ÓRN
marxistanna sem steyptu
Haile Selassie, keisara Eþí-
ópíu, fyrir tveim áratugum,
létu myrða hann og þús-
undir saklausra manna, að
sögn vitna en réttað er í
málum valdaræningjanna i
Addis Ababa, höfuðborg
landsins, þessa dagana.
Foringi þeirra, Mengistu,
settist að á búgarði í
Zimbabwe og um 20 aðrir ráðamenn
flúðu einnig land, þeir verða því
dæmdir fjarverandi. Þrír af nánustu
samstarfsmönnum Mengistus hírast
í ítalska sendiráðinu og er talið ólík-
legt að mennirnir verði framseldir
hljóti þeir dauðadóm.
Alls hafa 67 manns verið ákærð-
ir. Samkvæmt málsskjölum sam-
þykkti dergue, eins og herforingja-
stjórnin var nefnd, á fundi sínum
23. ágúst 1975 að keisarinn skyldi
verða líflátinn vegna þess að hann
væri æðsti maður lénsveldis. Se-
lassie, sem Var 82 ára gam-
all, hafði setið í stofufang-
elsi í ár eða frá því að
marxistabyltingin var gerð.
Sendur var launmorðingi
inn í keisarahöllina og
kæfði hann gamla manninn
með kodda þar sem hann
lá í rúmi sínu.
Alræmd fyrir
pyntirtgar
Mengistu var steypt fyrir þrem
árum én einræðisstjórn hans var
alræmd fyrir pyntingar og hvers
kyns hrottaskap, Sovétmenn studdu
stjórnina óspart með vopnum í bar-
áttu hennar gegn uppreisnarriiönn-
um. Um 700.000 smábændur voru
fluttir nauðugir af jörðum sínum til
að reyna að koma í veg fyrir að
uppreisnarmenn kæmust yfir mat.
Nær milljón manna fórst í hungurs-
neyð 1984 sem átti rætur að rekja
tii. borgarastríðsins og samyrkjubú-
skapar að skipun stjórnvalda.
Ilaile Selassie
Vcrðsferá
Normansþinur
Stærðir:
60-100 cm fer. 1.340
101-125 cm fer. 1.985
126-150 cm fer. 2.685
151-175 cm fer. 3.355
176-200 cm fer. 4.285
Jólatrésseríur
35 ljósa sería fer. 599
50 ljósa sería fer. 770
Jólatréskúlur
Verð kr. 395 kassinn
m 08
Verð kr. 495 kassinn
Jólatréstoppar
Mjög mikið úrval
. Tiíboð
35 jólasveinasería
kr. 499
/w/á/a//'Áx//yyi///'
Gott verðl