Morgunblaðið - 15.12.1994, Page 30

Morgunblaðið - 15.12.1994, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kerta- stjakar LEIRLIST Listhús í Laugardal KERTASTJAKAR 10 félagar Leirlistafélagsins Opið virka daga frá 13-18. Laugardaga 11-18. Sunnudaga 14-18, til jóla. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er jólalegt í Listhúsi í Laugardag eins og vera ber og mikil athafnasemi í húsinu, svo sem lesendur blaðsins hafa orðið varir við á síðum blaðsins undan- farið. Ekki spillir að í aðalsal húss- ins er sýning á kertastjökum Leir- listarfélagsins, sem allt eru allt konur: Láru Samúelsdóttur, Kol- brúnu Kjarval, Steinunni Marteins- dóttur, Ellu Guðmundsdóttur, Sig- rúnu Gunnarsdóttur, Elísabeti Haraldsdóttur, Margréti Salóme Gunnarsdóttur, Amfríði Láru Guðnadóttur, Jónínu Guðnadóttur og Guðrúnu Indriðadóttur. Það er helst að kertastjakar tengist trúarsiðum, enda hafa þeir verið mest áberandi í kirkjum og musterum sem mikilvægur þáttur í lýsingu þeirra, en einnig í sjálfum trúarathöfnunum. Stílsaga þeirra er nokkur, en það reyndist furðu erfitt að hafa. upp á heimildum um hana jafn ríkur þáttur og kertastj- akar eru nú annars í kirkjulist og helgihaldi og jafn margvísiegir og þeir geta verið. Fundist hafa kert- astjakar í víkingahaugum og til eru afburða fallegir stjakar frá eldri miðöldum, t.d. koparstakar sem gerðir voru í Limoges í Frakk- landi á 12. öld. Þessi ígrip í söguna eru til kom- in vegna þess að mikill helgibiær svífur yfir rýminu, sem rekja má til þess að form sumra kertastjak- anna er mjög trúarlegt, jafnvel ekki ósvipað og í stjökunum frá Limoges. Svo eru litirnir á stund- um ívið stásslegir, eins og fyrir kemur í nútíma kirkjuhaldi. Þá hættir sumum við fuli ódýrum og glansandi glerungi, en hann er eitt af þýðingarmestu atriðunum við gerð leirmuna. Getur skipt sköp- um, því að yfirborðslegur glerung- ur rýrir formgæðin, getur í öllu faili gert þau óyndislegri. Veit ég til þess að margur snjallur leiriist- armaðurinn hefur eytt árum í rannsóknir á samsetningu og áferðareiginleikum glerungsins. Að öðru leyti er fjölbreytnin mikil, þótt maður sakni úrskerandi sjálfstæðrar formkenndar, en slíkt verður æ fátíðara að rekast á í tæknivæddu þjóðfélagi. Hér á ég við að sjálft formið tali á kjarn- miklu máli handíðarinnar, en ekki að það segi t.d. sögur úr ævintýra- bókum eða af verksviði hvunn- dagsins. Einnig saknar maður nokkurra snjallra ieirlistarkvenna, sem vinna meira í sjálfu forminu og eru sum- ar að auk gæddar ísmeygilegri kímni, sem hefði gert sýninguna jarðbundnari. Þessi atriði koma síður fram í verkum hinna grónu leirlistarkvenna en hjá nýgræðing- unum og má það vera vegna breyttra áhersla og kennsluþátta í listaskólum nútímans. Annars er ómaksins vert fyrir þá mörgu sem hafa áhuga á kerta- stjökum að gera sér ferð í Listhús- ið við Engjateig og þar er að auk margt fleira að sjá og skoða. Bragi Ásgeirsson Svanhildur og Anna Mjöll syngja fyrir börnin TONUST Illjómdiskar Litlu börnin leika sér Svanhildur og Anna Mjöll (eimiig bakraddir) syngja barnalög. Útsetn- ingar og stjórn: Olafur Gaukur, sem einnig leikur á gítar. Blásarakvintett Reykjavikur. Forritun, hljómborð, hljóðgerflar: Pétur Hjaltested. Hljóð- blöndun: Pétur Hjaltested. Ólafur Gaukur. Útg. Tónaljón. Dreifing Japis. HÉR kemur síðbúin umsögn um aldeilis stórfínan hljómdisk fyrir börnin okkar — og okkur sjálf! Allt hjálpast að til að svo megi vera, ferskt efni (reyndar splunku- nýtt, miðað við fyrri tvær barnajdötur Svan- hildar og Olafs Gauks, auk þess sem. Anna Mjöll slæst með í hóp- inn), skýr og aðlaðandi söngur, smekklegar út- setningar (engin sí- bylja, guði sé lof!) og. mjög góður hljóðfæra- leikur, eða er við öðru að búast af Ólafi Gauk með gítarinn sinn að ekki sé minnst á Blás- arakvintett Reykjavík- ur með valinn mann í hveiju rúmi? Þesar fallegu útsetn- ingar og flutningurinn (Anna Mjöll svolítið og bara alveg passlega ,,blúsuð“) gera reyndar útslagið um gæði disksins, þó að allt séu þetta þekkt og indæl lög og textar (Öm Snorrason, Halldór Laxness, Kristján frá Djúpalæk, Sveinbjörn Egilsson o.fl.). Allt einfalt og skýrt og í rólegri kantinum (enginn popp-trommuleikur), en þó laust við þá einhæfni (að ég ekki segi „hjakki") í undirleik sem við eigum að venjast í íslenskum bamaplöt- um. Hljóðfallið fremur leikið af bassa, gítar og jafnvel suður-amer- ískum ásláttarhljóðfærum til fyll- ingar, sem kemur í veg fyrir sí- byljublæinn fræga. Strengir leika talsvert hlutverk og bera með sér mýkt. Og loks sjálfur Blásarakvint- ettinn (sér algjörlega um undirleik í þrem lögum — auk Afmælislags- ins) kemur víðo fram allur eða ein- staklingur úr honum. Lagavalið sjálft mun hafa verið gert með aðstoð fóstra í leikskólum (sem er góð hugmynd) og ættu því litlir krakkar að kannst við flest lögin — jafnvel Óla lokbrá eftir Carl Billich og Upp og niður og Þrjá kettlinga eftir Olaf Gauk. „Hann á afmæli- (Hún á af- mæli...) í dag“ hefur trúlega ekki komið fyrr út á plötu — sungið á íslensku. Blásarakvintettinn leikur það svo einu sinni yfir í lokin — og við getum tekið undir. Upptaka (Hljóðsmiðjan) er skín- andi góð. Textar eru í bæklingi, sem er skemmtilegur og smekklegur. Alveg nauðsynlegur hljómdiskur fyrir börnin. Falleg jólágjöf. Oddur Björnsson - frá öðru fólki og athöfnum þess MANNAKYNNI MANNA KYNNI eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra segir hér á sinn glettna og hlýlega hátt frá fjölda fólks sem hann hefur átt samleið með.Við sögu koma 540 karlar og konur - til að mynda bændur og biskupar, húsmæður, stjórnmálamenn, kennarar og sjómenn, framreiðslu- stúlkur og forsætisráðherrar. er skemmtileg og fróðleg bók sem fengur er að. ÆSKAN Nýjar bækur • ÚT ER komið 6. bindi í bókaílokknum Betrihelm- ingurinn eftir Bjarka Bjarnason, Braga Berg- mann og Sólveigu Jónsdótt- ur. í bókinni er að finna frá- sagnir kvenna, sem giftar eru þekktum einstaklingum. Hanna Ingólfsdóttir hús- freyja, maki Matthías Jo- hannessen skáld og ritstjóri, Sigríður Atladóttir húsfreyja, maki Vigfús Jónsson bóndi á Laxamýri, Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi, maki Páll Pétursson alþingismaður, Toby Sigrún Hermann sál- fræðingur, maki Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Bókin er prýdd fjölda mynda. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 197 bls. Verð 3.480 krónur. • FORLAGIÐ íslenskur annáll hefur gefið út bókina „íslenskur annáll 1987“. Þetta er níunda bókin í sam- nefndum bókaflokki. Bókin er 33 bls. í stóru broti, prýdd fjölda mynda. í bókinni er atburðum ársins 1987 raðað í rétta tímaröð og þar stuðst við blöð og tímarit frá þessum tíma. Bókin er heimildarsaga í máli og myndum. í kynningu útgefanda seg- ir: „Tímasetning útgáfunnar, þ.e. að nú á árinu 1994 er verið að gefa út íslenskan annál 1.987, gefur lesendan- um tækifæri til að skoða á ný atburði sem hafa aðeins fjarlægst í tíma og sjást þá oft í nýju ljósi. Til dæmis líta menn trúlega nokkuð öðrum augum í dag en þeir gerðu þá, sama hvar í flokki þeir standa, á stjórnmálaviðburði ársins 1987, en þáklofnaði Sjálfstæðisflokkurinn, Borg- araflokkurinn varð til, síðan komu sgulegar kosningar og erfið stjórnarmyndun." • ÚT ER komin „Bankabók- ín“eftir Örnólf Arnason. „Bankabókin “ er eins konar sjálfstætt framhald af „Á slóð kolkrabbans“ sem út kom 1991. í kynningu útgefanda seg- ir: „I Bankabókinni er farið bakvið tjöldin í bönkum lands- ins og spáð í spil peningakerf- isins í fylgd með Nóra, sögu- manninum úr „Kolkrabban- um“ sem þekkir svo vel til í efstu lögum þjóðfélagsins. Lesandinn fær að gægjast inn þar sem útvalin stórmenni á þreföldum ráðherralaunum sitja í góðu yfirlæti við að ákveða vexti, verðbætur og þjónustugjöld handa þér að borga.“ Útgefandi er Eldey hf. Bankabókin er 252 bls. prýdd mörgum ljósmyndum. Auk þess er að finna í bókinni ítar- legar upplýsingar um stjórn- endur bankanna ásamt töflum um launakjör þeirra. Verð Bankabókarinnar er 3.480 krónur. • LÚPÍNA eftir Lárus Hin- riksson er komin út. Hér er á ferðinni skáldsaga á PC- "diski í Windows-umhverfí sem auðveldar aðgang að texta til lestrar á skjá. í kynningu útgefanda seg- ir: „Þetta er spennandi saga sem gerist árið 1994 og segjr frá baráttu eins manns daginn sem hann reynir að lækna fyrsta manninn af HIV-smiti, en eitthvað fór úrskeiðis. Sag- an gerist að mestu á einum sólarhring í Los Angeles dag- inn sem hann framkvæmdi lækninguna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.